Morgunblaðið - 23.02.1958, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 23.02.1958, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ Sunnudagur 23. febrúar 1958 WeÉaí Þýðii.g: Sverrir Haraidsson reí Eftir EDGAR MITTEL HOLZER 45 ^ ^ a þessu á Barbados, eftir að ég frétti lát Brendu. Það var þáttur í sjálfsmeðaumkun minni. — Ég varð að þjázt af alvarlegum sjúk dómi, sem þarfnaðist framlengdr- ar læknishjálpar. Og delirium tremens hefur að mínum dómi ver ið ákjósanlegasta lausnin. Svo var ég líka að reyna að sannfæra hinn afturgengna anda Brendu um það hve sterk skaphöfn mín væri“. Eftir nokkra þögn, sem hlaðin var áleitnum óróleika, spurði hún: „Hefurðu oft þjázt af ímyndun- um?“ „Einu sinni eða tvisvar, þegar lífið virtist alveg sérstaklega óbærilegt... .“ Hann þagnaði, yf- irbugaður af ofurþunga þeirra endurminninga, sem komu fram í huga hans, en nærri samstundis náði hann aftur stjórn yfir til- finningum sínum og sagði: „Ég hef leitað til geðveikralæknis. — Hann var þeirrar skoðunar, að al- ger breyting á umhverfinu myndi lækna mig. Ég fór aldrei að ráð- um hans, vegna þess hve Brenda gagní^k mig gersamlega. Það er aðeins vitneskjan um dauða henn ar, sem gerir mér það kleift að dveijast hérna hjá ykkur“. „Áttu við það, að ef hún hefði verið enn á lífi, þá hefðir þú hald ið áfram að elta hana, hvert sem hún hefði farið?“ ,Já“. Hann teygði úr fótunum, krosslagði þá. „Heldurðu að það geti komið til mála, að sjúkdómurinn taki sig upp aftur?“ „Nei, það átti ekki að geta kom ið fyrir, við þessi lífsskilyrði. — Annars getur maður aldrei verið viss um neitt“. „Ég .... þú mátt ekki halda að ég sé forvitin. ..." Hann beið þess að hún héldi áfram. „Mig langaði til að segja þér — nei, annars. Þetta er bara tóm vitleysa". „Hvað er það, sem þig langar tii að segja mér?“ „Mér er farið að líka vel við þig. — Mjög vel“, sagði hún. „Oh“. 1 þögninni, sem á eftir fylgdi, heyrðu þau ána hvísla á milli runnanna, meðfram bakkanum. Það marraði í köðlunum, sem bundu bát Buckmaster-fjölskyld- unnar við trébryggjuna, þegar hann vaggaði léttilega á fljóts- hylgjunum. Loftið í herberginu var mjög mollulegt. Hitinn virtist ofinn í þéttan hjúp umhverfis þau, eins og spunninn í ósýnilegum, en á- þreifanlegum þráðum út úr hinu draugalega skýi — samanvafða flugnanetinu. Langdregið og veikt kvein í fiðlu, smáug í gegnum næturloft- ið. — „The Scheherazade". „Já“, sagði hann. Aftur varð þögn og nú heyrðu þau fótatak niðri og hlustuðu eftirvæntingarfull. „Logan?“ gat hann sér til. Hún hristi höfuðið. — „Hann hlýtur að vera sofnaður fyrir löngu. Og Ellen lika“. Eftir litla stund heyrðu þau sama hljóðið aftur, thud-thud- thud. Það var einhver berfættur. „Það sakar ekki, þó að ég at- hugi þetta nánar", hvíslaði hann og reis hljóðlega á fætur. „Nei, farðu ekki. Ég held ekki — þetta er kannske ekki neinn raunverulegur....“. „Hvað áttu við?“ „ „Seztu. Gerðu það fyrir mig“, bað hún og hann settist aftur. Brátt heyrðist fótatakið í stig- anum, því næst uppi á ganginum og loks inni í næsta herbergi. Þá gat Gregory ekki setið kyrr leng- ur. Hann spratt örsnöggt á fæt- ur, hljóp í tveimur skrefum að dyr unum, hijóðlaust eins og köttur og var á næsta andartaki kominn að hurðinni á næsta herbergi. Hann leit inn og sá lágvaxna mannveru þokast inn eftir gólfinu. Hljóð- laust og eldsnöggt stökk hann á þennan óboðna gest og hafði hann þegar á valdi sínu. Maðurinn rak upp óblandið undrunaróp, brauzt um og reyndi að slíta sig lausan, en gafst svo upp við alla mót- stöðu. Mabel kom inn í herbergið. „Kveiktu á lampanum", sagði Gregory og hún skjögraði óttasleg in yfir að borðinu og kveikti á lampanum. „Sigmund". Maðurinn brosti aulalega. „í fjórða skiptið. Oh, hamingj- an góða“.. Það var svo áköf og viðkvæm geðshræring í framkomu hennar, að Gregory gat ekki dul- ið undrun sína. „Þarna /sérðu sjálfur. Pabbi hafði alveg rétt fyrir sér, þegar hann sagði að þér væri ekki við bjargandi". Sigmund gretti sig og fór aft- ur að brjótast um, en árangurs- laust. „Þú notaðir þér tækifærið, þeg ar tónleikarnir voru. Þú hefur auð vitað heyrt að Gregory væri kom inn hingað og svo beiðstu eftir tækifæri til að brjótast inn og vita hvað þú sæir eigulegt í farangri hans. Gregory, slepptu honum". Gregory hlýddi — hikandi og með tregðu. „Jæja, farðu þá. Komdu þér héðan út, undir eins. Á morgun kemur presturinn og sækir þig — og þú veizt hvað það þýðir“. Þau fóru með honum niður stig- ann og hleýptu honum út. Inni á ganginum lá Logan sofandi a dýn unni sinni, nakinn, endilangur á bakinu, með opinn munninn. Reyf- aði fóturinn, gildur, ólögulegur vanskapnaður, glansandi hvítur í tungisbirtunni, var á sífelldu iði. Fótatak þeirra á gólffjölun- um, sem sumar hverjar mörruðu undan hverju fótspori, raskaði hvorki ró hans né svefni. Þegar þau komu aftur upp í her bergið, slökkti hún á lampanum og leit í kringum sig, eins og hún ætti von á því að eitthvað óvænt biði þeirra, innan veggja herberg isins. Þægileg viðarlykt barst frá ómáluðu veggjunum, að vitum þeirra. Úti brakaði letilega í báts festunum. „Amar nokkuð sérstakt að þér?“ spurði hann. „Ég var svo viss um, að hann hefði alveg vanið sig af öllum þjófnaði". Hún talaði líkast því sem hún hefði gleymt návist hans. „Hvernig er innbrotsþjófum refsað hér?“ spurði hann. Hún tregðaðist í fyrstu við að svara spurningu hans, en svaraði loks eftir nokkra stund: — „Lög okkar mæla svo fyrir, að þeim skuli ekki refsað á nokkurn hátt fyrir þrjú fyrstu afbrotin. Við að- vörum þá og reynum með fræðslu að beina þeim af giæpabraut þeirra. „En hvaða refsingu fá þeir við fjórða afbrot?“ Skrifborðslampar lar. 295.00 Hentug tækifærisgjöf. Jfekla Hún leit til hans með dapurleg- um alvörusvip: — „Ég ætla að treysta þér. Auk þess hlýturðu fyrr eða síðar að fá vitneskju um það. Hann verður að deyja“. „Deyja?" „Já, ég verð að kæra hann. það er skylda mín“. Hún talaði æstum rómi. — „Hérna höfum við okkar eigin sérstöku lög og hver sá sem fremur eitthvert meiriháttar af- brot í fjórða skipti, verður — verður að deyja, vegna þess að hann er ólæknandi glæpamaður og hættuleg ógnun í samfélagi okk- Hann sat þögull og horfði á hana. „Við höfum okkar eigið mat á mannlegum samskiptum og líf- erni. Þú myndir ekki skilja slíkt — það myndi virðast undarlegt í þínum augum. En ég get fullviss- að þig um það, að við viljum skapa hamingjusamt og heilbrigt samfélag — og til þess að geta framkvæmt það, þurfum við að hafa sterka og hagsýna stjórnar- stefnu og uppræta fyrst og fremst öll skaðleg og óæskileg öfl í samfélagi okkar“. Hún teygði fram hendina og kom við hné hans. „Reyndu að skilja okkur, Gre- gory. Þú mátt ekki hæðast að hátt um okkar og fordæma þá“. Gregory sá, að það fór skjálfti um líkama hennar. Hann laut áfram: — „Reyndu að stilla þig, Mabel. Svo skulum ar“. að yfirheyra þennan þrjót og dæma hann til dauða? Lýtvw hann kannske ekki brezkum lögum? Er þetta ekki brezkt land?“ „Var ég ekki að segja þér áð- an, að við hefðum okkar eigin, leynilegu lög?“ „Leynileg lög?“ „Við erum í hundrað mílna fjar lægð frá allri lögreglu. Enginn ónáðar okkur hér, eða fylgist með gerðum okkar". „En ég man ekki betur, en að faðir þinn hefði sagt mér að þessi safnaðarbyggð væri hér aðeins með leyfi stjórnarvaldanna?" „Já, það er alveg rétt. Þegar efnt var til trúboðs hérna, varð pabbi að fá leyfi til að koma fram sem verndari Indíánanna og stjórnari þeirra — og hann hefur fengið orð fyrir að vera mjög hæfur og réttsýnn stjrónari. Þess vegna lætur stjórnin okkur af- skiptalaus. Og við verðskuldum það líka fullkomlega, að vera lát- in ein og afskiptalaus og fá að gera það, sem okkur sjálfum virð ist réttast og bezt. Sjáðu bara hversu mikið þetta fólk á okkur að þakka. Við veitum því þá fræðslu og menntun, sem stjórnin hefði aldrei haft vilja eða getu til að láta í té. Við höfum eflt og þroskað ímyndunarafl þess og hugmyndaflug, með trúarbrögðum okkar og goðsögnum. Við höfum kennt því að lúta reglum og aga, að vera ánægt með látlausa lifn- aðarhætti og að skilja listir og gildi þeirra. Höfum við ekki fyllsta rétt til þess að setja okk- ar eigin, leynilegu lög, ef við finn um að lög stjórnarinnar eru ófull nægjandi og áhrifalaus fyrir sam félag okkar?“ „Fyrirgefðu", sagði hann. „Ég ætlaði ekki að æsa þig svona upp með orðum mínum“. „Þú hefur ekvi gert það. Það er — ég er æst vegna þess, þess sem kom fyrir áðan — þetta með hann Sigmund". „En hvers vegna ættirðu að vera það — ef bú álítur að hann muni fá réttlátan dóm fyrir af- brot sín?“ „Vegna þess að ég er mann- leg“, sagði hún með ákefð. — „Ég get ekki gert að tilfinningum min um, þó að þér finnist það kannske ótrúlegt. Slíkt er einkennandi fyr ir þá menningu, sem þú ert alinn upp við. i þessum nútíðarheimi ykkar munið þið aldrei eftir því að fólk er mannlegt. Þið búið til hin þrönsýnu, ströngu lög ykkar og ætlist til þess að fólk fylgi þeim, eins og það væru sálarlaua ar vélar, en ekki skyni gæddar líf vei-ur. Hérna höldum við því fram að lög og fyrirmæli verði að vera teygjanleg, vegna þess að mann- legt eðli er teygjanlegt. Við álít- um aga og reglur óhjákvæmileg- ar, en við látum slíkt ekki þrælka okkur. Og við reynum ekki að beita hræsni eða viðkvæmni í skyldustörfum okkar. Stundum þurfum við að gera sumt það, er særir okkur og við viðurkennum þá undanbragðalaust að þau störf séu sár og erfið. En við fram- kvæmum þau engu að síður, vegna þess að það er gagnlegt og nauð- synlegt fyrir hamingju okkar, að þau séu unnin. Og það sem mest er um vert, við reynum ekki aS SHtltvarpiö Sunnudagur 23. febrúari Fastir liðir eins og venjnlega. 11,00 Messa í barnaskóla Kópa- vogs (Prestur: Séra Gunnar Ám» son. Organleikari: Guðmundur Matthíasson). 13,05 Erindaflokk- ur útvarpsins um vísindi nútim- ans; IV: Sálarfræðin (Símon Jóh. Ágústsson prófesaor). 14,00 Miðdegistónleikar (plötur). 16,80 Kafitíminn: a) Hafliði Jónsson og félagar hans leika. b) Létt löjf af plötum. 16,30 „Víxlar með af- föllum", framhaldsleikrit aftir Agnar Þórðarson; 4. þ&ttur end- urtekinn. — Leikstjóri: Benedikt Árnason. 17,15 Einsönguri Yma Sumac syngur suður-amerisk Indíánalög (plötur). 17,30 Barn*- tími (Helga og Hulda Valtýsdæt- ur). 18,30 Hljómplötuklúbburinn (Gunnar Guðmundsson). 20,20 Hljómsveit Rikisútvarpsina leik- ur í hátíðasal Háskólans. Stjóm- andi: Hans-Joachim Wunderlich. Einleikari á pfanó: Rögnvaldur Sigurjónsson. 21,00 Um helgina. Umsjónarmenn: Egill Jónsson og Gestur Þorgrimsson. 22,05 Danslög (plötur). — 23,30 Dagskrárlok. Mánudagur 24. febrúar: Fastir liðir eins og venjulega. 13,15 Búnaðarþáttur: Frá setn- ingu búnaðarþings. 18,30 Fom» sögulestur fyrir börn (Helgi Hjörvar). 18,50 Fiskimál: Á sjó fyrr og nú (Guðbjartur Ólafsson forseti Slysavarnafélags Islands). 19,10 Þingfréttir. — Tónleikar. 20.30 Um daginn og veginn (Séra Sveinn Víkingur). 20,50 Einsöng ur: Jón Sigurbjörnsson syngur; Fritz Weisshappel leikur undir á píanó. 21,10 Erindi: Um heilbrigð ismál (Úlfur Ragnarsson læknir). 21.30 Tónleikar (plötur). 21,45 Upplestur: „Di'engurinn í sand- inum“, smásaga eftir Björn Braga (Steingerður Guðmunds- dóttir leikkona). 22,10 Passíusálm ur (19). 22,20 Úr heimi myndlist arinnar (Björn Th. Björnsson list fx-æðingur). 22,4f Kammertónleik ar (plötur). 23,10 Dagskrárlok. M A R K Ú S Eftir Ed Dodd Króka-Refur fellur inn i girð- ur styggð að þeim. Einn þeirra inguna til hestanna svo það kem- slær hann í höfuðið. ÞriSjudagur 25. febrúar: Fastir liðir eins og venjulega. 18.30 Útvarpssaga barnanna: — „Hanna Dóra“ eftir Stefán Jóns son; VII. (Höfundur les). 18,55 Framburðarkennsla í dönsku. —• 19,10 Þingfréttii-. — Tónleikar. 20.30 Daglegt mál (Árni Böðvars- son kand. mag.). 20,35 Erindi: Hugmyndin um frívex'zlun í Ev- rópu (Gylfi Þ. Gíslason ráð- herra). 21,05 Tónleikar. 21,30 Útvai'pssagan: „Sólon Islandus" eftir" Davíð Stefánsson frá Fagra skógi; IX. (Þorsteinn ö. Stephen sen). 22,10 Passíusálmur (20). —■ 22,20 „Þi-iðjudagsþátturinn". — Jónas Jónasson og Haukur Mort- hens eru umsjónai'menn. 23,20 * Dagskrárlok.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.