Morgunblaðið - 22.12.1957, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 22.12.1957, Blaðsíða 17
Sunnudagur 22. des. 1957 17 MORCVNBLAÐIÐ Hdmsino! hásmæirabeniioifa HEIMSMÓT húsmæðrakennara, the Nmth International Congress on Home Economics, verður haldið í háskólanum í Maryland næsta sumar, dagana 28. júlí til 2. ágúst. Fyrir því standa the American Home Association og the Canadian Ilome Association Markmið alþjóðasamtakanna, the International Federation of Home Economics, er m. a. að stuðla að aukinni menntun kvenna um heim allan. Þau hafa síðan 1908 staðið fyrir hliðstæð- um mótum í ýmsum löndum á 4—5 ára fresti, síðast í Edinborg 1953. Þetta er í fyrsta sinn, sem slíkt mót er haldið í Bandaríkj- unum. Húsmæðrakennurum og öðrum sem hafa áhuga á menntun kvenna, er heimil þátttaka. Háskólinn í Maryland er um 8 mílur frá Washington, D. C. Flestir fundirnir verða haldnir í skólanum, og þar geta mótsgesthr búið og borðað, á meðan á mót- inu stendur. Dagskráin fjallar um vísinda- og tæknimenntun húsmæðra- kennara í samræmi við þjóðfé- lags- og efnahagslega þróun hinna ýmsu landa, menntun hús- mæðra, stöðu konunnar í þjóð- félaginu, og þjóðfélags- og efna- hagslegt líf fjölskyldunnar. Tilkynning um þátttöku þarf að vera komin til New York fyrir 1. janúar 1958. Þátttökutilkynn- ing verður því að berast fyrir jól Halldóru Eggertsdóttur, sem gefur allar nánari upplýsingar um mótið. Af starfsemi félagsins á árinu má nefna aðalfundinn, sem að þessu sinni var haldinn að Hús- mæðraskólanum á Hallormsstað, dagana 25.—28. ágúst sl. Aðalfundir félagsins eru venju lega haldnir til skiptis í hús- mæðraskólanum. Með því fæst betra fundarnæði og aukin kynni félagskvenna. Það er orðin föst venja, að smánámskeið eða fyrirlestrar eru haldnir í sambandi við aðal- fundina. Að þessu sinni var fjallað um „nýjar kennsluað- ferðir“. Þessar kennsluaðferðir miða að því að fá nemandann til þess að taka virkari þátt í náminu en tíðkazt hefur með yfirheyrsluað - ferðinni. Hann á ekki lengur að sitja auðum höndum og hlusta á það, sem honum er sagt, heldur á hann að vinna með námsefnið. í október 1956 gekkst Nordisk samarbetskomite fyrir námskeiði í Danmörku í „nýjum kennsluað- ferðum“, og þótti það takast mjög vel. Þetta námskeið sóttu fimm húsmæðrakennarar héðan: þær Bryndís Steinþórsdóttir, hús- mæðrakennari, Guðrún Sigurð- ardóttir, húsmæðrakennari, Hall- dóra Eggertsdóttir, námsstjóri, Katrín Helgadóttir, skólastjóri, og Steinunn Ingimundardóttir, ráðunautur. Þessar konur tóku að sér að segja frá námskeiðinu á fundinum á Hallormsstað, en þar voru þessar kennsluaðferðir ræddar: 1. Hópumræður (gruppediskus- sion), framsögum. Katrín Helgadóttir. 2. Umræður við kennaraborðiö (kadeterdiskussion), fram sögum. Halldóra Eggertsdóttir. 3. Samanburðarkennsla (emne- undervisning), framsögum. Steinunn Ingimundardóttir. 4. Verkstæðisaðferðin (works- hopmethoden), framsögum. Halldóra Eggertsdóttir. Éinnig var rætt um filmur og skuggamyndir sem kennslu- tæki, framsögum. Steinunn Ingimundardóttir, og notkun ftónelstöflunnar, fram- sögum. Bryndís Steinþórs- dóttir. Fjörugar umræður urðu um þessi mál, og kom fram mikill áhugi fundarkvenna. Af öðru fundarefni má nefna: Cisðm. CisBmundsson i Vestra-F'iflholti — minning 1. Einkunnagjafir, framsögum. Sigríður Arnlaugsdóttir, handavinnukennari og Hall- dóra Eggertsdóttir. Rætt var um fyrirkomulag einkunna- gjafa í ýmsum greinum o. fl. 2. Vélprjón, framsögum. Guðrún Vigfúsdóttir, vefnaðarkennari Ráðgert er að halda námskeið í vélprjóni næsta sumar. 3. Vefnaður, framsögum. Þórný Friðriksdóttir, vefnaðarkenn ari. Óskað var eftir því, að vefnaðarkennaraskóla verði ætlað pláss í nýju kennara skólabyggingunni. 4. Húsmæðrakennaraskóli ís- lands, framsögum. Helga Sig- urðardóttir, skólastjóri. Sam- þykkt var eftirfarandi álykt un: „Fundurinn lýsir ánægju sinni yfir þeim árangri, sem náðst hefur í byggingarmál- um Húsmæðrakennaraskóla íslands, en beinir jafnframt eindregið þeirri áskorun til rikisstjórnarinnar, að hraðað verði byggingarframkvæmd- um eins og unnt er, þar sem ó næstunni er fyrirsjáanlegur skortur á húsmæðrakennur- um“. Þá voru og rædd launa mál, réttindi, skyldur kenn- ara o. fl. Stjórn félagsins var öll endur- kjörin, nema Sigríður Arnlaugs- dóttir, en hún baðst eindregið undan endurkosningu. Stjórnina skipa nú: Halldóra Eggertsdóttir, formaður, Bryndís Steinþórsdótt- ir, ritari, Guðrún Jónasdóttir, gjaldkeri, Helga Sigurðardóttir. Katrín Helgadóttir, Jónína Guð- mundsdóttir og Vigdís Páls- dóttir. Fundarkonur nutu í ríkum mæli dvalarinnar að Hallorms- stað. Aðbúnaður allur var hinn bezti. Fyrir honum stóðu skóla- stjórinn, Ásdís Sveinsdóttir og kennarar skólans. Þá bauð skól- inn fundarkonum í skemmtiferð út að Héraðsflóa. Á heimleið var komið við á Eiðum og Egilsstöð- um, en þar voru þegnar rausnar legar veitingar í boði frá Fann- eyjar Jónsdóttur og Sveins Jóns- sonar. Það var einróma álit fundar- kvenna, að fundurinn hefði tekizt með ágætum. Formaður. Jafnvel þó í fótspor fenni fjúki í skjólin heimaranns, gott er að signa göfugmenni gjalda blessun minning hans, dreifa skini yfir enni ilmi um brjóst hins fallna manns. (G. F.) HINN 16. nóv. s.l. lézt á Elli- heimilinu Grund í Reykjavík Guðmudur Guðmundsson fyrrver andi bóndi frá Vestra-Fíflholti í Vestur-Landeyjum 84 ára að aldi’i. Fæddur var hann 17. sept. 1873 á Uxahrygg á Rangárvöll- um. Foreldrar hans voru Guð- mundur Guðmundsson og Mar- grét Hanmudóttir frábær dugn- aðarhjón er þar bjuggu, áttu þau ekki fleiri börn en Guðmund. Snemma var hann dugmikill og starfssamur, enda mun það hafa komið sér vel, því föður sinn missti hann aðeins 15 ára gamall, og tók eftir það að stjórna búi með móður sinni. Árið 1905 giftist Guðmundur, Guðrúnu Þorsteinsdóttur í Vestra Fíflholti. Tveim árum síðar, hættu tengdaforeldrar hans bú- skap í Fíflholti, og tók þá Guð- mundur þar við bústjórn, og flutti þangað frá Uxahrygg, og festi nokkru síðar kaup á jörð- inni. Þeim hjónum varð 6 barna auðið, 3 þeirra dóu í bernsku, ep 3 eru á lífi. Þau eru Óskar bóndi Fíflholti, Guðmundur og Jó- hanna Þóra, sem eru búsett í Reykjavík. Árið 1917 missti Guðmundur konu sína, en giftist aftur 1921 Ásthildi Hreiðarsdóttur frá Vatnshól í Austur-Landeyjum sem var fósturbörnum sínum, sem önnur góð móðir. Þau hjón tóku til uppfósturs Ásdísi Aradóttur, sem búsett er í Reykjavík, og xeyndust þau henni jafnan sem beztu foreldrar. Seinni konu sína missti svo Guðmundur árið 1942. Eftir það bjó hann með börnum sínum í 2 ár, en lét af bústjórn 1944 og tók þá við jörðinni sonur hans og tengdadóttir.Síðustu ár ævi sinnar dvaldi svo Guð- mundur á Elliheimilinu. Þetta er stórum dráttum ævisaga hans. Guðm. gerðist mikilvirkur bóndi bætti jörð sína með stórri ræktun, og það var áður en hin stórvirku vinnutæki nútím- ans komu til hjálpar landbúnað- inum. Einnig byggði hann mjög vel yfir fólk og fénað. Hann var lengi með beztu bændum Land- eyja og átti fallegan og afurða- góðan fénað, og umgengni öll hjá honum var jafnan prýðileg og öðrum til fyrirmyndar. — Konur hans báðar reyndust honum hin- ar ágætustu eiginkonur, ráðdeild arsamar, og dugmiklar í störfum sínum. Þegar sorgin sótti hann heim, og mótlætið mætti þá tók hann því með mikilli hugpi'ýði, er sýndi þrek hins trúaða manns, hann unni líka alltaf kii'kju og kristin dómi. — Ýmsum trúnaðarstörfum gegndi Guðm. fyrir sveit sína og var hann þar jafnan sanngjarn og tillögugóðux'. — Hann fylgd- ist vel með þjóðmálunum og var alla tíð fyrsta flokks sjálfstæðis- maður, og fór ekki dult með það fremur en annað, því hann var alltaf ákveðinn, heill og traust- ur í h^erju máli, og fyrirleit alla hræsni og hi'inglandahátt. Guðmundur eignaðist marga góðkunningja. Hin leikandi glað- værð hans, gamansemi og skemmtilegu tilsvör og kímin- yrði urðu þess valdandi að mönn um leið vel, í návist hans og munu því því margir minnast skemmtilegra stunda með honum bæði á heimili hans og utan þess. Hann var líka fróðleiksmaður, og kunni frá mörgu að segja. Margir Landeyingar komu til Guðmundar á Elliheimilið, jafnan hittist hann glaður og reifur og fljótt barst viðtalið að sveitinni hans og þeim miklu framkvæmd- um, sem þar hafa verið unnar, sérstaklega hina miklu ræktun túna á síðustu árum, slíkt var honum gleðiefni, hann missti aldrei trúna á móðurmoldina frjóu, sem veitir börnum sínum brauðið. Hann hafði helgað henni lifsstarf sitt. Lengi munu lika verkin sjálf tala sínu máli í Vestra-Fíflholti, um starf Guð- mundar og fjölskyldu hans þar. Mætti sveit okkar eignast, sem flesta sonu, honum líka að dugn- aði og drengskap. Hann var yfirleitt heilsuhraust ur maður, en á síðustu árum, bil- uðu mikið fætur hans: Hann lá eina viku fyrir andlát sitt. — Hann var jarðsettur í Akurey hinn 26. nóv. s.l. að viðstöddu miklu fjölmenni. Kvaddur með virðingu og þökk fyrir gott og farsælt ævistarf, og glaða sam- veru. „Eftir lifir mannorð mætt, þó maðurinn deyi“. Blessuð sé minning hans. 8. des. 1957. S. G. Gosi er ein frægasta og vinsælasta gerfiperscna WALT DISNEY L I T B R Á VERITAS VERITAS Automatic sikk-sakk og mynstursauma- vélar, ný gerð, hraðgengar, traustar og fullkomnar. Hnappagata- og tölufæturnir fyi’ir Veritas Auto- matic eru komnir. Garðor G. Gísloson hi. Sími 11506 Hverfisgötu <3 O X-H W <3 h-S Ol Pð h—i h-3 <3 w xfl tó O PQ William Shakespeare: LEIIÍRIT Utgáfa í tveim bindum á hinum ódauðlegu meistaraverkum Shakes'peares í snilldarþýðingu eftir Helga Hálfdánarson. - Leikritin eru: Draumur á Jónsmessunótt — Rómeó og JúMa — Sem yður þóknazt — Hinrik fjórði — Of- viðrið — Júlíus Sesar. Enginn unnandi fagurra bókmennta lætur sig vanta þessi verk. LÍF í LISTIJiy sjálfsævisaga hins óviðjafnan- lega leikstjóra Stanislavkís. „Sannkölluð biblía leikara“, segir Ásgeir Hjart- arson í formála. Bók handa öllum sem vilja skilja hvað leiklistarstarf og leiklist er. Fást í öllum bókaverzlunum HEIMSKRINGLA

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.