Morgunblaðið - 21.01.1958, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 21.01.1958, Blaðsíða 19
Þriðjudagur 21. janúar 1958 VORCUNfírAÐlÐ 19 Við „Hreppslioluna“ í Hveragerði. Holan er 60—70 m djúp og fæst úr henni allmikil gufa. Hún er virkjuð til hitaveitunnar. Hverirnir í Hveragerði gefa mikla möguleika til iðnaðar. Rarmsaka efnaiðnaði þarf a i möguleika Hveragerði Fyrir tæpum þrjátiu árum hófst landnám þar Ark> 1929 hófst nýtt landnám í Ölfusi. Þá voru byggð fyrstu húsin í Hveragerði, sem nú er orðið 600 íbúa þorp. ■»— Þá var reist í Hveragerði fyrsta gróður- húsið austanfjalls og sama ár hófst bygging Mjólkurbús Ölfus- inga, sem starfrækt var um 10 ára skeið, en síðan sameinað Mjólkurbúi Flóamanna. Á hverju ári síðan fjölgaði landnemunum. Árið 1946 varð þorpið sjálfstætt hreppsfélag. Þá voru íbúar um 300. Atvinnu höfðu íbúar þorps- ins einkum við garðyrkjuna, og nokkur iðnaður hefur einnig vax ið upp, enda skilyrði til þeirrar atvinnugreinar mjög góð. Auðvitað er það vegna jarð- hitans, sem þorpið hefur byggzt. .— Sú náttúruauðlind er og óvíða til annars staðar í jafnríkum mæli. — Segja má, að enn sem komið er, hafi jarðhitinn naum- ast verið hagnýttur til annars en upphitunar húsa. — Með vax- andi tækni og aukinni iðnþróun skapast miklir möguleikar til stór aukinnar hagnýtingar jarðhitans, einkum til iðnaðar. Rannsóknar- ráð ríkisins hefur nú á undan- förnum árum gert allvíðtækar athuganir á því sviði. Ef stofn sett yrði iðjuver á jarðhitasvæð- um, væri Hveragerði tvímæla- laust bezti staðurinn til þeirra hluta. Að beiðni hreppsnefndarinnar auðvelt er að vinna raforku úr gufunni. Sem flestum mun kunnugt, er Hveragerði eitt mesta jarðhita- svæði á íslandi, og ekkert jarð- hitasvæði er betur í sveit sett, — ef svo mætti að orði komast, — með tilliti til efnaiðnaðar, þar sem þorpið er í þéttbýlasta land- búnaðarhéraði landsins, um 46 km frá Reykjavík, og 22 km eru héðan til næstu hafnar, hinnar ört vaxandi verstöðvar í Þorláks- höfn. Árin 1947—’49 fóru fram á vegum Jarðborunardeildar raf- orkumálastjórnar ríkisins víð- tækar rannsóknir á jarðhita í Hveragerði og nágrenni. Skýrsl- ur þser, sem starfsmenn Jarð- borunard. og Rannsóknarráðs ríkisins hafa samið um þessar rannsóknir veita mikinn fróðleik um jarðhitann á þessu svæði. Um iðnaðarmöguleika, sem jarðhit- inn skapar, hafa þeir samið merk ar skýrslur, Baldur Líndal, B. S., og danski verkfræðingurinn Hal- dor Topsoe: „Hagnýting jarðhita í iðnaði." Þar er fjallað um fjöl- mörg atrði, sem til greina kæmu við hagnýtingu jarðgufunnar í efnaiðnaði, t. d. aluminiumoxid- vinnslu, þaravinnslu og vinnslu á þungu vatni. Um sumarið 1953 dvöldust hér á landi um skeið þrír efnafræð- ingar frá Battelle stofnuninni í athuga og gefa álit sitt á því, hverjir möguleikar væru fyrir því að nýta hverahita og vatns- afl landsins í enn ríkari mæli en í Hveragerði fluttu þingmenn i Ohio, Bandaríkjunum, til þess að Árnesinga á síðasta Alþingi til- | athuga og gefa álit sitt lögu til þingsályktunar um að fela ríkisstjórninni að láta rann- saka möguleika á efnaiðnaði í Hveragerði. Tillagan var ekki af- greidd á síðasta þingi og því flutt að nýju nú, á yfirstandandi þingi. Tillögunni fylgdi svohljóðandi greinargerð frá oddvita hrepps- ins: „Næst vatnsorkunni er jarð- hitinn stærsta auðlind fslands. Enn er þessi auðlind ekki nýtt, nema að litlu leyti. Með borun- um og betri nýtingu hitans skap- ast möguleikar á mikilli eflingu íslenzks atvinnulífs. Margir telja, að í framtíðinni verði iðnaðurinn helzti atvrnnu- vegur landsmanna. Fólksfjölgun er mikil og vaxandi. Árið 1955 fjölgaði landsmönn- um um rúml. 3.400, eða 21,7 af þús. Undanfarna áratugi hefur iðnaðurinn tekið við fólksfjölgun inni. Verður þróunin og án efa sú í framtíðinni. Vegna þess, hve landið er snautt af hráefnum, yrði fyrst og fremst um efnaiðnað að ræða. Þar yrði jarðhitinn stærsti orku- gjafinn. f hveravatni, gufu og hveraleir eru fjölmörg efni, sem orðið gætu undirstaða efnaiðnað ar. í annan stað má benda á, að þeirra verið tekin til allnákvæmr ar rannsóknar, með nýtingu guf- unnar í iðnaði fyrir augum. Er gert ráð fyrir, að gufuhverir þeir, sem hér um ræðir, séu svipaðrar tegundar og á Ítalíu, mun afl þeirra haldast óbreytt í margar tugþúsundir ára.“ í skýrslunni eru talin upp helztu efni sem fundizt hafa hér á landi og líkleg eru til þess að geta komið til greina sem hrá- efni, a. m. k. að nokkru leyti, við ýmiss konar efnaframleiðslu. T.d. þungt vatn, brennisteinn, klór og þari, og er tekið fram, að nýjar uppfinningar og framfarir ó sviði efnaiðnaðar hafi skapað mikla möguleika til margvíslegrar fram leiðslu úr þara. Nú nýlega hefur Baldur Líndal, verkfr., lokið við að semja rit- gerð um þaravinnslu, og Rann- sóknarráð ríkisins gerir einmitt ráð fyrir, að slíkri verksmiðju verði valinn staður í Hveragerði, og á B. L. nú bréfaskipti við Battelle stofnunina varðandi þaravinnslu hér á landi. Rannsókn og hagnýting ísl. náttúruauðæfa hefur oft verið rædd á Alþingi hin síðari ár, og um þau mál hefur þingið gert merkar ályktanir. Snemma árs 1953 voru samþ. á Alþingi tvær ályktanir um þetta efni. í annarri ályktuninni var ríkisstj. falið að láta hraða sem mest rann- sókn á því, hvernig jarðhiti yrði sem bezt hagnýttur, m. a. til orkuframleiðslu og iðnaðar og að láta gera áætlanir um hagnýtingu jarðhitans á sem flestum stöðurn á landinu ög undirbúa löggjöf um hagnýtingu þessarar auðlindar. Tveimur árum síðar kaus Al- Einbjörn Þórðarson frá Sfraumfjarðar- fungu HINN 13. nóvember andaðist í sjúkrahúsinu i Stykkishólmi Ein- björn Þórðarson frá Straum- fjarðartungu í Miklaholtshreppi, eftir erfiða sjúkdómsþraut. Hann var fæddur að Álftártungu á Mýr um 16. apríl 1887 og ólst þar upp til 8 ára aldurs og flutti þá með foreldrum sínum vestur að Borg- arholti í Miklaholtshreppi og þar dvaldi hann unz hann kvæntist árið 1916 eftirlifandi konu sinni Ragnheiði Kristjánsdóttur frá Ytra-Lágafelli og byrjuðu bú- skap að Elliða í Staðarsveit í sambýli við Pál bróður Einbjarn ar. Þar bjuggu þau í 5 ár en í iBorgarholti í 13 ár. í Straum- 'fjarðartungu, sem Einbjörn var lengst kenndur við bjuggu þau í 21 ár, en brugðu þá búi og fluttust til Stykkishólms árið 1956. Þetta er í stuttu máli saga Einbjarnar. Hann var prúðmenni hið mesta, fáskiptinn um annarra hagi, ötull að hverju sem hann gekk, en það sem einkenndi hann hvað mest var trúmennskan. Hvert það starf sem honum- var falið var í öruggri umsjón. Þann- ig kom hann mér fyrir sjónir. Við hittumst sjaldan svo að hann hefði ekki eitthvert spaugsyrði við hendina og minnugur var hann á þjóðlegan fróðleik og gam an að rifja upp með honum forn- ar minningar. Sjúkdómskross sinn bar hann af þeim styrk sem honum var í æsku gefinn, enda var hann ákveðinn trúmaður og sagði hann mér og fór ekkert dult með hvert hann hefði um árin sótt sinn styrk. Hann var aldrei neinn auð maður á veraldar vísu, en gest- risni þeirra hjóna var viðbrugðið. Á heimili þeirra voru allir vel- komnir og þeim tekið tveim hörtd um. Þau hjón áttu tvö börn, Vigdísi húsfreyju á Rauðamel í Eyjar- hreppi og Alexander, sem búsett- ur er í Reykjavík. Með Einbirni er borfinn yfir móðuna miklu, góður drengur, sem margir sakna, en um leið eiga góðar minningar um. Hann vildi ekki vamm sitt vita í neinu. Eiginkonu hans berast margar samúðai'kveðjur. Blessuð sé minning Einbjarnar Þórðarsonar. Á. H. Kennsla ÞÝZKUKENNSLA handa byrj- endum og skólafólki og þeim, sem ætla að rif ja upp og bæta við skóla verkefnin. — Talþjálfun, stílar, glósur, þýðingar, verzlunarbréf o. fl. — Dr. Ottó Arnaldur Magnús- son (áður Weg), Grettisgötu 44A. Sími 15082. Vordinborg húsmæðraskóli ca. 1% st. ferð frá Kaupmanna- höfn. Nýtt námskeið byrjar 4. maí. Barnameðferð, kjólasaumur, vefnaður og nandavinna. Skóla- skrá send. Shni 275. Valborg Olsen Samkomur K. F. U. K. — Ad. Saumafundur í kvöld kl. 8,30. Efni: Hver er náungi minn? Kvik- mynd og kaffi. Allar konur vel- komnar. — Stjórnin. hingað til hefur verið gert, eink- j Þingi sjö manna milliþinganefnd um með tilliti til aukins efna- ^il gera tillögur um eflingu iðnaðar. Að lokinni heimsókn 1 núverandi atvinnugreina til fram sinni skiluðu þeir skýrslu, þar leiðslu- og atvinnuaukningar og sem þeir fjalla um niðurstöður af athugunum sinum og viðræð- um við ísl. sérfræðinga. í skýrslunni segir m. a. á þessa leið: „Þörfin fyrir nýjan og auk- inn iðnað á íslandi til þess að veita auknum íbúafjölda atvinnu og greiða fyrir sívaxandi inn- flutningi, sem bætt lífskjör fólks ins hafa í för með sér, hlýtur að vera öllum ljós. Sem betur fer er legu landsins, veðurfari og dugnaði fólksins þann veg farið, að þetta hjálpast allt að til þess að gera mögu- legar víðtækar tæknilegar fram- farir jafnhliða umfangsmikilli útflutningsverzlun, sem byggist á framleiðslu nýrra vörutegunda. Heitt hveravatn er önnur stærsta auðlind landsins, og áætla má, að hverir, sem dreifðir eru milli hér um bil 200 staða víðs vegar um landið geti látið í té vatns- magn, er nemur 112.000 ltr. á mínútu. Vitað er ,um 10 gufu- svæði á íslandi og hafa nokkur Fíludelfía. - Vukningarvika Samkoma hvert kvöld vikunn- ar kl. 8,30. 1 kvöld tala Arnulv Ky- vik og Jóhann Pálsson. Kvartett syngur. Allir velkomnir. I. O. G. T. St. Iþaka Fundur í kvöld. St. Mínerva heimsækir. — Æ.l. Félagslíi Sundfélag Hafnarfjarðar hefur nú byrjað æfingar og verða æfingar á vetri komanda sem hér segir: — Yngri flokkur á mánudögum kl. 7—8 og miðvikud. kl. 7—8. Eldri flokkur á sunnudögum kl. 9 f.h., mánud. kl. 8,15—,9,15 síðd. miðvikud. kl. 8,15—9,15 síðd., og fimmtud. kl. 8,15—9,15 síðdegis. Dýfingar á mánud. kl. 9 síðdegis. Nýir félagsmenn eru ávallt vel- komnir og láti skrá sig á ofan- greindum æfingadögum. Mætið veL — Stjórnin. BEZT AÐ AllGUfSA 1 MORGUmLAÐim hagnýtingar náttúruauðæfa lands ins, og á síðasta þingi var sam- þykkt að láta fara fram rækilega athugun á því, hverjir möguleik- ar eru hér á landi til hagnýtingar kjarnorku og geislavirkra efna í þágu atvinnuveganna. Fyrrnefndar athuganir og áætl anir munu enn vera skammt á veg komnar. Því er það, að þess er hér farið á leit, að málum þessum verði hraðað, sem frek- ast er unnt og framkvæmdir hafn ar hið fyrsta. Þegar til fram- kvæmda kemur, er sjálfsagt, að velja slíkum iðnaði stað í Hvera- gerði. Þorpsbúar hafa þörf fyrir aukna atvinnu, og eins og áður segir, er þorpið á því svæði, að ekki er um ákjósanlegri stað að ræða. Því vænta Hvergerðingar þess, að undirbúningi (þar á með al frekari borunum hér) og at- hugunum verði hraðað svo sem frekast er unnt, og að þeim lokn- um verði framkvæmdir þegar hafnar hér í Hveragerði. Þórscafe ÞRIÐJUDAGUR DAIMSLEIKUR AÐ ÞÓRSCAFÉ í KVÖLD KL. 9 K.K.-SEXTETTINN LEIKUR Söngvari: Ragnar Bjarnason. Sími 2-33-33

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.