Morgunblaðið - 21.01.1958, Blaðsíða 10
10
MORCUN nr AfílÐ
Þriðjudag 21. janúar 1958
Glœsilegm fundur Hvatar um hœjarmál
í Sjálfstœðishús inu í gœrkveldi
Undir forysfu Sjálfstœðismanna hefur
Reykjavík orð/ð að framfarabœ
SJÁLFSTÆÐISKVENNAFÉLAGIÐ HVÖT hélt fund um
bæjarmál ’ Sjálfstæðishúsinu í gærkvöldi. Fundarsókn var
mjög mikil og hvert sæti í húsinu skipað. — Frk. María
Maack setti fundinn og stjórnaði honum. Bauð hún gesti vel-
tomna. Aðalræðuna flutti borgarstjórinn, Gunnar Thorodd-
sen, en síðan fluttu níu félagskonur ávörp. Einkenndist þessi
fundur af sterkum baráttuvilja Sjálfstæðiskvenna við bæjar-
stjórnarkosningarnar næstkomandi sunnudag.
Merkilegt afmæli
Borgarstjóri hóf mál sitt með
því að minnast þess, að nk. föstu-
dag, hinn 24. janúar, er merki-
legt afmæli, því að þann dag eru
liðin 50 ár síðan konur voru fyrst
kosnar í bæjarstjórn í Reykja-
vík. í kosningunum 1908 var mik
ið líf, því að þá voru bornir
fram 18 listar. Einn listinn bar
af — kvennalistinn, enda voru 4
konur þá kosnar í bæjarstjórn.
Síðan hafa dugmiklar og áhuga-
samar konur oftast átt þar sæti
Sjálfstæðisflokkurinn hefur átt
ágæta fuiltrúa í þeim hópi. Á síð-
asta kjörtímabili hefur kona
skipað hið veglega sæti forseta
bæjarstjórnar, og hefur hún
gegnt 'því embætti af einstakri
prýði og myndarskap. Konur
hafa einnig átt sæti í bæjarráði
Reykjavíkur, barnaverndar-
nefnd, framfærslunefnd og svo
mætti lengi telja. Ég vil nota
þetta tækifæri til að þakka þeim
konum, sem starfað hafa að bæj-
armálum. Eftir þær liggur mikið
og merkilegt starf, sagði borgar-
stjóri.
1 þeim bæjarstjórnarkosning-
um, sem nú fara í hönd, eru kon-
ur í öðru og tíunda sæti á lista
Sjálfstæðismanna, frú Auður
Auðuns, forseti bæjarstjórnar, er
í öðru sæti og frú Gróa Péturs-
dóttir í tíunda sæti. Þegar nú eru
liðin 50 ár, síðan konur voru
fyrst kjörnar í bæjarstjórn, er
ástæða til að athuga, hvern sóma
andstöðuflokkarnir sýna kven-
þjóðinni í þessum kosningum.
Niðurstaðan verður sú, að konur
hafa verið færðar neðar á fram-
þoðslistum þeirra miðað við síð-
ustu bæjarstjórnarkósningar. —
Með þessu sýna þeir kvenþjóð-
inni óvirðingu og vantraust.
í>ví er stundum haldið fram,
að konur eigi ekki að skipta sér
af stjórnmálum. Þessari villu-
kenningu var vísað á bug með
stofnun Sjálfstæðiskvennafélags-
ins Hvatar. Síðan hafa fjölmörg
Sjálfstæðiskvennafélög verið
stofnuð viða um land, og oft hafa
þau ráðið úrslitum í bæjarstjórn-
ar- og Alþingiskosningum. Og
það er full ástæða til þess fyrir
konurnar að láta stjórnmálin tii
sín taka, því að hver finnur
meira til þess en konan, ef fjöl-
skyldan býr við húsnæðisleysi
eða atvinnuleysi? Það á því ekki
aðeins að vera áhugamál hennar
að taka þátt í stjórnmálum. Það
er beinlínis skylda hennar.
Næg atvinna
Mestu máli skiptir fyrir heim-
ilin, að atvinna sé hæg, enda hef-
ur það ætíð verið baráttumái
Sjálfstæðismanna að búa vel að
Éuvinnuvegunum. Aðalviðfangs-
efni bæjarstjórnarinnar nú er að
efla atvinnuna, m. a. með því að
skapa góð hafnarskilyrði og fram
leiða næga raforku til iðnaðar-
ins. Reykjavíkurbær hefur nú í
undirbúningi áætlanir um og
rannsóknir á því, hvernig megj
efla ýmsar greinar atvinnulífs-
ins, ef þrengist um aðrar, og er
tilgangurinn að koma í veg fyrir
atvinnuleysi.
Húsnæðis- og lóðamál
Borgarstjóri ræddi því næst
um húsnæðismálin, og hversu
mikill vandi hefði skapazt í þeim
málum vegna hins öra vaxtar
næðisskorturinn verið mjög mik-
ill um skeið, og hefðu komið þar
til gjaldeyrisskortur og fjárfest-
ingarhömlur. Þó hefðu orðið
miklar breytingar til batnaðar,
er Sjálfstæðismenn fengu vinnu
við eigm íbúðir undanþegna
skatti, komu því til leiðar, að
íbúðabyggingar af hæfilegri
stærð voru gefnar frjálsar og
fengu því framgengt eftir kosn-
ingarnar 1953, að lánamálin voru
tekin til endurskoðunar og hús-
næðismálalöggjöfin sett 1955. —
Þetta hefur allt stuðlað að því,
að mikið hefur verið byggt í
Reykjavík á síðustu árum og
íbúðaeigendur í borginni munu
nú vera 13—14 þúsund.
Vék borgarstjóri síðan að út-
hlutun lóða í Reykjavík. Á síð-
asta kjörtímabili var úthlutað
lóðum undir 4000 íbúðir. Ekki
hefir verið h; jt að fullnægja
allri eftirspurn eftir lóðum, því
mikill tæknilegur undirbúmng-
ur þarf að fara á undan lóðaut-
hlutun.
í húsnæðismálunum hafa Sjálf
stæðismenn lagt áherzlu á: 1.
Að örva einstaklingsframtakið
og hjálpa þeim, sem vilja bjarga
sér sjálfir. 2. Að reyna að út-
rýma herskáium og heilsuspill-
andi húsnæði.
„Gula bókin“
Benti borgarstjóri á, að í „Gulu
bókinni“ birtist hugur og stefna
stjórnarflokkanna í húsnæðismál
unum. Samkvæmt henni má eng-
inn selja eða leigja íbúð sína
nema samkvæmt leyfi opinberr-
ar nefndar, sem ákveði söluverð
eða leigu, kaupanda eða leigj-
anda. í „Gulu bókinni" er þriggja
herbergja íbúð „luxusíbúð", ef
hún er stærri en 60 ferm., og
fjögra herbergja íbúð sömuleiðis,
ef hún er stærrl en 80 ferm.
Samkvæmt þessu væru íbúðirn-
ar í Bústaðavegshúsunum og rað-
húsunum „luxusíbúðir". Þetta
ber vott um viðsýni og stórhug
stjórnarflokkanna, sem þykjast
bera hag verkamanna og hinna
fátæku fyrir brjósti. En framar
öllu sýnir það skilningsleysi
þeirra á hugsunarhætti almenn-
ings og vanþekkingu þeirra á
húsnæðismálunum í Reykjavík.
Heilbrigðis-, skóla- og félagsmál
Því næst ræddi borgarstjóri
heilbrigðis-, skóla- og félagsmál,
en þau mál hefðu konurnar ætíð
látið til sín taka. Á síðasta kjör-
tímabili hefði Heilsuverndar-
stöðin tekið til starfa. Á síðasta
ári voru skoðanir þar svo marg-
ar, að það samsvarar þvi, að
hver Reykvíkingur hefði farið
þangað tvisvar. Sífellt ykist þörf-
in fyrir skólahúsnæði vegna
gífurlegra fjölgunar skólaskyldra
barna, og þyrfti að byggja að
meðaltali 25 almennar kennslu-
stofur árlega næstu ár. Hefði
þetta tekizt á síðasta ári. Fyrir
rúmum tveim árum gengust bæj-
aryfirvöldin fyrir stofnun Æsku-
lýðsráðs Reykjavíkur, og má
segja, að þá hafi orðið þáttaskil
í tómstundalífi æskulýðsins í
bænum.
Framtak einstaklinganna
Ætíð má benda á margj, sem
vantar, sagði borgarstjóri. En
Reykj avíkurbæj ar. Hefði hús- sama lögmál gildir um bæjar-
félög og hvert heimili, fram-
kvæmdii'nar verða að miðast við
fjárhag, og það er stefna Sjálf-
stæðismanna, að útsvörin verði
ekki hækkuð á þessu ári. Út-
svarsstiginn er reyndar lægri hér
en í nokkrum öðrum kaupstað
á landinu, einkum fyrir barna-
fjölskyldur, þar sem frádráttur
fyrir börn hefir verið aukinn
mjög.
Stefna Sjálfstæðismanna er að
efla sjálfbjargarviðleitnina og
einstaklingsframtakið, sem er
alltaf sterkasta aflið í þjóðfélag-
inu. Núverandi rikisstjórn reyn-
ir að sækja að Reykjavík og gera
okkur sem erfiðast fyrir. Sem
dæmi má nefna, að á fjárhags-
áætlun bæjarins er gert ráð fyrir
10 millj. kr. til skólabygginga.
Ríkið ætti að leggja sömu fjár-
hæð að mörkum, en ekki hefir
verið hægt að herja út meira en
3 millj. kr. Allt atferli stjórnar-
innar er herferð gegn Reykjavík.
í þeirri baráttu, sem nú stendur
verða allir að gera skyldu sína,
og hver bæjarbúi þarf þar að
gerast lífvörður Reykjavíkur.
Frú Gróa Pétursdóttir hóf mál
sitt á því, að nú væru aðeins 6
dagar, þar til skorið yrði úr því,
hverjir færu með stjórn Reykja-
víkurbæjar á næsta kjörtimabili,
Sjálfstæðismenn eða glundroða-
flokkarnir. „Sjálfstæðismeirihlut
inn hefir sýnt það á undanförn-
um árum, að hann hefir verið
hlutverki sínu vaxinn. Hvarvetna
blasa staðreyndirnar við. Hin
nýju bæjarhverfi rísa upp hvert
af öðru, og reynt er að búa sem
bezt að íbúum þeirra með því
að staðsetja sem næst þeim skóla
og grasvelli, þar sem mæðurnar
geta verið óhultar með börn sín,“
sagði frú Gróa. Einnig minnti
hún á tómstundaheimilin, sem
sett hefðu verið á stofn fyrir at-
beina borgarstjóra og bæjarstjórn
armeirihlutans, og væri það mik-
ið gleðiefni fyrir foreldra að vita
af börnum sínum við tómstunda-
iðju undir handleiðslu ágætra
kennara.
,,Þá verð ég að minnast sér-
staklega á hið nýja fæðingar-
heimili, sem Reykjavíkurbær
mun setja á stofn í húsum sínum
við Eiríks- og Þorfinnsgötu,"
sagði frú Gróa. Aðsókn að fæð-
ingardeild Landsspítalans hefir
verið gífurleg, og þrengslin þar
svo mikil, að til vandræða hefir
horft, en úr þessu myndi nú
verða bætt með hinu nýja heim-
ili.
„Við Sjálfstæðiskonur eigum
auk þess að beita okkur fyrir
því, að byggðar verði á komandi
árum nokkrar íbúðir, þar sem
um væri að ræða eitt herbergi
og lítið eldhús, og verði þessar
íbúðir seldar á leigu fyrir öldruð
hjón og fullorðnar konur, sem
hafa löngun til að bjarga sér í
lengstú lög, en geta hvergi fengið
húsnæði og ekki borgað hina háu
leigu,“ sagði frá Gróa. Væri þetta
mikið mannúðarmál, og Sjálf-
stæðisflokkurinn vill leggja öll-
um góðum málum lið.
Benti frú Gróa á, að andstöðu-
flokkarnir í bæjarstjórn hefðu
ekki sýnt konum mikinn sóma.
Á framboðslistum þeirra væru
allar konur í vonlausum sætum.
Sjálfstæðisflokkurinn einn hefði
konur alltaf í öruggu sæti. Að
síðustu gat frú Gróa þess, að nú
væru liðin 21 ár síðan Sjálfstæð-
iskvennafélagið Hvöt var stofnað
af nokkrum áhugasömum Sjálf-
stæðiskonum, en einmitt þá fengu
Sjálfstæðismenn 9 menn kjörna
í bæjarstjórn. Níundi maður á
listanum þá var núverandi borg-
arstjóri Gunnar Thoroddsen, sem
þá var í fyrsta sinn í kjöri. Hann
hefir nú verið í bæjarstjórn í 21
ár og borgarstjóri sl. 11 ár.
Hvatarkonur hafa fullan hug á
að fá aftur a. m. k. 9 menn kjörna
í bæjarstjórn.
Frú Ólöf Benediktsdóttir ræddi
fyrst um þróun Reykjavíkur í
byggingarmálum og hinar miklu
framfarir sem orðið hafa á því
sviði sérstaklega eftir árið 1949.
Það ár fengu Sjálfstæðismenn
á Alþingi samþykkt lög um að
vinna manna við byggingar eigin
húsnæðis skyldi vera skattfrjáls.
Heíði sú lagasetning átt mestan
þátt í því, að fjöldi fólks hefði
getað komið sér upp ibúðum, sem
alls ekki hefði getað það að öðr-
um kosti. En það er því miður
ekki nóg, að geta unnið sjálfur
að sinni íbúð, og fáir eru svo
efnum búnir að þeir geti af eigin
rammleik komið sér upp íbúðum
jafnvel þó þeir vinni að miklu
leyti að henni sjálfir, sagði frú
Ólöf. Því var það, að ríkisstjórn
Ólafs Thors beitti sér 1953 fyrir
stofnun veðlánakerfis og úr því
voru lánaðar 220—30 milljónir
króna á tveim árum. En þegar
í’íkisstjórn Hermanns Jónassonar
tók við, var að mestu leyti tekið
fyrir þessi lán og þess vegna er
það að margir sem höfðu sett
traust sitt á þau og byrjaðir
voru að byggja eru nú í vand-
ræðum með að ljúka við hús síri.
Fátt hefur sett meiri svip á bæinn
sl. ár en þessar byggingar og
ekkert er andstæðingunum jafn
mikill þyrnir í augum.
Við Sjálfstæðiskonur gerum
kröfu til þess að einstaklings-
framtakið íái að njóta sín, sagði
frú Ólöf, að eignarrétturinn sé
virtur og að ekki sé komið á nýj-
um óþarfa höftum. Við höldum
áfram að gera kröfur til að upp
rísi ný sjúkrahús, ný íbúðahús,
nýir skólar, nýir barnaleikvellir
og ný íbúðahverfi, þar sem
frjálst og ánægt fólk getur búið
og unnið gott og nytsamlegt starf
í þágu lands og þjóðar.
Helga Þorgilsdóttir, yfirkenn-
ari, ræddi um þátt kvennanna í
hinni stjórnmálalegu baráttu. —
Hún sagði m. a.: Þótt heimilið sé
fyrst og fremst starfssvið kon-
unnar, þarf hún þó, og á, að
leggja lóð sitt á metaskálar þjóð-
málanna. Þetta hafa gert og gera
margar ágætar konur . og fer
þeim fjölgandi.
Áhrifa þeirra gætir æ meira og
Ijóst dæmi um það er Sjálfstæðis
kvennafélagið Hvöt, enda er þvi
stjórnað af skörulegum og dug-
miklum konum. Á það félag áreið
anlega sinn góða þátt í því að
bærinn okkar hefur haft fram-
sýnan umbótaflokk í meirihluta
í bæjarstjórn undanfarin ár, og
svo vonum við að verði fram-
vegis. Um það er nú baráttan
framundan.
Um skólamál sagði Helga:
Sannleikurinn í skólamálunum
er sá, að fullyrða má að hingað
til hafi ekkert barn hér í bæn-
um orðið af skólagöngu sökum
húsnæðisskorts skólanna. Enn-
fremur sagði Helga: Nú er þegar
ráðin mikil bót á skólamálunum,
þar sem nýir skólar hafa verið
teknir i notkun og von er á fleir-
um. Taldi hún skólamálunum vel
borgið í höndum borgarstjórans.
Ég hef þá trú, sagði Helga Þor-
gilsdóttir að lokum, að ef hver
gerir skyldu sína við þessar
kosningar þá geti Sjálfstæðis-
flokkurinn myndað meirihluta-
stjórn sem áður og farið með
málefni bæjarins á komandi ár-
um.
Við vitum um hvað er kosið
Ragnhildur Helgadóltir, alþm.,
sagði m. a.:
Þegar við göngum að kjörborð-
inu til að kjósa bæjarstjórn í
Reykjavík, spyrjum við, hvaða
flokki sé bezt trúandi til að fara
með stjórn bæjarmálefna Reyk-
víkingum til mestrar hagsældar
og heilla.
Hver hefur gert það, sem gert
hefur verið? Er nokkur líklegri
til að gera jafnvel eða betur?
Verk bæjarstjórnarinnar blasa
víða við. Við vitum því, að mik-
ils góðs má vænta frá öflugum
meirihluta Sjálfstæðismanna l
bæjarstjórn.
Frá ríkisstjórninni höfum við
hins vegar nokkra hugmynd um
það, sem vænta má af þeim ó-
samlyndu flokkum öðrum sem nú
biðja um fylgi til að taka í sínar
hendur stjórn bæjarmálanna. —
Það mætti lengi telja loforð og
svik ríkisstjórnarinnar. Þau sýna,
hvernig flokkarnir, sem að henni
standa, virða það, j-'em þeir sjálfir
segja fyrir kosningar. Það ma
líka nefna mörg dæmi um lítils-
virðingu þeirra á frelsi og eignar-
rétti einstaklinga og um beinan
fjandskap við Reykjavík. Það
sýnir, við hverju má búast að
því er varðar hagsmunamál höf-
uðstaðarins og þær hugsjónir,
sem hafðar hafa verið að leiðar-
Ijósi í hinni framsæknu stjórn
borgarinnar hingað til.
Reykvískar konur munu kjósa
þann flokk til forystu, sem hefur
búið börnum þeiíra þroskavæn-
leg skilyrði við starf og leik, eflt
heilsuvernd þeirra og bætt holl-
ustuhætti og húsakost í borginni.
Reykvískar konur munu kjósa
þann flokk, sem einn hefur full-
trúa þeirra í öruggu sæti á lista
sínum — konu, sem um margra
ára skeið hefur verið í forsæti í
bæjarstjórn ReykjavíkUr og
gegnt þeim starfa með þeirri
prýði, að reykvískum konum og
bæjarbúum yfirleitt er sómi að.
1 10. sæti listans er önnur kona,
sem tekið hefur mikinn þátt i
bæjarstjórnarstörfum með al-
kunnum dugnaði.
Reykvískar konur munu með
atkvæði sínu fella þungan dóm
yfir þeirri ríkisstjórn, sem er illa
að völdum komin, hefur illa
haldið orð sín, stjórnar illa landi
sinu og hefur margsinnis sýnt
illan hug til borgar okkar.
Reykvískar konur vilja frjáls-
huga, stórhuga og einhugá stjórn
og kjósa því lista Sjálfstæðis-
flokksins, D-listann, á sunnudag-
inn kemur.
Frú Helga Marteinsdótlir ræddi
um útsvörin og skattamálin í
Reykjavík. Kom hún víða við og
veik meðal annars að því, að hún
teldi þeim peningum vel varið sem
Reykvíkingar greiddu til bæjar-
ins. Hefðu Sjálfstæðismenn varið
þeim vel og til gagnlegra fram-
kvæmda. Menn fengju þá ríkulega
greidda aftur í auknum þægindum
og framförum bæjarins. Kvað frú
Helga Reykvíkinga mega fagna
því að hafa átt hvern borgarstjór-
ann öðrum betri og allir hefðu
þeir séð málum bæjarins vel borg-
ið. Kvaðst hún að lokum vona,
að Sjálfstæðismenn yrðu æfinlega
við völd í Reykjavík, enda yrði
það bænum heilladrýgst. Við skul-
um stíga á stokk og strengja þess
heit, sagði frú Helga, að tryggja
Sjálfstæðisflokknum glæsilegan
sigur í bæjarstjórnarkosningunum
og koma 10 mönnum í bæjar-
stjórn. Þá á Sjálfstæðisflokkurinn
tvær konur í bæjarstjórninni.
Frú Guðrún Guðlaugsdóttir
ræddi einkum um svik og blekk-
ingar þeirra flokka, sem nú sitja
í ríkisstjórn. Þessir flokkar væru
nú óðfúsir að taka einnig að sér
stjórn Reykjavíkurbæjar. Drap
frú Guðrún því næst nokkuð á
feril þessara flokka undanfarið,
og svik þeirra við kjósendur eft-
ir síðustu Alþingiskosningar.
Alþýðuflokkurinn með Gylfa í
fararbroddi virtist kunna vel við
sig í faðmlögum við kommúnista
og Framsókn og virtist ekki taka
Frh. á bls. 15.