Morgunblaðið - 23.02.1958, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 23.02.1958, Blaðsíða 4
4 MORGVNBLAÐIÐ Sunnudagur 23. febrúar 1958 í dag er 54. dagur ársins. Sunnudagur 25. febrúar. Konudugur (Góa byrjar). Árdegisflæðii kl. 7,57. Síðdegisflæði kl. 20,17. Slysavarðstofa Reykjavíkur 1 Heilsuverndarstöðinni er opin all- an sólarhiinginn. Læknavörður L R (fyrir vitjanirl er á sama stað, frí kl. 18—8. Sími 15030. Næturvörður er í Lyfjabúðinni Iðunni, sími 17911. Reykjavíkur- apótek, Laugavegs-apótek og Ingólfs-apótek, fylgja öll lokun- artíma sölubúða. Garðs-apótek, — Holts-apótek, Apótek Austurbæj- ar og Vesturbæjar-apótek erú öll opin virka daga til kl. 8, laugar- daga til k'.. 4. Þessi apótek eru öll opin á sunnudögum milli kl. 1 og 4. —• Kóp.u ogs-apótek, Álfhólsvegi 9 er opið daglega kl. 9—20, nema laugardaga kl. 9—16 og helgidaga frá kl. 9—16 og helgr daga frá kl 13—16. Simi 23100. Hafnurfjarðar-apótek er opið Ráðning 8 alla virka daga kl. 9 -21. Laugar daga kl. 9—16 og 19—21. Helgi- daga kl. 13—16 og 19—21. Næturlæknir er Kristján Jó- hannesson. — Keflavíkur-apótek er opið alla vii'ka daga kl. 9—19, laugardaga kl. 13—16. — Næturlæknir er Björn Sigurðss. □ Mímir 59582247 — 2 Atkv. □ EDDA 59582257 — 1 I.O.O.F. 3 = 1392248 == Fl. I.O.O.F. 3. 1392243 f FOSSV. K. :AF M Æ Ll: 70 ára var' í gær, laugardag, Ólafur Jónsson, bóndi að Eystra Geldingaholti, Gnúpverjahreppi. ESSMessur Elliheimilið: — Guðsþjónusta kl. 2. Ólafur Ólafsson, kristniboði prédikar. Heimilispresturinn. Fíiudelfía, Hverfisgötu 44: — Sunnudagaskóli kl. 10,30. Guðs- þjónusta kl. 8,30. Thorolf Tönné- sen frá Bandaríkjunum flytur ávarp, ef flugvélin stendur áætl- Brúðkaup í gær voru gefin saman í hjóna band af séra Jóni Þorvarðssyni ungfrú Halldóra Áskelsdóttir, Ak- urgerði 17 og Bjarni Jensson, flug stjóri, Mávahlið 38 og verður heirn ili þeirra þar. EUHjónaefni 15. þ.m. opinberuðu trúlofun sína ungfrú Sunna Söebeck, Foss- vogsbletti 15 og Össur Ström, búrmaður á m.s. Heklu. BBBI Skipin Eimskipafélug íslands h. f.: — Dettifoss fór frá Reyðarfirði í gærdag til Norðfjarðar, Húsavík- ur, Akureyrar og til Norður- og Vesturlandshafna og Reykjavíkur. Fjallfoss fór frá Keflavík í gær- kveldi til Sauðárkróks, Siglufjarð ar og Akureyrar og þaðan til Lond on, Rotterdam, Antwerpen og Hull. Goðafoss er í New York. — Gullfoss fór frá Leith 21. þ.m. til Thorshavn og Reykjavíkur, vænt- anlegur til Reykjavíkur árdegis á mánudag 24. þ.m. Lagarfoss fer frá Turku 25. þ.m. til Gautaborg- ar og Reykjavíkur. Reykjafoss fór frá Reykjavík 21. þ.m. til ísafjarð ar, Akureyrar, Húsavíkur, Rauf arhafnar, Siglufjarðar og þaðan til Bremerhaven og Hamborgar. Tröllafoss fór frá Reykjavík 18. þ.m. til New York. Tungufoss er í Reykjavík. Skipaútgcrð ríkisins: — Hekla er á Vestfjörðum á leið til Rvík- ur. Esja er væntanleg til Akur- eyrar í kvöld á austurleið. Herðu- breið er í Reykjavík Skjaldbreið er á Húnaflóa á Ieið til Akureyr- ar. Þyrill er á Vestfjörðum. Skipadeild S.f.S.: — Hvassafell er í Stettin. Arnarfell fór 15. þ. m. frá Borgarnesi áleiðis til New York. Jökulfell væntanlegt til Fá- skrúðsfjarðar á morgun frá Sas van Chent. Dísarfell væntanlegt til Austfjarðahafna á morgun frá Stettin. Litlafell er í Rendsburg. Helgafell er í Sas van Chent. — Hamrafell fór frá Gíbraltar 18. þ.m. áleiðis til Reykjavíkur. Eimskipafélag Kvíkur U. f.: ■— Katla lestar saltfisk á Norður- landshöfnum. Askja kom til Rio de Janeiro í gær. Aheit&samskot Sólheimadrcngurinn, afh. Mbl.: S G afh. af Sigr. Guðm., Hafnar- firði kr. 50,00; G Ó 50,00; Hrönn kr. 25,00. Bágstadda móðirin, afh. Mbl.: S J kr. 200,00; G Þ 200,00; K K 100,00; María Ólafsdóttir 300,00. ggjFélagsstörf Ungmcnnastúkan Framli-' in: - Fundur í Bindindishöllinni annað kvöld. Aðalfundur. — Mæðrafélagið heldur aöalfund sinn, mánudaginn 24. febr. kl. 20,30, stundvíslega, að Félagsheimili prentara, Hverf isgötu 21. —- Ymislegt Staurinn á Hafnarf jarSarvegi. Landssíminn hefur beðið Mbl. að leiðrétta það í frásögn blaðsins af slysinu á Hafnarfjarðarvegi, að sagt var að staurinn sem lá við vegbrúnina hafi verið síma- staur. Þessi staur er alveg síman- um óviðkomandi og tilheyrir Raf- magnsveitu Reykjavíkur, segir Landssíminn. Hufnfiruingar. — Munið mænu veikisbólusetningunni fyrir full- orðna í barnaskólanum kl. 5—7 mánudag 24. febrúar og þriðju- dag 25. febrúar. — Héraðslæknir. Kvenfélag Néskirkju. — Vegna óska fjölda sóknarmanna verður kvikmynd af vígslu Neskirkju sýnd í dag kl. 3,30 í félagsheimil- inu. — Hvítabandskonur. — Afmæli fé lagsins mánudaginn 24. febrúar í Tjarnarkaffi. Leiðrctling: — I grein í laug- ardagsblaðinu var rætt um út- breiðslu bólusóttar á s.l. ári. Er þar komizt svo að orði, að á s.l. ári hafi 120 þús. manna veikzt af kúabólu. Hér er vitanlega um mis- tök að ræða. í stað kúabólu á í greininni að standa bólusótt, er rætt er um veikina sjálfa. Hins vegar er talað um kúabólu, er menn eru bólusettir. Kúabólusetn ing er bein þýðing á vaccination af lat. vacca: kýr. Afmælisfagnaður Sjálfstæðis- kvennafélagsins Hvatar, verður í Sjálfstæðishúsinu 24. febrúar og hefst með sameiginlegu borðhaldi kl. 7 síðdegis. Ræður, söngur og dans. Sungnar verða gamanvísur. Þær konur sem eiga eftir að sækja aðgöngumiða, geri það í dag. Mið- arnir eru afhentir hjá frk. Maríu Maack, sími 14015 og Ástu Guð- jónsdóttur, Suðurgötu 35, sími 14252. — Söfn Náttúrugripasafnið: — Opið á sunnudögum kl. 13,30—-15 þriðju- dogum og fimmtudögum kl. 14—15 HEIÐA IWyndasaga fyrir börn 13. Inni í stofunni er stigi. Heiða getur ekki á sér setið að klifra upp. Hér er yndislegur ilm- ur af nýju heyi, því að þetta er heyloftið. „Afi, afi“, hrópar Heiða. „Viltu leyfa mér að sofa hér uppi?“ Jú. afa finnst það sjálfsagt, að hún fái leyfi til þess, þegar hún hefir fengið lök og teppi til að sofa við. 14. Afi er nú byrjaður að búa til kvöldmatinn. Hann stingur járngafli í stóran ostbita og held- ur honum yfir eldinum, svo að osturinn verður gullinn og mjúk- ur. Heiða horfir eftirvæntingar- full á hann, en þá hvarflar það að henni, að hún ætti að reyna að gera eitthvað til gagns og byrjar að leggja á borðið. 15. Til kvöldverðar fær Heiða brauð og þennan bargðgóða heita ost — og auk þess fulia skál af volgri geitmjólk. „Namm, hvað þetta er gott, ég hefi aldrei fengið svona dásamlega mjólk“, segir hún við afa sinn. „Þá verð ég að mjólka dálítið meira“. Fja’la- frændi tekur skálina og fer út. Geita-Pétur er nýkominn með geiturnar tvær. FERDIIMAND Betra að vera bíllaus ! u«t r. i. o. oo» O V-openhogen 6339 Spurning dagsins Hvað er yðar álit á þátllöku Íb- lauds í heinisnicLsturukeppniuni ; handknattlcik og vali íslcn/.ka landsliðsinb, sem fer utan i vik- Árni Árnason, form. handknatt- leikssambands Islands: Þátttök- una tel ég sjálfsagða svo framar- lega sem við höf um efni á slíku. En þessu fylgir mikill vandi, það er vandi bæði að sigra og tapa. Sigurvegarinn má ekki ofmetn ast — og sá, sem tapar, má ekki fyllast öfund og missa sjálfstraustið, heldur að notfæra sér reynsluna og búa sig til stærri átaka. Land .iiðið er val- ið af tveim mönnum, og er val þeirra byggt á reynslu þeirra og þekkingu. Ég ber fyllsta traust til þeirra og álít, að úr hópnum, sem fer utan, sé hægt að fá sterkasta lið, sem fsland hefur nokkru sinni átt. Frímann Giinnlaugsson: Þátt- taka okkar er æskileg og vonandi verður hún til þess að efla alla -^mvinnu' ** þrjú atriði, sem mér finnst hafa sætt hvað mestri gagnrýni: 1) Aðeins tveir markverðir hafa ver- ið valdir, en varamarkvörðurinn er markheppnasti maður liðsins. 2f Ekki virðist hafa verið tekið neitt tillit til frammistöðu leik- manna í „pressuleiknum". 3) A. m. k. 3 landsliðsmenn hafa ekki þá getu, sem þarf til þess að leika í íslenzka landsliðinu í dag. Hullsteinn Hinriksson, þjalfari landsliðsins: Við munum hafa gott af því að verða með í keppn- inni, en við ná- um lakari á- rangrl en hægt væri — vegna lélegra æfinga- skilyrða hér heima. Við þurf- um að keppa meira utan húss á stórum völlum og einnig þörfn- umst við stærri innanhússvaiia. — Sérfróðir menn telja engar líkur til þess að við getum sigrað þær þjóðir, sem við munum eiga í höggi við. Um valið vil ég segja sem minnst. Vonandi hefur það tekizt vel. Það er vandi að velja liðið — og nundu sennilega engir tveir hafa gert það eins. Ég full- yrði, að enginn annar en sá, sem séð hefu” leiki F.H., K.R. og f.R. erlendis, hafi þekkingu til þess að velja „rétt“ lið. Landsliðsnefnd hefur auðvitað kynnt sér þetta en æskilegt hefði verið, að nefnd- in hefði farið utan með liðunum. Það hefði auðveldað valið. Hannes Þ. Sigurðsson: Hand- knattleiksmenn eru búnir að bíða í átta ár eftir þessu tækifæri. Á E'-* þessum árum framfarir orðið J í han dkn attleikn | um — og nægir S? að bentfa á utan farir F.H., K.R. vegar finnst mér ^NJhIÍ samæfing lands- liðsins hafa byrjað allt of seint, því að tveir mánuðir nægja ekki, enda þótt einstaklingarnir séu í góðri þjálfun. Ég efast ekki um að landsliðið afrekar því, sem hægt er af því að krefjast. Hvað vali einstakra leivmanna viðkem- ur, vildi ég gera á þvi fjórar breytingar — og sakna ég þar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.