Morgunblaðið - 22.12.1957, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 22.12.1957, Blaðsíða 6
+ 6 MORCUNBLAÐ1Ð Sunnudagur 22. des. 1957 Kristmann Guðmundsson skrifar um BÓKMENNTIR Skagfirzk Ijóð. Eftir sextíu og átta höfunda. Sögufélag Skagfirðinga gaf út. SÉRA Helgi Konráðssson ritar formála fyrir bók þessari, en með honum í útgáfunefndinni voru þeir Bjarni Halldórsson, bóndi á Uppsölum, Jón Jónsson, Bessa- stöðum, Gunnlaugur Björnsson, bóndi í Brimnesi, og Pétur Hannesson, póst- og símstjóri á Sauðárkróki. Ef ljóðasöfn slik sem þetta geta bjargað frá glötun fáeinum góðkvæðum, eru þau ekki til einskis út gefin. Og þá er vel fyrirgefanlegt þótt talsvert fljóti með af rími, sem lítils er um vert. í Skagfirzkum Ijóðum rekur maður sig strax á þriðju blaðsíðu á ljómandi snoturt ljóð: „Að lifa“, eftir Andrés Björnsson. „Er dagur rís á fætur, sem dregur allar nætur á tálar, — hann geisar fram í veldi og fer um hugann eldi og brjálar. Cunnar Jónsson Lögmuður við undirrétti or hæstarétt. Þingholtsstræti 8. — Sími 18259 En drottinn hefur gert mér að gera það, sem verst er, að skrifa um sviðann sem það veldur að vera dagsins eldur og lifa“. Eftir Andrés eru þarna fimm ljóð, er sýna að hann er góðskálds efni, og lætur hann vonandi ekki það ljós sitt hverfa undir mæli- ker. Næst eru nokkur kvæði eftir Árna G. Eylands, en hann er þeg- ar kunnur fyrir skáldskap sinn. Vel þekktur er einnig Ásmundur Jónsson frá Skúfstöðum. En Bjarni Halldórsson er mér nýr og hann er allgott skáld. „Á hryggj- um“, eftir hann, er mögnuð draugasaga, vel rímuð. — „Fugl í götu“, eftir Emmu Fr. Hansen, er laglegt kvæði, og „Ætti ég hörpu“, eftir Friðrik Hansen, er gullfallegt ljóð, enda sungið um land allt. Fleira er þarna vel gert eftir Friðrik. — Frímann Jónas- son á eitt laglegt ljóð: „Á heima- slóðum“. — Vísan hennar Guð- laugar Guðnadóttur: „Ljósir lokk ar“, er góð. — Kunnur fyrir þjóð- lífslýsingar sínar er Guðmundur L. Friðfinnsson, og kvæði hans: „Konan með kyndilinn", er all- góður skáldskapur. Þokkalegt kvæði er „Fjall- ræna“, eftir Gunnar Einarsson, og „Dögun", eftir Gunnar S. Hafdal, sem er nokkuð kunnur fyrir kveðskap sinn. „Kolskegg- ur“, eftir Gunnlaug Björnsson, er dável ort. Hallgrímur Jónasson á þarna ágætar „Stökur", og „Sléttubönd" prýðileg. „Bláir eru dalir þínir“, eftir Hannes Péturs- son, og „Amma mín“, eftir Har- ald Hjálmarsson, eru góð kvæði. „Gömul mynd“, eftir Helga Kon- ráðsson, er eftirtektarvert ljóð, „Haustbrim“ sömuleiðis. „Minn- ing“, eftir Hólmfríði Jónasdótt- ur, er fallegt. Ingibjörg Jóhannsdóttir á Löngumýri á þarna fjögur kvæði, og þótt þau séu dálítið viðvan- ingslega ort, vekja þau eftirtekt lesandans og neita að gleymast, einkum „Nótt“ og „Ein á báti“. „Nótt“ er aðeins eitt erindi: „Hvers vegna er ég að kalla um nótt inni í koldimmu, mannlausu húsi, þar enginn svarar og allt er hljótt nema andardráttur minn. Hún átti hér heima, gleðin min, með gullastokkinn sinn“. ísleifur Gíslason, hagyrðingur- inn landskunni, á þarna dálítið af skemmtilegheitum. Bezt þykir mér þessi vísa: „Við mæðuveikisfaraldur hann Björn minn lengi bjó, svo búskapurinn' illa gekk, en lítið fékkst úr sjó. Svo bólgnaði í honum botnlang- inn, sem botnlanga er siður, og Björn var skorinn upp, en rollurnar hans niður“. Jóhannes Örn Jónsson á gott kvæði: „Til lslands“, og nokkrar vel ortar vísur. „Þokan“. eftir Jón Jónsson er dágóð. Allvel hag- orður er Jón Þorfinnsson, maður Guðrúnar frá Lundi, eftir hann er þessi vísa: „Nótt að beði sígur senn, soínar gleði á vörum, samt við kveðum eina enn áður en héðan förum“. Jónatan Jónsson á fallegt kvæði: „Tagra sa“. Magnús Gísla- son kveður allvel um Bólu- Hjálmar, og María Rögnvalds- dóttir um áramótin. Eftir Ólínu Jónasdóttur er eitt forkunnar gott kvæði: „Guð er minn styrk- ur“. Þá er Pétur Hannesson með nokkur falleg kvæði; bezt þeirra þykir mér „Nótt“. Góðar eru „Vorvísur", eftir Pétur Jónasson, og „Bærinn lokast“, eftir Sigríði Björnsdóttur. „Mitt líf“, eftir Sig- ríði Rögnvaldsdóttur, vekur at- hygli; einnig „Vor“, eftir Sig- rúnu Fannland. Allgott skáld er Sigurður Sigurðsson frá Vigur, og Sigurður H. Guðmundsson efnilegt skáldefni. Viðkunnanlegt kvæði er „Góa“, eftir Sigurjón Jónasson, og Una Sigtryggsdóttir á tvö vel gerð ljóð: „Á sextugs- afmæli mínu“ og „Játning“. Þá er Þorsteinn Jónsson (Þórir Bergsson); fallegasta kvæðið hans er „Afmælisrósir". „Sama sagan", eftir Þorstein Magnússon, er sniðugt og heimspekilegt ljóð, og loks er ágæt vísa, eftir Stefán Stefánsson, sem vekur lesandann til umhugsunar: „Oft er gott, sem gamlir kveða, gráhærðir af andans krafti. En hvort er betra að yrkja — eða algjörlega að halda kjafti“. Mannamál. Eftir Þórarin Grímsson Víking. Norðri. ÞÓTT ekki væri annað í þessari bók en þátturinn um Sólborgu, væri hún vel þess verð að vera keypt og lesin. Harmsaga þeirra systkinanna, Sólborgar og Sigur- jóns, er áhrifarík og mjög at- hyglisverð — ekki síður fyrir hlutdeild stórskáldsins Einars Benediktssonar í henni. Er þar um mikið rannsóknarefni fyrir sálfræðinga að ræða, hvort og hvar rekja megi spor Sólborgar í verkum skáldsins. En líklegt er að þau verði fundin. Huliðsheimar er einnig at- hyglisverður kafli og margt er góðra gjalda vert í þessu kveri. En höfundur hefur ekki verulega góða frásagnargáfu, honum verð- ur helzti lítið úr ýmsu góðu efni. Aftur á móti er frásögn hans ein- læg og trúverðug, hún nýtur sín bezt ef hún er lesin hátt, og hún er laus við allt orðskrúð. Þetta er hógvært rabb, og þægilegt af- lestrar. ALLTAF EITTHVAÐ NÝTT SKINNHANZKAR fóðraðir með loðskinni DRENGJASKYRTUR allskonar NÆRFÖT SOKKAR PEYSUR BUXUR HÚFUR MANCHETTSKYRTUR hvítar og mislitar, einnig með tvöföldum líningum. SLIFSI HÁLSKLÚTAR HERRASLOPPAR NÆRFÖT SOKKAR Vandað og mjög smekklegt úrval. MORRIS HATTAR Þekktir fyrir fallegt lag. Klæða alla. KULDAHUFUR Barna- og unglinga N ýk o m i ð mjög smekklegt úrval, Gjörið svo vel og skoðið í gluggana hjá okkur og þið munuð vissulega sjá það, sem þið leitið að.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.