Morgunblaðið - 21.01.1958, Blaðsíða 13
Þriðjudagur 21. janúar 1958
MORCTJNBLAÐIÐ
1S
Ég er mjög hamingjusamur maður
og ánægður með nýja húsiðokkar
segir Sveinn ÞormóBsson, sem er
fluttur ásamt fjölskyldu sinni
i nýtt raðhús
EINN r'erkasti áfangi, sem náðst
hefur í húsnæðisrnálum Reykja-
víkurbæjar, er bygging raðhús-
anna svonefndu, sem standa við
Réttarholtsveg, Ásgarð og Tungu
veg. Þar hafa nú verið reist 144
raðhús með jafnmörgum íbúðurn,
og hafa þær einkum • verið ætl-
aðar fólki, sem búið hefur í
heilsuspillandi húsnæði. Mikil
ið. Við biðjum Svein að segja
okkur dálítið frá raðhúsahverf-
inu og allri tilhögun þar. Hon-
um segist svo frá:
— Þarna eru 144 íbúðir og er
flutt inn í margar þeirra, en aðr-
ar eru eigendurnir að fullgera
eftir því sem fjármagn leyfir,
því að þeir hafa allir keypt
íbúðirnar fokheldar. Á efri hæð-
áherzla hefur verið lögð á það, *nrn eru 3 herbergi og bað, en
undanfarin ár, að byggja yfir
það fólk sem búið hefir í heilsu-
spillandi húsnæði og á næsta ári
verður búið að byggja íbúðarhús-
næði á vegum bæjarins fyrir
hverjar 3 af 5 fjölskyldum, er
bjuggu í herskálum við síðustu
kosningar.
Nú er unnið að því að gera
endanlega uppdrætti að nýjum
fjölbýlis- og raðhúsum, sem reisa
á við Elliðavog. Er þar gert ráð
fyrir 220 íbúðum. Er vonazt til
þess, að hægt verði að hefja
framkvæmdir við byggingar
þarna á vori komanda.
Segja má með sanni, að Reykja
vík sé að verða nýtízkuborg með
fjölmörgum nýjum hverfum,
sem skipulögð hafa verið af
kunnáttumönnum, glæsilegum og
þægilegum íbúðum og fögru um-
hverfi. Eitt þessara hverfa er við
Réttarholtsveg eins og fyrr seg-
ir. Mörg húsanna þar hafa verið
fullgerð og hinir nýju eig-
endur þeirra flutt inn í
þau ásamt fjölskyldunj sínum.
Morðunblaðið hefur snúið sér til
eins þeirra, og spurt hann und-
an og ofan um hin nýju húsa-
kynni. Það er Sveinn Þormóðs-
son, bílstjóri, sem býr að Ás-
garði 7, ásamt konu sinni og 5
börnum þeirra hjóna, hið elzta
er 14 ára. Sveinn er 31 árs að
aldri, hinn mesti dugnaðarmað-
ur, hefur unnið margvísleg störf
í þágu þjóðfélagsins, en undan-
farin 7 ár hefur hann ekið sín-
um eigin sendibíl. Ég byrjaði
að búa 17 ára, segir hann við
blaðamann Morgunblaðsins, við
bjuggum 14 ár samfellt í herskál-
um, eða þangað til við fluttum
í nýju íbúðina í marz í fyrra.
Þó að erfitt hafi verið að búa í
bröggunum, hefur þetta alltaf
gengið vel og ég hef haft nóg að
gera. Við lítum glöð og ánægð
fram á veginn. Nú er nýtt ’íf að
byrja fyrir okkur, því að þetta
er í fyrsta skipti, sem við eign-
unist almennilegt þak yfir höfuð-
á neðri hæðinni góð stofa, eld-
hús og borðkrókur. í kjallara
eru þvottahús, þurrkherbergi og
geymslur. Þetta eru ágætisíbúð-
ir, skemmtilega innréttaðar .j
hinar þægilegustu. Eins og ég
sagði áðan, eru 3 herbergi uppi,
þau notum við fyrir svefnher-
bergi og barnaherbergi. Þau eru
öll rúmgóð, að minnsta kosti eru
þau nægilega stór fyrir okkur
og stofan niðri er bæði björt og
sólrík og vel stór. Hún snýr auð-
vitað á móti suðri og sjáum við
Fossvoginn blasa við okkur. Hér
anlega verður ræktaður upp á
sumri komanda. Hann er frekar
lítill, en þó hlökkum við til að
eyða fristundunum í honum í
góðu veðri. í eldhúsinu er borð-
krókur og þar geta með góðu
móti setið til borðs 7 manns.
Þarna höfum við heitt og kalt
vatn, meira að segja njótum við
þeirra þæginda að hafa hitaveitu
og sérstakt ketilhús til vara, ef
hitaveitan nægir ekki. Annars
hefur hún reynzt alveg prýði-
lega hjá okkur frá upphafi, eða
frá því við fluttum í íbúðina 13.
marz 1957. Við höfum alltaf haft
ágætan hita og eru það mikil
viðbrigði frá þvi, sem áður var,
því að við bjuggum í gömlum
og hrörlegum bragga í Kamp
Knox. Þar var yfirleitt mjög kalt
og mikill raki, ef þannig viðraði,
enda má segja að heilsufar fjöl-
skyldunnar hafi breytzt mjög til
batnaðar, eftir að við fluttumst í
hin nýju húsakynni. í herskálun-
um voru börnin til dærnis iðu-
lega með kvef á veturna og ýmsa
kvilla aðra. Nú hefur þeim
aldrei verið misdægurt siðan við
fluttum í nýju núsakynnin, ja,
nema hvað þau hafa fengið Asíu-
Eldhúsin í raðhúsunum eru hin fullkomnustu. f þeim er borð-
krókur, sem sést ekki á myndinni. — Húsfreyjan að Ásgarði 7
segist vera mjög ánægð með eldliúsið, já og alla íbúöina,
bætti hún við.
lélegt húsnæði varpar skugga á
heimilislifið í heild. Það er erfitt
Sveilkn ÞoiilloUðouíi Og ijunxvjiuu Uuua 1 aluiumii að Áagaiói 7.
er gaman að vera á sumrin og
fagurt útsýni. Úr stofunni er
gengið út í garðinn, sem vænt-
.linírin á heimihiiU í herbcrgi sinu.
inflúenzuna, eins og flestir aðr-
ir hér í bæ. Annars höfum við
búið í þremur bröggum frá því
við hjórt hófum búskap og alltaf
líkað jafnilla, en ekki haft bol-
magn til þess að koma okkur
upp neinu betra húsnæði fyrr
en nú, er Reykjavíkurbær stuðl-
aði að því að gera okkur það
kleift að kaupa nýtízkuíbúð. Ég
get ekki betur sýnt mönnum
fram á, hvílík þjóðfélagsleg nauð
syn er að útrýma herskálunum
en með því að lýsa með nokkr-
um orðum veikindum dóttur
okkar. Hún varð fyrir því óláni
að fá nýrnabólgu, og álitu lækn-
ar að, hún ætti rætur að rekja
til kuidans og rakans í herskál-
unum, en síðan hún kom í gott
húsnæði hefur hún ekki kennt
sér meins. Það má því segja með
sanni, að herskálarnir séu heilsu-
spillandi íbúðir og nauðsynlegt
að útrýma þeim hið fyrsta.
Reykjavíkurbær hefur stuðlað
markvisst að því að útrýma
þeim og með raðhúsunum var
stiglð stórt skref í rétta átt.
Það er skoðun mín, að ekki megi
slá slöku við þetta starf, því að
markmiðið hlýtur að vera: út-
rýming herskálanna.
— Þó að við höfum alltaf ver-
ið hamingjusöm ®g samhent, er
því ekki að leyna, að við höfum
eins og aðrir fundið til þess að
að halda herskálunum hreinum
og þokkalegum, og vill það oft
verða svo, að hið drungalega og
ljóta umhverfi hefur skaðleg
áhrif á sálarlíf barnanna, og
jafnvel fullorðinna líka.
Það er hægt að sjá, heldur
Sveinn áfrarfi, að nýju raðhúsin
eru mikilvægt framlag til út-
rýmingar heilsuspillandi hús-
næðis í Reykjavík, ef þess er
minnst, að þorri íbúa þeirra eru
fyrrverandi herskálabúar. Ef
Sjálfstæðismenn fá tækifæri til
að stuðla að lausn þessa vanda-
máls áfram, er ég sannfærður
um, að ekki líði mörg ár, þar til
þeim hefur tekizt að útrýma öll-
um herskálum í borginni okkar.
Þetta er erfitt verk viðureignar,
en ég hygg að bezta og ef til vill
eina leiðin í þessum efnurn sé
sú, sem farin hefur verið, það
er- að se^ja, að bær og einstak-
lingar taki höndum saman og
leiði þetta mál til lykta.
— Staðsetning húsanna er
prýðileg. Barna- og gagnfræða-
skóli eru á næstu grösum og verzl
unarhús verða reist í miðju
hverfinu og jafnframt verður þar
gerður rúmgóður barnaleikvöll-
ur. Þá má geta þess, að hver
íbúð er algerlega út af fyrir sig,
eins og um einbýlishús væri að
ræða, og er það ekki lítill kost-
ur.
— Var þetta ekki talsvert
erfitt, að koma upp þessu nýja
húsnæði ykkar?
— Jú, auðvitað var það erfitt,
því að menn þurfa að geta unn-
ið sjálfir að innréttingu íbúð-
anna. En það er skemmtilegt að
vita til þess, að maður hafi sjálf-
ur unnið að sínu eigin heimili,
lagt grundvöll þess og mótað það
frá upphafi. Hugsunin um það
dregur úr erfiðleikunum. Reykja-
víkurbær og ríki lána verð hús-
anna fokheldra til 50 ára en úr
hinu verða menn að ráða fram
úr sjálfir. Við eigum að fá 70
Framh. á bls. 15.
oyinriiir eru báðir mjög ánægðir m-o jiit herbergi.