Morgunblaðið - 22.12.1957, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 22.12.1957, Blaðsíða 5
Sunnudaguí 22. des. 1957 MORCVNBLAÐIÐ 5 Bæja rverkf ræðing u r gerir grein fyrir lagn- ingu Miklubrautar Á BÆJARSTJÓRNARFUNDI s.l. fimmtudag var lögð fram skýrsla frá skrifstofu bæjarverkfræðings, sem undirrituð er af Bolla Thor- oddsen og Einari B. Pálssyni, varð andi framkvæmdirnar við Miklu- braut. Þetta mál hefu verið all- mikið rætt í blöðum og manna á milli og þykir því rétt að birta hér skýrslu þessa, og fer hún hér á eftir. Kaflaskiptingar eru gerð- ar af Mbl. Skýrsla bæjarverkfræöings Á skipulagsuppdráttum af út- hverfum Reykjavíkur, sem gerðir eru á árunum 1935-37, er gert ráð fyrir 25 metra breiðri umferðar- braut í beinu framhaldi af Hring braut til aústurs. Braut þessi, sem er núverandi Miklabraut, var látin takmarka Norðurmýrar- byggðina að sunnanverðu á skipu lagsuppdrætti árið 1936. Brautin var fyrst ráðgerð bein að Grens- ásvegi en átti síðan að sveigja til norðausturs og tengjast Suður- landsbraut nálægt þeim stað þar sem Skeiðarvogur kemur að Suð urlandsbraut nú. Skömmu síðar var þessari áætlun þó breytt og brautin dregin bein að brúnum yfir Elliðaárnar. Huðmyndin var sú, að skapa beina og greiða umferðarbraut al veg vestan frá sjó og inn að Elliða ám. Annað einkenni við legu Hringbrautar og Miklubrautar er það að þær liggja sem næst því á miðju nesinu, sem Reykjavík hefur byggzt á. Að þessu leyti er lega brautanna sem umferðaræða hin ákjósanlegasta. Óvænt þróun Á fyrrgreindum skipulagsupp- dráttum er gerð grein fyrir því að Miklabraut liggi sums staðar yfir svæði, þar sem djúpt er á fast. Menn hafa þó væntanlega ekki búizt við erfiðleikum, að því er snertir undirstöðu brautarinnar. Þess ber að gæta, að fyrir 20 árum var umferð lítil, samanbor- ið við það sem nú er, og einkum var þó þungi bifreiða lítill. Þeir munu vera fáir, sem á þeim tíma spáðu rétt um þær stórfelldu breytingar á flutningatækni, sem síðan hafa orðið hér á landi. Af sömu ástæðum mun heldur ekki hafa þótt athugavert að reisa íbúðarhús við Hringbraut og Miklubraut. Síðan þetta var, hefur orðið mikil og ör þróun. Reykjavík hef- ur tvöfaldast að íbúatölu. Um- ferðarmagnið hefur margfaldazt. Þungi vörubifreiða, sem áður komst í 6 tonn, kemst nú í 25 tonn. Nú þarf að flytja vinnu- vélar um bæinn, sem vega 70 tonn, og algengt er að heil hús séu flutt. Af þessu sést, að gerðar eru mjög auknar kröfur til burðar- þols gatna. Það er ekkert eins dæmi hér, hið sama skeður um allan heim. Jafnframt því er ætlazt til þess að göturnar mis sígi sem minnst m. a. vegna þess hve umferðin er orðin hröð. Rannsóknir á jarðveginum Að því er Miklubraut snertir, mega menn gera sér það Ijóst nú, að hún þarf að fullnægja miklum kröfum í þessum efnum í framtíðinni. Rannsóknir hafa verið gerðar á jarðveginum í götu stæðinu, sérstaklega í Hlíða- hverfi og í Kringlumýri. Auk verkfræðinga bæjarins hafa fjall- að um það mál dr. Sigurður Þór- arinsson, jarðfræðingur, og dr. Ing. Hans Leussink nú prófessor í gerð á undirstöðum mannvirkja við tækniskólann í Karsruhe í Vestur-Þýzkalandi. Jarðvegur í Hlíðahverfi er mó- mýrarjörð, þykkt hans í götu- stæði Miklubrautar er frá 0 til 3 m. Vatnsinnihald jarðvegsins er frá 200% til 700%, þ. e. þyngd vatnsins í jarðveginum er tvisvar til sjö sinnum meiri en þyngd föstu efnanna. Af föstu efnunum eru ca 50—70% lífræn efni, plöntuleifar. , Ef vatn er ræst burt úr mýrar- jarðveginum, þá sígur hann. Þeg. ar jarðvegurinn þornar þá flýtir það ennfremur mjög fyrir rotnun hinna líffrænu efna. Þá minnkar rúmmál hans, en það þýðir enn aukið sig. Að því er vitað er, þá er það skoðun allra þeirra verkfræðinga, sem um gatnagerð Miklubrautar hafa fjallað, að þessi jarðvegur sé ekki nothæfur sem undirstaða götunnar, þegar tekið er tillit til þess, hverjar kröfur verður að gera til Miklubrautar sem um ferðargötu. Hefur því verið tek- inn sá kostur, að ryðja mýrar- jarðveginum burtu úr götustæð inu en flytja að malarkennt efni í staðinn. Framkvæmdirnar sjálfar Framkvæmdir þessar byrjuðu á síðastl. sumri og voru unnar í samhengi við lögn hitaveitu í Hlíðarhverfi. Mýrarjarðveginum var dreift á Klambratún. Þar þornar hann og rýrnar, svo að rúmmál hans verður ekki.nema lítið brot af því sem áður var. Þá er hann góð gróðurmold. Fyll ingarefnið í staðinn var sótt að mestu í hinar gömlu malargryfj- ur austur af Golfskálanum. Á þennan hátt var tekin fyrir á sumrinu sú akbraut Miklubraut- ar, sem næst er íbúðarhúsunum, frá Rauðarárstíg að Stakkahlíð, Á síðasta hluta þessa verks hafa orðið miklar tafir í sumar og haust vegna þess, að ekki hefur enn verið gengið frá lögn hita veitunnar í Miklubraut. Vegna aðalæðar hitaveitunnar í Lönguhlíð þurfti samtímis að ganga frá undirstöðu vestur-ak- brautar Lönguhlíðar sunnan Miklubrautar. Það var gert á sama hátt og voru fyrir því að Maga-slebar Kr.: 199,50. \Jer()avidii L.f Tryggvagötu EINAR ASMUNDSSON hæstaréttarlögmuðui. llafsteinn Sigurðsson hcraðsdómslögniaður. Sími 15407. Skrifstofa Haínarstræui 6. Nýlega opnaði Kjötborg h.f. útibú að Suðurlandsbraut 108A, við Háaleitisveg. Er þetta fyrsta kjötverzlunin í Múlahverfi og bætir úr brýnni þörf. — Verzlunin er í björtum og vistlegum húsakynnum og inn af sölubúðinni er fullkomið eldhús og frystigeymsla. — Jónas Gunnarsson forstjóri Kjötborgar h.f., sagði Mbl., að þarna yrðu á boðstólum kjöt- og áleggsvörur, græn- meti, niðursuðuvörur og soðinn matur. — I verzluninni vinna að staðaldri fimm manns. — mestu hinar sömu forsendur og í Miklubraut. Svo sem að framan greinir, er nú talið, að umferðarálagið á Miklubraut verði í framtíðinni meira en menn álitu fyrir 20 ár- um, er gatan var fyrst teiknuð, og er þá bæði átt við bifreiða- fjölda, bifreiðaþunga og aksturs- hraða. Götunni er því ætlað rúm fyrir 30 metra breidd austan Stakkahlíðar í stað 25 metra áður. Jafnframt verða ekki framar reist hús við Miklubraut, er hafa beinan aðgang að götunni. Á kaflanum milli Rauðarárstígs og Lönguhlíðar er hægt að gera i Til samanburðar skal þess getið, þrefalda akbraut og yrði þá sú brautin, sem næst er íbúðarhús- unum fyrst og fremst notuð til aksturs að húsunum. Gatan breikkuð Með þeirri tilhögun, sem hér hefur verið lýst, er áætlað að gatnagerð Miklubrautar, með malbikun og hellulögðum gagn- stéttum frá Rauðarárstíg að Stakkahlíð, muni kosta um 9 millj. kr. Þar af er áætlað að skipting á undirstöðuefni götunn- ar muni kosta um 3.5 millj. kr. að brunabótamat þeirra 14 húsa, sem standa við þennan hluta Miklubrautar er nú um 50 millj. krónur. Heppilegast mun vera að haga framkvæmdum þannig, að á ár- inu 1958 verði lokið við að skipta um undirstöðuefni Miklubrautar frá Rauðarárstíg að Stakkahlíð, en sumarið 1959 verði gatan mal- bikuð frá Rauðarárstíg að Löngu- hlíð og gengið frá gangstéttum. Sumarið 1960 verði svo gatan malbikuð frá Lönguhlíð að Stakkahlíð. Arni og Berit — fyrir pilta og stúlkur Saga norsku systkinanna, sem ætluðu frá Noregi til Honolulu, en lentu í Titanic-slysinu á Atlants- hafi og síðan á sannkölluðum heims-hrakningi um Afríku, Asíu, Kyrrahaf og Ameríku. Stefán Jónsson námsstjóri þýddi bókina. Jólabœkur ísafoldar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.