Morgunblaðið - 21.01.1958, Blaðsíða 6
6
\tORCVNKT 4ÐJÐ
Þriðjudagur 21. janúar 1958
Magnús Jóhannesson:
Reykvíkingar kjósa áíramhald-
andi frelsi og framfarir en hafna
höftum og valdbeitingu
í KOSNINGUM þeim, sem nú
standa fyrir dyrum og fram eiga
að fara um næstu helgi eru það
mörg atriði sem kjósendur ef-
laust velta fyrir sér áður en þeir
greiða atkvæði sitt.
Þessu er jafnan þannig varið
þegar gengið er til kosninga, og
er slíkt eðlilegt.
Þessar bæjarstjórnarkosningar,
verða þó að ýmsu leyti með öðr-
um hætti en áður, að því leyti
til, að reynsla manna af þriggja
missera vinstri ríkisstjórn, er nú
að þessu sinni til samanburðar
við stjórn Sjálfstæðismanna á
Reyk j avíkurbor g.
Ekki er að efa það að mikill
þorri kjósenda, sem ekki hafa
áður verið í fullri vissu um það
hvernig þeir ráðstöfuðu atkvæði
sínu munu nú gera þennan sam-
anburð með sjálfum sér áður en
þeir ganga að kjörborðinu, og
sú niðurstaða sem af því fæst
ráða úrslitum í þessu efni.
f þessum samanburði koma að
sjálfsögðu mörg atriði tii greina,
en þó eru þau misjöfn, og tii-
tölulega fá sem skipta megin-
máli, svo að heildarmynd fáist
og samanburðurinn verði auð-
veldur.
Þegar núverandi ríkisstjórn
var mynduð skorti hvorki fögur
orð né fyrirheit. Stjórn hinna
vinnandi stétta í landinu, eins og
hún kallaði sig var sezt að völd-
um, nú skyldi landinu stjórnað
með hagsmuni vinnustéttanna
fyrir augum.
Úttekt skyldi fara fram á þjóð
arbúinu fyrir opnum tjöldum,
efnahagsmálin leyst með varan-
legum úrræðum með hagsmuni
„vinnustéttanna“ fyrir augum.
Útflutningsverzlunin leyst úr
þeim einokunarklóm sem hún
hafði verið í, breytt skyldi banka
löggjöfinni svo pólitísk misnotk-
un á þeim stofnunum ætti sér
ekki lengur stað, eins og þeir
kölluðu það, vinnufriðurinn í
landinu tryggður, og síðast en
ekki sízt herinn skyldi hverfa
úr landi“, og svona mætti lengi
telja.
Með þessi fyrirheit og mörg
fleiri fór vinstri stjórnin af stað.
Ef farið er nú að athuga efnd-
ir þessara loforða kemur fljótt 1
ljós, að mennirnir aem gáfu þau
virðast hafa tekið helzt til full-
an munninn svo ekkí sé meira
sagt.
Allir vita hvernig staðið hefir
verið við þessi fyrirheit, öll hafa
þau verið svikin með tölu, efna-
hagsmálin verið leyst með bráða-
birgðaráðstöfunum á bráðabirgða
ráðstafanir ofan, og vinnustétt-
irnar, þ. e. lægst launuðu verka-
mennirnir keyptir til að gera
ekki uppreisn, með því að gefa
þeim fyrirheit á fölskum for-
sendum, sem einnig hafa verið
svikin jaínskjótt, og þessir herr-
ar hafa þótzt vera búnir að
finna önnur ráð til að gabba þá.
Um útflutningsverzlunina er
það að segja, að eina teljandi
breytingin er þar sú, að auð-
hringnum SÍS var tryggð þar að-
staða til gróðamögulema.
í breytingunum á banKalög jöf
inni virðist hafa ríkt það sjonar-
mið að skapa gæðingum stjórn-
arflokkanna 14—15 ný og feit em
bætti og ekkert annað. Um vinnu
friðinn í landinu er óþarfi að
fjölyrða, hvert stórverkfallið hef
ir rekið annað og í þvi sambandi
má geta þess að 27 stéttarfélög
eða deildir úr stéttarfélögum hafa
ýmist sagt upp samningum á
tímabilinu og hafið verkföll, eða
samið hefir verið við þau á síð-
ustu stundu áður en til vinnu-
stöðvunar kom. Þá er komið að
loforðinu um herinn og hvernig
það hefir reynzt. Eins og allir
vita var þetta annað aðalmál Al-
þingiskosninganna 1956. „Herinn
burt úr landinu", sungu þeir all-
ir í einum kór. En herinn er
kyrr í landinu og hefir aldrei
setið fastar, en nú, þar sem á-
framhaldandi seta hans hefir
verið gerð að uppáskrift af ís-
lands hálfu fyrir erlendum lán-
tökum,
Það er óþarfi að fara um það
fleiri orðum, allar hafa athafnir
stjórnarherranna á þessu tímabili
verið með slíkum endemum, að
á verra verður ekki kosið. Algjör
glundroði og fálm hafa einkennt
allar þeirra aðgerðir, ásamt taum
lausu hatri á Sjálfstæðisflokkn-
um og fylgjendum hans.
Sérstaklega hefir það þó kom-
ið berlega í ljós, í samskiptum
ríkisstjórnarinnar og ráðamanna
Sjálfstæðisflokksins í bæjar-
stjórn Reykjavíkur, sem birzt
hafa á margan hátt og öllum er
kunnugt.
Nýjasta dæmið um hug stjórn-
arherranna í garð Reykvíkinga,
er hið nýja kosningalagafrum-
varp ríkisstjórnarinnar, þar sem
Reykvíkingar eru settir skör
lægra en aðrir landsmenn og
þeim gert erfiðara um að neyta
atkvæðisréttar sín, en öðrum
landsmönnum. í sambandi við til
komu þessa frumvarps, er vert
að hafa það hugfast, að enginn
hafði komið auga á nauðsyn þess
Magnús Jóhannesson
að breyta lögunum, engin ósk
komið fram um það frá lands-
mönnum, hins vegar hafði því
verið mótmælt kröftuglega, þar
sem tillögur um það höfðu verið
felldar bæði í bæjarstjórn Reykja
víkur og Akureyrar.
Eins má líka minna á það
hversu vandað hafði verið til
lagasmíðarinnar, þar sem stjórnar
herrarnir urðu að láta sér sæma
eð éta ofan í sig ýmis mikilsverð
atriði frumvarpsins, og breyta
þeim í meðförum þingsins, sem
aðeins fékkst þó vegna þess að
Sjálfstæðismenn á Alþingi héldu
þar upp harðri gagnrýni á frum-
varpið og bentu á hina ýmsu
galla þess, þrátt fyrir það að
þeim gafst ekki kostur á að
kynna sér efni þess fyrr en 10
mínútum áður en það var lagt
fram. Annað dæmi skal hér
nefnt, sem sýnir hug stjórnarherr
anna til Reykjavíkur, og íbúa
hennar, en það er það, að ríkið
á sem kunnugt er að leggja fram
fé til jafns við bæjarsjóð til ým-
issa framfara og félagsmála, svo
sem bygginga íþróttamannvirkja,
skólabygginga og bygginga íbúða
til útrýmingar heilsuspillandi
húsnæði. Þessum skyldum hefir
ríkissjóður gert þau skil að nú
munu vanskilaskuldir þessar við
Reykjavíkurbæ nema milli 20
og 30 milljónum króna.
Þannig hefir bæjarsjóður verið
knúinn til þess að gegna þessum
skyldum ríkisins við borgarana,
á þann einfalda hátt, að ríkið
hefir bara neitað að borga.
I áróðursskrifum stjórnarblað
anna er bæjarsjóðurinn yfirleitt
nefndur einu nafni, og kallaður
eyðsluhít Reykjavíkur-íhaldsins,
öllum sem eitthvað fylgjast með
málum kemur þetta nokkuð á
óvart, og þó þeir viti að þessir
piltar sem stjórna rógsskrifun-
um láti sér ekki allt fyrir brjósti
brenna þá eru menn samt undr-
andi yfir fáfræðinni, og því að
þeim skuli ekki skiljast það, að
með þessu eru þeir að vega að
sínum mönnum í rikisstjórninni,
því eins og allir vita hafa rekstr-
arútgjöld ríkisins hækkað á yfir-
standandi kjörtímabili mun meira
shrifap ur
d agleqa lifinu j
M
Aðventusöfnuðurinn,
en ekki ,,Aðvent-
söfnuðurinn“
ÁLVANDUR" skrifar:
Hvenær ætla forráðamenn
Aðventusafnaðarins hér í Reykja
vik að láta heiti sitt vera rétt
á íslenzku? — Tímabilið heitir
sem sé aðventa, en ekki aðvent
á vora tungu, enda er þetta kunn
ugt nafn í gegnum allar aldir.
komið úr latínu með kristninni
og þýðir tilkoma, eins og líklega
flestir vita. (sbr, fyrsti sunnu-
dagur í aðventu o. s. frv.). Ef
fólk það, sem að þessum söfnuði
og Aðventukirkjunni stendur vill
vera og vinna hér á íslandi, má
ekki minna vera en það brjóti
ekki í bág við málkennd lands-
manna með ónefnum, þótt slíkt
hoiti sé notað í erlendum málum.
Það sætir og nokkurri furðu,
að óháði söfnuðurinn hefir ekki
gert neina athugasemd ■(rið þetta
nafn, er hann hefir fengið að nota
kirkju þeirra aðventista, þó að
vel muni forstöðumenn hans
kunna skil á þessu.
«efið fuglunum, en
gætið þess, hvað þeim
kemur
EG hefi alltaf gefið snjótittling-
um í harðindum, hér í garð-
inum hjá mér, og þá reynt að at-
huga, hvað þeim kæmi bezt. En
ég hefi gefið þeim fjærst „manna-
byggðum", svo að síður kæmi
styggð að þeim.
Veturinn í hitteðfyrra var ég á
Vífilsstöðum. Þar hagaði svo ein
kennilega til, að fyrir framan
gluggann hjá mér var stórt skúr-
þak og gat ég auðveldlega geng-
ið út um gluggann, út á þakið.
Þar gaf ég þeim. Þarna átti ég
miklu hægara um vik að athuga
þá, þar sem þeir voru svo að
segja við nefið á mér.
Mín reynsla er sú, að þeir sæki
anghelzt í hrísgrjón. Brauð
(hveitibrauð) sækja þeir einnig
í, sé það mjúkt, svo að þeir vinni
á því, eða svo smámulið að þeir
geti kroppað það. En brauð harn-
ar mjög fljótt úti í þurru veðri
og þá vinna þeir ekki á því.
Einkennilegt var það, að þeir
kroppuðu í ost, væri hann mjúk-
ur. En það er eins með hann og
brauðið, hann harðnar mjög fljótt
úti.
Þeir kroppuðu einnig mjög
gjarna í kökur (kaffibrauð),
sennilega af því að það er venju
lega meyrt, svo þeir vinna á því,
frekar en vegna bragðsins, því
bragðnæmi er víst ekki mikið hjá
þeim, þar sem tungan er horn-
kennd.
Það mun algengt að fólk setur
út til þeirra brauðmola og þá oft-
harða. Vitanlega kroppa þeir í þá,
sé ekki annað að hafa, en hve
mikið seðjast þeir að því?
Annars eru þetta átvögl hin
mestu, þegar þeir fá það, sem
þeim hæfir. Ég hefi stundum
fylgzt með einum og sama fuglin-
um og talið, hve oft hann kropp-
aði. Hæst hefir það orðið 110 sinn
um. Mjög algengt milli 50 og 100.
Nú veit ég ekki, hvort þeir hitta
á grjón í hvert skipti, en tel það
þó líklegt. Ekki fipast hænsnum
mikið við að kroppa grjón, þó
á hörðu gólfi sé. Á Vífilsstöðum
fóru þeir einn daginn með 4 kg
af grjónum, og 10 brauðsneiðar að
auki. Af því má sjá, að það var
stundum gestkvæmt hjá mér. í
gær ,hér inni í bænum, kroppuðu
þeir upp 3 kg hjá mér. Einkenm-
legt er það, hvað þeir finna gjórn
in, þó að föl hafi fallið yfir þau.
Vitanlega kosta grjónin dálítið,
en maður sér ekki eftir því. Það
verður í rauninni okkar þægðin,
ekki síður en þeirra.
Nú þurfa menn ekki endilega
að trúa því sem ég segi um það,
hvað þeim kemur. Það getur
hver og einn athugað sjálfur, og
er gaman að því. Það er aðeins
að láta á sinn staðinn hvað, sem
þeim er gefið og sjá, í hvað þeir
sækja helzt og hvað gengur fyrst
upp. 18. jan.
Ársæli Árnason.
Morgunbænir
VELVAKANDI góðan dag!
Við gömlu hjónin erum vön
að hlusta á morgunbænir útvarps
ins, og finnst að við megum helzt
ekki af þeim missa, þó er það
mikill munur hver bænina flytur,
og hvernig hún er flutt. Okkur
væri mjög kært, að fá að vita
hver flutti bænina í desember s.l.
og viljum við nota tækifærið og
færa honum okkar beztu þakkir
fyrir þann flutning. En hvers
vegna kynnir ekki útvarpið hver
það sé, sem flytur þennan út-
varpsþátt, eins og aðra þætti, sem
fluttir eru! Þá viljum við biðja
Fríkirkjuprestinn, sem núna flyt
ur bænina, að tala dálítið hærra,
svo betur notist að því, sem sagt
er.
Gömul hjón á Akranesi.
Frímerkjum stolið —
drengur grætur
LOK'S kemur hér bréf frá „Að-
standanda“. Það fjallar um
frímerki og er svohljóðandi:
Þegar ég hlustaði á útvarps-
þáttinn um sögu frímerkjanna
kom mér í hug, hvernig fór fyrir
frímerkjum, sem send voru nú
fyrir jólin á pakka til 11 ára
gamals drengs hér í bæ. Þau
höfðu verið límd á sendingu, sem
kom frá Ítalíu, en þegar drengur-
inn fékk hana í hendur, var búið
að rífa öll frímerkin af. Ekki
veit ég, hver það hefur gert, en
illmannlega þótti mér að verið
og nú hefur drengurinn
grátið mörgum söltum tárúm yfir
því að hafa ekki fengið frímerk
in sín. Hann er safnari. Nú vil
ég spyrja: hvernig getur þetta
gerzt? Hvernig geta einhverjir
óþekktir óþokkar stolið frímerkj
um af póstinum, áður en hann
kemst í hendur viðtakanda?
Velvakandi hefur ekki minnstu
hugmynd um þetta mál, en keni-
ur spurningunum á framfæri. ef
einhver treystir sér til að ieysa
úr þeim
en_ rekstrarkostnaður bæjarins.
Á sama tíma, og rekstrarútgjöld
bæjarins hækkuðu um 15%,
hækkuðu rekstrarútgjöld ríkis-
ins um 21%, og ef gerður er
samanburður á 5 ára tímabili þá
verður útkoman sú að rekstrar-
útgjöld Reykjavíkur hækka um
104%, en ríkisins um 118% og
er þó „undrabarnið" Eysteinn
Jónsson sá sem þar ræður hús-
um.
Annað er það sem stjórnar-
flokkarnir, eru sammála um nú
í kosningaáróðrinum, og það er
það að nú hafi þeir sýnt og sann-
að að glundroðakenningin fái
ekki lengur staðizt, þeir hafi
starfað saman í ríkisstjórninni,
og ýmsum bæjarfélögum úti á
landi, og allt gengið vel. En ég
vil spyrja: hvar ríkir meiri
glundroði og sundurþykkja, en
einmitt í ríkisstjórninni, þar sem
stjórnarblöðin sjálf keppast við
að kroppa æruna af ráðherrun-
um á víxl og það hefir meira að
segja gengið svo langt, að þeir
hafa lýst hver annan landráða-
mann,
„Tíminn“ fann upp á því hér
fyrir nokkru, er kosningar fóru
fram í Kanada, að benda lesend-
um sínum á það að nú hefðu
orðið ráðamannaskipti þar í
landi, sá flokkur sem farið hefði
með völdin i áratugi, hefði nú
verið leystur frá þeim vanda.
Þetta fannst þeim Tímamönnum
sjálfsagt að benda Reykvíkingum
á. Það var skrifuð forystugrein
í blaðið og borgarbúum sagt: Nú
sjáið þið það, þeir hafa skipt um
stjórn í Kanada, nú verðið þið,
að gera slíkt hið sama í Reykja-
vík.
Ekki var í þessum „Tímahug-
leiðingum“ neitt það að finna,
sem varpaði ljósi á þessa skoðun
þeirra annað en það, að Sjálfstæð
ismenn væru búnir að fara með
völd hér í svo langan tíma, að
slíkt mætti ekki standa lengur,
Framsóknarmenn yrðu að kom-
ast hér að.
Gunnar Thoroddsen yrði að
fara sömu leið og Pearson og
Þórður Björnsson skyldi taka
við, en blaðinu hefur fljótlega
skilizt það að slíkt væri ekki
girnilegur réttur að bera á borð
fyrir Reykvíkinga, og hefur því
að mestu hætt þessu óráðshjali,
En í sambandi við þessa hug-
dettu Framsóknarmanna, mætti
varpa fram þeirri spurningu,
hvort þeim finnst ekki tími til
kominn að fara að skipta um
stjórnendur í Sambandi ísl. sam-
vinnufélaga, því þar hafa þeir
sjálfir farið lengur með völd en
Lester Pearson og flokkur hans
gerði í Kanada, og samkvæmt
kenningum þeirra sjálfra og rök-
studdu áliti annarra mun vera
full þörf á því.
í þessari kosningabaráttu sem
nú hefur náð hámarki, er það
einkum tvennt sem hæst ber, og
vert er að kjósendur geri sér
fulla grein fyrir og það er
hvernig Sjálfstæðismenn haga
málflutningi sínum og svo hitt
hvernig andstæðingarnir gera
það.
Sjálfstæðismenn hafa þann
hátt á nú eins og endranær, að
þeir leggja málin fyrir, og skýra
þau á allan hátt, svo kjósend-
um gefist tækifæri til þess að
dæma bæjarstjórnarmeirihlut-
ann af verkum sínum, það er
bjargföst trú þeirra að því aðeins
njóti þeir trausts, að fólkinu sé
gefinn kostur á að kynna sér
málin og hvernig verkin hafa
verið unnin til þess að þeir séu
af eigin raun færir um að kveða
upp þann dóm að bæjarfulltrú-
ar þeirra hafi ekki brugðizt því
trausti sem þeim hefur verið
sýnt.
Öðru máli gegnir hér um and-
stöðuflokkana, öll þeirra kosn-
ingabarátta hefir verið háð á
þann hátt að flýja frá málefn-
unum, og reyna að jafna metin
með persónulegum árásum á
bæjarfulltrúa Sjálfstæðismanna.
Þessi iðja þeirra hefir náð það
langt að hér 'í Reykjavík sjá þeir
ekkert annað en skipulagslaust
hrúgald af húsarusli, gapandi
Frh. á bls. 14.