Morgunblaðið - 23.02.1958, Blaðsíða 3
Sunntfda§ur 23. febrúar 1958
MORGUNBLAÐ1Ð
3
Ú r
ver in u
Eftir Einar Sigurðsson
Togararnir
Tíðin hefur verið hagstæð hjá
togurunum þessa síðustu viku,
alltaf fiskiveður.
Flest skipin hafa haldið sig við
Víkurálinn. Nokkur skip hafa þó
fært sig suður á bóginn. ,Sum
þeirra eru á svonefndum Jökul-
tungum og hafa eitthvað verið að
fá þar. Nú er einmitt kominn
tíminn, sem talið var, að fiskivon
ætti að fara að verða hjá togur-
unum út af Jökli. Þá hafa nokkur
skip verið á Eldeyjarbankanum
og fengið þar sæmilegan afla,- en
aðeins yfir blánóttina. Er aflinn
þarna eingöngu ufsi. Eitt skip
reyndi á Selvogsbankanum, en
varð ekki vart, sem heitið gæti,
og fór þaðan strax aftur.
Frétzt hefur, að þýzka hafrann
sóknarskipið Anton Dorhn hafi
verið að leggja af stað heimleiðis
með fullfermi rúmar 4000 körfur
af þorski, 200—250 lestir, sem
það veiddi við Grænland. Þjóð-
verjar hafa í allan vetur verið
mikið að veiðum við Grænland,
einkum við Hvarf. Hefur verið
óvenjulega lítið af þýzkum tog-
urum á íslandsmiðum, það sem
af er þessari vertíð.
Fisksölur erl. s.l. viku:
Brimnes....... 164 t. £ 8540
Gylfi ......... 212 t. £ 9304
Fisklandanir s.I. viku:
Geir .......... 225 t. 14 daga
Hvalfell...... 226 — 14 —
Askur ......... 270 — 14 —
Neptunus .... 200 — 14 —
t
Reykjavik
Hægviðri var fyrrihluta vik-
unnar, og réru allir bátar dag
hvern. Á föstudag strekkti upp
á austan, og var þann dag leið-
indasjóveður hjá þeim, sem á sjó
voru..
Afli hjá minnstu lóðarbátunum
— en þeir eru nú orðnir í þremur
flokkum — var sæmilegur, oftast
4—5 lestir, mest stútungsfiskur.
Einn af stærri lóðarbátunum,
sem rær með langa línu á djúp-
mið og er 1% sólarhring í sjó-
ferðinni, hefur aflað 12 lestir í
róðri síðustu dagana. Annar línu-
bátur, sem er nýbyrjaður, hefur
róið á Akurnesingaslóðir og
fengið 5—7 lestir í róðri. Er það
allra fallegasti gönguþorskur.
Útilegubátarnir hafa fengið 8—10
lestir í lögn. Hafa 6 þeirra komið
inn í vikunni, og var afli hjá
þeim misjafn eftir útivist. Akra-
borgin var með 70 lestir. Rifs-
nes 60 lestir, Helga 55 iestir,
Guðm. Þóraðarson 42 lestir, Björn
Jónsson 33 lestir og Marz 27
lestir.
Netjabátar, sem eru með þorska
net, hafa aflað lítið, 2—4 lestir 1
lögn og þaðan af minna.
Keflavík
Fram að föstudegi voru góð
sjóveður og róið upp á hvern
dag, en þann dag var leiðinda
sjóveður, og í gær var landlega
vegna austan roks.
Reytingsafli hefur verið þessa
viku, þótt segja megi, að búazt
hefði mátt við meiri afla, eftir
því hvað áliðið er. Algengasti
afli var 6—8 lestir í róðri og
komst upp í 15y2 lest einn daginn
hjá einum bátnum, Ólafi Magn-
ússyni, en þar af var % hlutinn
keila. Annars hefur ekki borið
mikið á keilu í aflanum i vetur
fyrr en síðustu dagana hjá þeim,
sem lengst hafa sótt, út að eld-
eyjarskerjum.
Nokkrir bátar eru búnir að
leggja þorskanet, en afli hjá þeim
hefur yfirleitt verið mjög iéiegur.
Þó fékk einn bátur Björgvin, um
miðja vikuna 11 lestir.
Akranes
4 sjóferðir voru farnar í vik-
unni, og var aflinn ágætur í tveim
þeim fyrri, frá 7—17 lestir. Voru
2 bátar Aðalbjörg og Reynir með
16,7 lestir og Ólafur Magnússon
með 16,2 lestir. Var aflinn mjög
keiluborinn, rúmlega Vz hlutinn
keila. í seinni róðrunum var afl-
inn 5—8 lestir.
Tveir bátar eru búnir að leggja
þorskanet, en hafa ekkert fengið
enn.
Togarinn Akurey kom inn í vik
unni eftir hálfsmánaðar útivist
með 230 lestir af fiski.
Vestmannaeyjar
Línubátar réru almennt 4
fyrstu daga vikunnar. Á föstu-
dag voru allir í landi vegna aust-
an storms að undanskyidum 4 bát
um, er ekki lögðu línuna á
fimmtudag vegna veðurs, en lágu
úti við Portland og lögðu línuna
á föstudag. Einn þessara báta,
Víðir SU, fékk ágætisafla, 13 lest-
ir mest ýsu, og var það bezti róð
urinn í vikunni.
Afli hjá línubátum var annars
yfirleitt tregur í vikunni, meðal-
afli 4,9 lestir, en einn og einn
bátur voru með sæmilegan afla
eins og gerist, 8—9 lestir.
Handfærabátar réru fyrstu 3
daga vikunnar, og var afli hjá
þeim sáralítill, að meðaltali 1,3
lestir.
Bjarmi, sem er með þorskanet,
hefur sama og engan afla fengið.
Enn hefur ekki orðið vart við
loðnu, en ef miðað er við undan-
farin ár, má búast við henni í
næstu viku. Á s.l. vertíð var loðnu
fyrst beitt 28. febrúar.
Togarakaupin
Samkvæmt fréttum virðist nú
vera að koma skriður á togara-
kaupin, þótt óljóst sé, hverju
trúa megi, t.d. hvort skipin verða
8 eða 15 og hversu fer með lán til
smíðanna. Nefnd hefur verið lán
taka í Ráðstjórnarríkjunum í
sambandi við siníði fiskiskipa.
Það kann vel að vera, að nokk-
urra tuga milljóna króna slík lán
taka feli ekki í sér ýkjamiklar
hættur, en þó er það svo, að
vestrænar þjóðir, sem íslending-
ar hafa kosið sér samstöðu með,
myndu tortryggja slíkt. Og séu
flóðgáttir opnaðar fyrir rúss-
nesku fjármagni á annað borð. er
hætt við í landi, sem hungrar i
fé og býr við ótryggt stjórnarfar,
að lítill lækur geti fljótt orðið
að stóru fljóti, sem áður en varir
færir í kaf það dýrmætasta, sem
þjóðin á.
íslendingar eru fyrst og fremst
fiskveiðiþjóð svo og landbúnaðar
þjóð. Engu að síður er ánægju-
legt að sjá, hversu ýmsum öðrum
atvinnuvegum fleygir ört fram,
eins og iðnaðinum, og sjá for-
svarsmenn hans halda því fram
í áramótagreinunum, að íslenzki
iðnaðurinn (ekki átt við fiskiðn-
aðinn) myndi standast samkeppn
ina, ef Island gerðist aðili að frí-
verzlun Vestur-Evrópu. Það yrði
vissulega mikilvægt fyrir iðnað-
inn íslenzka að fá hömlulausan
innflutning hráefna, og það ætti
ekki að verða mikill munur á
vinnulaununum á íslandi eftir
breytinguna né kaupmætti þeirra
og í bandalagslöndunum, og gæti
það stutt að því, að vonir þessar
rættust.
Það er líka ánægjulegt að
heyra bollalagt um stóriðnað á
Islandi fyrir tilverknað erlends
fjármagns, þótt ánægjan verði
blandin, þegar það kemur upp
úr dúrnum, að þessi stóriðnaðui
eigi að verða eign útlendinga og
þá sjálfsagt með þeim forréttind
um að vera undanþeginn skött-
um og að flytja megi ágóðann úr
landi, því að öðrum kosti fást
útlendingar vart til þess að leggja
fé í stórframkvæmdir á íslandi.
En hvað sem öllu þessu líður,
þá vitum við, hvar við stöndum.
þar sem fiskveiðarnar og fisk-
iðnaðurinn er, og þar þurftum við
engu að kvíða erlendri samkeppru
né vera nokkrum háðir fjárhags-
lega nema íslenzkum lánsstofnun
um og það ekki nema eðlilega, ef
allt er með felldu.
Leitun mun á þjóð, sem er jafn
bjartsýn og íslendingar og hefur
að tiltölu afkastað jafnmiklu
síðan þeir öðluðust fullf sjálf-
stæði. Og jafnvel skefjalausar
hömlur og skattpíningur dregur
ekkert úr mönnum, meðan þeir
geta hreyft sig. Það er þjóðinni í
heild verst, þegar framlelðsluget
an er þannig lömuð, lífsafkoma
fjöldans versnar.
En þrátt fyrir alla erfiðleika
líðandi stundar, er engin fjar-
stæða að tala um að tvöfalda ætti
skipastólinn á næstu 10 árum.
Til þess þyrfti að kaupa 5 nýja
togara á ári og 25 nýtízku vél-
báta. Það væri ómetanlegt fyrir
afkomu þjóðarinnar í heild að
hrinda slíkri áætlun í fram-
kvæmd. Ekkert er eins öruggt í
dag til þess að bæta lífsafkomu
almennings í landinu og aukin
útgerð og fiskiðnaður.
Ekki er ráð nema í tíma sé tekið
Útgerðarmönnum og sjómönn-
um skal bent á þau gullnu tæki-
færi, sem fólgin geta verið í vor-
síldveiðum. Eins og áður hefur
verið frá skýrt er búið að selja
3800 lestir af frosinni vorsíld og
hægt að selja 2000 lestir í viðbót,
sem sjálfsagt verður , gert. Þetta
er mikið magn.
Af hálfu þess opinbera verða
greiddar sömu verðbætur og s.l.
ár, en með þeim var hægt að
greiða fyrir síldina kr. 1,20 fyrir
kg til frystingar og kr. 0,85 í
bræðslu, sem er gott verð miðað
við árstíma (minna netaslit).
Veiðar þessar eiga að geta haf-
izt síðari hluta aprílmánaðar og
staðið allt fram að norðanlands-
veiðunum og lengur hjá smærri
bátunum. Það er því mikilvægt,
að allt sé tilbúið fyrir þessar
veiðar þegar bátar hætta á /etr-
arvertíð. .
Nælontaumarnir og fiskimagnið
Það er enginn vafi á, að aukið
fiskmagn í vetur á nokkuð rót
sína að rekja til nælontaum-
anna, sem nú eru að ryðja sér til
rúms, einkum á þétía við um auk
ið magn af svonefndum ruslfiski,
t.d. skötu, sem áður hefur slitnað
meira og minna af. Svo eru nælon
taumar veiðnari.
Næstu vertíð munu helzt allir
vilja nota nælontauma, og þarf
mikla fyrirhyggju í því sambandi.
Fríverzlun Evrópu og Norðmenn
Hugmyndin • um fríverzlun
Evrópu er vafalaust mikilvægasta
mál viðskiptalegs eðlis, sem ver-
ið hefur á dagskrá í Evrópu, síð-
an stríðinu lauk.
Norðmenn sem aðrar þjóðir
láta mál þetta mjög til sín taka,
og mun það almenn skoðun þar
í landi, að Noregur geti ekki stað
ið utan fríverzlunarsvæðisins, en
krafa þeirra er afdráttarlaus um
að samkomulagið nái til sjávaraf
urða.
Útflutningur sjávarafurða frá
Noregi er nú rúmlega heimingi
meiri en frá íslandi. Milli 20 til
25% af útflutningi Norðmanna
'eru sjávarafurðir, og eru það
hærri hlutföll en í nokkru öðru
landi að undanskyldu íslandi, þar
sem hlutfallið er sem kunnugt er
90—95%.
Hlutur Norðmanna í öllum
fiski, sem veiðist í heiminum, er
við 7%, og hlutur þeirra í hval-
lýsinu er við % af heimsfram-
leiðslunni.
Færeyingar auka flotann
Lögþingið í Færeyjum hefur
samþykkt áform um nýsmíði fiski
skipa fyrir fjárhæð, sem nemur
við 85 millj. ísl. króna, sem greið
ist af hendi næstu 7 ár. Innifalið
í þessum áætlunum eru 3 stórir
dieseltogarar, hver að stærð 800
rúmlestir, sem í fyrra var samið
um smíði á í Portúgal, 8 fiskibát-
ar, hver við 150 rúmlestir, og 8
Þessir þungt hugsandi piltar heita Gunnar Sveinsson, Jón Páll
Bjarnason, Gunnar Mogens, Ólafur Stephensen og Árni Egilson,
eða einu nafni Kvintett Jóns Páls, sem er ein þeirra hljóm-
sveita, er ieika mun á miðnæturhljómleikuin n. k. þriðjudags-
kvöld. —
Dægurlagakeppni á
vegum Fél. dægurlaga-
höiunda
EINS og sl. ár mun Fél. ísl. dæg-
urlagahöfunda efna til dægur-
lagakeppni á vegum félagsins í
miðjum næsta mánuði. Fer keppn
in fram á Þórskafíi og verður
keppt í 2 flokkum, þ.e. í gömlu
og nýju dönsunum.
Það er hljömsveit Aage Lor-
Umíerð“. tímarit
um umferðarmál
UMFERÐ nefnist nýtt tímarit,
sem hafið hefir göngu sína. Eins
og nafnið gefur til kynna, fjallar
það aðallega um umferðarmál og
ýmislegt, sem varðar bifreiðir.
Það er gefið út af Bindindis-
félagi ökumanna og er Sigurgeir
Albertsson ábyrgðarmaður. — í
formála segir meðal annars:
„Þetta litla tímarit, sem nú er
að hefja göngu sína, mun verða
með líkum svip og tímarit bræðra
félaganna á Norðurlöndum, þ. e.
ræða umferðarmál, fræða og
skemmta. — Hugmyndin ér að
blaðið verði fyrst um sinn árs-
fjórðungsrit. Búast má við því að
það komi ekki svo oft út á þessu
fyrsta ári.“
Frágangur blaðsins er vandað-
ur og efní þess hið athyglisverð-
asta. Á blað þetta erindi til allra,
er bifreiðum stjórna.
auge ásamt söngvurunum Diddu
Jóns og Ragnari Hajldórssyni, er
sjá vim nýju dansana en J. H.
kvintettinn ásamt Sigurði Ólafs-
syni, söngvara, sem sér un
gömlu dansana.
Dómnefnd verður 5 manna
nefnd úr FÍD. sem dæma mun
lögin inn í keppnina en dansgest-
ir munu svo einir um að velja 3
beztu lögin í báðum flokkum.
Verðlaun verða að þessu sinni
áletraður silfurbikar fyrir bezta
lagið í báðum flokkum, en viður
kenningarskjal fyrir annað og
þriðja bezta lagið. Þá hefir Fálk-
inn hf. hljómplötudeild heitið fé-
laginu að gefa út á plötu 2 lög,
eftir eigin vali, af þeim lögum, er
í keppnina komast.
Frestur til að skila handritum
er senn útrunninn, en hann er
til 1. marz n.k. og ber að senda
þau undir dulnefni (ásamt réttu
nafni í lokuðu umslagi) til Aage
Lorange, hljómsveitarstjóra.
í síðustu keppni bárust nærri
100 lög og eru þau 2 lög, er efst
urðu í hvorum flokki þegar kom
in út á hljómplötu hjá Fálkanum
hf. og njóta mikilla vinsælda, en
þau eru „Ljúfa vina“ eftir Þóri
Roff og „Stungið af“ eftir Jóhann
es G. Jóhannesson. Mörg lög hafa
þegar borizt í þessa keppni og
má búast við að hún verði mjög
spennandi.
9. umferð skúkmátsins
9. UMFERÐ var tefld á fimmtu-
dagskvöldið. Helztu úrslit urðu
þessi:
Stefán vann Tnga R„ Jón vann
Gunnar, Haukur vann Harald,
Ólafur vann Benóný, Jónas vann
Jónas Jónss., Jón M. vann Her-
mann, Sigurður vann Magnús.
Jafntefli varð hjá Eggerti Gilfer
og ÓlaValdimarssyni,_ Kára Sól-
mundar og Eið Gunnarssyni.
Freðfiskbirgðir minnka í U.S.A.
Freðfiskbirgðir í Bandaríkjun-
um voru við síðustu áramót miklu
minni en í fyrra, 23 þús. lestir nú
á móti 35 þús. lestum þá, eða 31%.
Mikil eftirspurn er nú eftir ís-
lezkum fiski í Bandaríkjunum.
Eftir um það bil ár bætist
fyrsta verksmiðjuskipið í fiski-
skipaflota Austur-Þjóðverja. Það
verður af togaragerð og á að geta
veitt og unnið fiskinn um borð
og fryst hann. Það er ætlunin, að
skipið geti haft þriggja mánaða
útivist. og er því ætlað að veiða
minni fiskibátar, hver að stærð. við ísland, Grænland og Ný-
við 80 rúmlestir. j fundnaland.
Staðan eftir níu umferðir er
þessi:
Ingi og Jón Þorsteinsson eru
í 1. og 2. sæti með 8 vinninga
hvor. 3. Stefán Briem með 6% v.
4.—5. Eggert Gilfer og Ólafur
Magnússon með 6 v. hvor. 6.—8.
Gunnar, Haukur Guðm. Ág. með
5% v.
í 2. flokki heldur Bragi Björns
son forystunni með 7% v„ 2. er
Guðjón Sigurðsson með 7 v„ 3. er
Árni Jakóbsson með 6% v.
í dag kl. 2 verður svo tefld 10.
og næst seinasta umferð, en 11.
og seinasta umferðin verður tefld
annað kvöld kl. 7,45 í Þórscafé.
Meðal þeirra, sem tefla saman
í dag, eru þessir:
Gunnar og Ingi R„ Stefán
Briem og Jón Þorsteinss., Haukur
og Eggert Gilfer, Guðm. Ág. og
Ólafur M„ Óli og Benóný, Jónas
Gunnar, Haukur vann Harald,
í 2. flokki tefla m. a.:
Bragi og Björn, Steinar og
Guðjón, Jónas og Árni, Jón og
Friðbjörn.