Morgunblaðið - 23.02.1958, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 23.02.1958, Blaðsíða 1
24 slðUK 45 árgangur. 46. tbl. — Sunnudagur 23. febrúar 1958. Prentsmiðja Morgunblaðsin* Þegar kommúnistar komust í ráðherra- stóla gáfust þeir upp í landhelgismálinu Um hvað hafa stjórnarflakkarnir „bundizt fastmælum" eftir Genfarfundinn ? Kymdarleg frammistaða sjávar- útvegsmál aráðherra KOMTMÚNISTAR hafa nú gert sér það ljóst, aö umræöur þær, lem undanfariö hafa farið fram, bæöi á Alþingi og í blööum um landhclgismálin, hafa sýnt þjóö- iuni, hve léleg frammistaöa sjáv ■rútvegsmálaráðherra kommún- Ista og ríkisstjórnarinnar i heild hei'ur veriö í þessum þýðingar- miklu málum. Áöur en vinstri ■tjórnin var mynduð héldu lccmmúnistar uppi höröum árás- um á leiötoga Sjálfstæöisflokks- ins, sem alla forystu höfðu haft um aögerðirnar í landhelgis- og friöunarmálunum undanfarin ár, fyrir að hafa ekki þegar ráðist í nýja útfævslu fiskveiðitakmark- Komust i ráðherrastóla — eg gerðu ekkert hegar svo kommúnistar eru ajálfir seztir í ráðherrastóla, gera þeir ekki neitt í málinu í hálft annað ár. Hins vegar bera þeir samráðherra sína svika- brigslum fyrir að þeir hafi hindr- að framkvæmdir í landhelgis- málinu og skamma Sjálfstæðis- flokkinn fyrir að hann hafi ekki viljað samvinnu við sig um mál ið. Öllu aumari og vesældarlegri gat frammistaða Lúðvíks Jósefs- sonar ekki verið, enda lætur hann nú „Þjóðviljann“ hafa eftir sér hreystiyrði eftir að hann er flog- inn til Genfar. í þessu skrumi sínu í kommún- istablaðinu segir Lúðvík í fyrsta lagi, að hann hafi alltaf vitað hvað átti að gera næst í landhelg ismálinu. í öðru lagi segir hann, að íslendingar eigi fullan rétt til landgrunnsins umhverfis land sitt. En þrátt fyrir þessa vitneskju kommúnistaráðherrans varð nið- urstaðan sú, að hann gerði ekk- ert til að framkvæma stefnu sína í landhelgismálinu eftir að hann var orðinn ráðherra. Hann át of- an í sig stóryrðin um að aðrir hefðu „svikið" í málinu, en tók þó að brigzla sinni eigin stjórn um „undanhald“ og „óheilindi“. Sjálfstæöismenn fúsir til samvinnu Það er margsannað, að Sjálfstæð- ismenn voru fúsir til samvinnu við stjórnina um landhelgis- og friðunarmálin. En þeim var ekki boðið upp á hana fyrr en stjórn- in með sjávarútvegsmálaráðherr ann í broddi fylkingar hafði tek- ið ákvörðun um það, hvernig á því skyldi haldið, slegið því föstu að öllum aðgerðum skyldi frestað fram yfir Genfarfundinn, sem nú er að hefjast. Þjóðviljinn hefur það í gær eft- ir Lúðvík, að þegar frestun að- gerða fram yfir Genfarráðstefn- una hefði verið ákveðin, hafi það jafnframt verið „fastmælum bundið innan ríkisstjórnarinnar, hvernig staðið skuli að málúm að ráðstefnunni lokinni". Hversvegna var þá beðið? Við þessar upplýsingar hlýtur sú spurning að vakna, hvers vegna hafi þá verið beðið eftir ráðstefnunni, ef ríkisstjórnin var búin að „binda það fastmælum", hvernig hún ætlaði að haga fram kvæmdum sínum? Á það má einnig benda, að rík- isstjórnin, sem segizt hafa boðið Sjálfstæðisflokknum upp á sam- vinnu um þessar framkvæmdir hefur engar upplýsingar gefið honum um það, hvaða ráðstafanir hún hyggist gera, um hvað stjórn arflokkarnir hafi „bundizt fast- mælurn" í landhelgismálunum. Sýnir það enn greinilegar en áð- ur, að þegar Sjálfstæðismönnum var boðin samvinna um . málið, var búið að ákveða að fresta öll- um aðgerðum fram yfir ráðstefn una og Sjálfstæðisflokkurinn leyndur því, hvað stjórnin hyggð ist fyrir um, hafi hún einhverj- ar ákvarðanir um það tekið, sem sennilega er einnig ósatt. Marghrakin blekking „Þjóðviljinn" endurtekur svo enn einu sinni í gær þá stórlygi, að Ólafur Thors hafi „notað ís- lenzk landhelgisréttindi sem kaupeyri til þess að reyna að tryggja sér sölu á óverkuðum fiski í Bretlandi“. Þessi ósannindi eru auðvitað marghrakin. Sannleikurinn er sa að vinstri stjórnin fékk löndum arbanninu aflétt í Bretlandi með því að bjóða fram skilmála sem Bretar höfðu aldrei árætt að nefna við Ólaf Thors og fyrrver- andi ríkisstjórn. Barátta Sjálfstæöismanna Kjarni málsins er þá sá, að kommúnistar óttast skilning ís- lenzku þjóðarinnar á gifturíkri baráitu Sjálfstæðismanna fyrir útfærslu iandhelginnar. Þeir vita að öll þjóðin man forystu Ólafs Thors, Bjarna Benediktssonar, Jóhanns Þ. Jósefssonar, Péturs Ottesen og fleiri leiðtoga Sjálf- stæðismanna í þessum málum. Undir þeirra forystu voru fisk- veiðitakmörkin færð út og fló- um og fjörðum lokað árið 1952. Undir þeirra forystu var þá skap aður skilningur á þörfum og bar- áttu íslands fyrir frekari út- færslu landhelginnar og vernd íslenzkra fiskimiða. Myndin sýnir arftaka Montgomerys marskálks í embætti aö- stoðaryfirmanns NATO-herjanna. Hann heitir sir Richard N. Gale hershöföingi og hefur hingaö til verið yfirmaöur brezku hersveitanna í Rínarlöndum. CerÖ kominn heim? Stulinistum oftui búin vuggu í Ungverjulnndi BÚDAPEST, 22. febr. — Einkaskeyti frá Reuter. Samkvæmt áreiöanlegum heim ildum hefur miöstjórn ungverska kommúnistaflokksins samykkt að Sukarno lætur til skarar skríða gegn uppreisnarmonn um Er borgarasfyrjöld að hefjasf í Indónesíu! JAKARTA, 22. febrúar. — Flug- vélar Jakartastjórnarinnar vörp- uðu í dag sprengjum á bækistöðv ar uppreisnarmannastjórnarinn- ar inn á miðri Súmötru. Jafn- framt var tilkynnt í Jakarta, að stjórnin væri ákveðin í því að hafa hendur í hári „ævintýra- mannanna“ hið fyrsta. Jafnskjótt og það hefði tekizt, muni allt aftur að komast í eðlilegt horf á eyjunum. Eldflaugasföðvar WASHINGTON, 22. febr. — Fullvíst er talið, að Bretar hafi í dag undirritað samning við Bandaríkin þess efnis, að Bandaríkjamenn annist bygg- ingu eldflaugastöðva í Bret- landi Konunglegur hósti AOSTA, Ítalíu, 22. febrúar — Farúk, fyrrum Egyptalandskon- ungur, liggur nú þungt haldinn í hótelherbergi sínu. Hefur hann ofkælst og fengið mikið kvef. Tveir lífverðir standa við her- bergisdyrnar til þess að hrynda árásum fréttamanna, sem vilja fá að heyra uppgjafakónginn hósta í tilkynningu Jakartastjórnar- innar var ekki getið um sprengju árásina. Þar var einungis sagt, að í stjórn uppreisnarmanna sætu herforingjar, sem hefðu verið skussar við námið, og stjórnmála menn, sem barizt hefðu misheppn aðíi stjórnmálabaráttu. Stjórnin segir af sér Jakartastjórnin hefur sett pl- gert samgöngubann á Súmötru og hyggst á þann hátt þvinga uppreisnarmenn til uppgjafar. Uppreisnarmenn krcfjast þess, að stjórn Sukarnos segi af sér sakir kommúniskra til- hneiginga hennar. Samkvæmt síðari fregnum munu flugvélar Jakckrtastjórnar- innar hafa gert árásir á tvo bæi, sem eru á valdi uppreisnarmanna á Mið-Súmötru. Tóku þrjár orr- ustuflugvélar af Mustang gerð þátt í árásinni ásamt tveim sprengjuflugvélum. Óljósar frétt- ir eru um það, að Jakartastjórn- in hafi einnig sent árásarflugvél- ar inn yfir Norður-Celebes, en þar hefur herstjórnin sagt skilið við Jakartastjórnina. Mikil hætta er talin á því að borgarastyrjöld'-brjótist nú út í Indónesíu. „stalinistar“ og aðrir áhangend- ur Matyas Rakosi, fyrrverandi kommúnistaforingja í Ungverja- landi, sem útlægir hafa veriö gerð ir, skuli öölast rétt til þess að flytjast aftur til Ungverjalands. Ólíklegt er samt talið að Rakosi veröi sjálfum heimilaö að hverfa til landsins að svo stöddu, en hins vegar er fullyrt, aö Gerö og Hege dues fái landvistarleyfi — og ó- staöfestar fregnir herma, aö þelr séu nú þegar komnir til Ungverja lands. Churchill að hressast NISSA, 22. febrúar — Heilsa Churchills fer nú batnandi. 1 kvöld skýröi læknir hans sv« frá, aö hitinn hefði minnkaö og batinn væri jafnskjótur og hana heföi búizt viö. Malinovsky hrósar framgöngu Rauða hersins í Ungverjalandi „Við verðum alltaf að vera reiðubúnir" LONDON 22. febrúar — Malin-| ovsky, landvarnarmálaráðherra Ráðstjórnarríkjanna, flutti í dag útvarpsræðu í Moskvu — þar sem liann sagði m. a., aö Rauð herinn yrði alltaf aö vera reiðu- búninn til þess að brjóta á bak aftur skyndiárásir óvina komm- únismans. Kvað hann herinn veröa aö lúta stjórn kommúnista- flokksins, því að undir liand- leiöslu flokksins yröi frami liers- ins mestur. Rcðist hann í þessu sambandi harkalega á Zhukov, fyrirrennara sinn, og sagöi hon- um hafa sézt yfir þetta mikils- veröa atriöi. Forysta Zhukovs I licrnaöarmálum hefði verið á góðri leið með að afvegaleiða herinn og svipta hann forystu flokksins, miðstjórnarinnar og ríkisstjórnarinnar. Á Djörfung Rauða hersins Gat Malinovsky þess, að Rauða hernum hefði vaxið mjög fiskur um hrygg síðan síðari heims- styrjöldinni lauk. Hefði honum bætzt mikill fjöldi nýtízku vopna svo sem kjarnorku og vetnisvopn. Sagði Malinavsky, að Rauði her- inn hefði eftirminnilega sýnt djörfung og dáð, er hann hefði brotið á bak aftur uppreisn gagn- byltingarmanna í Ungverjaiandi árið 1956. Fyrir þá framgöngu ætti herinn mikinn heiður skil- inn, engum blandaðist hugur um það. ★ Eldflaugar Þá gat hann þess, að foringjar í hernum væru nú 3% sinnum fleiri nú en í styrjaldarlok — og 86% þessara manna væru í æsku- lýðsfylkingunni. í lok ræðunnar, sem stóð í 55 mínútur, sagði Mal- inovsky, að Rauði herinn hefði nú yfir að ráða eldflaugum, sem hægt væri að skjóta til hvaða staðar á jörðu, sem væri.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.