Morgunblaðið - 23.02.1958, Page 24

Morgunblaðið - 23.02.1958, Page 24
VEÐRIÐ Austan kaldi, léttskýjaff, frost 3—5 stig'. (WgtUtMlt&Ífr 46. tbl. — Sunnudagur 23. febrúar 1958. Reykjavíkurbréf er á bls. 13. Utanríkisráðuneytið staðfestir frá- sögn Mbl. um vörubrask Regins Ekki fleiri skip teldn i landhelgi um 30 ára skeið Jáfar að leyfishafinn hafi misnotað aðstöðu sína Eftirfarandi fréttatilkynning frá Utanrikisráðuneytinu barst blaðinu i gær VEGNA skrifa Morgunblaðsins í gær vill utanríkisráðuneytið taka fram eftirfarandi: í marzmánuði 1957 var samið um, að íslenzkir aðalverktakar sf. tækju að fullu við framkvæmd- um fyrir varnarliðið í stað banda rískra verktaka. Jafnhliða var samið um, að íslenzkir aðalverk- takar sf. annaðhvort keyptu af verkfræðingadeild varnarliðsins eða fengju til afnota ýmsar bygg- ingar á Keflavíkurflugvelli, verk- stæði, efni, tæki, varahluti og önnur áhöld, sem þar voru til staðar og þyrfti að nota við fram- kvæmdir. íslenzkir aðalverktakar sf fóru þess nýlega á leit við ráðu- neytið, að það heimilaði þeim, að nokkrar birgðir af byggingarefni o. fl., sem safnazt hefur saman og félagið hefði ekki not fyrir, fengust tollafgreiddar samkvæmt mati og ráðstafað á innlendum markaði. Ráðuneytið heimilaði íslenzk- um aðalverktökum sf. þetta, varð andi vöruafganga. Jafnframt ritaði róðuneytið lög reglustjóranum á Keflavíkurflug- velli og fól honum að dómkveðja tvo matsmenn til þess að meta umrædda vöruafganga til tolls. Eftir að íslenzkir aðalverktak- ar sf. höfðu haíið flutninga á um- ræddum vörum út af Keflavíkur- flugvelli, taldi Sölunefnd varnar- liðseigna, að farið væri inn á verksvið nefndarinnar, þar sem um fleiri vörur væri að ræða en þær sem talizt gætu vöruafgang- ar. Ráðuneytið gerði þegar hinn 19. þ. m. ráðstafanir til þess að stöðva flutningana og er málið í athugun. Þess er rétt að geta, að Sam- einaðir verktakar fengu á síðast- liðnu hausti heimild ráðuneytis- ins til að flytja út af Keflavíkur- flugvelli vöruafganga með svip- uðum hætti. Utanríkisráðuneytið, Reykjavík, 22. febrúar 1958. Þessi fréttatilkynning ráffu- neytisins hrekur í engu þaff sem skýrt var frá í Morgunblaffinu í gær um braskiff meff varnarliffs- vörurnar, heldur stafffestir í meginatriffum þaff, sem blaðiff skýrffi frá. Það er athyglisvert í fréttatil- kynningunni að hið útgefna leyfi á fyrst og fremst að hafa verið fyrir afgöngum af byggingarefni og er ekki um aff villast aff ráffu- neytiff telur aff Reginn hf. hafi misnotaff þaff leyfi ráffuneytisins, enda voru vörur þær sem félagiff flutti út af vellinum og keypti, alls konar varningur, sem ekkert á skylt viff byggingarefni, er með venjulegum hætti gæti talizt til vöruafganga, s. s. fatnaður, teppi og rúmföt og margvísleg önnur vefnaffarvara, kæliskápar, eldhús áhöld og skrifstofuvélar, svo dæmi séu nefnd, en vörutegund- irnar skiptu alls hundruffum. Fréttatilkynning róðuneytisins staðfestir því að hér er um stór- fellt misferli að ræða, þótt ráðu- neytið reyni svo sem unnt er að breiða yfir hneykslið. Þess er rétt að geta að það mun algerlega rangt, sem segir í frétta tilkynningunni að Sameinaðir verktakar hafi fengið leyfi til að flytja út af Keflavíkurflugvelli vöruafganga „með svipuðum hætti“ eins og leyfi ráðuneytis- ins til Regins hf. á að hafa hljóð- að um. Þaff leyfi sem S. V. fengu og var í mjög smáum stíl miðað við þau ósköp, sem hér er um að ræða, náffi affeins til afganga, sem S. V. höfffu sjálfir flutt inn og notaff viff framkvæmdir á Kefla- víkurflugvelli. Þessu er hins veg- ar ekki til að dreifa í sambandi Guðriin Á. Símonar í „3. dagskrá64 BBC Það er næsta fátítt að ísl. lista- mönnum sé boðið að koma fram í brezka útvarpinu. Út af þessu brá þó á föstudagskvöldið, því að þá söng þar hin víðfræga lista- kona, Guðrún Á. Símonar. Kom hún fram í „3. dagskrá". í Bretlandi er dagskrá þessi einnig nefnd, menningardagskrá in eða „háskóli loftsins“. Svo sem þessi nöfn gefa til kynna, er ein- göngu flutt 1 dagskrá þessari margskonar klassísk efni og eru flytjendur jafna valdir úr hópi beztu listamanna eða annarra af- burðamanna. Má þess t.d. geta að m.a. úrvalsefnis er einvörð- ungu flutt þar sígild tónlist, dag skráin er einkum ætluð hinum vandlátari hlustendum, enda þyk ir það mikill frami að koma fram í „3. dagskránni". — Á föstu- dagskvöldið söng Guðrún Á. Sím onar eingöngu íslenzk lög, níu talsins, og voru þau þessi: Fugl- inn í fjörunni og ísl. vöggulög á hörpu eftir Jón Þórarinsson, Kossavísur og Sáuð þið hana systur mína, eftir Pál ísólfsson, Hættu að gráta hringaná og Sofðu rniga ástin mín, eftir Svein björn Sveinbjörnsson, Vögguljóð og Kom eg upp í Kvíslarskarð, eftir Sigurð Þórðarson, Sortnar þú ský eftir Emil Thoroddsen. — Undirleik annaðist einn af aðal- undirleikurum BBC, Clifton Helli well. Lög þessi söng Guðrún inn á segulband er hún var í Lundún- um á sl. hausti. við Reginn hf. Er þar um allt annað að ræða og hafa slík við- skipti aldrei áður verið heimiluð neinum nema Sölunefnd varnar- liðseigna, sem er opinber aðiii. Hins vegar er rétt að vekja at- hygli á því, að matsmennirnir, sem kvaddir voru til að meta vör- urnar til tollskráningar, voru ekki tilnefndir af varnarmála- deild, eins og Mbl. sagði í gær, heldur dómkvaddir af lögreglu- stjóranum á Keflavíkurflugvelii. Aðol- íundur Heim- dullor HEIMDALLUR, F.U.S., heldur aðalfund í dag kl. 2 síðd. í Sjálf- stæðishúsinu. Á fundinum fara fram venju- leg aðalfundarstörf. Varðoríundur ó þriðjudag LANDSMÁLAFÉLAGIÐ Vörffur mun halda fund í Sjálfstæffishúsinu n.k. þriffju- dag kl. 8.30 og verffur Bjarni Benediktsson, ritstjóri, frum- mælandi. Nánar verffur skýrt frá fundi þessum í þa-iffjudags- blaðinu. Frá Alþingi Pétur Sigurðsson forstjóri Landhelais- gœzlunnar mjög ánœgður með varð’- gœzlu flugbátsins Rán í GÆRKVÖLDI skýrði Pétur Sig urðsson forstjóri Landhelgis- gæzlunnar frá því útvarpinu, að á árinu 1957 hefðu 33 skip verið staðin að ólöglegum veiðum, en þar af voru erlendir togarar 14, en hin skipin voru innlendir dragnótabátar. Kvað Pétur Sig- urðsson þetta vera mesta fjölda skipa, sem staðin hafi verið að broti gegn landhelgisveiði hér við land sl. 30 ár. p Forstjórinn gerði síðan grein fyrir landhelgisgæzlu skipanna almennt, en varðskipin hafa alls siglt 193.000 sjómílur á árinu, og varðflugbáturinn Rán sem tók 4 togara að veiðum, flaug 53.000 mílur, en flugvélin flaug nú meira en nokkru sinni fyrr, en Rán naut að sjálfsögðu aðstoðar varðskipanna og var það Þór í 3 skipti en Albert í eitt. Gat Pét- ur þess að á árinu hafi verið byrjað á gæzluflugi að nætur- lagi, en Rán hefur verið búinn ljóskastara radartækjum og fleira og kvað forstjórinn þetta hafa gefið mjög góða raun. Hér gat forstjórinn þess enn- fremur að varðskipln hefffu v*ltt innlendum og erlendum skipum aðstoð í rúmlega 120 skipti, þá sagði hann frá fiski- og hafrann- sóknarstarfi, en Landhelgisgæzl- an lagði til í þessu skyni Maríu Júlíu og svo Ægi. Taldi Pétur ástæðu til þess að athuga hvort ekki sé rétt að hafa eitt skip ein- göngu í þessum rannsóknum áriS um kring. Á árinu voru 10 tundurdufl gerff óvirk, þar af höfðu togarar feng- ið sex dufl í vörpur sínar, en hin rak á land á Norðurlandi. Nokkrum orðum vék Pétur Sigurðsson að eflingu gæzlunnar og komst hann m.a. svo að orði: Efling gæzlunnar þarf okki beinlínis að þýða fleiri varðskip, heldur hæfari skip, — þ.a.a.i. gangmeiri og þar af leiðandi yf- irleitt stærri, — eða þá ef betur þætti henta, fleiri flugvélar, hrað báta eða jafnvel .kafbáta. Hins- vegar eru minni og þar af leið- andi ódýrari skip ágæt til báta- aðstoðar. Hvert einstakt þessara tækja getur ekki leyst allan vanda, — hvert þeirra hefir sína kosti og galla. Fjárráðum okkar ebu takmörk sett, og því er verið að reyna að ná sem beztum áiv angri á sem ódýrastan hátt, sagði forstjórinn. — Sikpulagning og viðbragð*- flýtir er kjörorð nútímans, — og það gildir ekki síður á þessu sviði sem öðru. Af eðlilegum ástæðum hafa landhelgismálin ætíð átt óskiptri athygli alþingis og ríkisstjórna að fagna, — enda veit ég að þeim er vel ijóst að stækkuð fiskveiði landhelgi krefst eðlilega aukinn- ar gæzlu, — og ég býst við að all- ir séu sammála um að leysa það vandamál á sem hagkvæmastan hátt, fyrir okkur alla, sagði Pétur Sigurðsson að lokum. Veðrasamui vetur ó Hólsfjöllum Þangað hafa bílar ekki komið síðan um miðjan desember DEILDARFUNDIR verða á Al- þingi á morgun. í efri deild verð ur 3. umr. um frumv. um kostnað við rekstur ríkisins; 2. umr. um réttindi verkafólks. í neðri deild verður 1. umr. um frumv. um breytingar á hegningarlögunum og 18 önnur frumv. sem standa í sambandi við hegningarlagabreyt inguna. Einnig verður 2. umr. um frumv. til umferðarlaga. GRUNDARHÓLI, á þorraþræl — Fjárgeymsla hefur verið bænd- um nokkuð erfiðari hér í vetur en undanfarna vetur. Er það einkum vegna þess, hve veðra- samt hefur verið. Jörð hefur alltaf verið nokkur, en þó mis- jöfn og voru storkur á tímabili, upp úr áramótum og fram til þorrakomu. Þá hlánaði og gerði góða jörð. Misjafn afli hjó Horna- fjarðorbótum Villandi veðurspá orsakaði landlegu í ágætu veðri HÖFN, Hornafirði, 28 febrúar. — Hornafjarðarbátarnir hafa róið alla þessa viku. Afli hefur verið misjafn, frá 3 lestum upp í 11 lestir. Mb. Akurey veiddi nokk- uð af loðnu í háf um daginn, en illa fiskaðist á loðnuna. Mb. Fanney kom hingað inn í gærkveldi, en báturinn er á loðnuveiðum fyrir Vestmannaeyj ar. — Hafði Fanney fengið 15 tunnur af loðnu. Góff handfæraveiffi Mb. Hafbjörg frá Neskaupstað hefur komið hér inn tvo daga í röð með ágætisafla á handfæri, sem hún hefur veitt hér rétt utan við ósinn. Var Hafbjörg með 7 lestir annan daginn og 8 lestir hinn. Aflinn var stór þorskur. Villandi veffurspá Tveir Hafnarfjarðarbótar hafa verið hér með net og lítið fengið. Þó mun afli eitthvað vera að glæðast hjá þeim. Bátarnir reru ekki í gærkveldi vegna ótryggr- ar veðurspár. Þeir hefðu þó ekki getað fengið betra sjóveður en i dag. Þegar spáð er fyrir suð- austurmið, er það svo mikið svæði, að alveg ólíkt veður get- ur verið vestur undir Portlandi og hér áustur við Stokksnes, eða ef til vill austar. Það þyrftu að vera nákvæmari skil á milli svæð anna en nú eru. — Gunnar. Hroea ganga úti Þorrinn hefur verið nokkuð snjóasamur en þó er ekki kom- inn mjög mikil fönn. Er dálítil jörð enn ef vel viðrar. Milli 50—60 hross eru enn á útigangi og hafast vel við en þó hafa stormarnir átt illa við þau og eru þau lakari af þeim sökum en búast hefði mótt við. Nokkur vanhöld urðu á fé, fyrrihluta vetrar vegna veðra en þó ekki tilfinnanleg. Gangandi í póstferffum Samgöngur hafa engar verið með bílum síðan um miðjan desember og hefur pósturinn far- ið ýmist ríðandi eða gangandi í póstferðirnar. Fóður og matvæli eru nægileg til í hreppnum til vors. —Víkingur.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.