Morgunblaðið - 23.02.1958, Blaðsíða 22
22
MOKCT’ynr 4rtiÐ
Sunnudagur 23. febrúar 1958
Finnar hér á ferðinni
FRETTAMENN drukku í gær
kaffi með Sigurði Magnússyni,
blaðafulltrúa Loftleiða, og nokkr
um Finnum, sem dvalizt hafa hér
á landi í boði félagsins síðan á
fimmtudag. Ferðalangarnir eru
11 saman, og fararstjóri er Lars
Colliander, aðalumboðsmaður
Loftleiða í Helsinki. Félagar hans
starfa flestir við finriskar ferða-
skrifstofur.
Colliander er ungur og rösk-
legur maður. Hann er forstjóri
ferðaskrifstofu, sem nefnist
Ilmailukeskus Oy, er útleggst
Loftferðamiðstöðin h.f., og hefur
verið umboðsmaður Loftleiða í
rúmt ár. Finnar skipta mikið við
hið íslenzka félag, enda flýgur
hvorugt finnska flugfélagið
lagið" nokkuð dýrt. Tvígengis-
miði milli höfuðborganna kostar
4.436,00 kr. — Verðlag hér á
landi töldu gestirnir um helmingi
hærra en í Finnlandi, yfirleitt,
en þó er hótelkostnaður ekki
miklu meiri hér.
Colliander lét vel af íslands-
vistinni. Finnarnir hafa farið
víða um í Reykjavík og ná-
grenni og notið gestrisni ýmissa
aðila. Fararstjóranum varð m. a.
tíðrætt um, að hér norður í hin-
um yztu höfum hefði hann séð
bananatré í fyrsta sinn á ævinni.
Er blaðamenn kvöddu hina
finnsku gesti vantaði einn í hóy
þeirra, sem inn höfðu gengið. Var
það Karl ísfeld, en ljóshærð og
glæsileg blaðakona frá Ilta Sano-
(Finnair eða Kar-Air Oy) til
Ameríku. A síðasta ári fóru um
200 manns með vélum þessara
félaga til Kaupmannahafnar til
að stíga þar um borð í farkosti
Loftleiða og ferðast með þeim
vestur yfir hafið.
Blaðamenn spurðu ýmissa spurn
inga um ferðamál. Finnarnir
sögðu, að ferðamenn gerðu ekki
sérlega tíðreist til þúsund vatna
landsins enn sem_ komið væri.
Ferðalög milli íslands og Finn-
lands eru ekki heldur algeng,
enda vík milli vina, — og ferða-
mat (Kvöldblaðinu) hafði ‘dregið
hann út í horn til að ræða um
Kalevalaþýðingar. — Heim fara
Finnarnir árdegis í dag.
SALONICI, 22. febr. — Júgó-
slavneskur flugforingi lenti hér
eins manns herflugvél og baðst
hælis sem pólitískur flóttamað-
ur 1 Grikklandi. Hefur honum
verið veitt hæli — og flugvélin
send aftur til Júgóslaviu.
Úfvarpshljómsveitin
HLJÓMSVEIT Ríkisútvarpsins
heldur næstu opinbera tónleika
sína í hátíðasal Háskólans sunnu-
daginn 23. febrúar, í kvöld kl.
20.15; undir stjórn hins vinsæla
hljómsveitarstjóra síns, Hans-
Joachim Wunderlich. Senn eru
fjórir mánuðir liðnir frá þvi er
Wunderlich tók við stjórn Hljóm-
sveitar Ríkisútvarpsins, og hafa
Waverly, lowo, U.S.A.
BOBGARTCNI 7 — RL*iv<i/n .
0 BANTAM er eina vélskóflan af þessari heppilegu stærð, sem
fæst á beltum, sjálfknúnum vagni eða sem bílkrani.
0 BANTAM kraninn er að öllu leyti byggður af SCHIELD
BANTAM verksmiðjunum, sem tryggir beztu gæði og hámarks
afköst.
41
0 BANTAM kranar vinna hundruð mismunandi verka á hag-
kvæmasta hátt með 9 mismunandi vinnutækjum, sem öll eru
smíðuð af SCHIELD BANTAM verksmiðjunum.
0 BANTAM er stærsti vélskóflu framleiðandinn í heimi.
0 BANTAM eru ódýrari, vegna hins mikla fjölda, sem framleiddur
er .... og viðhalds og rekstrarkostnaður er ávallt i lágmarki,
jafnvel eftir margra ara erfiða notkun.
0 BANTAM lyftir 6 og 7 smálestum og mokar 3/8 cubic yard skóflu.
0 Sérstök áherzla er lögð á fullkomnar varahlutabirgðir umboðs-
manns vors.
Einkaumboðsm.
sem er hægt
að setja á
þrjár gerðir
undirvagna
TRUCK CRANE BANTAM
T-3S
CRAWtER BANTAM
C-35
SEIF-
PROPELLED BANTAM
CR-35
/
vinsældir hennar ekki minnkað
við það. Hljómsveitin hefur á
þessum tíma leikið bæði mjög
létt verk og jafnhliða vandaðar
tónsmíðar hinna mestu snillinga.
Á tónleikunum í kvöld verða
flutt þrjú verk eftir Ludwig van
Beethoven: Fyrst „Coriolan“-
forleikur op. 62, einn af stór-
fenglegustu forleikjum Beethov-
ens. — Þá leikur hinn vinsæli
píanóleikari okkar, Rögnvaldur
Sigurjónsson, með hljómsveitinni
píanókonsert nr. 1 í C-dúr op.
15. — Konsertinn er að vísu ekki
eitt af mestu snilldarverkum
meistarans, en þrungið æskufjöri
og gleði. — Síðasta verkið á efnis
skránni er Sinfónía í 'C-dúr, hin
svonefnda „Jena“-sinfónía. Tón-
listarfræðingar hafa deilt um
hvort þessi sinfónía væri raun-
verulega eftir Beethoven, en nú
er almennt viðurkennt að svo
sé. — Prófessor Fritz Stein fann
handrit að þessu verki í nótna-
safni tónleikafélagsins „Aca-
demic Concerts" í Jena í Þýzka-
landi árið 1909. Sinfónían ber
þess glögg merki, að hún er æsku
verk höfundar, sennilega samin
meðan Beethoven var enn innan
við tvítugsaldur. — Öll þessi
verk hafa það sameiginlegt að
vera mjög áheyrileg og auðskil-
in, jafnvel fyrir þá, sem kunna
lítt að meta hin þyngri og veiga-
meiri verk þessa mikla snillings.
Tónleikarnir í hátíðasal Há-
skólans í kvöld hefjast kl. 20.15
og er öllum heimill aðgangur
meðan húsrúm leyfir.
Hlátursefni
fyrir 2000 kr.
SIGURÐUR Benediktsson upp-
boðshaldari seldi bækur í Sjálf-
stæðishúsinu síðdegis í gær.
Spegillinn frá upphafi var sleg
inn á 2.000,00 kr. Þetta er í fyrsta
sinn, sem Sigurður selur Speg-
ilinn. Eintakið var gott og 23
fyrstu árgangarnir í fallegu skinn
bandi.
Konuagsskuggsjá („Kongs-
Skugg-Sio“, útg. í Sórey 1768, fal-
legt eintak) 1.400 kr.
Almanak Þjóðvinafélagsins frá
upphafi til 1920, ýmist óbundið
eða í lélegu bandi, 1.100 kr.
Bréf til Láru, 1. útg., 650 kr.
Nokkrar sögur Kiljans (Rvík
1923), frekar slæmt eintak, 620
krónur.
Alþýðubókin (Rvík 1929) 400
krónur.
Kvæði Bjarna Thorarensens (1.
útg., Höfn 1847) 400 kr.
Kvæði Jóns Thoroddsens (1.
útg., Höfn 1871) 500 kr.
Matthías Jochumsson: On the
Tercentenary Commemoration of
Shakespeare. (London 1916, sér-
prentun) 750 kr.
Sigríður Eyjafjarðarsól, leikrit
eftir Ara Jónsson. (Akureyri
1879) 350 kr.
Sigurður heldur enn tvö bóka-
uppboð á þessum veir:
K