Morgunblaðið - 23.02.1958, Qupperneq 14

Morgunblaðið - 23.02.1958, Qupperneq 14
14 MORCUNBLAÐIÐ Sunnudagur 23. febrúar 1958 65 ára Reykjavlkurbréf Flugmaður I millilandaflugi óskar eftir íbúð, 3—5 herbergi og eldhús, 1. apríl eða 1. maí. Tilboð sendist Morgbl. merkt: 8707. íbúð óskast Góð 3ja—4ra herbergja íbúð á góðum stað í bænum óskast sem fyrst eða 14. maí. Uppl. í síma 16690. Kvenskór margar gerðir nýkomnar S51 lArus g. löðvígsson Steypusfyrktarjárn 10 mm járn komið til landsins. Þeir, sem eiga pantanir, vinsamlega staðfesti þær sem fyrst. J. Þorláksson & Norðman hf. BANKASTRÆTI 11 SKÚLAGÖTU 30 SÍMI 11280. V eitingasfaður í miðbænum í Reykjavík í fullum gangi — matsala og veitingar — er til sölu nú þegar. Tilboð er greini útborgunarmöguleika, sendist Morg- unblaðinu fyi ir 26. þ. m. merkt: Veitingastaöur 8717 WOC# ©ngitoí) Rakkrem Shampoo Ilmsteinn Talkum Rakvatn og flestar aðrar hreinlætisvörur fyrir konur og karla Einkaumboðsmenn: Agnor Norðijyrð & Co hf. Frú Björg Andrésdöftir Þúinm HINN 13. febrúar sl. átti frú Björg Andrésdóttir Þúfum við ísafjarðardjúp 65 ára afmæli. — Langar mig til þess að minnast þessarar mætu konu með nokkr- um orðum eftir dúk og disk. Þoreldrar hennar voru þau Þorbjörg Ólafsdóttir og Andrés Jóhannesson bóndi, er bjuggu á Blámýrum í Ögurhreppi. Ólst Björg þar upp og átti þar heima þar til hún giftist manni sínum, Páli Pálssyni í Vatnsfirði, síðar bónda og hreppstjóra í Þúfum. Giftust þau 24. apríl árið 1919 og hófu búskap sinn í Vatnsfirði árið 1924. Stóð bú þeirra þar í 5 ár. Fluttu þau þaðan er nýr prestur tók við Vatnsfjarðarstað og hafa síðan átt heimili í Þúf- um í Vatnsfjarðarsveit. Frú Björg í Þúfum er hin mesta mannkostakona, dugmikil og hagsýn húsmóðir, hjálpsöm og greiðvikin. Ber heimili henn- ar svip snyrtimennsku hennar og myndarskap í hvívetna. 1 allri framkomu er hún háttprúð og virðuleg. Þessi hlédræga kona mætir hverjum sem er af yfir- lætislausri alúð, sem vekur traust og býður af sér góðan þokka. ^Hún nýtur þess vegna vinsælda meðal allra er henni kynnast. Frú Björg og Páll hreppstjóri og oddviti í Þúfum eiga tvö upp- komin og mannvænleg börn. Pal hreppstjóra á Borg í Miklaholts- hreppi, sem kvæntur er Ingu As- grímsdóttur og Astu, sem gift er Ásgeiri Svanbergssyni stúdent. er nú býr með tengdaföður sín- um í Þúfum. Þá hafa þau Björg og Páll alið upp 5 fósturbörn, sem þau haía reynzt góð og trygg sem sínum eigin börnum. Það var ekki ætlan mín að skrifa langa grein og tína bar til allt, sem segja mætti vel um frú Björgu í Þúfum. Mundi það henni og lítt að skapi. En fyrir hönd hinna mörgu vina hennar i og kunningja vildi eg senda henni; hugheilar hamingjuóskir með' afmælisdaginn og mikið og gott starf við hlið manns síns fynr sveit sína og hérað. Þessi mæta kona er merkur fulltrúi þess hluta íslenzkrar kvenþjóðar, sem vinnur mikið starf og berzt hljóð- látri baráttu út um allar sveitir okkar strjálbýla lands. Vinnudag ur íslenzku sveitakonunnar er e. t. v. lengri en flestra annarra í þéssu landi. Hún rís árla og gengur seint til náða. En hún finnur til einlægrar gleði við gróðurilm í lofti og jarm lítils lambs á vordegi. S. Bj. 22997 | Grettisgötu 62 öT Gætið yðar í tíma! BINACA verdenskendte medicinal ^INACA TANDPASTA MEO ISOTROL verndar tennur yöar i 8 klst. — Þetta heimsþekkta svissneska tannkrem er nú komið á íslenzka markað- inn. BINACA, sem ryður sér æ meira til rúms í Ev- rópu og víðar, er fyrsta tannkremið með varanleg- um áhrifum, sem hreinsar tennurnar með 100% árangri og heldur hinum bakteríueyðandi áhrifum sínum í 8 klst. eftir burstun tannanna. Efnaformúlan fyrir BINACA tannkrem, er frá hinni heimsfrægu lyfja- rannsóknarstofu CIBA S.A. í Sviss. — Reynið BINACA strax í dag og sannfærist. Einkaumboð: FOSSAR HF. 762 — Sími 16105. i I I Framh. af bls. 13 kosnir eru með atkvæðum ann- ars flokks, og boluðu þannig burtu af þingi mönnum, sem Alþýðuflokksfólkið sjálft vildi velja. •Það eru starfshættir þessarai tegundar, sem gera það að verk- um að nú er í alvöru talað um það, jafnt af Alþýðuflokksmönn- um sem öðrum, að Alþýðulfokk- urinn sé feigur, það sé einungis tímaspurning hversu lengi hann geti haldið líftórunni. Sjálfstæðismenn eru á öndverð um meið við Alþýðuflokkinn 1 íslenzkum stjórnmálum. En Sjálf stæðismenn mundu ekki telja það farsæla þróun, ef Alþýðuflokk- urinn legðist niður. Um þetta fá Sjálfstæðismenn þó engu ráðið. Það eru Alþýðuflokksmenn einir, sem geta haldið í sér lífinu. Ef þeir taka það ráð að gerast mála- liðsmenn hjá Framsókn eða öðr- um flokkum er þeim dauðinn vís. Þúsundir kjósenda hafa nú þeg- ar yfirgefið þá af þeim sökum og ef svó verður framhaldið er ekki um að villast, að flokkur- inn liðast skjótlega í sundur. Lýoræois- fjandskapur Framsóknar Framsóknarfl. fagnar þessari þróun. Það er ekki nóg með, að Dagur lýsi því opinberlega, að Alþýðuflokkurinn sé á „hröðu undanhaldi og niðurleið“, en Al- þýðubandalagið í þann veginn að verða „vaxandi og ábyrgur verkalýðsflokkur.“ Tíminn og raunar Alþýðublaðið sjálft hafa ekkert við þessa yfirlýsingu Dags að athuga. Niðurlæging Alþýðu- blaðsins er svo mikil að það minnist ekki einu orði á þessa hátíðakveðju „samstarfsblaðs- ins“ fyrir norðan. Tíminn hefur og berum orðum sagt, að Fram- sóknarmenn séu reiðubúnir að ganga í einn flokk með og sam- fylkja við „frjálshuga umbóta- menn“ á borð við Guðmund Vig- fússon, Guðmund J. Guðmunds- son, Björn Jónsson og aðra erind- reka Einars Olgeirssonar, manns- ins, sem sat í þriðja sæti frá sjálfum Krúsjeff á fagnaðarhátíð kommúnista í Kreml nú fyrir skemmstu. Miðað við allt lýðræðisskvald- ur Tímans fyrr og síðar kynnu sumum að koma þessi afstaða hans nú á óvart. Þeim, sem kynnst hafa starfsháttum þess flokks, fer ekki svo, því að eng- inn íslenzkur flokkur, að komm- únistum einum undanteknum, hef ur verið lýðræðinu óhollari en Framsóknarmenn. Hverjir halda uppi haturs- fyllstum rógi um andstæðinga sína? Undir hverra áhrifum er skikkanlegaheita maður, eins og Helgi Sæmundsson, þegar hann spyr, hvorn eigi að skjóta fyrst? Hverjir hagnast mest á ranglátri kjördæmaskipun? Hverjir voru upphafsmenn Hræðslubandalags- ins? Aflafréttir af Akranesi í GÆR komu 11 bátar að með samtals 96 lestir. Aflahæstir voru: Keilir með 13 lestir og Reynir með 10,7 lestir. Lægsti báturinn hafði 5 lestir. Afli bát- anna er mjög blandaður. Aðeins einn daginn var þorskur með meira móti, en síðan hefur hann minnkað aftur. Sumir bátanna hafa sótt 90 sjómílur á miðin, og í einum róðrinum fór Böðvar 94 sjómílur héðan á haf út. Tog- arinn Akurey landaði í gær og í dag 227 lestum af þorski og karfa. —Oddur.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.