Morgunblaðið - 21.01.1958, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 21.01.1958, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐ1Ð Þriðjudagur 21. janúar 1958 Weá ct í reiLan di Eftir EDGAR MITTEL HOLZER 16 Þýðii.g: Sverrir Haraldsson ó jz u Cl „Eústirnar?" „Já. Þær eru hérna mjög skammt í burtu. Hollenzkar rústir. Og grafhvelfingar". Logan hljóðaði. Og úti á fljótinu blés gufuskip- ið, eins og til þess að svara kalli Logans. „Nú, sjáum við það ekki aftur, fyrr en á miðvikudaginn kemur“. sagði séra Harmston. „Oh“. „Gufuskipið, á ég við“, sagði hann og bætti svo við í lægri tón: „Þú munt komast að raun um það, að þetta er hinn ákjósanlegasti felustaður fyrir mann, þegar lög- reglan er að leita manns“. Hann flýtti sér í burtu, áður en Gregory, stirðnaður og hreyf- ingarlaus eins og saltstólpi, gat sagt eitt einasta orð. 10. Olivia fann ekki til neinnar minnstu reiði eða óánægju, í garð föður síns, þegar hún stóð við baðherbergisgluggann og sá hann leiða Logan til skýlisins. Hana sveið enn í kinnina, eftir snopp- unginn, en hún vissi, að hún hafði átt hann skilið. Faðir hennar hefði minnkað í áliti hjá henni, ef hann hefði ekki gert það sem Ihann gerði, til að refsa henni. Henni fannst hann heldur ekki neitt harður eða miskunnarlaus, þótt hann ætlaði að hneppa Logan í fjötra. Hegðun Logans hafði verðskuldað harða refsingu. Hins ivegar hindraði þetta hana ekki í iþví, að vorkenna Logan og hata Ellen. Þegar hún sá þau Gregory og EUen koma í ljós, fyrir hornið á eldhúsinu, varð hatur hennar svo Ibiturt og ákaft, að hún varð að ■lúta höfði og horfa á dökk-grænu mosax-öndina, neðst á annarri hlið vatnskersins — stærra kersins. Andartaki síðar tók mosaröndin á sig eiginleika og eðli þessa haturs 'hennar og þrútnaði og afmyndað- ist, unz hún varð að hreinasta óskapnaði. Hún sleit sig lausa af kerinu og stóð þarna, samankreppt og djöfulleg, bólgin af illsku og löðrandi í eitri. Hún hefði aðeins þurft að gefa skipun og þá hefði óskapnaðurinn jafnskjótt fram- kvæmt vilja hennar. Ylmur af honeysuckle barst með blænum að vitum hennar og hún brosti. Gömul minning vakn- aði í huga hennar: Berton og hún, sitjandi inni í Hellinum sínum, borðandi grænan mango-ávöxt, með pipai'i og salti, talandi um það, sem þau ætluðu að gera, þeg- ar þau yrðu stór: byggja hús inni í skóginum, með þægilegum her- bergjum, göngum og leynidyrum. „Þegar við finnum felustað roða- steinanna og smaragðanna og saf íranna. .. .“ Hatrið fjaraði út og óskapnaður inn varð aftur að meinlausri mosarönd á vatnskerinu. Hún renndi augunum yfir að laufskál- anum og henni hlýnaði um hjarta- rætur. Þegar hún heyrði föður sinn skipa Ellen að fara heim, var eins og rödd hans kæmi langt neð- an frá fljótinu og orðin höfðu eng- in áhrif á hana. Hún sá hann og Gregory koma gangandi heim að húsinu og setj- ast á bekkinn, skammt frá lauf- skálanum. Svo heyrði hún vindinn koma í gegnum skógarþykknið, dul arfullan, eins og bylgjurnar á strönd Crusoes-eyjarinnar. Frjá- dagur hafði einmitt séð fótsporin í sandinum og var að flýta sér til Crusoes, að segja honum frá upp- götvun sinni...... Þegar hann snart andlit hennar, lokaði hún augunum, dró djúpt að sér and- ann og hlustaði á sinn eigin hjart- slátt. Hún sneri sér frá glugganum. Svo opnaði hún augun og litað- ist hægt um í baðherberginu og fann hina gamalkunnu, þægilegu viðar-sápu lykt þess í nösum sér. Hún heyrði móður sína kalla á Mabel, frammi á ganginum, æst- um rómi. Hún hlustaði eftirvænt- ingarfudl og heyrði að Mabel svar- aði henni, niðri í borðstofunni. — Heyrði fótatak hennar í stiganum. „Varstu að kalla á mig, mamma? Hvað viltu mér? Ertu strax búin að laga til í svefnherberginu?" „Mabel! Barn“. Hún talaði í hálfum hljóðum. „Hvað er að, mamma?“ „Þetta. Sjáðu. Morgunsloppur- inn þinn“. „Já, ég var að svipast um eftir honum í gærkveldi. Fékkst þú hann lánaðan?“ Þögn......1 huganum sá Oli- via móður sína stara á Mabel. „En .... ég skil þetta ekki, mamma. Hvers vegna starirðu svona á mig?“ Mabel hló. „Þarftu að spyrja að því?“ „Hvað áttu við?“ „Ég fann hann undir rúmi Gre- gorys". „Undir rúmi Gregorys? Hvern- ig komst hann þangað?" „Það er nú einmitt það, sem ég vil að þú segir mér. Fórstu þangað inn til hans í nótt? Nei, við getum ekki talað hérna. Komdu inn í her- bergið þitt". Mabel fór að tala í mótmælatón, en orð hennar hljóðnuðu, þegar svefnherbergisdyrnar lokuðust og Olivia laumaðist út úr baðherberg inu, með augun full af tárum og flýtti sér niður stigann. Hún fann Berton inni í dagstof- unni. Hann sat við borðið me' út- skornu mahognifótunum og keppt ist við að skrifa í stílabók. Hann leit upp og brosti: — „Ertu kom- in niður? Ég náði í eggið þitt“. Hann tók egg upp úr buxnavasan- um sínum. Það var eggið sem hún ætlaði að fara að boi'ða, þegar faðir hennar rak hana upp frá morgunvei'ðarborðinu. Hún tók við því og þakkaði hon- um fyrir og spurði hann hvað hann væri að gtra. — Gæti hann ekki frestað því stundarkorn, bara nokkrai' mínútur? „Þetta er franska smásagan mín. Hefur nokkuð komið fyrdr? Hún kinkaði kolli. „Logan?" Hann lokaði stílabók inni. „Við skulum fara út í hell- inn“. „Nei, við getum það ekki. Pabbi og Gregory sitja á bekknum. Nei, það er ekki Logan. Það er Mabel. Hold hennar ógnar anda mínum“. Hann byrjaði að tala, en þagn- aði svo. Þau heyrðu að þær Mabel og móðir þeirra komu niður stig- ann. Þau gægðust út um dyrnar og sáu að Mabel hafði reiðiglampa í augum og að andlit móður þeirra var alvarlegt og fölt. Þær fóru inn í borðstofuna. Móðir þeirra sagði: „Guð minn góður. Ég held að ég gæti ekki afborið það“. „Mamma, í guðs bænum, vertu ekki svona hlægileg". Berton hvíslaði: „Hafði Logan á réttu að standa? Ég hélt að hann væri að Ijúga, eins og venju- lega“. „Ég vona að hann hafi verið að ljúga. Andi minn myndi brenna af afbrýðisemi, ef hún hefði raun- verulega ráðizt á hold hans. — Mamma fann sloppinn hennar und ir í'úminu hans“. „Rúmi Gregorys? En Mabel er ekki svoleiðis stúlka“. Frú Harmston heyrðist kalla á mann sinn. „Ég myndi hata hana og hata hana“, sagði Olivia og augun skutu neistum. Mabel kom hlaupandi inn í dag- stofuna. „Hvaða asi er á þér, Maby?“ spurði Olivia. „Olivia, manstu ekki eftir því að ég spurði þið í gærkveldi, hivort þú hefðir séð morgunsloppinn minn? 1 gærkveldi, áður en við fórum að hátta?“ „Jú, ég man eftir því. Ég man mjög vel eftir því“. „Mabel, dreymdi þig nokkuð sér stakt í nótt?“ spurði Berton. „Þú veizt hvað ég á við“. Mabel kinkaði kolli. „A .... á ....“, sögðu þau Olivia og Berton samtímis. „Já“, sagði Mabel. — „Mig dreymdi kynferðislegan draum. ■— Hvað kemur út af því?“ „Dreymdi þig Gregory?“ Mabel roðnaði upp í hársrætur og kinkaði kolli, en reyndi að bera sig mannalega. Berton blístraði lágt, en augun í Oliviu urðu óeðli- lega glampandi. „Manstu drautninn, Maby? Hvert smáatriði?" „Ég kæri mig ekkert um svona yfirheyrslu11. „Þetta er mjög mikilvægt". „Mundu það, Maby“, sagði Oli- via — „að við lifum undir annar- legum og ókunnum áhrifum. Draumar, hérna í Berkelhoost, breytast stundum í raunverulega verknaði og það sem við kunnum að álíta skugga, getur reynzt vera efniskenndir líkamar með augu úr eldi og .... og . .. .“ „Og brenni.steini“, bætti Berton við. Mabel fór að hlæja. „Þetta er ekkert hlægilegt, Maby“. „Ertu kannske að hæðast að trú okkar?“ spurði Olivia. Mabel þagði. Mamma þeirra kallaði nú á Ma- bel og Mabel flýtti sér aftur inn í borðstofuna til hennar. „Við neyðumst víst til að yfir- heyra Gregory sjálfan", sagði Oli- via áhyggjufull. Berton kinkaði kolli. „Maby'ber raunverulega ekki neina virðingu fyrir áhrifum stað- arins“, hélt Olivia áfram. „Nei“, sagði Berton. — „Og hún mun einhvern tíma sjá eftir því“. „Ég hata þennan stað. Hann er viðbjóðslegur, viðbjóðslegur. Heyrirðu hvað ég segi? Viðbjóðs- legur“. „Ollie! Hvernig geturðu sagt þetta?“ Hún lét hendurnar síga niður með hliðunum og glampinn hvarf úr augum hennar. „Þú veizt að mér var ekki al- vara. Ég sagði þetta bara í gamni. Það er dásamlegt að eiga heima í Berkelhoost-ævintýralandinu okk- ar. Ég vil hvergi 'eiga heima ann- ars staðar". „Ég ekki heldur", sagði Berton. Það er svo mikið af töfrum hérna. Sérstaklega þegar maður er með góðri, skrítilegri, lítilli stúlku, eins og þér. Þú mátt aldrei hverfa og yfirgefa mig. Heyrirðu það? Ég veit ekki hvað um mig yrði, ef þú gerðir það. Þá kærði ég mig ekkert um að lifa lengur". Olivia kleip hann í eyrað: — „Ég skal aldrei hverfa eða yfir- gefa flökkuriddaran minn“. Þau heyrðu að kvenmaður reri á bát n.iður eftir fljótinu. „Susanna og Dot. Þá hlýtur klukkan að vera orðin átta“. Berton gægðist inn um borð- stofudyrnar og leit á klukkuna, sem hékk á veggnum, andspænig dyrunum. — „Hana vantar tvær mínútur £ átta", sagði hann. Mabel stóð við annan gluggann og horfði út á fljótið. Frú Harm- ston hlaut að hafa gengið fram 1 eldhúsið, því að hún var ekki í stofunni. Þau Berton og Olivia horfðu á Mabel og þögðu. „Ég elska hana og hata hana“, hvíslaði Olivia. „Maby, komdu“, kaliaði hún svo. Mabel kom, vandræðaleg og áhyggjufull á svipinn. Hún fylgd- ist með þeim Berton og Oliviu inn í dagstofuna og spurði hvað þau vildu sér. „Láttu þetta ekkert á þig fá, Maby“, sagði Olivia hughreyst- andi. — „Þetta sem komið hefur fyrir, á ég við. Þú ert svo falleg og góð. Við Berton ætlum að at- huga, hvað við getum gert“. Mabel brosti veiku, dularfullu brosi. „Sumir draumar eru tóm mark leysa. Mig dreymdi einu sinni ski-ítinn draum“. „Mig líka“, sagði Berton. — „Um þig — og ógeðslegu skepnuna hana Ellen“. Þau heyrðu eimpípublástur skipsins. Olivia horfði á Mabel. „Maby, þú ætlar þó eltki að segja okkur, að þú hafir farið inn til hans — vakandi — upp í rúmið til hans?“ SHtttvarpiö Þriðjudugur 21. jauúur: Fastir liðir eins og venjulega. 18,30 Útvarpssagan barnanna: — „Glaðheimakvöld", eftir Ragn- heiði Jónsdóttir; VI. (Höfundur les). 18,55 Framburðarkennsla í dönsku. 19,05 Óperettulög (plöt- ur). 20,20 Stjórnmálaumræður: Um bæjarmál Reykjavíkur. Fyrra kvöld. Ræðutími hvers flokks 35 mínútur í einni umferð. Dagskrár lok um kl. 23,30. GRINDAVÍK Höfum opnað móttöku á fötum að Xungu — Fljót og góð afgreiðsla —- Efnalaug Suðurnesja KEFLAVlK Afgreiðslustúlka Stúlka, ekki yngri en 20 ára og vön verzlunarstörf- um, óskast nú þegar eða um mánaðamót hálfan eða allan daginn. Uppl. í dag kl. 12,30—1,30 (ekki í síma). Herrabúðin Skólavörðustíg 2 M A R K Ú S Eftir Ed Dodd NO, MRS. BLITZ DIDN'T TELL ME WHAT DECKER LOOKED ’V LIKE.i.SHE ONLY SAID Æ SHE HAD TO FIREHIM/ For an hour, mark DOSES FITFULLY...THEN HE SUDDENLY REALIZES DECKER HAS left his SLEEPING BAG I GUESS I DON'T KNOW HIM/ WELL, I'M HITTIN' THE SACK ■WE'LL GET AN EARLY START TOMORROW AND BAG YOUR RAM, I'M SURE / . 1) — Nei, Anna sagði mér ekki, hvernig hann lítur út. Hún sagðist bara hafa orðið að reka hann. — Jæja, líklega þekki ég hann ekki. 2) — Við ættum tafarlaust að fara að sofa. Við verðum að vera snemma á fótum á morgun til að ná í hafurinn. 3) Markús sefur nokkra klukkutíma. Þá vaknar hann við það, að Króka-Refur hefur skrið- ið upp úr svefnpokanum og er að rýna í eitthvað í tunglsljósinu. Fastir liðir eins og venjulega. 12,50—14,00 „Við vinnuna": Tón- leikar af plötum. 18,30 Tal og tón- ar: Þáttur fyrir unga hlustendur (Ingólfur Guðbrandsson náms- stjóri). 18,55 Framburðarkennsla í ensku. 19,05 Óperulög (plötur). 20,15 Stjórnmálaumræður: — Um bæjarmál Reykjavíkur. Síðara kvöld. Ræðutími hvers flokks 45 mínútur í þremur umferðum, 20, 15 og 10 mín. Dagskrárlok laust eftir miðnætti.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.