Morgunblaðið - 21.01.1958, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 21.01.1958, Blaðsíða 23
Þriðjudagur 21. janúar 1958 lHORCinVfíL 4 ÐIÐ 23 Erlendar Iréttir í stuttu múli veitu frá Krísuvík með samstarfi við Reykjavik og Hafnarfjörð. Vanræksla kommúnista Þá talaði Baldur Jónsson. Hann sagði, að það væri máske sök sér, þótt þetta unga bæjarfélag hefði ekki haft fjárhagslegt bol- magn til að koma ýmsum málum í framkvæmd. Hitt kvað hann hins vegar lítt afsakanlegt, að bæjarstjórnarmeirihluti kommún ista hefði vanrækt að fá fram- gengt ýmsum nauðsynjamálum, sem hefðu ekkert kostað bæjar- félagið. Þannig þætti Landssím- anum sjálfsagt að hafa símstöð í hverju 200 manna þorpi úti á landi. En kommúnistar hafa alger lega vanrækt að fylgja eftir að símstöðvarhús sé reist í nærri 5000 manna kaupstað, og svo er póstafgreiðslan ófullkomin. Heldur væri það ekki afsakan- legt, að fé hefði verið eytt frá fá- tæku bæjarfélagi í ýmiss konar ó- þarfa og á annan hátt illa með það farið. Til dæmis hefði bæjar- stjórnarmeirihlutinn gengið í sjálfskuldarábyrgð upp á 150 þús kr. fyrir útgerðarmann, ef hann vildi gera bát út frá Kópavogi. Báturinn hefði verið 40 ára gam all. Hann hefði þrátt fyrir ábyrgð ina verið gerður út frá Reykja vík og sokkið þar í höfninni. „Gula bókin“ Nú hófust frjálsar umræður. Tóku þar til máls 25 menn og voru flestir þeirra ýmist fylgjend ur Sjálfstæðismanna eða komm- únista. Meðal þeirra sem töluðu fyrir Sjálfstæðismenn má nefna Guðmund Gíslason, Jón Gauta, Hörð Þórhallsson og Gísla Þor- kelsson. Þar vakti t.d. nokkra athygli stutt ræða, sem Kristinn Wíum flutti. í henni varpaði hann þeirri spurningu fram fyrir Kópa vogsbúa, hvort þeir hefðu gert sér ljóst, hvað tillögur kommún- ista og framsóknarmanna í „Gulu bókinni“ þýddu. Þessar tillögur, sem að miklu leyti væru undan rifjum Hannibals Valdimarsson- ar runnar þýddu stórfellda nýja skattpíningu einmitt fyrir marga Kópavogsbúa. Ef vinstri stjórnin léti framkvæma húsnæðisákvæði „Gulu bókarinnar“ eftir kosn- ingu, þýddi það að þriggja manna nefnd yrði kosin í Kópavogi til að meta verð húseigna. Þá yrðu 80% af ágóða við húsasölu teknar í skatt til ríkisins. Þá myndi sér- stök nefnd einnig takmarka stærð húsnæðis hjá mönnum. Það er einmitt vegna slíkra fyrirætl- ana vinstri stjórnarinnar og margra fleira, sem kosningarnar eru að þessu sinni ekki aðeins um bæjarmálin, heldur fjalla þær ekki síður um þjóðmálin. í þeim mun fólkið lýsa yfir van- þóknun á svikum og kjaraárás vinstri stjórnarinnar. Að lokum var þriðja umferðin, sem var mjög stutt og talaði Sveinn Einarsson þá aftur fyrir Sj álfstæðismenn. Fundur þessi stóð frá því kl. 2 til kl. 7,30 á sunnudag. Hann fór í alla staði vel fram, undir fundarstjórn Péturs Sigurðsson- ar og Þórðar Magnússonar. Það sem vakti sérstaka athygli manna á fundinum var m.a. að Sveinn Sæmundsson, formaður Framfarafélags Kópavogs tók ekki til máls og lýsti ekki yfir stuðningi við kommúnsta eins og hann hefur þó ætíð gert í undan- förnum kosningum. En undarlegasta fyrirbæri þessa fundar sem á margan hátt var skemmtilegur, var þó það að sjálfur bæjarstjórinn í Kópavogi frú Hulda Jakobsdóttir, tók ekki til máls, til að skýra starf sitt. Kannske henni finnist að hinum mörgu ágætu borgurum Kópa- vogs komi það ekkert við, hvern ig rekstur bæjarins hefur gengið. * SINGAPORE, 20. jan. — Hjónabönd fólks af ólíkum kynþáttum færast sýnilega í vöxt í Singapore. f fyrra var stofnað til 69 slíkra hjónabanda, en árið áður voru þau aðeins 58. •fc LONDON, 20. jan. — Hertog- inn af Edinborg, eiginmaður Elísabetar Bretadrottningar, heimsækir heimssýninguna í Briissel 11. og 12. júlí n. k., sam- kvæmt tilkynningu frá brezku hirðinni * LONDON, 20. jan. — Við- ræður um nýjan viðskipta- samning milli Breta og Japana hefjast 10. febrúar n. k. Gild- andi samningur rennur út í lok marz-mánað ar. -ár RABAT, 20. jan. — Moulay Hassan krónprins í Marokkó ' flýgur til Riyadh, höfuðborgar Saudi-Arabíu 28. jan. í boði Sauds konungs. Mun hann eiga viku- dvöl þar. SEOUL, 20. jan. — Tilkynnt var í dag, að flugher Suður- Kóreu hefði tekið við stjórn allra flugmála af Bandaríkjamönnum, sem hafa haft hana með hönd- um eftir Kór«u-stríðið. * ISTANBUL, 20. jan. — Fjög- ur ríki Bagdad-bandalags- ins, íran, Pakistan, írak og Tyrk- land, undirrituðu í dag nýja samninga, sem miða að þvi að herða á toll-eftirliti. * BOLOGNA, 20. jan. — ftalsk- ur alpaklúbbur er að undir- búa leiðangur, sem á að klífa Dhaulagiri-fjall í Himalayafjall- garðinum, en þetta fjall ' er 26.795 fet á hæð. * AMSTERDAM, 20. jan. — Júlíana Hollandsdrottning var í dag viðstödd komu 1000 hollenzkra flóttamanna frá Indó- 15 bátar róa frá Sandgerði SANDGERÐI, 20. jan. — Róðrar byrjuðu 3. janúar frá Sandgerði hjá fjórum bátum. Síðan hafa bátar bætzt ört við og eru þeir nú orðnir 14. Farnir voru að meðaltali til 15. þ. m. 6—9 róðrar á bát. Alls voru á þessum tíma farnir 96 róðrar af þessum 15 bátum. — Heildarafli nam 477 lestum. Mestur afli í róðri var 11. jan., Pétur Jónsson með 12 lestir. Næstbezti dagurinn var 7. jan., en þá var Víðir II. frá Garði með 11 lestir. Hæstan afla þenn- an hálfa mánuð hefur m.b. Guð- björg, 59 lestir. Annar er Muninn með 54 lestir og þriðji Víðir II. með 48 lestir. Síðastliðna 5 daga hefur ekk- ert verið róið, vegna storms, en í dag eru allir á sjó. —Axel. nesíu, en þeir voru reknir úr landi vegna hinnar hörðu bar- áttu Indónesa fyrir yfirráðum á vestanverðri Nýju-Guineu, sem er í höndum Hollendinga. •fc VARSJÁ, 20. jan. — Leigu- bifreiðar Varsjár-borgar verða framvegis búnar stálgrind- um, sem eiga að verja bílstjór- ann fyrir árásum farþega í aft- ursætinu. Tíu leigubílstjórar hafa verið myrtir á síðustu tíu árum. BELGRAD, 20. jan. — Júgóslav- ar sendu Frökkum harðorð mót- mæli í dag vegna þess að þeir tóku júgóslavneska flutninga- skipið „Slovenija“ og gerðu vopnafarm þess upptækan. Segir júgóslavneska stjórnin að þessi verknaður sé ólöglegur, og „aug- Ijóst brot á reglum um frjálsar siglingar“. „Slovenija", sem er 5.800 tonn, kom til Casablanca frá Oran í dag, en þar tóku Frakkar skipið á laugardaginn. Júgóslavar krefjast þess, að 148 tonn af vopnum, sem gerð voru upptæk, verði afhent þeim aftur og áskilja sér rétt til skaða- bóta, fyrir þær skemmdir, sem kunna að hafa orðið á farminum. Tanjung-fréttastofan í Belgrad heldur því fram, að skipið hafi verið 45 mílur undan Alsír- ströndum, þegar það var tekið, en skipið var á leið til Casa- blanca í Marokkó með vopna- farminn. Fréttastofan sagði enn- fremur, að verknaður Frakka væri ólöglegur, jafnvel þótt skip- ið hefði verið innan franskrar landhelgi, því einnig þar væri skipum frjálst að sigla. Þá til- kynnti fréttastofan ennfi'emur, að skipstjórinn hefði sagt, að franskar könnunarflugvélar og sprengjuflugvélar hefðu flogið yfir skipinu á föstudaginn. ★ í París var því haldið fram, að vopnin hafi verið ætluð upp- reisnarmönnum í Alsír. Sumir Skipverja skýrðu frá því, að endanlegur ákvörðunarstaður skipsins hafi verið Jemen, Araba ríkið, sem liggur á landamærum brezka verndarsvæðisins Adens. Segjast Frakkar hafa fylgzt með ferðum skipsins undanfarna daga. Embættismenn í Rabat í Mar- okkó sögðu í dag, að vopnafarm- urinn hefði átt að fara til Jem- Norska slór- þingið sett OSLÓ, 20. jan. — Norska Stór- þingið var sett í dag við hátíð- lega athöfn og sór hinn nýi kon- ungur embættiseið sinn við það tækifæri. í fyrstu hásætisráðu sinni sagði Ólafur konungur, að Norðmenn mundu halda áfram að efla og þróa pólitískt, efna- hagslegt og hernaðarlegt sam- starf við önnur ríki Atlantshafs- bandalagsins með það fyrir aug- um að auka varnarstyrk lands- ins og bandalagsins. Ennfremur mundu Norðmenn taka þátt í umræðum um fríverzlunarsvæði og vinna að auknum alþjóðavið- skiptum. ens. Aðrar heimildir í Marokkó hermdu, að í ágúst s. L hefði annað júgóslavneskt skip frá sama skipafélagi komið með 78 tonn af vopnum, og var sagt, að þau ættu að fara til Saudi- Arabíu, en þau eru enn í Casa- blanca í gæzlu hermanna og lög- regluþjóna. Sputnlk I. hefði kotn- izt til Mars MOSKVU, 20. jan. — Tass- fréttastofan rússneska tilkynnti í dag, að Spútnik I, fyrri gervi- máni Rússa, hefði brunnið til agna 4. jan. s. 1. Hafði hann þá farið 60 milljónir kílómetra, en það samsvarar fjarlægðinni milli jarðarinnar og Mars. ★ DJAKARTA, 20. jan. — Átta manns létu lífið, 20 manna er saknað og um 20 þús. manns misstu heimili sín á Mið-Borneó, þegar Barito-fljótið flóði yfir bakka sína. A. m. k. 65 þús. manns eru á sultarbarmi vegna flóðs- ins. Y3R -geisffnn! öryggisauki t umferðinnl Verkfrœðingar Fyrirtæki hér í bænum vantar verkfræðing Gott kaup. — Framtíðaratvinna. Tilboð með uppl. um fyrri stcirf merkt: 6666, leggist inn á afgr. Mbl. fyrir 1. febr. Eiginmaður minn og faðir okkar ÁSGEIR JÖNSSON Suðureyri, Súgandafirði, lézt að heimili sínu 18. þ. m. Sigríður Jónsdóttir, og börn hins látna. Móðir okkar, tengdamóðir og amma ÓLAFÍA ÓLAFSDÓTTIR, lézt að heimili sínu Gerði, Sandgerði 16. þ. m. Jarðarförin áikveðin síðar. Guðrún Eyþórsdóttir, Helga Eyþórsdóttir, Guðjón Guðjónsson, Óli Þór Hjaltason. Maðurinn minn ANTON JÓNSSON skipasmíðameistari, sem andaðist í Landakotsspítalanum 14. janúar, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju miðvikudaginn 22. jan. klukkan 1,30 síðdegis. Blóm eru vinsamlegast afbeðin, en þeim sem vildu mlnn- ast hins látna, er bent á líknarstofnanir. Margrét Magnúsdóttir. Hjartkærar þakkir til allra þeirra, fjær og nær, sem við andlát og útför mannsins míns JÓNS J. MARON, á Bíldudal, heiðruðu minningu hans og auðsýndu mér og vandamönn- urn margvíslega vmáttu og samúð. Bjarnfríður S. Maron. ★ Frakkar taka /iígóslavn- eskt vopnaflutningaskip

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.