Morgunblaðið - 22.12.1957, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 22.12.1957, Blaðsíða 8
ft MORCZJNTiT 4Ð1Ð Sunnudagur 22. des. 1957 ÖLÍKUR ÖLLUM ÖÐRUM PENNUM HEIMS! Eini sjálfblekungurinn mcð sjálf-fyllingu . . . Brautryðjandi í þeirri nýjung er Parker 61, vegna þess að hann einn af öllum pennum er með sjálf-fyllingt*. Hann fyllir sig sjálfur — eins og myndin sýnir, með háræðakerfi á fáum sekúndum. — Oddinum er aldrei difið í blekið og er hann þvi ávallt skinandi fagur. Til þess að ná sem beztum árangri við skriftir, notið Parker Quink í Parker 61 penna. Einkaumboðsmaður: Sigurður H. Egilsson, P. O. Box 283 Reykjavík Viðgerðir annast: Gleraugnaverzlun Ingólfs Gislasonar, Skólavörðustíg 5, Rvík 7-612* Nýjasta Árna-bókin Fyrsta prentun er uppseld Önnur prentun er komin í bókaverzlanir. Með fjölda mynda eftir Halldór Pétursson LeiTAR nUG!T> Tryggið yður eintak af LEITAKFLUGINU áður en það er um seinan. — Bókaforlag Odds Björnssonatr. P.V.G. Kolka Skagfirzk Ijóð Eftir 68 höfunda. Sögufélag Skagfirðinga gaf út. MARGUR hyggur auð í annars garði og sannast það á mér, því að oft hef ég litið nágranna mína, Skagfirðinga, öfundaraugum fyr- ir þann mikla áhuga á átthaga- fræðum, sem hjá þeim virðist ríkja og er þó ið fagra hérað þeirra alls slíks áhuga maklegt. Öfundinni fylgir jafnan óánægja með eigin hlutskipti, enda tel ég Húnvetninga sem heild eftir- báta Skagfirðinga í þessum efn- um, þótt þeir séu ef til vill meiri áhugamenn um öflun þeirra gæða, sem í askana verða látin. Hefur mér nýlega dottið sú til- laga í hug og kem henni hér með á framfæri, að Húnvetning- ar leggi niður kirkjugarða sína, sem hvort eð er eru þeim til lítils sóma, eg láti jarðsetja sig í þeim myndarlegu og steinsteyptu fjáf- réttum, sem eru sem óðast að rísa af grunni hér í sýslu. Yrðu þá bein þeirra í námunda við eftir- látnar kynslóðir sauða og hrossa, a. m. k. nokkra daga á ári, og fagurlega samstillt jarm og hnegg þeim frekar til yndisauka í öðr- um heimi, þar sem englasöngur- inn hlýtur að verða þeim til lítillar ánægju til að byrja með. Þetta greinarkorn átti annars mína. Sögufélag Skagfirðinga en ekki skammir um sýslunga mína. Sögufélag Skigfirðinga mun vera eitt af elztu, ef ekki allra elzta átthagafræðafélag landsins og hefur það vel varð- veitt arfinn frá dögum Jóns Espólíns og Gísla Konráðssonar með útgáfu margra merkra sagn- fræðirita, en haldið áfram starfi Péturs Zophoníassonar, sem gaf út Ættir Skagfirðinga fyrir meira en mannsaldri síðan. Hef- ur það þó verið erfitt verk sök- um þess að margar kirkjubæk- ur þeirra hafa orðið eldinum að bráð. Þingeyingar riðu á vaðið mjög myndarlega fyrir túmum áratug með útgáfu átthagaljóða, en síð- an fylgdu Borgfirðingar, Aust- firðingar, Húnvetningar og Snæ- fellingar. Nú hafa Skagfirðing- ar bætzt í hópinn og gefið út Skagfirzk ljóð eftir 68 höfunda, sem að vísu eru ekki allir fædd- ir Skagfirðingar heldur lauf- prúðir græðlingar á héraðs- meiðnum. Miðað er við þá höi> unda, sem á lífi voru 1950, en síðan hafa fjórir dáið, sem sé Sigurjón Gíslason, sem á þarna m. a. nokkuð óvenjulegar beina- kerlingavísur, Friðrik Hansen og Ólína Jónasdóttir, sem þekkt voru um allt land fyrir skáld- skap sinn, og prófessor Skúli Guðjónsson, sem var einn allra snjallasti ferskeytluhöfundur sinna samtíðarmanna, þótt fá- um væri um það kunnugt, enda var Skúli heitinn búsettur er- lendis frá unga aldri og miklu þekktari fyrir vísindastörf sín. Hann á þarna auk nokkurra ferskeytlna kvæðið Laxagælu, sem mun lifa á vörum veiði- manna löngu eftir að flestar vísindaritgerðir hans eru dysj- aðar undir aragrúa nýrra verka af þeirri tegund. Þetta er eitt af skemmtilegustu kvæðum bókar- innar sökum gæluorðanna við laxinn, en þau eru sum snjöll ný- yrði. Skal ég nefna sem dæmi '„fiskur uggafagur", „hyljabúi háli, hreisturbjarti vinur“ og „fossakappi frægi, fimi strauma- kljúfur". Skagfirðingar hafa löngum elskað vín, óð og fagra svanna, enda eru þarna þrettán konur með í hópnum, og ferskeytlurn- ar yfirgnæfa lengri kvæðin, enda njóta þær sín betur yfir veig- um. Margar þeirra eru ágætar, þótt ekki sé hér rúm til að taka dæmi, og eru þær yfirleitt betri en lengri kvæðin. Þess má geta, að yngsti höfundurinn er aðeins sextán ára, og fer hann vel af stað. Útgáfuna annaðist nefnd und- ir forustu séra Helga Konráðs- sonar, en ráðunautur við val kvæðanna var Hannes Péturs- son skáid og er það góð trygg- ing þess, að smekklega hefur verið valið úr því efni, sem að barst. Þarna vantar þó eitthvað af ágætum skagfirzkum hagyrð- ingum, svo sem Stefán Vagnsson, og hefði verið 'gaman að því að fá nokkuð af snjöllum kímnivís- um eftir hann. Annars er bókin mjög eiguleg viðbót í flokk átt- hagaljóða. Til jólagjafa Þýzkir skíðaskór Karlmannastærðir 296,ií5 Kvenstærðir 273,25 Aðalsti-æti 8 — Laugavegi 20 — Laugavegi 38 Snorrabraut 38 — Garðastræti 6

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.