Morgunblaðið - 24.01.1958, Side 16

Morgunblaðið - 24.01.1958, Side 16
16 MORCVN JiL AÐIÐ Fðstudagur 24. jan. 1958 Eftir WeU reil / / EDGAR MITTEL HOLZER hctndi Þýðii.g: 19 / Sverrir Haraldsson ó h u ci inn og albúm nr. 3. — Nei. albúm nr. 4. Við böfðum albúm nr. 3 í fyrradag". „Já, prestur....Prestur?" „Já“. „Það er kominn áhorfandi", sagði hún — og hljóp svo af stað. Séra Harmston sneri sér við, án asa eða undrunar, og brosti til Gregorys: — „Morgunkennslan, drengur minn. Hin venjulegu störf. Komdu og leyfðu mér að kynna þig fyrir nemendunum mín um“. Gregory hreyfði sig ekki. Hann hætti að brosa, því að ytri hring- urinn hreyfðist snögglega og lok- aðist utan um þann innri — án þe>ss að nokkurt hljóð heyrðist. Og þegar sólin kom fram undan skýi, fór titringur um skóginn og hvar- vetna birtust óteljandi nýir og ógn andi ljósdeplar — augu. Séra Harmston gekk til hans. „Skemmtirðu þér vel, drengur minn? Sástu skipið, þegar það fór hérna framhjá?" „Já“. „Hvernig líður þér núna?“ „Bærilega, þakka þér fyrir". „Ekki of vel, eða hvað?“ „Nei“. „Hugsaðu ekki um það. Hvern- ig lízt þér á bekkinn minn? Ég er hreykinn af þessum börnum. Ég vil að þau verði með aldrinum 1) Við skruðninga þá sem urðu, þegar kíkirinn féll niður hlíðina k*»iur hafurrnn fram á brúnina að góðum körlum og konum, and- ríkum og hraustum. Og ég vil að þau lifi fullkomnu, en kyrrlátu lífi í þessum skógar-heimkynnum sínum. Takmark mitt er það, að kenna þeim að verða menntuð, án blygðunarleysis og ruddaskapar". „Gerirðu þetta allan daginn? Kennsluna á ég við“. „Nei, klukkan tíu-fimmtán leys- ir Joan mig af verði og kennir fram að nóni. Eftir hádegisverð tekur Mabel svo við og ég kenni eldri börnunum frá þrjú til fjög- ur. Við getum ekki kennt öllum börnunum samtímis, vegna-þess, hve húsrýmið er takmarkað“. „Oh“. „Viltu ekk-i fá þér sæti fyrir aftan börnin, hjá Oliviu?" „Jú, þökk fyrir". „Viltu ekki að ég kynni þig fyrir börnunum fyrst?" „Nei“. Þegar Olivia kom aftur, sá hún að faðir hennar hafði sett annan stól við hliðina á sætinu hennar og þar sat Gregory. Hann kinkaði til hennar kolli, brosandi. „Ætlarðu að sitja hérna, mér til samlætis?" sagði hún um leið og hún setti Columbia-grammó- fóninn og plötualbúmið á gólfið við hliðina á stólnum sínum. „Já, dálitla stund“. til að forvitnast um, hvað þarna hafi verið. 2) Skotíð ríður af ivo þrtvmar í klettunum. „Sitjið þið nú rétt í sætunum ykkar, börn og horfið fram fyrir ykkur, en ekki um öxl. Ollie, hvað sagði Berton um frönsku smásög- una?“ „Hann er með síðustu málsgrein ina, prestur. Hann sagðist korna með hana eftir fimm mínútur". „Hm. Gott er nú það. Á meðan skulum við leika eina eða tvær plötur". Hann tók litla vasabók og blý- ant upp úr skyrtuvasanum sínum og fór að skrifa og börnin opnuðu stílabækurnar sínar og tóku fram blýantana. „Hann er að skrifa niður nöfn- in þeirra", hvíslaði Olivia að Gregory. „Oh“. Olivia lét plötu á grammófón- inn og þegar nokkrir fyrstu tón- arnir í Tunglskinssónötunni höfðu hljómað í eyrum þeirra, sá Gre- gory að séra Harmston gaf Oli- viu bendingu með annarri hend- inni og hún stanzaði jafnskjótt grammófóninn. Börnin lutu niður að stílabókun um sínum og skrifuðu. „Nú eiga þau að skrifa nafn- ið á tónverkinu og nafn tónskálds ins sem samdi það“, hvíslaði Oli- via. „Oh“. Hún lék nú í röð upphöfin á Fantasie impromtu, Valkyrjureið- inni og forleiknum að the Bohemi- an Girl og ætlaði að fara að leika upphafið á Valzi úr Hnetubrjót- inum, þegar faðir hennar sagði henni að hætta leiknum. Berton kom nú inn með stílabók í hendinni. „Jæja, börnin góð, þetta ætti nú að nægja. Nú skulum við heyra að hvaða niðurstöðum þið hafið kom- izt. Dorothea....“ Dorothea reis á fætur og las upp úr stílabókinni sinni: „Tungskinssónatan eftir Beet- hoven, Walz eftir Chopin, Val- kyrjureiðin eftir Wagner, The Bohemian Girl......Ég man ekki nafnið á tónskáldinu, sem samdi það, prestur". Án þess að gera nokkra athuga- semd skrifaði séra Harmston svör hennar niður í bókina sína og sagði henni að taka sér sæti: -— „Jæja, Susanna. Hvað hefur þú svo til málanna að leggja, barnið mitt?“ Þegar hann hafði þannig yfir- heyrt öll börnin, lýsti hann því yf- ir, að þau Katey og Joseph, tiu ára drengur, hefðu borið sigur úr býtum, fengið átta stig af tíu mögulegum. Svo las hann upp nöfnin á tónverkunum og höfund- um þeirra, þakkaði Oliviu fyrir aðstoðina og sneri sér því næst að Berton. „Jæja, nú erum við tilbúin að hlusta á.sögu -a þína, Berton“. Berton sneri sér við og stað- oj — Ég hitti hann. Við verðum strax að fara og ná honum. næmdist andspænis börnunum og meðan faðir hans gekk aftur í stofuna og staðnæmdist þar, með krosslagða handleggi, byrjaði drengurinn að lesa. „Hann er alveg tiltakanlega góður í frönsku", hvíslaði Olivia að Gregory. — „Hann samdi hana núna eftir morgunverðinn. Skilur þú frönsku?" Gregory kinkaði kolli. Hann virtist alltaf verða fölari og föl- ari, meðan hann hlustaði á Ber- ton. „.... et les feuilles commen- caient a tomber. Une .... deux .... trois .... ci et ca .... et puis l’homme s’arretait. II avait entendu ie son dun petit chant . . e chant, s’approohait. D’abord doucement, doucement — puis tout a-coup------“ Berton þagnaði skyndilega. Gregory hafði sigið niður af stólnum, meðvitundarlaus. Séra Harmston flýtti sér til Oliviu, sem farin var að stumra yfir unga manninum og Beiton fleygði frá sér bókinni og hljóp til þeirra. Börnin spruttu öll á fætur og hvísluðust á í miklum ákafa. „Verið þið bara kyrr í sætum ykkar, börnin góð“, sagði séra Harmston og virtist alveg rólegur ofe æðrulaus. Úti fyrir heyrðust hljóðin í Logan. Gregory opnaði augun. „Ég er hræddur uni að ég... .“. „Þetta er allt í stakasta lag'i, drengur minn. Hafðu alls engar áhyggjur". „Það virðist hafa liðið yfir mig“. „Já, einhver smávægilegur las- leiki, býst ég við“. „J ú“. „Olivia, þú ættir að ganga með hann út í garðinn, litla stund. Sól- in hressir hann áreiðanlega". „Sjálfsagt, prestur. Hún tók í höndina á honum og leiddi hann í áttina til kirkjunn- ar. Hann skalf. „Ég er hræddur um að ég verði að biðja föður þinn afsökunar". „Þú þarft ekki að hafa fyrir því. Hann skilur þetta. Þú ert ekki heilbrigður". „Þetta var allt saman frönsk- unni að kenna“. „Gengur þér eitthvað illa að þola frönsku?" „Já, að sumu leyti. Brenda — konan mín, talaði hana — og skrif aði hana — mjög liðugt. Einu sinni skrifaði hún stutta sögu á frönsku. Hún las hana fyrir mig, eitt kvöld, í íbúðinni okkar. Ber- ton — málrómur hans minnti mig á —“ „Ég skil hvað þú átt við. Er hún dáin?“ „Já“. „Mamma kann frönsku líka. Hún getur bæði talað hana og skrifað, alveg eins og enskuna. Hún var f jögur ár í skóla í Belgíu. Það var líka einu sinni franskur markgreifi, sem bað hennar. Hann sá hana, þegar hún var í litlu þorpi, nálægt Antverpen. Hún var mjög falleg þá“. „Hún er falleg ennþá“. „Við skulum fá okkur sæti hérna“. Þau voru komin að steintröpp- unum, sem lágu upp að vesturdyr- um kirkjunnar. Þarna var for- sæla, en skammt frá þeim stóð klukkuturninn, baðaður í sólskin- — Já, en ég missti kíkinn. Og ég verð að finna hann fyrst. inu. Gregory spurði hana uim nafnið á stóra pálmanum, sem stóð eins og bergrisi á verði, rétt við turninn, og hún sagði: — „Þetta er cookerit-pálmi. Ég er viss um að þér þykja ávextirnir góðir, þegai- þeir þroskast á hon- um. Það ætti að verða einhvern tíma fyrri partinn í september". „Hvernig eru þeir — ávextirn- ir?“ „Alveg dásamlegir. Líkir per- um í laginu, með harðan börk yzt. Næstum eins harður og hnetu- skurn. Þegar maður er búinn að fletta berkinum af, taka fræin við ög þau eru þakin sætu, feitu aldin- kjöti, sem maður verður að bíta af með tönnunum. Þegar þú ert einu sinni byrjaður að borða þá, get- urðu ekki hætt. Það kemur vatn í munninn á mér við tilbugsunina eina“. Þau sátu þegjandi og horfðu á kirkjuturninn um stund. 1 um fimmtíu feta fjarlægð, oak við turninn og pálmann — þrumdi skógurinn, með limþéttum trjám og pálmum af markvíslegustu teg- undum. Hins vegar gátu þau ekki séð fljótið, þaðan sem þau sátu, en einu sinni heyrðu þau lágt skvamp, eins og eitthvað hefði dottið í vatnið. Eftir það heyrðu þau aðeins óminn af rödd séra Harmstons í fjarska. Öðiu hverju sendi grammófónninn veika tóna í gegnum loftið. Eitthvert undir- legt tick . . tick heyrðist skyndi- lega inni á milli trjánna — og hljóðnaði. Grár depill eða hnoðri flögraði fyrir augu Gregorys, en áður en augna-flugan gat kitlað hann á augnahárunum, hafði hann sópað henni burtu með hendinni. „Leiðindaskepnur, þessar augna flugur. Finnst þér það ekki7“ „Eru þær kallaðar því nafni?" „Já. Hefurðu tekið eftir því, að hérna eru engar mýflugur?" „Já, en samt notið þið mýflugna net“. „Það er vegna sporðdrekanna, þúsund-fætlanna og köngullónna". „Mýflugna-net geta aðeins hald ið -úti mýflugum". „Þú segir nokkuð". Hann þagði. „Ég held að ég viti hvað þú átt við. Þú átt við, að þau geti ekki haldið skuggum úti“. „Þú ert mjög skilningsgóð". Út úr þögninni barst nú veikur sláttur. Hann óskýrðist, en kom svo aftur og eftir örstutta sbund FösUidngur 24. janúar: Fastir liðir eins og venjulega, 13,15 Lesin dagskrá næstu viku. 18,30 Börnin fara í heimsókn til merkra manna (Leiðsögumaður: Guðmundur M. Þorláksson kenn- ari). 18,55 Framburðarkennsla í esperanto. 19,05 Létt lög (plötur). 20,20 Daglegt mál (Árni Böðvars- son kand. mag.). 20,25 Cuðmund- ur Friðjónsson. — Bókmer.nta- kynning Almenna bókafélagsins frá 21. nóv. s. I., nokkuð stytt. — 22,10 Erindi: Frímerkið sem safn gripur (Sigurður Þorsteinsson bankamaður). 22,35 Frægar hljóm sveitir (plötur). 23,30 Dagskrár- lok. — I.augardagur 25. janúar: Fastir liðir eins og venjulega. 12,50 Óskalög sjúklinga (Bryndís Sigurjónsdóttir). 14,00 „Laugar- dagslögin". — 16,30 Endurtekið efni. 17,15 Skákþáttur (Baldur Möller). — Tónleikar. 18,00 Tóm- stundaþáttur barna og unglinga (Jón Pálsson). 18,30 Útvarpssaga barnanna: „Glaðheimakvöld“ eftir Ragnheiði Jónsdóttur; VII. (Höf. les). 18,55 I kvöldrökkrinu: Tón- leikar af plötum. 20,30 Leikrit: „Eldspýtan", gamanleikur um glæp; Johannes von Giinther samdi upp úr sögu eftir Anton Tjekhov; þýðandi: Bjarni Bene- diktsson frá Hofteigi. Leikstjóri: Ævar Kvaran. 22,10 Þorradans útvarpsins: Leikin verða einkum gömul danslög. Hljómsveitir Karls Jónatanssonar og Þorvalds Stein- grímssonar leika sinn hálftímana hvor. Söngvari: Alfreð Clausen. b2,00 Divgskvirlok. Maður óskast til hjólbarðaviðgerða. Uppl. í Barðanum hf. Skúlagötn 40. SAIMDGERÐINGAR Höfum opnað móttöku á fatnaði til hreinsunar að Hlíð í Sandgerði. Efnalaug Suðurnesja, Keí'lavík. M A R K Ú S Eftir Ed Dodi’

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.