Morgunblaðið - 22.12.1957, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 22.12.1957, Blaðsíða 23
Sunnudagur 22. des. 1957 MORGUNBLAÐIÐ 23 HjÖtfur Jónssou - kveðja Þú guð, sem stýrir stjarnaher og stjórnar veröldinni. Þegar syrtir að á lífsleiðinni, þá er það skjól og huggun að leita til þín og biðja, þegar elsk- aður eiginmaður, faðir, afi, bróð- ir og vinur er kvaddur á braut á bezta aldri, fullur lífs og starfs- qrku, þá stöndum við undrandi eftir á ströndinni og verðum að játa fávizku okkar á tilgangi lífsins, drúpum höfði og biðjum. í straumi lífsins stýr þú mér með sterkri hendi þinni. Þessar og þvílíkar hugsanir koma mér í hug við andlát þitt vinur. Okkur, sem fylgzt höfum með líðan þinni, síðustu mánuði, vikur og daga, hefði ekki átt skilnaðarstundin að koma á óvart, og þó, erum við ekki alltaf þeirri stundu óviðbúnir? Sl. föstud. var Hjörtur Jónsson, Sogamýri 14, Reykjavík, lagður til hinztu hvílu. Hann andaðist á St. Jósepsspítala hinn 12. þ. m. 48 ára að aldri. Hjörtur var fseddur að Helgadal í Mosfells- 1 sveit 8. nóv. 1909, sonur hjón- anna er þar bjuggu þá, Jóns Jónssonar og Ingibjargar Jóns- dóttur. Eignuðust þau hjón 16 börn, tólf komust upp, en eru nú ekki nema tíu á lífi, öll voru þau systkin vel gerð bæði til sálar og líkama. Haustið 1918 missti Ingibjörg mann sinn af afleiðingum Spönsku veikinnar, hafa það verið erfiðir tímar er þá fóru í hönd fyrir Ingibjörgu, en með guðs hjálp og góðra manna fór þó allt vel, sum börnin voru tekin í fóstur, en elzti sonurinn, Sigurður, veitti búi móður sinn- ar forstöðu, þó barn að aldri. Áður var Hjörtur kominn í fóstur að Blikastöðum til þeirra Kristínar og Magnúsar, var það vorið 1916, hann þá sjö ára. Dvaldi hann síðan á Blikastöð- um þar til er hann fór í Hvann- eyrarskóla haustið 1928. Hlýjar kenndir bar Hjörtur í brjósti til fósturforeldra sinna og systra, af eigin raun veit ég að samband þeirra fóstursystkina var svo innilegt að það gerist ekki betra hjá beztu systkinum, og sjálfur sakna ég þín, sem bezta bróður. Vorið 1932 giftist Hjörtur eft- irlifandi konu sinni, Margréti Runólfsdóttur, ættaðri úr öræf- um, hinni mætustu konu er reyndist honum góður og sam- hentur förunautur á lífsleiðinni. Þá um vorið fluttust þau að Hvanneyri, gerðist Hjörtur þar ráðsmaður, og jafnframt smíða- og leikfimikennari að vetrinum. Sýnir það bezt hve miklum KOVO, Prag, Tékkóslóvakíu. ZEIA ferða-ritvélar og skrifstofuritvélar með sjálfvirkri spássíu-stillingu — Sterkar og öruggar en þó léttbyggðar. Tilvalin jólagjöf. Elnba-umboð: MARS TKADING COMPANY, KLAPPAKSTÍG 20 — SlMI 1-7373 (tvær línur). hæfileikum andlega og líkam- lega maðurinn var búinn, að Halldór Vilhjálmsson, þjóðfræg- ur athafna og orkumanni, skyldi fela þessum unga manni jafn vandasamt starf, og vel reyndist Hjörtur þeim vanda vaxinn. Hef ég marga skólapilta frá Hvann- eyri heyrt lofa bæði verkstjórn hans og kennslu og þó hvað helzt smíðakennsluna, enda var hann svo hagur að sama var hvort hann fékkst við tré, járn eða stein. Ráðsmaður var hann síðan á Hvanneyri til vorsins 1941, fyrst út tíð Halldórs Vilhjálmssonar, og eftir það hjá Runólfi Sveins- syni. Frá Hvanneyri fluttust þau hjón til Reykjavíkur, fengu land að Sogamýri 14, byggðu sér þar hús og hafa búið þar síðan fjöl- þættum sveitabúskap með kýr, svín, hænsni og mikla garðrækt. Allt fór þar vel úr "nendi, enda skorti þar hvorki alúð né vand- virkni. Mátti með sanni segja um öll störf Hjartar, að verkin lofa meistarann. Nokkurn þátt tók Hjörtur í félagsmálum og þó líklegur til meiri afreka á þeim vettvangi hefði honum enzt líf og heilsa. Geta má þess að hann var í sóknarnefnd Bústaðasóknar. Um árabil var hann í stjórn Sam- bands eggjaframleiðenda og síð- ustu árin formaður þess. Þá var hann aðalhvatamaður að því að bændur í Reykjavík stofnuðu deild innan Mjólkurfélags Reykja víkur. Þau Hjörtur og Margrét eign- uðust fjögur börn, elztur er Kjartan, nemandi við Vélstjóra- skólann, Geir rafvirkjanemi, heitbundinn Svölu Ágústsdóttur, eiga þau einn dreng, Ingólfur, sem hefir til þessa unnið við búskapinn heima og Guðrún Kristín, sem var fermd nú í haust. Við það tækifæri fékk Hjörtur að koma heim af sjúkra- húsinu og þá um leið var litli sonarsonurinn skírður og hlaut nafnið hans. Þetta var hans hinzta dvöl á sínu yndislega heimili. Þá stund voru áhyggjur og kvíði, vegna heilsu heimilisföðurins útilokuð, en friður og gleði blöstu mót vinum og ættingjum, sem litu inn til að samfagna fjölskyld- unni. Heimiii þeirra Hjartar og Margrétar er eitt hinna mörgu ágætu íslenzku heimila, þar sem samhent vinna, góðir húsbændur og foreldrar, er fyrst og fremst leggja alla sína orku í það að börnin hljóti þá menntun og þroska er verði þeim til farsæld- ar á lífsleiðinni. Og nú er hann horfinn, sem var sverð og. skjöldur þessa heimilis, mikils er misst, en á komandi tímum verður oft stanzað við minningu hins ágæta eiginmanns, föður og vinar. Því orðstír deyr aldrei, þeim er sér góðan getur. Sigsteinn Pálsson, Blikastöðum. VIÐ andlát Hjartar Jónssonar hafa mörg félagasamtök misst góðan og einlægan félaga, því hann var félagslyndur með af- brigðum og voru honum þess vegna oft, þrátt fyrir hlédrægni sína, falin mörg trúnaðarstörf, því allir vissu, að þar var mað- ur, sem mátti treysta. Ég hafði því láni að fagna að starfa með honum í stjórn Sam- bands eggjaframleiðenda, en hann var fyrir nokkrum árum kosinn formaður þess, þrátt fyr- ir andmæli hans, og hann gekk upp í þessu starfi með þvílíkum áhuga og eldmóði, að við sam- starfsmenn hans stóðum undr- andi yfir ósérplægni og starfs- áhuga, sem var óbilandi, þótt oft blési á móti. Mörg ferðalög, bæði innanlands og utan, lagði hann á sig til að kynna sér sem bezt menn og málefni, og honum auðnaðist að leggja þann grund- völl, sem félagsskapurinn á að byggjast á í framtíðinni. Við samstarfsmenn og félagar þökkum þér, kæri vinur, fyrir allt þitt starf og biðjum góðan guð að blessa eiginkonu þína og börn í söknuði þeirra. Greinarnar áttu að birtast í blaðinu sl. föstud., en urðu að bíða birtingar vegna rúmleysis. Einar Tönsberg. Góð jólagjöf er lampi frá okkur. Mikið úrval — Lítið í gluggann Skermabúðin Laugavegi 15 X-V 510-814 FITAN HVERFUR FLJOTAR ðandi WSfH Kaupið Karlmannaskóna Aðalstræti 8 — Laugavegi 20 — Laugavegi 38 >norrabraut 3« — Garðastræti 6 hjá okkur

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.