Morgunblaðið - 22.12.1957, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 22.12.1957, Blaðsíða 21
Sunnudagur 22. des. 1957 MORGVNBLAÐ1Ð 21 Framsóknaiflokkuiinn er oð Innrétta iélagskeimilið í íshúsinu Heiðubreið i óleyfi Ur bréíi borgarstjóra til félagsmála- láðuneytisiiis A BÆJARSTJÓRNARFUNDI í fyrradag gat borgarstjóri þess af gefnu tilefni aS bréf hefði bor- izt frá félagsmálaráðuneytinu, þar sem óskað væri umsagnar út af kæru húsbyggingarsjóðs Fram- sóknarflokksins á henilur Reykja víkurbæ, en sjóðsstjórnin hefur snúið sér til ráðuneytisins út af því að synjað hefur verið um leyfi til innréttingar á hinu gámla íshúsi Herðubreið við Fríkirkju- veg, en Framsóknarflokkurinn vill koma þar upp félagsheimili. Ráðuneytið krafðist svars fyrir 20. þ. m. Borgarstjóra og Páli I.índal skrifstofustjóra var falið að svara og las borgarstjóri svar- ið upp. Hér á eftir fer meginefni þessa svarbréfs, en lcturbreytingar og kaflaskiptingar eru settar af Morgunblaðinu. „Með bréfi, dags. 27. júlí 1956, var stjórn húsbyggingarsjóðs til- kynnt, að byggingarnefnd hefði synjað umsókn um leyfi til að breyta húsinu. Þessari ályktun, er gerð var einróma í byggingar nefnd, og staðfest hafði verið af bæjarstjórn með samhljóða at kvæðum, hefur eigi verið áfrýj- að til ráðuneytisins, og á sú um- sókn því eigi við lengur, enda hefur umsækjandi í þeim teikn- ingum, er síðar hafa verið send- ar, fallið frá ýmsu, er þar er sótt um. Ólöglegar teikningar Eins og þær teikningar er fylgja hér með, bera með sér, eru þær eigi með þeim hætti, sem mælt er fyrir í 4. gr. byggingar- samþykktar fyrir Reykjavík nr 195, 22. okt. 1945, og hafa því eigi verið lagðar formlega fyrir bygg- ingarnefnd, heldur ræddar þar sem fyrirspurn. Þar sem hér er um að ræða þýðingarmikið skipulagsmál, var teikningunum þegar vísað til um- sagnar bæjarráðs, er taldi eigi fært á fundi sínum 1. f. m. að fallast á umbeðnar breytingar Var sú ályktun gerð með sam hljóða atkvæðum og staðfest bæjarstjórn með samhljóða at kvæðum. Að fenginni þessari nið urstöðu samþykkti byggingar nefnd einróma að svara erindi stjórnar húsbyggingarsjóffsins neitandi. Þegar sú ályktun skyldi afgreidd í bæjarstjórn 7. f. m óskaði bæjarfulltrúi Framsóknar flokksins eftir fresti á afgreiðslu málsins. Sama gerðist á fundi bæjarstjórnar 21. f. m. og enn fundi bæjarstjórnar 5. þ. m. Skv. venju voru þær óskir teknar til greina. Á dagskrá bæjarstjórnar 19. þ. m., hefur málið enn verið sett, og er eigi vitað, þegar þetta er ritað, hverja afgreiðslu það fær. Þar sem málið hefur eigi verið lagt formlega fyrir af umsækj- anda, og því eigi formlega aí- greitt, getur ráðuneytið eigi um það fjallað, sbr. 4. gr. laga nr. 61, 31. okt. 1944, og ber því þegar af þeirri ástæðu að vísa því frá. Til viðbótar þessu er rétt að taka fram: Máliff rækilega athugaff Mál þetta hefur verið mjög rækilega athugað af ýmsum sér- fræðingum, og hefur enginn þeirra nokkru sinni talið fært að leyfa breytingar á húsinu svo sem um er beðið. Þessi afstaða hefur margsinnis verið tjáð stjórn hús- byggingar sj óðsins. Eins og hjálögð bréf samvinnu nefndar um skipulagsmál, dags. 18. þ. m., bera með sér, hefur alltaf verið gert ráð fyrir, að húsalína við Fríkirkjuveg yrðí töluvert ofar en framhlið hússins nr. 7 er nú. Verður að teljast frá- leitt að hverfa frá þeim sjónar- miðum. Þá má benda á það, að umferið- arskilyrffi eru mjög erfið í ná- grenni hússins. Annars vegar er mikil umferðargata, Fríkirkju- vegur, þar sem bifreiðastöður eru mjög óæskilegar, enda bannaðar að nokkru leyti nú fyrir skömmu. Hins vegar liggur að húsinu mjög þröng gata, Skálholtsstígur. og er mjög erfitt að aka af þeirri götu inn á fyrirhuguð bifreiða- stæði, sem eru á teikningu talin 19. Er það bersýnilega allt of lág tala, þar sem um samkomuhús er að ræða. Hin sívaxandi bif- reiðaeign Reykvíkinga krefst stöðugt meiri bifreiðastæða. At- huganir er bæjaryfirvöld hafa látið fram fara, sýna, að eigi er fært að leyfa nýbyggingar nema séð sé fyrir bifreiðastæðum og þykir óráðlegt, að minna en 1 bifreiðastæði komi á hver 10 sæti í nýjum samkomuhúsum. Ættu því bifreiðastæðin eigi að vera færri en 35 og jafnvel allt að 48. Þetta eru þau höfuðatriði, er afstaða bæjaryfirvalda í þessu máli byggist á. Auk þess má geta þess, að stað- setning neyðarútgangs skv. teikn- ingu er talin mjög vafasöm og út- göngudyr of þröngar. breytingar, er þegar hafa veriff gerffar án leyfis og án þess nokk- ur ábyrgur meistari hafi umsjón meff þeim, eru ekki einu sinni í samræmi viff þá uppdrætti, sem óskaff er samþykktar á. Út af þeim breytingum er leyfðar hafa verið á Oddfellow- húsinu og vitnað er til í bréfi stjórnar húsbyggingarsjóðsins, er rétt að taka fram, að þar er ein- ungis um það að ræða, að sett er nýtt þak á húsið til að forða því frá skemmdum. Notkun hússins er hins vegar hin sama eftir sem áður. Hér er því um ósambærilega hluti að ræða. Þess má geta, að leyfðar hafa verið nokkrar breyt- ingar á timburhúsum í Miðbæn- um og við hann. Hins vegar hafa ekki verið leyfðar breytingar steinhúsum, er standa í vegi fyrir skipulagi, enda ólíku saman að jafna. Breytingar þær, er leyfðar hafa verið á timburhúsum eru allar óverulegar, ef miðað er við endurbyggingu þá, sem virðist fyrirhuguð á hinu gamla íshúsi að Fríkirkjuvegi 7. Engin leyfi og enginn ábyrgur meistari Enn má geta þess, aff Boffin lóff viff Hagatorg Eftir að synjað hafði verið um leyfi til breytinga, bauð borgar- stjóri, að fenginni samþykkt bæj arráðs, stjórn húsbyggingarsjóðs- ins mjög eftirsótta byggingarlóð á svæðinu milli Suðurgötu og Hagatorgs og jafnframt, að bæj- arsjóður skyldi kaupa íshúsið, skv. mati dómkvaddra manna. Hefur því bréfi aldrei verið svar- að. Er hér um að ræða óvenju- lega hagstætt tilboð til aðila und- ir slíkum kringumstæðum. Fullyrðingar stjórnarinnar um „freklega valdníðslu“ og annað slíkt, eru eigi taldar svara verð- ar“. Eftir að borgarstjóri hafði gert grein fyrir málinu og lesið upp uppkastið að svarbréfinu, tók Þórarinn Þórarinsson (F) til máls og sagði að aðalfulltrúi flokksins, Þórður Björnsson, hefði óskað eftir frestun á mál inu og hefði hann vafalaust haft til þess gildar ástæður, en sér væri ekki kunnugt um, hvað fyr- ir honum hefði vakað. Kvaðst hann ekki þurfa að ræða þetta mál frekar, enda mundi bréf'.ð verða sent til umsagnar húsbygg- ingarsjóðs Framsóknarflokksins Að loknum þessum umræðum var uppkastið að bréfinu sam- þykkt og hefur það nú verið sent þær | ráðuneytinu. íólagiafit \ LITASETTI Skemmtileg fl dæúradvöl j fyrir unga sem I sem gamla ÍSqo&jdf = f n 5LEÐI VEROAMDf HMOÐLEIR fyrir börn. Leikfang, sem þroskar hugann. PPHRINN Símar: 11496 — 11498 íiiiiiHiiiiiiimiiiiiiimiiiiiiiiiiiuiiiiiiiimiiiiiiiiiiimiiiiuuiiiiiiiiiiitimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiuiiiiiiiiiiiiiiiiiiiuiiiiiiiit Góðar bœkur til jólagjaía á mjög hagstæðu verði, þar á meðal úrval bóka handa börnum og unglingum á lágu verði Öldin okkar l-ll og Öldin sem leið l-ll 00 fleiri bækur seldar gegn afborgunum Bókamoikaðui Iðonnai Skeggjagötu 1 (Snorrabrautarmegin) — Sími 12923

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.