Morgunblaðið - 21.01.1958, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 21.01.1958, Blaðsíða 17
Þriðjudagur 21. janúar 1958 MORCTnvnr. 4 ÐIÐ 17 orðnar dýrar og með hvaða kjör um reikningsvinnan sé urmin Jón Árnason taldi það fyrirsjáan- legt, að framkvæmdirnar væru þegar orðnar mikið á eftir áætl- un, og vafasamt væri, hvort mal- arundirlagið undir kerinu sem verið var að vinna að væri nægj- anlegt. Á fundi 5. des. 1956 komu Sjálf stæðismenn enn fram með tillögu um verulegar umbætur á höfn- inni fyrr trillubátaeigendur, bæði til öryggis og afgreiðsluskil yrða fyrir flotann, eins og það er orðað í tillögunni. Ekki hefur kostnaðurinn við þær umbætur hækkað byggingarkostnað hafn- arinnar. En á næsta bæjarstjórnar fundi hinn 20. des. 1956 kom Guðmundur Sveinbjörnsson með þessa furðulegu tillögu sem átti að vera mótleikur, samþ. með 5 atkv. þrífótamanna. „Með því í fyrra var samþykkt tillaga í bæjarstjórn um sama efni, og ráðgert er, að umsvifa- miklar hafnarframkvæmdir standi yfir allt næsta sumar, þá telur bæjarstjórnin ekki ástæðu til að gera frekari sambyKktir nú og samþykkir að vísa til- lögunni frá“. Á fundi 24. janúar 1957 voru hafnarmálin enn rædd og kom þá enn einu sinni fram hin furðu- legasta tillaga frá Guðmundi Bveinbjörnssyni, en hún var þessi: „Að hann vildi láta rann- saka hvort ekki væri ráðlegt að láta annað B-kerið vera kyrrt við endann á bátabryggjunni og lækka það (takið eftir lækka það) í sömu hæð og hún er“ (þ.e. bryggjan). Ennfremur hvort ekki sé hægt að komast af með styttra ker framan við annað B-kerið í hafnargarðinum". Bæjarstjórinn tók þá til máls, og taldi sig and- vígan tillögum Guðmundar. Guð mundur undi lítt andmælum bæj arstjórans, en um það segir svo í fundargerðinni: „Guðmundi Sveinbjörnssyni fannst sjálfsagt að láta athuga þetta, ef það skyldi eitthvað sparast við þá athugun og flýtt fyrir verkinu“. Ekkert af þessu þarf skýringar við. Þegar fyrstu samningarr.ir voru gerðir við Þjóðverjana vildu Sjálfstæðismenn freista þess að gera heildarsamning við þá einnig um bátabryggjuna. Daníel var algerlega á móti þessu, en líklega hafa þó einhverjir þrífótarmanna haft hug á að þetta væri athíigað. Hinn 29. marz 1957 kemur svo til umræðu til- boð Þjóðverjanna um fram- kvæmdirnar á komandi sumri. Gerði bæjarstjóri grein fyrir þessu, einnig álitsgjörð Magnús- ar Konráðssonar verkfræðings. Þarna kom það mjög greiniiega í ljós, að hér var um geysilega hækkun að ræða. Ekki aðeins frá því sem samið var um ákvæðis- vinnu, heldur og einnig gagn- vart álagi á það sem unnið var eftir reikningi. Um hækkaða vexti og hátt aukagjald fyrir pen- ingaútvegun. Ólafur B. Björnsson tók fyrst- ur til máls „og lýsti vonbrigðum sínum yfir tilboði Þjóðverjanna, samhliða því sem hann óskaði að eftirfarandi bókun yrði gerð“: Enda verði samhliða á komandi sumri byggður sá hiuti báta- bryggjunnar er fylli skarð þess kers sem fleytt verður fram, eða þessum fundi: Taldi hann fjar- stæðu að ganga að lánsskilyrð- um Þjóðverja". Þorgeir Jósefsson vildi einnig láta taka efra kerið, að láta full- gerða kerið vera bátunum til varnar við bátabryggjuna. Hinn 12. apríl 1957 eru tilboðin enn til umræðu á bæjarstjórnar- fundi. Á honum lögðu fulltrúar Sjálfstæðismanna fram eftirfar- andi tillögu og greinargerð gagn- vart hafnargerðinni sumarið 1957: Tillaga Eftir að hafa athugað tillögur hr. Vollands um áframhaldandi framkvæmdir í Akraneshöfn ^ leggjum við undirritaðir til, að j framkvæmdum verði hagað samkv. tillögu II. þannig: I. a. Að taka upp ker H4 og setja það niður fyrir framan hafn argarðinn og byggja það þar upp. b. Að sem allra fyrst verði byrjað á byggingu bátabryggj- unnar, og hún framl. um a.m.k. 48 m. Nánar verði athugað hvort olnboginn samkv. tillögunni verði byggður í ár, eða byggt verði í bilið milli bryggjuendans og kers ins á annan hátt en gert er ráð fyrir í uppdrættinum. Akranesi 11. apríl 1957. Ólafur B. Björnsson. Jón Árnason. Þorgeir Jósefsson. S. H. Böðvarsson. Þorvaldur Ellert Ásmundsson. Greinargerð Áður en Þjóverjarnir fóru héð- an s.l. haust, höfðu þeir með sér samþykkt bæjarstjórnarinnar, um að þeir gerðu tilboð í að lengja bátabryggjuna um 120 m„ og var lofað, að tilboð í þetta verk, yrði komið í hendur bæjar- stjórnar eigi síðar en 15. janúar 1957. Tilboð þetta kom þó ekki fyrr en um miðjan marzmánuð, eða tveim mán. síðar en gert var ráð fyrir. Eftir athuganir Vitamálaskrif- stofunnar á tilboðinu, telur hún það vera mjög óhagstætt, eða um 30% yfir því verði sem hún áætlar að verkið muni kosta. Hins vegar er það upplýst, að Þjóðverjarnir séu reiðubúnir til að framkvæma verkið i heild eft- ir reikningi. Kemur þá mjög til athugunar, hvort ekki sé rétt að hverfa að því ráði, ef hægt verð- ur að ná við þá sanngjörnum samningum um þóknun U1 þeirra fyrir forstöðu verksins. Tillaga okkar um framkvæmd verksins á komandi'sumri byggist m.a. á eftirfarandi: 1. Að fenginni biturri reynslu um hinn gífurlega kostnað sem því hefur verið samfara, er þurft hefur að færa kerin oftar en einu sinni. Teljum við það þannig óverjandi, vegna áhættu, að efra kerið verði tvífært, en það er ætlunin samkv. till. I. . 2. Ef gengið er út frá kostnað- aráætlun hjá Volland, kemur í ljós, að framkvæmdin samkv. til lögu okkar verður a.m.k. 400 þúsund krónum ódýrari ef miðað er við heildarverkið. (Er þá ekki gert ráð fyrir að nein óhöpp eigi sér stað í sambandi við síðari færslu kersins)." Þessi tillaga var að sjálfsögðu felld með 5:4. Á fundi 22. maí 1957 eru enn annað sem jaí'ngildi því tii skjóls til umræðu samningarnir við og festingar". Jón Árnason sagði, að ekki mætti kasta höndum að fram- kvæmdum í sumar, taldi hann nauðsynlegt að eitthvað kæmi framan við bátabryggjuna til varnar bátunum í höfninni, og vildi hann láta taka efra kcrið og setja það framan við hafnargarð- inn. Þá las hann upp bréf frá Sturlaugi H. Böðvarssyni dags. 29. marz um hættu þá er gætl skapast í höfninni nieð bátanna ef ekki væri farið rétt að með framkvæmdir í höfninni í sumar. Miklar umræður urðu um þetta tilboð Þjóðverjanna sem hér hefur verið tekið upp úr gerðabók bæjarstjórnarinnar í réttri röð eftir gangi málsins eins og hér hefur mátt sjá. Og svarað stærstu og öfgafyllstu ósannind- um bæjarstjórans í „Tímanum" 14. janúar s.l., svo og Alþýðublað inu, verður niðurstaðan á þessa leið: 1. Það var Arnljótm Guðmunds son þáv. bæjarstjóri og Sjálí- stæðismenn, sem þá höfðu meiri hluta í bæjarstjórn, sem 1946 höfðu algera forystu og fram- kvæmd um útvegun og kaup á öllum þeim kerjum sem keypt voru frá Bretlandi. Kostaði það mikla fyrirhöfn og vinnu, m.a. af því hve ínörg önnur lönd sóttu fast eftir að ná kaupurn á þeess- um merkilegu kei'jum, Þá voru m.a. uppi í Bretlandi óskir um að leyfa ekki útflutning þessara kerja og þurfti að njóta aðstoð- ar góðra brezkra manna til þess að útflutningur þeirra gengi fýr- ir sig. 2. Útaf ummælum bæjarstjór- ans varðandi C-kerið í Sements- verksmiðjubryggjunni er rétt að upplýsa, að enn þá er ekki farið að verja neinu fé sérstaklega til endurbóta á kerinu. Járnþilið við enda kersins var sett til þess að komist væri hjá að setja mikla grjótfyllingu við undirstöður kersins, eins og fyrirhugað hafði verið. En það hefði ef til vill torveldað eitthvað innsiglingu í höfnina. Ennfremur til þess að breidd bryggjunnar að framan sé í samræmi við efri hlutann, svo sem áður hafði verið ráð- gert. 3. Það er öfugmæli hjá bæjar- stjóranum, að 'Sjálfstæðismenn hafi gefist upp við hafnarfram- kvæmdirnar 1954. Hann veit það vel blessaður, — þó hanra vilji aldrei viðurkenna þá staðreynd, — að þrífótarmenn — en ekki Sjálistæðismenn — höfðu rneiri- hlutavaldið í bæjarstjórn 1950— 1954, eins og þeir hafa enn. Hann ætti því að beina geiri sínum til smna manna. Það er heldur ekki alveg rétt hjá bæjarstjóranum að ekkert hafi verið gert á fyrra þrífótar- tímabilinu 1950—1954. Því að þegar þrífóturinn gafst upp, og bað minnihlutaflokkinn — Sjálf- stæðismenn — að halda í hendina á sér, var þó þetta gert: Þá var þetta unnið að byggingu Saments verksmiðj ugarðsins: C-kerið flutt sunnan úr Elliða- árvogi, byggt undir það og því komið þar fyrir í fulin hæð. Fjórum litlum kerum sökkt, eft ir að gengið hafði verið frá und- rstöðum. Ennfremur var þá að mestu leyti byggður sá hluti Sements- verksmiðjugarðsins sem er úr grjótfyllingu. 4. I Tímaskrifum sínum segir Daníel, að Ólafur Thors hafi van rækt í tvo mánuði að samþykkja framkvæmdina í hafnarmálun- um. (Það var þá heldur en ekki syndsamlegur dráttur, en sem auðvitað hefur verið óhjákvæmi- legur), sbr. það sem fyrr seg- ir. En meira að segja þessi staðhæfing bæjarstjórans fer al- gerlega í bága við hans eigin upp lýsingar í fundargerð bæjarstjórn ar frá 27. ágúst 1955, sem vitnað er í hér að framan, þar sem Daníel sagðist vera bjartsýnn á framgang málsins, liann hefði ávallt mætt velvilja og skilningi hinna opinberu aðila. „Þar er Ól- afur Thors ekki undanskilinn“ en hann var þá enn forsætis- og sjávarútvegsmálaráðherra. Auk þess sem hér hefur nú verið sagt í stuttu máli, er það fullsannað: 5. Þrífótarmenn hafa svikið samþykktir bæjarstjórnarinnar með þvi að koma aðeins einu keri framan við hafnargarðinn i stað tveggja sem ákveðið var og tekið upp í greiðslusamning við Þjóðverjanna svo sem sjá má hér að framan. 6. Að það var fyrir harðfylgi Sjálf stæðismanna að ákveðið var að byggja þegar, framhald báta- bryggjunnar og fæia innra kerið frá enda bryggjunnar til þess að þetta væri hægt. 7. Þrátt fyrir, þótt Sjálfstæðis- menn bentu á nauðsyn ítrustu varygðar við endanlega samn- ingagerð um svo mikilsverð verk við erlenda aðila, hafa vafalaust mistök átt sér stað í sambandi við þessa samninga. 8. Mistökin í sambandi við framkvæmdina sumarið 1956 voru mikið áfall og hafa kostað bæinn margar milljónir króna. 9. Það má vafalaust telja til mistaka, að brenna burt tvær sverar H-bitaraðir úr járni, sem voru eftir keiúnu endilöngu. Hef- ur það vafalaust minkað styrk- leika kersins. Má nú ef til vill til þess rekja, hvernig kerið sprakk í marga hluta fyrir fáum dögum. 10. Meðan þessu hefur farið fram, og sérstaklega meðan glím- an við kerið stóð 1956, var mikil möl borin ofan í innri-höfnina, en þetta hefur grynnkað hana verulega. Fyrir þetta hafa þar nú flot miklu færri báta og minni en áður. En auk þessa, sem mjög er mikilvægt, veldur þetta miklu meiri óróa í höfninni, en áður. Akranesi 19. janúar 1958 Ól. B. Björnsson, Jón Árnason, Þorgeir Jósefsson, Guðm. E. Guðjónsson. Kópa- vogur KOSNINGA SKRIFSTOFA Sjálf- stæðisflokksins í Kópavogi er að Melgerði 1. Opin frá kl. 10 tU 1» daglega. Símar: 19708 og 10248. Stuðningsmenn D-listans í Kópavogi. Hafið samband við skrifstofuna. Þjóðverjanna. Og létu Sjálfstæð- ismenn þá bóka langa greinar- gerð gagnvart þessum óhagstæðu samningum og erfiðum viðskipt- um við Þjóðverjanna. Hinn 19. júlí skýrir bæjarstjóri enn íi'á þeim samningum sem fáanlegir séu við Þjóðverjanna. í fundar- gerðinni stendur svo: „Til máls tóku: Þeir Þorgeir Jósefsson, Jón Árnason, Ólafur B. Björnsson, Sigurður Guðmundsson og Guðm. Kr. Ólafsson. Vru allir ræðumenn sammála um það, að lánið væri dýrt en þar sem ekki væri í önn- ur hús að vcnda og framkvæmd- ir hafnarinnar aðkallandi, yrði flestum mun hafa ofboðið, meira! ekki komizt hjá því að taka það, að segja a.m.k. einum þrífótar-j svo umræddum áfanga yrði lok- manna, því að urá það segir Guð- j ið fljótlega". mundur Sveinbjörnsson svo á i Ef dregið er saman, það sem Sunhit Aefti Scgfcð Þær eru komnar. Ný uppskera. Heimsins þekktasta ávaxtategund. Sætar saíaríkar. Kaupið Sunkist til sælgætis og matar. Af ávöxtunum skuluð þér þekkja þá. f£ííífí

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.