Morgunblaðið - 12.01.1958, Síða 6
6
MORCVNBLAÐ1Ð
Sunnudagur 12. jan. 1958
Þorvaldur Carðar Krisfjánsson íögfrœðingur:
Réttur til oð ráða eigin málum
Iitgunn Thorslensen
MEÐ lögum er sveitarfélögum
falin meðferð ákveðinna mála.
Og stjórnarskrá ríkisins gerir
ráð fyrir rétti sveitarfélaga til
að ráða sjálf málefnum sínum.
Þessi skipan er einn af hornstein-
um lýðræðislegra stjórnarhátta.
Það er ekki öllu lýðræði fuil-
nægt með almennum kosningum
til Alþingis, jafnvel þótt við
byggjum við réttláta kjördæma-
skipun. Lýðræðið er meira en val
á handhöfum ríkisvaldsins.
Sönnu lýðræði fylgir dreifing
þjóðfélagsvaldsins.
Eitt af því, sem bezt stuðlar
að dreifingu valdsins, er skipan
sveitarfélaganna. Hvarvetna þar
sem lýðræðishættir eru þroskað-
ir, er sjálfstjórn sveitarfélaga i
heiðri höfð. Fólkið á hverjum
stað ræður sérmálum sinum
sjálft.
Þessi skipan er ekki einungis
vörn gegn þvi, að ríkisvaldið
verði allsráðandi. Þetta stuðlar
jafnframt að betri stjórn á mál-
um hinna einstöku byggðarlaga.
Með þekkingu sinni á staðhátt-
um og aðstæðum ræður fólkið
bezt fram úr viðfangsefnunum.
Með þeim hætti verður bezt
mætt fjölbreytileik landshátta og
þjóðlífs.
Saga Reykjavíkur síðustu ára-
tugina sannar vel mikilvægi þess,
að sveitarfélögin hafi sjálfstjórn
sinna mála. Þessu bæjarfélagi
hefur vesið stjórnað traustum
höndum. Með djörfung og fram-
sýni hefur verið haldið á mál-
um. Meiri framfarir hafa orðið
hér en annars staðar á landinu.
Fólkið finnur þetta í bættri ai-
komu og lífsþægindum.
Skýring þessa fyrirbæris er
augljós. Hana er að finna í eðlis-
mun þess stjórnmálaflokks, sem
stjórnað hefur bænum, og hinna,
sem þar hafa ekki farið með völd.
Borgararnir hafa vitað, hvað
skilur á milli Sjálfstæðisflokks-
ins og vinstri flokkanna. Þeir
hafa því allan þennan tíma eílt
Sjálfstæðisflokkinn og falið hon-
um forsjá bæjarmálanna.
Sjálfstæðisflokkurinn byggir
stefnu sína á traustum grunm
Hún er reist á reynslu þjóðar-
innar sjálfrar. Hann sækir ekki
fyrirmyndir sínar til erlendra
skrifstofufræða. Hann telur, að
það, sem bjargaði þjóðinni úr
hörmungum og erfiðleikum fyrii
tíma sé enn haldbezt í sókn fólks-
ins til meiri framfara og bættra
lífskjara. Mest um vert sé því
að atorka og hugkvæmni fái að
njóta sín við úrlausn okkar sér-
stæðu vandamála. Ekkert eitt ráð
er óbrigðult gegn öllum vanda.
Sjálfstæðisflokkurinn velur því
þær leiðir, sem til farsældar
stefna, hverju nafni, sem nefn-
ast.
Öðru máli gegnir með vinstri
flokkana. Þeir eiga sér eitt úr-
ræði. Þeir vilja sníða þjóðfélagið
allt eftir einni fyrirmynd. Þetta
gildir einu, hvort um er að ræða
þjóðnýtingarflokkana eða Fram-
sóknarflokkinn, sem vill setja
allt mannlífið á svið eftir á-
’cveðnu sölubúðarrekstrarformi.
Reykvíkingum hefur ekki lil-
Izt á þetta og þess vegna hafn-
að afskiptum þessara flokka af
bæjarmálunum. Þannig hefur
þeim tekizt að ráða málum sín-
um farsællega. En þetta gat því
aðeins skeð, vegna þess að sveit-
rfélögin njóta sjálfstjórnar.
Ekki er svo að skilja samt, að
ileykvíkingar hafi verið óáreittir
við stjórn sinna mála. Illu heilli
hafa vinstri flokkamir haft völd
og áhrif í þjóðfélaginu. Afskipti
þeirra af Reykjavík mótast mjög
af tvennu. Annars vegar sjá
þessir flokkar ekki íullkomlega
þörfína á sjálfstæði sveitarfélag-
anna og hins vegar hafa þeir lát-
ið stjórnast af pólitísku ofstæki
í garð þeirra, sem ráðið hafa
'iui num.
Flokkuin, sem vilja steypa allt
pjiVðfélagið i ákveðið form.
hentar ekki dreiíing valdsins
Því meira sem það safnast á
ferri hendur því betra. Aðal-
atriðið er, að valdhafinn þekki
úrræðið. Þar sem úrræðið er hið
eina rétta, er ekkert að sækja
til annarra. Bezt er að hafa vit
fyrir fólkinu. Það rétta er ekni
of gott, hvar sem er. Það á við
alls staðar í þjóðfélaginu. Það
er því vafasamur árangur af
því, að fólkið sé að ráða sínurn
málum sjálft.
Þetta viðhorf vinstri flokk-
anna kemur fram í öllum þeirra
athöfnum, stjórnvaldsráðstöfun-
um og lagasetningu. Það þarf því
ekki langt að leita slíkra verka.
Nægir að taka tvö dæmi frá síð-
ustu mánuðum, sem lýsa vel að-
förunum gagnvart Reykjavík.
Á síðasta Alþingi fékk ríkis-
stjórnin samþykkt lög um hús
næðismálastofnun o. fl. Löggjöf
þessi var um marga hluti hin
furðulegasta, svo sem kunnugt
er. Meðal annars eru þar ákvæði
sem mjög freklega skerða rétt
sveitarfélaga til að ráða eigin
málum. í lögum þessum var hús-
næðismálastjórn fengið vald til
að láta undirbúa byggingu íbúð-
arhúsahverfa í kaupstöðum með
því að láta gera skipulagsupp
drætti af þeim. Þá var og við-
komandi bæjarfélag skyldað til
að leggja vegi og gera aðrar
framkvæmdir, sem nauðsynlegar
eru til að gera lóðir byggingar-
hæfar í slíkum hverfum. Og ekki
nóg með það. Þetta á að gerast
á þeim tíma, sem félagsmálaráð-
Nýja símaskráin og
ruglingur á síma-
númerum
Sanngjarn skrifar:
ÉTTILEGA eru margir
óánægðir með fráganginn á
nýju símaskránni, letrið, er smátt
og niðurröðun ógreinileg. En
þetta fyrirkomulag mun vera til-
raun, sem sjálfsagt verður breytt
til bóta við næstu útgáfu. Þá
þyrfti lika að setja Reykjavík,
höfuðstaðinn fremst, því að sá
parturinn er lang-viðamestur og
vandmeðfarnastur, enda lítt skilj
anlegt, hvers vegna sú tilhögun
var tekin upp, sem nú hefur giit
undanfarið.
Síðan þessi símaskrá kom út á
fyrra ári, hefur komið í ljos áber
andi ruglingur hjá sumum not-
endum, einstaklingum og stotn-
unum, í tilgreiningu símanúm-
eranna, þvert ofan í það, sem
ætlazt var til og glögglega kemur
fram í sjálfri símaskránm. Þar
eru tölustafirnir 1, 2, 3 og svo
frv. settir eftir vissum regium
framan við aðalnúmerið, og ner
að nefna þann staf sér í lagi og
síðan tvo og tvo saman enda bil
á milli í skránni. T.d. 2 — 28—81,
iesið: tveir-tuttugu og átta (eða
tveir, tveir, átta) — áttatíu og
herra þóknast. Þá er og lagt fyr-
ir, að húsnæðismálastjórn láti
ekki afskiptalausa lóðaúthlut-
un.
Vitað er, að þessu er fyrst og
fremst stefnt gegn Reykjavík
Með því að bæjarbúar hafa ekki
treyst stjórnarflokkunum til
þess að stjórna bænum, þá er
farin þessi leið. Valdið er tekið
af bæjarfélaginu og sett í hendur
nefndar, sem ráðherra segir fyrir
verkum.
Enn er í fersku minni aðför
félagsmálaráðherra að Reykjavík
á síðastliðnu hausti. Þá tók ráð-
herra sér vald, sem honum bar
ekki, til að ógilda álagningu út-
svara í bænum. Þessi valdníðsla
var þeim mun vítaverðari, þar
sem stofnað var í voða rekstri
bæjarfélagsins. Það tók of lang-
an tíma að leita aðstoðar dóm-
stólanna í máli þessu. Á meðan
hefðu hinar margháttuðu fram-
kvæmdir bæjarins stöðvazt og
því hefði fylgt ófyrirsjáanlegai
afleiðingar. Það var ekki ráð-
herranum að þakka, að ekki fór
svo sem til var stofnað, heldur
bæjarstjórninni, sem brást við
tilræðinu á þann veg, sem forð-
aði mestum vandræðum.
Það mætti lengi nefna dæmi,
er sýna hug stjórnarflokkanna
til Reykjavíkur. En þess gerist
ekki þörf. Það er kunnara en
frá þurfi að segja, hvernig þessir
flokkar reyna að trufla og tor-
velda stjórn bæjarins.
Reykvíkingar munu ekki við
bæjarstjórnarkosningarnar 26.
þ. m. frekar en endranær trúa
þessum flokkum fyrir stjórn
sinna mála. En nú er svo komið.
að það er ekki nóg. Meðan ríkis-
stjórn situr að völdum í landinu,
sem hefur að leiðarljósi einræðis-
kenningar kommúnista og póh-
tískt ofstæki Framsóknar, vofir
stöðugt yfir hætta Og hættan
er sú, að valdið verði tekið af
Reykvíkingum og fært í hendur
ráðherra, sem noti það gegn þeim
á gjörræðislegan hátt.
í bæjarstjórnarkosningunum,
sem nú fara fram gefst Reykvík-
ingum gott færi á að firra sig
þeim voða, sem af ríkisstjórninni
stafar. Það gerum við tryggileg-
ast með því að veita Sjálfstæðis-
floklcnum meira kjörfylgi en
nokkru sinni fyrr. Þannig
hnekkjum við valdi og áhrifum
stjórnarflokkanna. En um leið
treystum við okkar rétt til að
ráða eigin málum.
einn ( eða átta, einn). Verður
þannig allt greinilegra og auð-
veldara að segja og muna.
Hitt er óviðkomandi þessu, að
kvartanir heyrast stundum um
Minningarorb
Á NÝJÁRSDAG dó frú Ingunnn
Thorstensen í sjúkrahúsinu Sól-
heimum hér í bæ. Er hinir mörgu
vinir og vandamenn lcvöddu hana
við útfararguðsþjónustu í Dóm-
kirkjunni fyrir tveimur dögum,
var það áhrifamikil stund, en
kveðjusálmurinn hafði verið val-
inn nýjársljóð Matthíasar:
Hvað boðar nýjárs blessuð sól.
Á þeim degi, sem við heilsuð-
uðum nýju ári, hafði þessi kona
heilsað ári eilífðarinnar, þar sem
þurfti engu að kvíða. Og svo
hljómaði annað erindi sálmsins:
Sem guðs son forðum gekk um
kring,
hún gengur ársins fagra hring
og leggur smyrsl á lífsins sár
og læknar mein og þerrar tár.
Þannig lýsti skáldið nýjársól-
inni. En viðstöddum þóttu þessi
orð einnig táknræn og athyglis-
verð lýsing góðrar konu, sem
hafði varið ævi sinni til líknar-
starfa.
Ingunn Thorstensen var fædd
á Þingvöllum við Öxará 16. jan.
1894 og því tæpra 64 ára, er hún
dó. Foreldrar hennar voru séra
Jón Thorstensen, sem um nær 40
ára skeið var prestur á hinum
sögufræga þingstað, og kona
hans, Guðbjörg Hermannsdóttir.
Sr. Jón var sonur Jónasar Thor-
stensens sýslumanns á Eskifirði
og Þórdisar Pálsdóttur Melsted.
Guðbjörg var dóttir Hermanns
Johnsens sýslumanns á Velli og
Ingunnar Halldórsdóttur og lifir
hún enn, á tíræðisaldri.
í foreldrahúsum ólst Ingunn
upp, elzt fimm systkina. Gamli
Þingvallabærsnn, sem þau
bjuggu i, er nú fyrir alllöngu
helzt' til mikla hörku við inn-
heimtu hinna háu símagjalda. en
þar geta menn oftast sjálfum
sér um kennt.“
Fáein orð um tóbak
ELVAKANDA skilst, að Níels
Dungal og fleiri snjallir vis-
indamenn hafi nú sannað, svo að
ekki verði um villzt, að tóbaks-
reykingar geta valdið lungna-
krabba, og því sé bezt að forðast
þær. Menn mættu gjarnan láta
sér það að kenningu verða í rík-
ara mæli en nú er. Og í þvi sam-
bandi er ekki úr vegi, að minnast
orða þess merka manns Jakobs
1. Englandskonungs. Hann samdi
rit gegn tóbaksnautn, og segir
þar m.a.: reykingar „eru vani,
sem er herfilega ljótur á að líta,
ógeðslegur af að lykta, skaðleg-
ur fyrir heilann, og hættulegur
fyrir lungun. Hinn svarti sting-
andi reykur, sem honum fyigir,
er helzt sambærilegur við hinn
viðbjóðslega eim, sem leggur frá
botnlausum djúpum helvítis ... “
Já, ólíkt er nú kóngurinn skyn-
samari en Siðmundur karlinn
Freud, sem sagði, að tóbakið væri
það eina, sem Columbus
gæti borið fram til að afsaka
fund Ameríku!
horfinn, en mynd hans mun þó
varðveitast, m. a. á þjóðfrægu og
yndislegu málverki Ásgríms
Jónssonar, sem allra augu stöðv-
ast við í málverkabók hans. Á
þeirri mynd sitja tvær stúlkur
frammi á bakkanum og greiða
hár sitt. Ég hef alltaf ímyndað
mér, að önnur þeirra væri Ing-
unn, en hún bar fagurt, sterk-
rautt hár.
Hvílík tengsl við sögulega
helgidóma þjóðarinnar hafa
það ekki verið hjá þeim syst-
kinum að lifa sín æskuár á
Þingvöllum og það meira að
segja áður en umrót véla og
tækni hófst þar, meðan allt var
enn óumbreytt eins og það hafði
verið í árroða íslandsalda.
Eins og þá var siður flestra
stúlkna af góðum heimilum
gekk Ingunn í Kvennaskólann
í Reykjavík. Hún hafði áberandi
góða námshæfileika, hafði lítið
fyrir náminu, þótt skólaganga
hennar yrði að þeirra tíma sið
ekki lengri. Síðan var hún enn
þá hjá foreldrum sínum á hinu
gestkvæma heimili og er mér af
orðum annarra kunnugt um að
þessi elzta dóttir prestshjónanna
varð mörgum gestinum minnis-
stæð sakir þeirrar glæsilegu
framkomu, er henni var þá þeg-
ar eiginleg.
En árið 1922 sigldi hún til
Kaupmannahafnar til náms í
líkamsnuddi. Þar sýndi hún enn
ótvíræða námshæfileika sam-
fara áhuga á því líknarstarfi, er
hún hafði sett sér og lauk nám-
inu með góðum vitnisburði á
skömmum tíma. Meðan hún
dvaldist úti lét sr. Jón, faðir
hennar af prestskap og dó
skömmu síðar, svo fjölskyldan
fluttist til Reykjavíkur og dreifð
ist. Eftir að hún kom heim hélt
Ingunn löngum heimili með
móður sinni og systur sinni,
Ástu.
Hún hóf starf sitt sem nudd-
kona hjá Jóni Kristjánssyni
lækni og varð brátt kunn og vel
metin fyrir marga læknun og
linun þjáninga í því starfi. Hún
var til kölluð af mörgum lækn-
um og starfaði um langt ára-
bil við sjúkrahúsið Sólheima í
Tjarnargötu. Einnig var hún
oft kvödd til í Landsspítalann og
þá ekki síður til einstakra sjúk-
linga í heimahúsum. Var það
henni oft mikið starf að ganga
um lcring til sjúlclinga. Hún var
formaður Nuddlæknafélagsins.
Starf nuddlæknisins er oft að
færa nýtt líf í líkamsvöðva, sem
dofnað hafa við langvarandi
sjúkdómslegur eða undan
gipsi. Til þess þarf nákvæma
líkamsfræðiþekkingu. En Ing-
unn lagði fram meira en bókþekk
inguna eina. Það var sjúklingum
hennar ákaflega mikils virði, að
henni fylgdi ætíð hressandi og
uppörvandi blær glaðsinnis og
gamanyrða. Þetta var henni eig-
inlegt og slíkt gat skipt miklu
máli fyrir langþreytta sjúklinga.
Árið 1930 eignaðist Ingunn son,
Jón Ragnar, sem var henni mjög
kær. Kom það fram í mörgu, hve
hænd þau voru hvort að öðru,
m. a. er þau fóru saman í
skemmtilega ferð til Danmerkur
fyrir nokkrum árum um leið og
hann hóf nám í verzlunarskóla
í Kaupmannahöfn. Hann saknar
móður sinnar, en starfa hefur
hann á skrifstofu tollstjóra í
Reykjavík.
Ingunn giftist árið 1950 Krist-
jáni Bergssyni, útgerðarmanni.
Var hún seinni kona hans og
bjuggu þau í Valhöll, þar sem nú
er félagsheimili Sjálfstæðis-
manna. Hún var glæsileg hús-
freyja og ávann sér skjótt hylli
stjúpbarna sinna. Sambúð þeirra
Kristjáns varð þó skammvinn,
því að hann dó 1955. Eftir það
bjó Ingunn aftur með syni sínum
og aldraðri móður. Síðustu árin
átti hún við langa og þreytandi
vanheilsu að búa, þótt aldrei
heyrðist hún kvarta né kveina,
því að hún var þrekmikil.
Frh. á bls. 19.
suritar ur
OKI I B ai UI
dagiega lifinu j