Morgunblaðið - 24.01.1958, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 24.01.1958, Qupperneq 1
20 saður 45. árgangur. 19. tbl. — Föstudagur 24. janúar 1958. Prentsmiðja Morgunblaðsins GeysifjÖlmennur fundur Sjálfstæðismanna i gærkvöldi Gerum skyldu okkar við framtíð Reykfavíkur Tryggjum D.-listanum sigur og höfuðborginni samhenta meiri- hlutastjórn Kosningafundur Sjálf- stæðisfélaganna í gær- kvöldi var geysif jölmenn u»r og bar allur svip mik- ils sóknarvilja og þeirrar eindregnu ákvörðunar Reykvíkinga að tryggja höfuðborginni örugga meiirihlutastjórn Sjálf- stæðismanna í kosning- unum á sunnudaginn kemur. Voru salir Sjálf- stæðishússins troðfullir og fjöldi fólks varð að standa í anddyri hússins. Áskorunum ræðumanna til fólksins um að vinna sem ötullegast að sigri D-listans va»r tekið með dynjandi lófataki. Höldum höfuðstaðnum Vinnum Iandið Fyrstur tók til máls Ólafur Thors, formaður Sjálfstæðis- flokksins. Hann komst m. a. svo að orði, að stjórnendur Reykja- víkur gætu sagt við fólkið: Dæmið mig eftir verkum mín um. Sýnið mér traust og veit- ið mér hrautargengi vegna fortíðar minnar, en einkum þó vegna þess, að sú fortíð er trygging fyrir því, að fyrir- heit þau, sém ég í dag gef um að verja öllum starfskröftum, þreki, vitsmunum og reynslu til þess að verja Reykjavík inga áföllum af ásókn of stjórnar, óstjórnar, öfundar og illvilja þeirra, sem nú fara með stjórn landsins, verða efnd. Ólafur Meddi síðan um stjórn Sjálfstæðismanna í Reykjavík og stjórn vinstri flokkanna á landsmálum og sagði loks: m. a.: Sjálfstæðismenn! Höld- um höfuðstaðnum. Vinnum landið. Við verðskuldum ekki heitið Sjálístæðismenn, ef við ekki launum borgar- stjóra og bæjarfulltrúum okkar frábær störf og ágæt afrek í þágu okkar og allra Reykvíkinga með því að Frh. á bis. 9. Frá fundi Sjálfstæðisfélaganna í gærkvöldi. Ljósm. Mbl.: Ól. K. M. Ásakanir Þjóðviljans: Gylfi Þ. Gíslason „jb væ//r” umboöslaus á ráöstefnum erlendis Ráöageröir rikisstjárnarinnar um aö „flytja inn urvinnuieysi'' RÁÐAGERÐIRNAR um frí-' verzlunarsvæði Evrópu eru einhver merkasti nýjungin, sem nú er uppi í alþjóðamál- um. Fyrir íslendinga getur þessi nýskipan, ef á kemst, haft úrslitaþýðingu. Gylfi Þ. Gíslason er sá ráð- herra, se,m þessi mál heyra undir, og hefur hann nú þegar tekið þátt í fleiri en einni ráðstefnu um þau suður í París. Vitanlega hefur hann ekki sótt þá fundi „sem ein- staklingur með takmörkuðu um- boði“, eins og Lúðvík Jósefsson sáttafundina í farmannadeilunni í sumar. Gylfi hefur þvert á móti farið á fundina í umboði allrar ríkisstjórnarinnar og talað þar í hennar nafni og á hennar ábyrgð. Nú nýlega er Gylfi kominn af einum slíkum fundi og var nokk- uð skýrt frá árangri hans hér í blaðinu í gær. En þá bregður svo við, að Þjóðviljinn birtir í gær stóra grein með rosa-fyrirsögnum þar sem segir: „Þátttaka íslands í markaðs- bandalagi atvinnuleysislanda auð valdsins í Vestur-Evrópu er ó- hugsandi. Slíkt myndi jafngilda því að hætta að flytja út fisk en flytja inn atvinnuleysi“. í upphafi greinarinnar segir svo: „Nokkrir hagfræðingar, sem ekkert vit hafa á efnahagsmálum íslands og ekkert umboð neinna til að tala um þau, hafa verið að þvæla undanfarið um markaðs- bandalag sex auðvaldsríkja í Vestur-Evrópu, og umtalað frí- verzlunarsvæði fleiri Vestur- Evrópuríkja". Öll greinin er í þessum dúr með stóryrðum og hótunum. Ekki fer á milli mála, að meðal hinna vit- og umboðslausu hagfræðinga, sem hafa að sögn Þjóðviljans ver- ið að þvæla um málið, er sjálfur menntamálaráðherra, prófessor dr. Gylfi Þ. Gíslason. Og hefur hann þá einkum „þvælt“ um mál- ið á alþjóðaráðstefnum suður í París. Eins og fyrr segir er óhugsandi annað en Gylfi hafi talað í um- boði allrar ríkisstjórnarinnar á Parísarfundinum. Skeytin á Gylfa hitta þess vegna ekki síður þá Lúðvík Jósefsson og Hannibal Valdimarsson en Gylfa sjálfan. Hér er enn eitt dæmi þess ó- trúlega glundroða, er ríkir innan stjórnarherbúðanna. Vandséð er og í hverjum tilgangi Þjóðv ger- ir nú þessa árás á ríkisstjórn sjna. Eftir frammistöðu hans í varnarmálunum og lánamálunum að undanförnu dettur engum i hug, allra slzt kommúnistum sjálfum, að taka nokkurt mark á hótunum hans. Þjóðviljinn hefur látið það gott heita, að Hermann Jónasson fór suður til Parísar og lýsti því þar yfir í viðurvist 60 ráðh. sem votta að heriim j-iinn umboðslausi stöddu“. Forvitni Þjóðviljans er ekki einu sinni svo mikil, að hann spyrji um, hvað Hermann sagði a.ö.l. í ræðunni eða í hverra nafni hann gaf þessa yfirlýsingu. Þá hefur Þjóðviljinn ekki einu orði fundið að því, að lán tii ís- lands frá Bandaríkjamönnum var með þeim hætti tengt yfirlýsingu Hermanns, að það fékkst ekki, þrátt fyrir mikla eftirgangsmuni, fyrr en rúmri viku eftir Parísar- ræðuna. Vita menn ekki önnur áþreifanlegri dæmi þess, að hönd selji hendi en hvernig úr lánveit- ingunni greiddist strax eftir yfir- lýsingu Hermanns. Ekki hefur Þjóðviljinn heldur neitt að athuga við það, þótt Bandaríkjastjórn segi í opinberri skýrslu, að hún hafi á fjárhags- árinu 1957 veitt íslandi 136% millj. króna í „varnar-styrk“. Hefur Þjóðviljinn og að undan- förnu berum orðum hælzt um yf- ir þeim lánum, sem svona eru til komin. Þegar þetta er íhugað, er ekki kyn, þótt flestir telji stóryrði Þjóðviljans nú merki um sérstak- an stuðning kommúnista áður en yfir lýkur við þær ráðstafanir, sem hann nú segir, að myndu „jafngilda því að--------flytja inn atvinnuleysi". Leggið hönd á plóginn ★ í bæjarstjórnarkosningunum vinnst mikill sigur aðeins með miklu starfi. ★ Allt Sjálfstæðisfólk er því hvatt til að taka virkan þátt í baráttunni með því að gerast sjálfboðaliðar á kjördegi. ★ Skiásetning á sjálfboðaliðum fer fram í skrifstofu Sjálf- stæðisflokksins allan daginn í dag og á morgun. —. — Sími 17100. —

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.