Morgunblaðið - 21.01.1958, Blaðsíða 11
Þriðjudag 21. janúar 1958
MORGVW BLAÐIÐ
11
Frækilegt björgunarafrek
tveggja feðga í Grímsey
Frásögn Einars Einars-
sonar smiös þar
Einar Einarsson smiður í
Grímsey, hefur skrifaff frá-
sögn þcssa fyrir Mbl., af
því er skipverjum á m.s.
Bergfoss frá Siglufirffi, var
bjargaff, er skipiff fórst þar
viff eyjuna í september-
mánuffi síðastliffnum.
FÁ SKIP munu hafa strandað á
Grímsey og munu staðhættir ráða
þar mestu um. Bæði er það, að
Grímsey liggur talsvert frá venju
legri siglingaleið og svo hitt, að
grynningar eru engar út frá
eynni og ekki heldur blindsker
né boðar, nema fast uppi við
land. Þar að auki rís eyjan all-
hátt úr sjó (um eða yfir 150
metra) og viti hefur nú verið
þar í mörg ár. Ekki er kunnugt
um nema tvö skip sem strandað
hafa hér og bæði slitnuðu frá
festum og rak á land fyrir vindi
og sjó. Var annað mótorkútter
frá Siglufirði, sem „Hektor" hét
og var með saltfarm til verzlun-
ar Steinólfs E. Geirdal. Kak hann
upp í vestan ofsaveðri, rétt þar
hjá sem nú er höfnin, þriðjudag-
inn 26. marz 1929. Mannbjörg
varð, en skip og farmur ónýttist.
Hitt strandið var mótorskip-
ið „Bergfoss", lika frá Siglufirði,
sem annaðist flutninga og aðra
þjónustu fyrir hafnarmálastjórn-
ina og var í þetta sinn með
grjótfarm, sem fara átti í hafn-
armannvirkin hér. Verður nú
sagt frá strandinu og tildrögum
þess og er hér einvörðungu stuðzt
við frásögn skipverja sjálfra um
strandið og um björgun skip-
brotsmanna er frásögn björgun-
armannanna sjálfra, sem eru
feðgarnir Óli Bjarnason, útvegs-
bóndi í Grímsey og sonur hans,
Óli Ólason, báðir traustir og
ábyggilegir menn.
Bergfoss strandar
Frásögn skipverja á m.s. Berg-
foss er á þessa leið: „Fimmtudag-
inn 26. sept. 1957, kl. 13, lagði
m.s. Bergfoss af stað frá Siglu-
firði til Grímseyjar, með grjót-
farm.
Þegar eftir var ca. 1% klst.
af leiðinni, hvessti skyndilega af
VSV, og var þá ákveðið að fara
í var austur fyrir eyjuna, með
því að vindurinn stóð beint upp
á höfnina (í Sandvík). Komið
var austur fyrir kl. 17,30 og var
þar ládauður sjór. Var lagzt við
akkeri fram undan Miðgarða-
bjargi, ca. 4—500 faðma frá landi
og álíka fjarlægð frá svonefndu
Flataskeri. Vegna þess að þétting
hafði bilað á fremri „glóðarhaus“,
var vélin stöðvuð og byrjað að
vinna að lagfæringu á henni,
eftir lestur veðurfregna; var
veðurspá V og síðar NV-kaldi.
Sjór var algerlega sléttur, þar
sem skipið lá.
Kl. 23,30, er viðgerð var að
mestu lokið, brast á mjög skyndi-
lega NA hvassviðri með miklum
sjógangi, vísar sú vindstaða snið-
hallt á land upp, þaðan sem
skipið lá.
Svo skyndilega brast veðrið á,
að ekki varð annað að gert en
að varpa út fleiri akkerum og
i vírum. Tvö akkeri voru sett út
til viðbótar, en þau virtust ekki
festast, vegna veðurofsans og rak
því skipið upp í fjöru á ca. 5—7
Einar Einarsson smiffur,
formaffur sóknarnefndar
í Grímsey.
mínútum; mun gat hafa komið
á það þá þegar.
Reynt var að ná talsambandi
við Grímsey og Siglufjörð, gegn-
um talstöð skipsins og tókst það
vel. Til gúmmíbátsins náðist
strax og var hann settur á flot.
Þrír af áhöfn skipsins komust
þegar í hann, en þá sleit hann
frá skipinu og kastaði brimið
honum upp í fjörugrjótið, með
mönnunum. En vegna þess að
fangalínan var fest við skipið,
gat skipverjinn sem eftir var um
borð, dregið bátinn til sín og
farið í hann og bar aldan bát og
mann til lands.
Að klukkutíma liðnum komu
björgunarmenn á vettvang og kl.
rúmlega 5 um morguninn var
komið til bæja, eftir langa og
hættusama ferð.
Allmargir Grímseyingar aff starfi viff hafnarmannvirkin þar.
Lengst til hægri (heldur á húfunni) Óli Bjarnason. Aff baki
lionum viff hægri hliff hans er Óli Ólason.
Feffgarnir segja frá
Hér lýkur frásögn skipverja á
Bergfossi og hafa nú björgunar-
mennirnir, feðgarnir Óli Bjarna-
son og Óli Ólason orðið. En frá-
sögn Óla Bjarnasonar er á þessa
leið:
„Fimmtudagskvöldið 26. sept.
síðastliðinn var barið á glugg-
ann hjá mér og sagt að Bergfoss
væri strandaður. Þá var klukk-
an 15 mín. yfir 12. Fylgdi sög-
unni, að skipið hefði strandað,
eða rekið upp í fjöru, rétt utan
við svonefnt Flatasker. Vorum
við feðgar beðnir að koma eins
fljótt og auðið væri upp eftir,
til þess að veita skipbrotsmönn-
unum aðstoð. Var svo ráð fyrir
gert, að við kæmum út í Sand-
vík og sameinuðumst þar öðrum
björgunarmönnum.
Þegar út í Sandvík kom, voru
hinir lagðir af stað upp eftir
Héldum við þegar af stað upp á
bjarg, að svonefndri Handfestar-
gjá, sem er staðurinn þar
sem niður verður komizt á
þessu svæði. Við gátum greint
Ijósin hjá mönnum þeim, er
á undan fóru og sáum við,
að þeir voru snúnir frá syðri
gjánni og ætluðu auðsjáanlega
að fara niður nyrðri gjána.
En er við komum að syðri
gjánni, var þar engin festi og
því ekki árennilegt að fara þar
niður, í 7 stiga vindi og sót-
svörtu náttmyrkri. Samt hugsuð-
um við okkur ekki lengi um, en
ákváðum að freista niðurgöngu.
Ekki höfðum við annað ljósa en
eitt lítið vasaljós. Tókst ferðin
þó slysalaust. Héldum við svo
suður fjöruna, þar til við mætt-
um skipbrotsmönnum, um 200
metra frá strandstaðnum. Urðum
við fegnir að sjá þá alla lifandi
og óslasaða, þótt illa væru þeir
til reika. Hófst nú gangan út
fjöruna. Svo hagar þarna til, að
stórgrýtisurð er alla leið, en
háir hamrar fyrir ofan. Víða er
fjaran svo mjó, að sjór gengur
á mönnum, þegar brim er, eins
og nú var. Má þessi leið teljast
illfær, þótt bjart sé, en nú var
niðamyrkur, svo ekki sá á hönd
sér. Við reyndum að haga ferð-
inni þannig, að Óli sonur minn
gekk á undan, en ég reyndi að
ganga á eftir skipbrotsmönnum
með ljósið, til þess að geta
lýst sem bezt upp leiðina. Þok-
uðumst við þannig, hægt og hægt,
unz við komum að svonefndum
Eiðaforvaða, en þar gengur sjór
í bjarg á háflæði og er þá ófært
með öllu. Að vísu er til önnur
leið yfir forvaða þenna og er
hún eftir mjórri hillu, um 30
metra uppi í bjarginu. Hilla þessi
er um 50 metra löng, en aðeins
fyrir fót manns á breidd og
hengiflug fyrir neðan.
Var nú ráðgazt um hvað gera
skyldi, en tveir kostir voru fyrir
hendi. Annar var sá, að bíða,
unz fjaraði, svo fært yrði fyrir
forvaðann, hinn að reyna
að klöngrast efri leiðina. En þeg-
ar skipbrotsmenn sáu þessa efri
leið, sögðu þeir að hún kæmi
ekki til mála.
En er við höfðum setið þarna
um 15 mínútur, fór kuldi mjög
að sækja skipbrotsmenn. Klædd-
um við feðgar okkur þá úr þeim
þurrum fötum sem við gátum
| misst og lánuðum þeim. En þar
sem innvortis kuldi hafði komið
í þá, bar þetta ekki æskilegan
árangur. Var biðin því ekki fýsi-
leg, þar sem enn voru eftir um
3 klst. þar til svo fjaraði, að for-
vaðinn yrði fær. Varð úr, að við
ákváðum að reyna efri leiðina.
En fyrst urðum við að troða slóð
eftir hillunni, því hún var bæði
sleip af skarfakáli og jarðvegur
svo laus, að svo virtist sem allt
gæti hrunið fram af, þá og þegar.
Eftir að við höfðum gert þarna
sæmilega sporaslóð, leituðum við
álits skipbrotsmanna um hvort
Grímseyjarvitinn — séð norður eftir björgum.
við ættum að reyna að fara með
þá, einn og einn í senn, yfir hill-
una. Féllust þeir á það og leizt
þó öllum illa, nema skipstjóran-
um, sem er gamall Grímseying-
ur og flestu vanur. Hófst svo
þetta lítt árennilega ferðalag, en
allt gekk þetta þó slysalaust.
Gekk annar okkar feðga fyrir en
' hinn á eítir með Ijósið, til þess
1 að lýsa veginn. Hélt svo ferðin
áfram og bar ekki til tíðinda,
nema hvað menn fengu hálf
slæmar byltur öðru hvoru í fjöru-
grjótinu; komum við loks að ytri
gjánni, en hana urðum við að
fara upp, því uppganga um syðri
gjána var óhugsanleg, með skip-
brotsmenn, festarlaust. Hófst nú
Miffgarðakirkja í Grímsey. —
Hún er 90 ára gömul.
ferðin upp gjána; var það torsótt
mjög og hættulegt, þótt bjart
hefði verið, því mjög er bjargið
laust þarna og jafnan mikil hætta
á grjóthruni, frá þeim sem ofar
ganga í bjarginu. Hægt gekk
okkur, því skipbrotsmenn voru
bjargferðum lítt vanir, enda illa
undir slíkt ferðalag búnir, blaut-
ir, kaldir og þreyttir.
Um leið og við komum upp á
brúnina komu hinir leitarmenn-
irnir sunnan björgin. Höfðu þeir
fyrst farið niður ytri gjána og
allt suður að Eiðaforvaða, en
orðið þar frá að hverfa; farið svo
sömu leið til baka og niður Hand-
festargjá og allt á strandstað og
komið svo aftur upp sömu leið,
því sigavað höfðu þeir með sér.
Alllangan tíma tók þetta allt
saman, því þegar við komum upp
á brúnina, var klukkan rétt um
4, en kl. 5 var komið til bæja“.
Þrekvirki
Hér lýkur frásögn Óla Bjarna-
sonar. Ekki er vafi á, að hér er
um frækilegt björgunarafrek að
ræða. Hefðu þeir feðgar ekki
með snarræði og dugnaði komizt
svona fljótt til skipbrotsmanna,
er tvísýnt, hversu farið hefði.
Þótt ljóslausir væru, hefðu þeir
vafalaust reynt að brjótast áfram
en lítil von er til að það ferða-
lag hefði endað vel. Hefði þeim
borizt hjálpin seinna er óvíst,
hversu farið hefði. Leiðin, sem
þeir feðgar urðu að fara með
hina sjóhröktu menn, er þannig,
að fæsta mun fýsa að fara hana
á sólbjörtum sumardégi, hvað þá
í náttmyrkri og ofsaveðri, með
litla ljóstýru að vegarvísi. Hygg
ég að óhætt sé að setja þetta verk
þeirra feðga, Óla Bjarnasonar og
Óla Ólasonar á bekk með þeim
björgunarafrekum sem til þrek-
virkja eru talin.
Óii Bjarnason er 55 ára gamalL
Er hann þaulreyndur dugnaðar-
maður og fullhugi. Óli, sonur
hans, er einnig hinn vaskasti
maður; áræðinn maður og að-
gætinn. Hann er 26 ára gamall.
AlmunBatryggingor kostn
tœknifrévgnn í Bretlondi
LONDON 18. jan. (Reuter). —
Stjórn brezku almannatrygging-
anna tilkynnti í dag, að trygging-
arnar myndu bera kostnað af
tæknifrjóvgun kvenna, þrátt fyr-
ir það að erkibiskupinn af Kant-
araborg hefði lýst tæknifrjóvg-
un syndsamlega. Tryggingarnar
munu bera kostnaðinn, ef læknir
vottar, að tæknifrjóvgun sé
nauðsynleg fyrir heilsu og heil-
brigði konunnar.
Eftir að biskupinn af Kantara-
borg bannfærði tæknifrjóvgun
hefur ekki verið um annað meira
talað á Bretlandseyjum. Læknar
skýra frá því, að síðan þetta
komst svo mjög á dagskrá hafi
mikill fjöldi barnlausra kvenna
komið til þeirra og óskað eftir
tæknifrjóvgun. Margir fyrirlestr-
ar um þetta mál hafa verið fluttir
í útvarp og greinar birzt í blöð-
um Bretlands. Hefur það nú upp-
lýstst, að í nokkrum stórborgum
landsins geta konur valið á milli
sæðis eftir kynþætti, hæð, háralit
og gáfum.
Kunnasti ófrjósemilæknir
Breta dr. Margaret Hadley Jack-
son upplýsir, aff hún hafi 56 sinn-
um framkvæmt tæknifrjóvgun.
Hún lýsir þvi yfir að barnfæðing-
in hafi vakiö hamingju hjá öllum
hjónunum sem í hlut áttu nema
einum. Seytján hjónanna óskuðú
eftir öðru barni og ein kona hefur
þegar átt fjögur börn með rnanni
sem hún iiefir aldrei hitt og
mun aldic. >ua nvei er.