Morgunblaðið - 22.12.1957, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 22.12.1957, Blaðsíða 12
12 MORCUNBLAÐIÐ Sunnudagur 22. des. 1957 Hvb er hvassf I kirkjum N&rðisrlandia ? I „Morgunblaðinu“ 28. nóv. s. 1., var grein eftir sr. Jón Auðuns dómprófast: „Hvassviðri í kirkj- um Norðurlanda". Vafalaust hefir fleirum fund- izt en mér, að þetta væri fróðleg grein. Eitj: eða tvennt gat ég þó ekki skilið, sem vera má, að sr. J. A. fræði mig betur um seinna meir. Hví er hvasst í kirkjum Norð- urlanda, fyrst sr. J. A. segir: „f engri þessara deilna voru menn ósammála um kenningu Krists"? Deilan í kirkju Noregs er mest um það, hvort eilíf glötun sé lii eða ekki. Hvernig er hægt að deila um það, séu menn sammála um kenningu Krists? Talaði hann ekki í Fjallræðunni um tvc vegu, og lægi annar til lífsins, hinn til glötunar? Minntist hann ekki á synd, sem aldrei yrði fyr- irgefin, hvorki í þessum 'ieimi né hinum komandi? Er ekki mað- ur sá glataður, sem aldrei fær fyrirgefning Guðs? Kenndi ekki Kristur í dæmisögum sínum um illgresið meðal' hveitisins og net- ið, að glötun er til. Hver kenndi nema hann, að manninum væri betra að ganga eineygur eða ein- fættur inn í Guðs ríki en verða kastað í eldsvítið? Og lýsti hann ekki efsta dómi þannig, að frá honum mundu sumir fara til eilífs lífs, en aðrir til eilífrar refsingar? Vera má, að sumum finnist það sálarháski að trúa þessari kenningu Krists og boða hana. En hvort mun ekki sálarháski meiri að taka hana brott moð því að þegja um hana eða neita henni hreinlega? Jóhannes post- uli segir, að Guð muni taka brott hlutdeild manns, í borginni helgu og lífsins tré, sem tekur brott nokkuð af spádómsorðum bókar hans, því að inn í þá helgu borg himnanna fái ekkert óhreint að ganga né heldur sá, er iðkar lygi. Verður það ekki talin lygi, ef einhver segir eða kennir, að engin glötun sé til, fyrst Krist- ur hefir kennt og látið boða, að hún er til? Lesi grein þessa nokkur mað- ur, sem neitar kenningu Krists um eilífa hegninff og ófarsæld. er sumir munu baka sér með harðúð sinni og iðrunarlausu hjarta, þá vildi ég í fyllsta kær- leik og af bezta huga biðja hann að minnast þess, er Pétur postuli ritaði um menn, sem „jafnvel afneita herra sínum, sem keypti þá, og leiða yfir sig bráða glöt- un“. Það er alvarlegt mál i aug- um Guðs að gera Krist að lyg- ara. Guð segir: „Ef ég segi við hinn óguðlega: Þú skalt deyja, og þú varar hann ekki við og segir ekkert til þess að vara hinn ó- guðlega við óguðlegri breytni hans, til þess að bjarga lífi hans, þá mun hinn óguðlegi að vísu deyja fyrir misgerð sína, en blóðs hans mun ég krefja af þinni hendi“. (Esek. 3.18.). Opnar það ekki flóðgáttir ranglætis og sið- spillingar, þegar neitað er kenn- ingu Krists? Er það ekki óguð- leiki á hæsta stigi að neita kenn- ingu hans? Er þá ekki bráð hætta búin þeim, sem gera það, eins og Pétur postuli kenndi? Um hvað er deilt í kirkjum Svía og Dana? Um fyrirmæli og kenningu postulans Páls. Ómak- legar þykja mér ádeilur þær. Vestræn, kristileg menning er í meiri skuld við manninn Pál en hún gerir sér Ijóst. Getur hver sannfærzt um það, sem lesa vill bréf hans með nokkurri athygli. Hvernig menn geta með góðri Málflutningsskrifstofa Einar B. Ouðmundsson Guðiaugur Þorláksson Guðmundur Pétursson Aðalstræti 6, III. hæð. Símar 12002 — 13202 — 13602 samvizku staðhæft, að Páll hafi afbakað kenningu Krists, fæ ég naumast skilið. Kristur kenndi sjálfur, að hann væri kominn til að leggja líf sitt í sölurnar sem lausnargjald fyrir marga. Páll tók við þessari kenningu Krists eins og hinir postularnir. Allir kenndu þeir þetta, að „Kristur dó vegna vorra synda samkvæmt ritningunum". Ritningunum sam- kvæmt var dauði Krists fórnar- dauði, fyrirfram kenndur og sýndur með fórnum lögmáls ísraels. En einmitt vegna fórn- ardauða Krists kröfðust þeir, Páll og hinir postularnir, að lífernis breyting yrði hjá öllum þeim, er tóku trú á Krist. Lífernið breytta varð því afleiðing þess eða ávöxtur, að menn trúðu, en ekki leiðin inn í Guðs ríki. Þangað lá og liggur aðeins ein leið, samkvæmt kenningu Krists. Sú leið er hann sjálfur. „Ég er vegurinn, sannleikurinn og lífið; enginn kemur til föðurins nema fyrir mig“, sagði hann. Margra alda reynsla milljóna manna hefir sýnt, að leiðsögn Krists í jarðneskum efnum er alveg örugg og blessunarrík. Hún er það einnig í eilífðarmál- unum. Sæmundur G. Jóhannesson. Einar Benediktsson Sýnisbók Einars Benediktssonar HVERNIG sem efni allra þeirra mörgu, fögru og eigulegu bóka, sem eru í framboði á jólaföst- unni, kann að rúmast og fara í huga vorrar bókelsku þjóðar, þá er það víst, að.hvergi er rúm fyrir nýtilegar umsagnir um þær allar á þeim stutta tíma, sem þeim er ætlað að njóta jólanna um braut- argengi. Nokkuð er kjörum mis- skipt með bókum að þessu leyti og fer það misgengi ekki alltjent eftir kostum, ekki fremur en munur mannlegra kjara. En sum ir einstaklingar eru bornir með svo miklum yfirburðum, að þeir fá ekki dulizt í margnum né horfið með flaumi dægranna. Bók, sem geymir álitlegt úrval af ljóðmælum Einars Benedikts- sonar og nokkuð af óbundnu máli eftir hann, er borin í sigurkufli og gengur að vísri hylli ef ekkí spilla illra norna glöp. Hið eina, sem unnt er að gera að álitum varðandi slíka bók, er það, hversu smekkvíslega hafi verið um hana fjallað af hálfu útgef- enda, hvernig tekizt hafi að velja í hana efni og gera hana úr garði. Einar Benediktsson er fastur í sínum tignarsessi, ekki aðeins í bókmenntasögunni, heldur í hjört um landa sinna, þar sem hann þokar sér til sívaxandi ítaka og ástsældar. Ég hygg, að þeir séu ekki allfáir, sem njóta að heita má daglegrar umgengni við hann, enda vex hann, dýpkar og hækk- ar, að sama skapi sem kynnin við hann verða nánari og hug- grónari. A þessu ári eru rétt sextíu ár síðan fyrsta bók Einars, Sögur og kvæði, kom út, en síðasta bók hans af fimm alls frumsömdum, kom röskum þrjátiu árum síðar. Sé það tilviljun, — en ekki er annars getið, — að þessi Sýnisbók kemur út á sextugsafmæli fyrstu bókar skáldsins, þá er það skemmtileg tilviljun og virðuleg og fyllilega samboðin svo merku tilefni. Það er vandgert við Einar Benediktsson í öllu tilliti. Enginn var meiri höfðingi, enginn hafði meiri metnað fyrir hönd listar sinnar né var vandari að virðingu köllunar sinnar og harðari við sjálfan sig í þjónustu hennar. Einlægt er það hið mesta vanda- verk að velja úr verkum ágæt- ustu höfunda til útgáfu og eng- inn getur unnið slíkt verk svo, að öllum líki alls kostar. Til þess er smekkur manna of ólíkur. En varla mun nokkurt annað skáld torsóttara um slíka meðferð en Einar Benediktsson. Ljóðmæli hans eru „tómt einvalalið" (Sig- urður Nordal). Hann lét aldrei frá sér fara annað en það, sem var alskapað í augum hans og alskírt. Hver hending er marg- prófuð í deiglu óbilgjarns sjálf- dæmis. Úrval úr ritum hans hlýt- ur því að verða hlutfallslega ríf- legt, ef það á að svara nokkrum tilgangi. Þessi skilningur er auðsjáan- lega ráðandi um efni Sýnisbókar. Hún er fjarri því að gefa aðeins smekk af skáldinu. Að því er Bjarni Benediktsson segir í for- mála „vakti það fyrst og fremst fyrir veljendum að gefa sem fjöl- breytilegasta mynd af skáldskap Einars á öllum skexðum ævi hans“. Þetta hygg ég að hafi tek- izt með ágætum. Og varla verður um það deilt, að hér eru saman komin þau kvæði skáldsins, sem öllum þorra þeirra, sem unna því hugástum, eru kærust og hug- stæðust. Auk ljóðmæla er sýnis- horn af þýðingu Einars á Pétri Gaut, ræða prestsins í 5. þætti og leikslok. Ennfremur fjórar sögur (Hrossasala, Valshreiðrið, Móri og Aurriðinn). Það er auðsætt, að um vaiið hafa góðir menn fjallað og nær- færnir. Það er á ábyrgð stjórnar útgáfufélagsins Braga, sem hefur útgáfuréttinn að verkum Einars, og bókmenntaráðs Almenna bóka félagsins, og er einskis eins manns við getið öðrum framar. En for- maður útgáfufélagsins Braga er Magnús Víglundsson, ræðismað- ur, og er sá grunur ekki raka- laus, að hans hlutur sé næsta mikill í þessari útgáfu, því að það er kunnugt, að hann er flest- um mönnum handgengnari skáld inu og einlægur elskhugi þess. Pétur Sigurðsson, prófessor, hefur fjallað um textann, leið- rétt á stöku stað samkvæmt til- vísun skáldsins og bætt úr fáein- um prentglöpum í fyrri útgáfum. Eru athugasemdir um þetta í bókarlok. Pétur prófessor hefur Og lesið prófarkir og var fóum mönnum betur trúandi til þess að koma textanum óbrjáluðum gegnum gjörninga prentsmiðjunnar, en þeir eru ekki aldæla á þessum tímum og þrátt fyrir svo ágæta umsjá hefur þessi bók ekki kom- izt hjá öllum áföllum af þeirra völdum. Þau eru þó flest meiniítil (svo sem tvær villur á opnunni 198—199, þar sem auðveldlega verður lesið í málið) en til leið- inda samt og ljótt fingrafar hefur norðlenzka k-sýkin sett á bls. 75, ö.l.a.n. Að öllum ytra frágangi er þetta hin fegursta bók, tiginmann lega búin svo sem efni og höfundi hæfir. Og nú eigum við ekki að- eins list mólsins, fslendingar (sbr. formála Einars fyrir Hrönnum). Meistarinn Kjarval hefur skreytt þessa bók. Hún væri í fremstu bóka röð um útlit án þess, sem hann hefur lagt henni til. En með því er hún gersemi ásýndum. Sigurbjörn Einarsson. Ánægjulegur uðulfundur Félugs íslendingu í London AÐALFUNDUR „Félags íslend- inga í London“ var haldinn að Milestone Hotel Kensington laug- ardaginn 30. nóv. 1957 að við- stöddum 78 félagsmönnum og gestum. Formaður félagsins, Jó- hann Sigurðsson frkvstj., setti fundinn og bauð félaga og gesti þeirra velkomna og þá sérstak- lega dr. Kristin Guðumndsson sendiherra og frú, sem gerzt höfðu félagar. Fráfarandi formaður skýrði frá gjaldekri það aðallega að þakka happdrættinu, en þar hefðu tveir félagsmenn gengið „berserks- gang“ við sölu miðanna, en það voru þeir Jóhann Sigurðsson og Björn Björnsson. Hagnaður á ór- inu nam 168 sterlingspundum 4 shillingum og 10 pennýum. Síðan var gengið til stjórnar- kjörs og hlutu eftirtaldir kosn- ingu: Formaður Jóhann Sigurðs- son, ritari frú Elínborg Ferrier, gjaldkeri Karl Strand og með- störfum félagsins á síðastliðnu ‘ stjórnendur þeir Björn Björns- ári í ýtarlegri greinargerð. Meðal fundarsókn á árinu var um 80 manns, en fundir alls fimm. Þá gat hann happdrættis þess, sem félagið hafði haldið á árinu, og þakkaði Flugfélagi íslands og Eimskipafélagi Islands fyrir hin- ar höfðinglegu gjafir, er þau gáfu farmiða fram og til baka í þessu tilefni. Einnig upplýsti formaður að Loftleiðir hefðu lofað að gefa félaginu sams konar gjöf og yrði hún notuð síðar í fjáröflunar- skyni fyrir félagið. Fundarmenn þökkuðu þessum ógætu félögum fyrir rausnarleg- ar gjafir með dynjandi lófataki. Fráfarandi formaður drap síðan á þau málefni, sem framundan lægju, en þau eru mörg og marg- vísleg. Að endingu þakkaði for- maður meðstjórnendum sínum fyrir góða samvinnu á liðnu starfsári. Síðan las gjaldekri félagsins, Karl Strand læknir, upp endur- skoðaða reikninga félagsins og skýrði þá. Hagur félagsins stend- ur með miklum blóma, og kvað son og Ólafur Briem. Endurskoð- endur þeir dr. Kristinn Guð- mundsson og Eiríkur Benedikz. Formaður tók síðan til máls og þakkaði traust það er hinni ný- kjörnu stjórn hefði verið sýnt og hvatti menn til þess að veita stjórninni það brautargengi, sem til þyrfti, til að halda félaginu saman á ókomnum árum. Síðan var fundi slitið, en þá strax á eftir hófst skemmtisamkoma með því að Björn Björnsson kaupmaður flutti fullveldisræðu. Þessu næst var borin fram kvöldverður, og meðal þess sem á borðum var, var reyktur lax að heiman. Er menn höfðu snætt kvöldverð var stiginn dans og miðnættis, en samkvæminu lauk með því að sungnir voru þjóð- söngvar íslands og Bretlands. Er það almælt að þessi kvöldstund hafi orðið öllum viðstöddum til mikillar ánægju. Norsk ópera samin fyrir 100 árum - frumsýnd 1958 OSLÓ, 16. des. — Það þykir tíð- indum sæta hér í landi, að norska útvarpið hefur ákveðið að út- varpa fyrstu norsku óperunni, sem skrifuð hefur verið, hinn 28. marz n. k. Óperan heitir „Fredkulla" og var samin fyrir um það bil 100 árum. Höfundur- inn er Marin Andreas Udbye. I ráði var, að óperan yrði frum- sýnd í leikhúsinu í Kristjaníu 1877, en það fórst fyrir, því að leikhúsið brann skömmu fyrir sýninguna. — Óperan gerist um 1100 og fjallar um stríð Magnúss berfætts við Inga Steinkelsson Svíakonung. Þess skal að lokum geta, að menh vonast til, að engin óhöpp komi í veg fyrir frumsýninguna að þessu sinni. Þynnri en talið var BONN, 19. des. — Lofthjúpur- inn 2—300 km. utan við yfirborð jarðar er þrisvar sinnum þynnri en hingað til hefur verið ætlað, segir í skýrslu, er háskólinn í Bonn hefur birt yfir rannsóknir, sem gerðar voru á vegum skól- ans í sambandi við hljóðmerkin, er Sputnik I gaf frá sér. Segir í skýrslunni, að mjög mikið hafi áunnizt með rannsóknum þess- um

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.