Morgunblaðið - 23.02.1958, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 23.02.1958, Blaðsíða 6
6 MORCVNBLAÐIÐ Sunnudagur 23. febrúar 195« Frá Bunaöarþingi: íslenzku ullinni allt of lítill gaumur gefinn Erindi Stefáns Aðalsteinssonar A BÚNAÐARÞINGI í gær flutti Stefán Aðalsteinsson búfjárfræð ingur erindi um ullarframleiðslu Islendinga. Hann hefir á undan- förnum árum unnið að ullar- rannsóknum bæði hér á landi og erlendis. 2 kg. af kind Stefán taldi mjög nærri lagi, að áætla að ullarmagn myndi nema um tveimur kílóum af ó- hreinni ull af vetrarfóðraðri kind í landinu. Þessu til sönnunar nefndi Stefán tölur yfir ullar- magn frá sauðfjárræktarbúunum á Svanshóli í Ólafsdal og á Hrafn kelsstöðum, en á öllum þessum stöðum fást yfir tvö kíló af óhreinni ull af kindinni. Á árinu 1956 komu í verzlanir 688 tonn af hreinni ull, sem sam- svarar um 1200 tonnum af ó- hreinni ull. Tala fjár í fardög- um 1956 var rúm 700 þúsund og hefði ullarframleiðslan því átt að vera um 1400 tonn ef 2 kg. hefðu fengist af kindinni. Vant- ar því um 200 tonn á að öll ull- arframleiðslan komi til nytja, eða um 14% af áætlaðri uiiarfram- leiðslu í landinu. Ekki borgi sig að rýja Ástæðurnar fyrir þvi að svo illa er hirt um ullina taldi Stefán vera þrjár. í fyrsta lagi telja margir að ekki borgi sig að rýja vegna þess að ærnar geldist það mikið við rúninginn að verðmæti ullarinn- ar nægi ekki til að bæta upp það tap, sem fram kemur í rýrari dilkum. Þetta taldi Stefán þó vera veigalitla afsökun fyrir því að rýja ekki. Ástæða er til að ætla að ærnar þrífist það miklu ver í reifinu en rúnar í meðal- sumri. Er því ekki réttlætanlegt að sleppa fé viljandi í ull nema vorveðrátta sé mjög köld og ærn ar illa filldar. Fólksfæð í öðru lagi gengur margt fé í ullu yfir sumarið vegna þess að ekki eru tök á að rýja það sök- um fólksfæðar. Úr þessum vand- kvæðum má þó bæta að miklu leyti með réttum vinnubrögðum við rúning. Misjöfn vinnubrögð Um vinnubrögð við rúningu fórust Stefáni orð á þessa leið: „Það er von að mönnum sæk- ist seint að rýja þegar vinnu- brögðin eru þannig, að þrír full- orðnir karlmenn eru í 15 mín. að rýja eina kind, en þetta hefi ég séð hér á landi. Einn hélt í kind- ina, en hinir kroppuðu af sinni hliðinni hvor með bitlausum klippum. Þeir, sem klipptu, voru þó prýðilegir verkamenn til allr- ar annarrar vinnu. Er mér ekki grunlaust um, að þessi afköst séu allt of algeng. En með þessum vinnubrögðum er það vikuverk fyrir þrjá menn að rýja 300 fjár, ef þeir vinna 10 stundir á dag, og er þá eingöngu talinn sá tími, sem fer í að rýja, en ekki smöl- un né snúningar. Ég hef líka séð önnur vinnu- brögð við rúning. í júní í fyrra var ég á Hálandasýningunni svo- kölluðu í Skotlandi, sem er mjög umfangsmikil landbúnaðarsýn- ing. Kindur klipptar á mínútu Þar sýndi núverandi heims- meistari í rýingum, hvernig fata ætti að rýja með vélklippum. Þessi maður er Ný-Sjálendingur og setti heimsmet sitt í heima- landi sínu, þegar hann klippti 456 kindur á 9 klukkustundum eða kindina á einni mínútu og 11 sekúndum að meðaltali. Á sýningunni í Skotlandi lék hann sér að því að klippa kindina á einni mínútu, og er þá tíminn tekinn frá því að klippurnar voru settar í gang og þar til kind- in var laus við reyfið. Það skal tekið fram, að kindurnar þurfti að klippa frá eyrum og aftur á rófu og allan kviðinn. Vitanlega getur enginn haldið þessum hraða við rýingar án hvíldar og frátafa, en þó að færu þrjár mínútur í að rýja hverja kind, tæki það góðan rúnings- mann ekki nema 15 klukkustund- ir að fletta af 300 fjár, og ef 6 mínútur fara í að rýja hverja kind, fara samt ekki nema 3 dagsverk í að rýja 300 fjár“. Rúningsnámskeið Stefán benti á nauðsyn þess að notuð væru rétt vinnubrögð við rúninginn. Sagði hann um það efni: „Það er vafalaust óvíða jafn mikil þörf á að nota rétt vinnu- brögð og við rúning en því miður eru þeir allt of fáir sem þau kunna. Er full þörf á að koma á námskeiðum í rýingupi þar sem færir rúningsmenn kenna rétt handtök á kindinni og rétta notkun verkfæranna sem klippt er með. Því miður hefur verið erfitt að fá góðar sauðaklippur undanfarið en nú mun væntan- lega fást eitthvað af góðum klipp- um í vor“. Vélklippur hafa ögn verið reyndar hér á landi en góðs ár- angurs af notkun þeirra er ekki að vænta fyrr en menn kunna rétt handtök við notkun þeirra. Ullarverðið Þriðja ástæðan fyrir því að ullin kemur ekki öll til nytja, sagði Stefán vera verðið á ull- inni. Meðal útflutningsverð ull- arinnar árið 1956 var 28,40 kr. á kg. af hreinni ull eða um 15,75 kr. á kg. af óhreinni ull og verð til bænda fyrir framleiðslu árs- ins 1956 mun vera náiægt 11,80 kr. Útflutningsuppbætur eru að vísu greiddar á ull en koma þó ekki fram í hækkuðu ull- arverði til bænda, heldur eru þær notaðar til verðuppbótar á útfluttu dilkakjöti. Hefðu þessar uppbætur verið greidd- ar beint á ullina mun láta nærri að bændur hefðu fengið 21 kr. pr. kg. af óhreinni ull árið 1956 og má telja það mjög hagkvæmt verð. Taldi Stefán að bændur myndu hirða bet- ur um ullina ef þeir gerðu sér ljóst hvers virði hún er þeim í raun og veru. Þá benti Stefán á að verðmæti þeirra 200 tonna sem farið hefðu forgörðum af ársframleiðslunni 1956 næmi rúmum 4 milljónum króna með útflutningsuppbótum. Gæði íslenzku ullarinnar Islenzka ullin er mjög misjöfn að gæðum, en fyrir liggja óyggj- andi sannanir um að bezti hluti hennar sé mjög verðmætur vegna sérkenna sinna. Dró Stefán fram ýmis dæmi máli sínu til sönnun- ar. • Ef kynbæta á fé með tilliti til ullar eru til í íslenzka fjár- stofninum einstaklingar með ákjósanlega ull bæði hvað magn og gæði snertir. Áftur á móti eru helztu gallarnir á ullinni þeir að of mikið er í henni af illhærum bæði rauðgulum og hvítum, þelið er oft lítið en togið of langt, gróft og Ijótt áferðar. Ekki er nokkur vafi á því að sameina má kynbætur á sauðfé bæði með til- liti til kjöt- og ullargæða. Bóndinn nýtur ekki ullargæðanna Eins og nú er háttað uppgjöri til bænda fyrir ull hér á landi er bóndinn ekki látinn njóta þess nema að mjög litlu leyti þótt hann leggi sig allan fram að vanda meðferð ullarinnar og eigi ullargott kyn. Þetta þyrfti að breytast þannig að hverjum ein- stökum bónda væri greitt það verð fyrir ullina sem hann á skilið. Myndi það vera öruggasta leiðin til þess að meðferð ullar- innar batnaði og unnið yrði að Útvarpið og málfærið LUSTANDI skrifar til Vel- vákanda: „Mikið er rætt um útvarpið manna á meðal, sem er eðlilegt, því að þetta snertir okkur alla, og satt að segja er það ekki allt- af hrós, þó að slíkt virðist tam- ast þeim, sem eru að fást við að rita um útvarpssendmgarnar í blöðin, en sumt þykir það part- ískt eða hálfpólitískt. í þessum fáu línum verður ekki krufið neitt til mergjar, né talað um „sönglistina", sem myndi verða kafli fyrir sig. Ekki hefur þó enn komið til þess, að syngja mætti passíu- sálmana á föstunni, sem áður mun hafa verið bent á af öðrum, að væri bezt viðeigandi, enda nú góð tök á því. Prestvígður maður sagði nýlega: „Ég er orðinn hund leiður á þessum passíusálma- lestri hjá þeim“ og þótti það ekki illa mælt. En til er, segja fróðir menn, svo kallað „tregðu- lögmál" (Sbr. „þeim er ekki úr að aka“), og gildir það víst í út- varpinu eins og fleiri stofnunum, ef þá ekki er um hreina sér- vizku að ræða. Þó að ekki sé gengið inn á efni máls (útvarpsefni eða þætti), sem sumt er of lélegt til þess að menningarstofnun beri það á borð, skal hér að eins drepið á fáein málfarsatriði. Nú er þar fastur liður auglýsinga um' það, sem þeir kalla. „Fundir og mann- fagnaður" og er þá hið síðara notað um opinberar og almennar skemmtanir, leikhús, kvikmynda hús o.fl., en það er rangt eftir almennri málvenju. Það heitir bara skemmtanir, eins og verið hefur og er ágætt orð, en mann- fagnaður er það, sem menn gera eða geta gert sér til skemmtunar eða gleðskapar sjálfir, á sam- komum eða þvíl. Ég hef heyrt sagt, að á þetta hafi einnig verið bent áður, en víst látið eins og vind um eyrun þjóta. Hvað segja annars málfræðingar um þetta? í einum útvarpsþætti, en hon- um virðist ekki hafa farið fram (og sumir jafnvel halda að stund um geri fullmikið að því að „til- kynna“ ýms fyrirtæki), er farið að tala um höfundana og flutn- ingsmenn sem „umsjónarmenn“ (þáttar), sem i almennri notkun kynbótum með tilliti til ullar- gæða. Það eru ekki eingöngu verð- mæti ullarinnar sem myndu auk- ast við útrýmingu á hvítum og rauðgulum illhærum, og grófu togi, sagði Stefán. Gærurnar myndu taka algerum stakkaskipt um. Nú eru það hvítu, ullarmiklu og áferðarfallegu gærurnar, sem eftirsóttastar eru til loðsútunar. En guli liturinn og' grófa togið er til stórlýta. En eins og kunn- ugt er eru fallegar loðsútaðar gærur mjög verðmætar. t Að síðustu fórust Stefáni Aðal- steinssyni orð á þessa leið: „Enginn vafi er á því, að þeir gallar, sem eru mest áberandi á ull og gærum íslenzka fjárins, rýra verðgildi þessara vara til muna. Um hitt má deila, hversu hátt verð er hægt að fá fyrir bezta hluta þessarar framleiðslu. Ræður það úrslitum um fram- kvæmdir þeirra umbóta, sem hér hafa verið ræddar, hvort fyrir- höfnin við þær fæst greidd í hærra verði. Á það má t. d. benda, að vel gæti svo farið við nákvæmt gæðamat á ull og gær- um, að lakasti hluti þessara vara yrði illseljanlegur. Gæti verð- rýrnun á lakasta hlutanum því etið upp ágóðann af bezta hlut- anum. En ef svo færi, að við yrðum að játa, að mikill hluti af fram- leiðslunni væri mjög lítils virði, er það einmitt bezta sönnun þess, að átaka sé þörf til úrbóta". þýðir eftirlitsmenn. í þess stað ætti að segja, að þessir eða hinir „annist um“ þáttinn eða efnið, sem nær fyllilega hinu rétta og er _ mjög auðvelt í meðferð. í bernsku útvarpsins hér voru ákveðinn og skilgreind heitin: Fréttir (almennar fréttir, tíðindi) og fregnir (veðurfregnir), sem er mjög snjallt, en þó eru ekki all ir, í útvarpi og veðurstofu, búnir að læra það ennþá eða mismun- inn á því. Nú finnst almennings- mönnum, að einhver ráðamaður ætti að kenna þeim þetta, þó að einfalt kunni»að þykja, og munu hlutaðeigandi þá vafalaust geta numið það. Loks er eitt (félags)heiti, sem oft er á vörum manna í útvarpi og víðar: „Krabbameins-félag“, sem víst réttast mundi þýða fé- lag eða félagsskap til að stuðla að krabbameini, sem alls ekki er tilætlunin, heldur á þetta að vera krabbavarnafélagr, krabbavörn, eins og berklavarnarfélag, berkla vörn, sem er í alla staði ágætt heiti, enda fjölluðu þar um mál- hagir menn. Ættu hinir gáfuðu aðstandendur félagsskaparins, eða meðal læknanna yfirleitt að gera hér bragarbót, sem mundi mælast sérlega vel fyrir. Jólasálmurinn G svo kemur hér jólasálmur- inn, sem við þekkjum bezt sem Heims um ból, í þremur út- gáfum til að menn geti borið þær saraan. Um tilgang þess saman- burðar vísast til þáttarins í gær. Þýzki frumtextinn eftir Joseph Mohr er þannig: Stille Nacht, heilige Nacht! Alles schláft, einsam wacht nur das traute, hochheilige Paar. Holder Knabe im lockigen Haar, schlaf in himmlicher Ruh! Stille Nacht, heilige Nacht! Hirten erst kundgemacht; durch der Engel Halleluja tönt es laut von fern und nah: Christ, der Retter ist da! Stille Nacht, heilige Nacht! Gottes Sohn, oh wie lacht Lieb aus deinem göttlichen Mund, das uns schlágt die rettonde Stund, Christ, in deiner Geburt. íslendiiigar í Stuttgart stofna með sér fclag STUTTGART, febr. — Hinn 31. janúar 1958 var stofnað „Félag íslendinga í Stuttgart". Félagar geta orðið allir þeir íslenzkir rík- isborgarar, sem dveljast í Stutt- gart eða nágrenni. Stofnfundur var haldinn í ný- tízkulegasta stúdentaheimili Þýzkalands, Max-Kade-Heim. Og sóttu hann 16 íslenzkir stúdent- ar, sem stur.da nám við tækni- háskólann í Stuttgart. Tilgangur félagsins er m.a. að gæta hagsmuna íslendinga á fé- lagssvæðinu og efla samband þeirra á meðal. Einnig skal það stuðla að aukinni kynningu á ís- landi og íslenzkum málefnum. Félagsmenn komu sér saman um að fela eftirfarandi mörúímn stjórn félagsins: Ormar Guðmundsson, formað- ur; Guðmundur Ó. Guðmundsson, ritari; Ingi Axelsson, gjaldkeri. Til vara: Ólafur H. Óskarsson, Guðmund ur Kr. Guðmundsson, Hólmgeir Jónsson. Félagsmen líta björtum augum á framtíðina og hlakka til starfa- ins, sem fram undan er. Senda þeir kærar kveðjur heim. — Ó.H.O. Texti Sveinbjarnar Egilssonar: Heims um ból helg eru jól, signuð mær son Guðs ól, frelsun mannanna, frelsisins lind, frumglæði ljóssins, en gjörvöll mannkind meinvill í myrkrunum lá. Heimi í hátíð er ný, himneskt ljós lýsir ský, liggur í jötunni lávaröur heims, lifandi brunnur hins andlega seims, konungur lífs vors og ljóss. Heyra má himnum í frá englasöng: „Allelúja". Friður á jörðu, því Faðirinn er fús þeim að líkna, sem tilreiðir sér samastað Syninum hjá. Texti Matthíasar Jochumssonar: (í Ljóðmælum Matthíasar, út- gáfunni frá 1936, er sálmurinn talinn meðal kaþólskra sálma, er Matthías þýddi úr dönsku árið 1908 eftir beiðni Marteins Hóla- biskups Meulenbergs. Þessi texti er sunginn í kaþólsku söfnuðun- um hér á landi um öil jól). Hljóða nótt! Heilaga nótt! Hvílir þjóð þreyttan hvarm, nema hin bæði, sem blessuðu hjá barninu vaka með fögnuð á brá. Hvíldu við blíðmóður barm! Hljóða nótt! Heilaga nótt! Hjarðlið, þei, hrind þú sorg: Ómar frá hæðunum englanna kór: „Yður er boðaður fögnuður stór: Frelsari í Betlehemsborg.11 Hljóða nótt! Heilaga nótt! Jesú kær, jólaljós leiftrar þér, Guðsbarn, um ljúfasta brá, ljómar nú friður um jörð og sjá, himinsins heilaga rós! Nú verða menn sjálfir að dæma um það, hvort texti Sveinbjarnar er þýðing eða ekki. Óneitanlega er hann allfjarri þýzka textanum, en Sveinbjörn hefur þó auðsjáan lega haft hann til hliðsjónar. Séra Matthías heldur sér meira við frumtextann, þó að hann fjar lægist hann nokkuð í síðasta erindinu, ef Velvakandi skilur þýzkuna rétt. sttrit'ar ur daglega lífinu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.