Morgunblaðið - 22.12.1957, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 22.12.1957, Blaðsíða 18
18 MORGZJTSBLÁÐIÐ Sunnudagur 22. des. 1957 Þirfátíu ára afmæli stákunnar Fróns STÚKAN FRÓN nr. 227 varð 30 ára 10. þ. m , en hún var stofnuð árið 1927 í þáverandi fundarsal templara í Aðalstræti 8 (Breið- fjörðshúsi). — Afmælisins var minnzt með hátíðarfundi og skemmtisamkomu í Templara- höllinni á fundardegi stúkunnar tveim dögum síðar, fimmtudag- inn 12. þ. m. Fjölmenni var þarna og hátíðarbragur. Fundarsalur- inn, sem er bjartur og vistlegur, búinn húsgögnum úr ijósri eÍK, var smekklega skreyttur, og höfðu konur í stúkunni annazt skreytinguna. Stúkunni bárust mörg heilla- skeyti, bæði héðan úr bænum og utan af landsbyggðinni, ennfrem ur afmælisljóð, blóm og fleiri góðar gjafir. Afmælisfundur Fundinum stjórnaði fyrsti æðsti templar stúkunnar, Guð- mundur Illugason lögregluþjónn, sem ávarpaði gesti og stúkufé- laga og bauð þá velkomna. I Því næst var tilkynnt kjör | Karls Karlssonar, fyrrverandi æðsta templars, sem heiðursfé- laga stúkunnar fyrir langt og gott starf í þágu hennar. Afhend- ing kjörbréfs til heiðursfélagans fór fram með viðhafnarsiðum. Að því loknu ávarpaði hann stúkuna. Annar æðsti templar, Kristinn Árnason umsjónarmaður, tók nú við forsæti um stund, en Guð- mundur Illugason mælti fyrir minni stúkunnar og gat nokkurra staðreynda varðandi hana og störf hennar. Stofnfélagar voru 49, af þeim eru enn þrír í stúkunni, þau Hálf- dán Eiríksson kaupm., Jón Haf- liðason fulltrúi og frú Kristin Sigurðardóttir, öll heiðursfélag- ar. Gengið hafa í stúkuna frá upp hafi 1007 konur og karlar. Nú er félagatalan á öðru hundraðinu, en hæst var hún 280 á tímabili. Haldnir hafa verið 747 fundir. Skipzt hafa á fræðslu-, umræðu- og skemmtifundir. Og handritað blað, Frónbúi, hefur verið lesið á fundum öðru hverju síðan 1930. Stúkan hefur boðið til sín full- trúum frá öllum systurstúkum við Faxaflóa og víðar af Suður- landi til þess að auka kynningu þeirra, efla og treysta samstarfið og samræma það í baráttunni gegn áfengisneyzlu og fyrir boð- un bindindis Hún hefur haldið sjálfstæða útbreiðslufundi hér í bænum, ennfremur í félagi við aðrar stúkur. Og um nokkurra ára bil hélt hún áramótafundi með guðsþjónustu fyrir almenn- ing. Þá hefur stúkan og haldið sex fjölmenna og ágætlega und- irbúna bindindismálafundi á fimm stöðum utan Reykjavíkur. Frumkvæðið að Þingvallafundin- um 1937, þeim áhrifaríka fundi um bindindismál, sem sóttu um hálft annað þúsund manns víðs vegar af landinu, átti stúkan Frón, en Umdæmisstúka Suður- lands hafði veg og vanda af fram kvæmd hans. Hinn 14. jan. 1937 var útvarpað fyrsta stúkufundin- um hér á landi og var það frá fundi stúkunnar Fróns. Undan- farin ár hefur stúkan á hverju ári boðið á skemmtun til sín blindu og sjóndöpru fólki. Hefur hún jafnan kóstað kapps um að veita gestum sínum góðan beina. Ekki hefur stúkan heldur van- rækt að heimsækja aðrar stúkur til þess að ræða við þær sameig- inleg áhugamál. Stúkan Frón hefur ætíð haft á að skipa raun- sæjum og framsýnum mönnum, sem mjög hafa og borið fjárhag hennar fyrir brjósti, enda má hann teljast góður, þrátt fyrir mikil útgjöld, svo sem vegna út- breiðslu, styrkja o. fl. Óskabarn félaganna er Styrktarsjóður stúk- unnar, sem starfar samkvæmt staðfestri skipulagsskrá. Úr þess- um sjóði er einkum veitt fé til þess að styrkja og gleðja sjúka eða fátæka og til að standa undir dvalarkostnaði í hvíldar- eða hressingarheimili, ennfremur til að styrkja félaga þá, er þess þurfa, til ýmiss konar náms, svo að þeir megi verða hæfari til að skapa menntandi félagslíf og efla bindindisstarfsemi. Stjórn Styrkt arsjóðsins skipa þessar frúr: Ágústa Pálsdóttir formaður, Sig- ríður Jónsdóttir ritari og Arn- björg Stefánsdóttir meðstjórn- andi, en gjaldkeri hans er hinn sami og stúkunnar, Sveinn Sæ- mundsson yfirlögregluþjónn. — Stúkan Frón hefur ekki heldur látið sitt eftir liggja að veita öðr- um lið við öflun fjár, það stað- festa t.d. skýrslur stórstúkunnar, að því er tekur til sölu happ- drættismiða Reglunnar á undan- förnum árum. Að lokum sagði frummælandi: Stúkan Frón er vel metin og virt fyrir þróttmikla starfsemi sína, enda hefur hún ætíð átt innan vébanda sinna hæfileikamenn, ágætlega þjálfaða í starfinu og jafnan fúsa til þess að fórna þekk ingu, andlegri og líkamlegri starfsorku fyrir stúkuna og mál- efni hennar. Þessu næst fluttu ávörp og kveðjur þessir menn: Benedikt Bjarklind stórtemplar, Þorsteinn J. Sigurðsson umdæmistemplar, Indriði Indriðason þingtemplar, Einar Björnsson fyrrverandi þing templar, Kristinn J. Magnússon umboðsmaður stórtemplars £ stúkunni Daníelsher nr. 4, sem færði stúkunni Fróni fagurlega gerðan fundarhamar, Guðjón Magnússon æ. t. stúkunnar Morg- unstjörnunnar nr. 11, Jón Gunn- laugsson æ. t. st. Framtíðarinnar nr. 173, Jens Nielsson stórritari, Pétur Sigurðsson ritstjóri og Hálf dán Eiríksson heiðursfélagi £ st. Fróni. Síðan var fundi slitið. Skemmtisamkoma Að loknum fundi voru í sam- komusalnum frambornar hinar rausnarlegustu veitingar, sem konurnar í stúkunni stóðu fyrir, og hófust fjörugar samræður, því að allir voru glaðir og ánægðir, í sannkölluðu hátíðarskapi. Brynleifur Tobíasson áfengis- varnaráðunautur ávarpaði sam- komuna og flutti stúkunni þakkir fyrir mikinn árangur í störfum og árnaði henni allra heilla í nú- tíð og framtíð. Síðan skemmtu leikkonurnar limilía Jónasdóttir og Áróra Hall- lórsdóttir. Hlutu þær hinar beztu nóttökur. Að lokum tók til máls einn af áhrifamönnum stúkunnar Fróns, Ludvig C. Magnússon skrifstofu- stjóri, og þakkaði hennar vegna ræðumönnum öllum góðar kveðj- ir þeirra, viðurkenningarorð og framtíðaróskir, ennfremur öllum eim, er minnzt hefðu stúkunnar á margvíslegan hátt á þessum ímamótum í starfsemi hennar. læddi hann og nekkuð um innra tarf stúkunnar, sérstaklega hinn gæta félagsanda, er þar ríkir, og ært hefði hana trausta, ekki að- ins félagslega heldur og fjár- mgslega. Síðan sagði hann sam- comunni slitið. Þorvaldur Ári Arason, Itdl. lögmannsskrifstofa Skólavörðustig 38 c/t- t’úll Jóh.Jtorletlsson h.f. - Pósth 621 SirnaT 1)416 og 13417 - Símnrtnt.Án Þórarinn Jónsson löggiltur skjalaþýðantli og dómtúlkur í ensku. Kirkjuhvoli. — Sími 18655. fjölritarar og efni til íjölritunar. .inkaumboð Finnhogi Kjartansson Austurstræti 12. — Sími 15544. Það er alls ekki eins auðvelt og margir halda, að skrifa bækur fyrir börn, og því síður að semja ævin- týri við barna hæfi. Norska skáld- konan Synnöve G. Dahl kann þessa list, það sannar þessi litla bók. Forráðamönnum Bókaforlags Odds Björnssonar er það sönn ánægja að fá tækifæri til að kynna íslenzkum foreldrum og börnum þeirra verk þessarar ágætu, norsku skáldkonu. Þeir foreldrar, sem ekki hafa jafn mikla ánægju af að lesa þessi fallegu ævmtýri fyrir börn sín, eins og börn- in munu hafa gaman af að hlusta á þau aftur og aftur, geta skilað bók- inni aftur óskemmdri til forlagsins fyrir næstu áramót, og munum við þá endurgreiða kaupverðið! Þessi litla, fallega, myndskreytta bók, fæst í öllum bókaverzlunum og kostar aðeins kr. 38.00. Bókaforlag Odds Björnssonar °6hdfhi œrín í b 3 U & 3 l' 'L % II JTóIcBffjöi við allrxs hæii pennar og sett, tvöföld og þreföld. Verð á pennum kr.: 72,25 til kr.: 662,60 Verð á settum kr.: 174.00 til 1173,70 Munið Sheaffers snorkel penna með hinni fullkomnu fyllingu. — EINKAUMBOÐ: EGILL GLTTORMSSOIM Vonarstræti 4 — Sími 14189. % 0 ö f§ É ö II }l \í

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.