Morgunblaðið - 23.02.1958, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 23.02.1958, Blaðsíða 17
Sunnudagur 23. febrúar 1958 Moncrwnr aðið 17 Samhugur og góhur félagsandi tryggbi V.R. samninga sl. vor Félagsmenn fengu oð mehaltali 5 prs. grunnkaupshsekkun -- Beina samningsaðild v/ð V.S.Í. — V.R. hafði for- göngu um stofnun Landssamband ísl. verzlunarmanna Á AÐALFUNDI Verzlunarmanna íélags Reykjavíkur sl. miðviku- dag voru afgreidd fjöldi mála ög tillagna, samþykktar laga- breytingar m. a. heimild til að láta fara fram allsherjaratkvæða greiðslu um stjórnarkjör o. fl. Fundurinn samþykkti sam- hljóða eftirfarandi tillögu í sam- bandi við kjarasamninga þá, sem félagið náði sl. vor: „ASalfundur V.R. haldinn 19. febrúar 1958 lýsir ánaegju sinni yfir árangri, sem náðist í launa- og kjarabaráttu fé- lagsins sl. vor. Lýsir hann yf- ir þakklæti sínu við stjórn, trúnaffarmannaráð og samn- inganefnd félagsins fyrir for- ustu í því máli og hversu giftu samlega tókst um samninga. Fundurinn hvetur stjórn og trúnaffarmannaráff til að vera aetíff vel á verffi um aff vernda kjör félagsmanna og stefna markvist að því aff bæta þau og hindra aðgerðir, sem kunna aff geta rýrt kjör verzlunar- fólks“. Formaður félagsins Guðm. H. Garðarsson flutti skýrslu fé- lagsstjórnar, sem var mjög ýtar- leg og gaf til kynna, að starfsemi V.R. á síðastliðnu starfsári hefur verið mjög umfangsmikil. Félag- ið vann að og náði samningum um hærri laun og bætt kjör fé- lagsmanna, Landssamband ís- lenzkra verzlunarmanna var stofnað fyrir forgöngu V.R., skipaðir hafa verið trúnaðar- menn á 50 stærstu vinnustöðum, þar sem skrifstofu- og verzlun- arfóllc starfar, haldnir voru marg ir félags- og trúnaðarmannafund- ir, unnið að aukinni menntun verzlunarfólks í samstarfi við félagið Sölutækni og fleiri að- ila, haldið áfram útgáfu Félags- blaðs V.R. og látin fara fram gagngerð viðgerð á Félagsheimili V.R. við Vonarstræti. Fundurinn hófst með því, að formaður minntist látins heið ursfélaga og velunnara V.R., Árna Einarssonar fyrrverandi kaupmanns, og risu fundarmenn úr sætum hinum látna til virð ingar. Fundarstjóri var kosinn Guð jón Einarsson, fulltrúi, og fund- arritarar þeir Gunnlaugur J. Briem, og Hannes Þ. Sigurðsson. Formaður flutti síðan skýrslu félagsstjórnar, framkvæmdastjóri félagsins, Sverrir Hermannsson gerði grein fyrir reikningum fé- lagsins og Gunnlaugur J. Briem gaf skýrslu um Lífeyrissjóð verzl unarmanna. Hér fara á eftir kaflar úr ræðu þeirri um starfsemi félagsins, sem formaður flutti: Erfiff kjarabarátta — 5% grunnkaupshækkun Þaff mál, sem að sjálfsögðu bar einna hæst á því starfsári, sem fráfarandi stjórn skilar af sér, voru launa- og kjarasamningar þeir, sem gerðir voru sl. vor. Stjórnin hafði rétt setið mán- uð frá því að hún var kjörin á aðalfundi, að farið var að ræða innan hennar um að athuga mögu leika á að ná betri samningum við fyrri viðsemjendur félagsins, þ. e. Verzlunarráð íslands, Sam- band smásöluverzlana og Kaup- félag Reykjavíkur og jiágrennis og fá viðurkenningu annarra vinnuveitendasamtaka, sem höfðu skrifstofu- og verzlunarfólk í þjónustu sinni, en þau samtök voru: Vinnuveitendasamband ís- lands og Samband íslenzkra sam- vinnufélaga. Tók stjórnin og trúnaffarmanna ráff félagsins þegar í upphafi þá stefnu aff leggja bæri fram sann- gjarnar kröfur, þar sem litlar líkur væri til vegna verzlunar- ástandsins í landinu (verðlags- ákvæðanna), að mjög róttækar kauphækkanarkröfur næðu fram að ganga og óvíst var í upphafi apríl-mánaðar, hvort stærri fé- lög innan A.S.Í. myndu segja upp samningum, en slíkt hefði að sjálfsögðu styrkt V.R. mikið í kjarabaráttunni. Reyndist þetta nétt athugað, því Efnahagsnefnd A.S.f. lagðist gegn því í lok apríl- mánaðar, að félög innan samtak- anna segðu upp samningum. Var því fyrirsjáanlegt, að um engan stuðning gat verið að ræða frá þessum heildarsamtökum, ef í harðbakka slæi. Þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir til að ná samningum án uppsagn- ar tókst það ekki. Samþykkti því almennur félagsfundur í V.R. þann 29. apríl sl. að segja upp samningum við vinnuveitendur frá 1. maí. Var það gert að til- lögu stjórnar og trúnaðarmanna- ráðs. Um miðjan maí mánuð var fyrirsjáanlegt, að samningar ætl- uðu ekki að ganga saman, og ákvað því trúnaðarmannaráð fé- lagsins að samþykkja verkfalls- heimild til handa stjórn félags- ins og' skyldi vinnustöðvun hefj- ast frá og með 3. júni, ef samn- ingar tækjust ekki íyrir þann tíma. Samningar náðust þann 2. júní við Verzlunarráð íslands, Sam- band smásöluverzlana, KRON og Félag íslenzkra stórkaupmanna, sem óskuðu eftir að undirrita samninga sjálfir, en áður hafði Verzlunarráðið gert það fyrir þeirra hönd, Vinnuveitendasam- band íslands og Félag íslenzkra iðnrekenda. Eitt og óstutt náffi V.R. fram aff meffaltali 5% grunnkaups- hækkun en þaff mátti teljast góff ur árangur með tilliti til verð- lags- og kaupgjaldsmála á þeim tíma, því það ber að hafa hug- fast, að hin þröngu verðlags- ákvæði hafa neikvæð áhrif á af- komu þeirra fyrirtækja, sem meg inn þorri allra félagsmanna V.R. vinnur hjá. Meðan núverandi verðlagsákvæði eru í gildi, get- ur kjarabarátta félagsins verið mjög tvíeggjuð, því hún gæti leitt af sér aukið atvinnuleysi þeirra, sem við verzlun og vörudreifingu fást. Ótvíræffur samningsréttur V.R. viffurkenndur Glæsilegasti sigurinn í kjara- baráttunni var án efa undirskrift þýffingarmikilla vinnuveitenda- samtaka eins og Vinnuveitenda- sambands íslands, sem nú und- irrituðu samninga við félagiff í fyrsta skipti. Þess má ennfremur geta, aff Félag ísl. iðnrekenda tók nú í fyrsta skipti beinan þátt í samn- ingsgerff viff V. R. í því felst ótvíræff viffurkenn- ing á félaginu, sem hinu eina stéttarfélagi verzlunar- og skrif- stofumanna í Reykjavík. Meff því er samningsréttur félagsins viffurkcnndur af öllum vinnu- veitendasamtökum, sem hafa verzlunarfólk i þjónustu sinni, nema S.t.S. Að vel athuguð máli, var tal- ið rétt að fara ekki út í verk- fall, þótt ekki væri búið að ná samningum við S.f.S. Var það gert á grundvelli þess, að ekki væri rétt að hætta hinum mikil- með samningi við þau vinnuveit- endasamtök, sem meginn þorri félagsmanna V.R. vinnur hjá. Samþykkt var að S.f.S. skyldi skrifað og athygli vakin á því, að verkfallsyfirlýsing V.R. héldi fullu gildi sínu gagnvart því fyr- irtæki, þar til samningar næðust. Sáttanefnd vinnur aff lausn S.t.S.-málsins Það hefur óneitanlega mikla þýðingu fyrir V.R., vegna fram- tíðarsamninga, að jafnstór fyrir- tæki og Samband ísl. samvinnu- félaga undirriti samninga við fé- lagið sem fyrst. Stjórn og trún- aðarmannaráð hefur gert sér þetta ljóst og hefir verið reynt að ná samningum við SÍS. Til þessa hefur það ekki tekizt. í upphafi framhaldsviðræðna varð að samkomulagi að skipa sátta- nefnd í málinu. í henni eru Guð- mundur Ásmundsson, annar lög- fræðingur SÍS, Sverrir Hermanns son framkvæmdastj. V.R. og Guðmundur H. Garðarsson. Vinn ur hún að lausn þessa máls. V.R. mun í engu slaka á kröfu sinni um aff samningar fáist við SÍS eins og affra vinnuveitend- ur á félagssvæffi V.R. Mun fé- lagið grípa til tiltækilegra ráff- stafana, ef ekki semst innan tíffar. athuga í sambandi við skipun trúnaðarmanna félagsins. Stofnun Landssambands íslenzkra verzlunarmanna Dagana 1. og 2. júní sl. var stofnað í Reykjavík Landssam- band íslenzkra verzlunarmanna (LÍV) fyrir forgöngu Verzlunar- mannafélags Reykjavikur. Með þessari stofnun var stigið stórt og merkilegt spor í þá átt að sam- eina alla launþega í verzlunar- stétt í sér hagsmunasamband. Ber að fagna þeim áfanga. Auk V.ll. stóðu sjö félög að stofnun sam- bandsins. Síðan Landssambandið var stofnað hafa þrjú ný félög verzlunarmanna verið stofnuð og hafa þau öll gengið í sambandið. Mun nú 3—4000 manns standa að sambandinu og er V.R. langfjöl- mennasta félagið með rúmlega 2000 félagsmenn. Mikinn undirbúning þurfti fyr- ir stofnun landssambandsins og unnu þar mikið og gott starf Guðjón Einarsson, Sverrir Her mannsson, frkv.stj. V.R., sem hlaut kosningu sem fyrst formað- ur LÍV og Gísli Einarsson, lögfr. V.R. Kann félagið þessum mönn- um þakkir fyrir störf þeirra, sem og nefndinni, sem um málið fjall aði, en hana skipuðu auk Guð- jóns Einarssonar, þeir Ingvar N. Pálsson, Böðvar Pétursson, Pét ur Sæmundsen og Björgúlfur Sigurðsson. Verzlunarmenn um land allt binda miklar vonir við þetta landssamband og vænta þess að friður og eining megi ríkja um það, svo að því megi takast að efla hin einstöku sambandsfélög í hagsmunabaráttu þeirra. verðlagsmál, Lífeyrissjóð verzl- unarmanna o. fl. Frídagur verzlunarmanna var haldinn hátíðlegur með tveim dansleikum, tvær jólatrésskemmt unir voru haldnar fyrir börn fé- lagsmanna og 3 skákkvöld voru haldin. Fræffslustarfsemi Félagið tók þátt í undirbúningi á kvöldskóla fyrir afgreiðslufólk í verzlunum, námskeiði fyrir skrif stofufólk o.-fl. 4 tölublöð voru gefin út af Félagsblaði V.R. Skrifstofa félagsins afgreiddi fjölda mála á árinu og veitti félagsmönnum fyrirgreiðslu eftir því, sem þeir þurftu á að halda. Þakkaffi formaður síðan félags mönnum, stjórn og framkvæmda- stjóra fyrir gott samstarf og vel unnin síörf á árinu og óskaði fé- laginu heilla í framtíðinni. Samningar vegna afgreiffslu- stúlkna í lyfjabúðum í sambandi við almennu kjara kröfúrnar var lögð fram sér- krafa fyrir afgreiðslustúlkur i lyfjabúðum, þar sem þær hafa nokkra sérstöðu innan verzl unarstéttarinnar sérstaklega varð andi vinnutíma. Samkomulag náð ist ekki um þessa sérkröfu, en það varð að samkomulagi milli V.R. og Verzlunarráðsins, að samið skyldi um viðbótarákvæði vegna þessara stúlkna síðar. Var hér um að ræða samninga um kaup og kjör afgreiðslu- kvenna í lyfjabúðum, sem nú munu vera um 60 að tölu. Reykjavíkur Apótek samdi fyrir sitt leyti og voru stúlkur í því apóteki mjög ánægðar með samningana. Er málið í sambandi við samn- inga við önnur apótek nú á því stigi, að allar horfur eru á, að samningar náist á næstunni. Er stöðugt unnið að lausn málsins. Sterk samstaffa félagsmanna tryggffi samninga Hinn góði árangur, sem náð- ist í kjaradeilunni í vor er fyrst og fremst að þakka sjálfum fé- lagsmönnum V.R. Þeir sýndu sam hug, samheldni og dug, þegar mest reiff á. Þeir voru ekki meff hávaffa effa sýndarmennsku, held ur unnu félagsmcnn í kyrrþey jafnt og þétt að settu marki að bæta sín kjör. í félagi okkar býr mikill dulinn styrkur, sem kom áþreifanlega fram á síðastliðnu vori. Samninganefndin, en hana skipuðu: Sverrir Hermannsson, Gunnlaugur J. Briem, Hannes Þ. Sigurðsson, Ásgeir Hallsson og Björgúlfur Sigurðsson, á miklar þakkir skilið fyrir sitt ágæta starf í sambandi við samningana sl. vor. Trúnaffarmenn á ▼innustöffum Haldið hefur verið áfram við uppbyggingu trúnaðarmannakerf isins og er nú svo komið, að fé- lagið hefur trúnaðarmenn á 50 stærstu vinnustöðum í Reykja- vík. Er það mikið verk og sein- legt að koma trúnaðarmanna- Kcnnsla Danskur Húsmæðraskóli Als Husholdningsskole, Vollerup St. ved Sþnderborg. Tekur gjarna á móti ungum íslenzkum stúlkum, til náms, gegn hálfu námsgjaldi. Námst.: 5 mán. námsk. maj—okt. — 3 — — maj.—ág. — 5 — — nóv.—apr. — 3 — — jan.—apr. Námsskrá sendist gjarna. J-óhanna Hansen. væga árangri, sem búið var að ná kerfinu upp, því margt þarf að Samstarf viff önnur stéttarfélög Undanfarin ár hefur það ver- ið venja, að V.R. hefir borizt boð frá Trúnaðarráði verkalýðs- félaganna í Reykjavík um að taka þát í hátíðahöldum 1. maí. Á síðastliðnu ári tók stjórnin þá ákvörðun að taka þessu boði og skipaði hún fulltrúa í undirbún- ingsnefnd fyrir 1. maí hátíða- höldin. Það er augljóst mál, að V.R. eins og önnur stéttarfélög, sem hafa verkfallsrétt, verður aff eiga sinn kjarabaráttudag. Félagið verður að geta myndað samstöðu með öðrum sterkum stéttarfélög- um, ef það á að vera nokkurs megnugt í launa- og kjarabaráttu sinni fyrir félagsmenn. En það er einnig æskilegt, að félagið eigi sameiginlegan dag með vinnu- veitendum sinum, þar sem þessir aðilar bera klæði á vopnin og vinni saman að sameiginlegum hagsmunamálum launþega og vinnuveitenda í verzlunarstétt, því er ekki að leyna, að oft hefur verið vegið að verzlunarstéttinni í heild af utanaðkomandi öflum. Það er mikilsvægt að launþegar í verzlunarstétt geri sér grein fyrir þeirri staðreynd, að afkoma þeirra er samantvinnuð afkomu þeirra fyrirtækja, sem þeir vinna hjá. Með hliðsjón af framangreindu, var talið rétt sl. ár að taka upp samstarf við önnur stéttarfélög í Reykjavík um 1. maí hátíðahöld- in og líía aftur á frídag verzlunar manna, sem sameiginlegan dag allrar verzlunarstéttarinnar, þar sem engin pólitík væri rekin, hvorki gegn vinnuveitendum né öðrum. Þessa stefnu hélt stjórn V.R. Hliðstæða stefnu hafa sjó- mannafélögin um land allt rek- ið, en þeirra kjarabaráttudagur er 1. mai, eins og hjá öðrum stétt arfélögum, en fyrsti sunnudagur í júní er sameiginlegur hátíðis- dagur allra sem við sjávarút- veg fást, þótt mest beri á þátt sjómanna í þeim degi. Erlendis tíðkast það einnig, að stéttarfélög skrifstofu- og verzl- unarmanna myndi samstöðu með öðrum félögum á þessum degi, enda eru þau í flestum vestræn- um löndum í heildarsamtökum launþega. Félagsfundír og félagsfif Alls Voru hardftir 6 ffelagsfuncf- ir. Voru þeir um samningana, Félagslíf Kaffikvöld skíðamanna. Mánu. daginn 24. p.m. ki. 9 í Aðalstræti 12, uppi. Skíðaráð Reykjavíkur og lands mótsnefnd, fundur kl. 8 á sama stað. Áríðandi að allt skíðafólk mæti. Skíðadeild Í.K. — Í.R. — Ármanns. — Vals. — Víkings. ; Skiðasveit skáta. * 'Skíðafélag Rvk.___ Glímufélagiff Árniann helciur almennan félagsfund í Ldduhúsinu við Li-.dargötu, þriðjudaginn 25. febrúar kl. 9 síð degis. Dagskrá: Rætt un hús- byggingar og vallarmál félagsins. Félagar, fjölmennið. — Stjórnin. Knattspyrnufélagiff Valur Aukafundur verður haldinn. þriðjudaginn 25. febrúar í félags heimilinu að Hlíðarenda. Fundur- inn hefst kl. 20,30. Fjölmennið stundvíslega. — Stjórnin. Þjóffdansaféla,. Reykjavíkur Æfingar hjá öllum flokkum I Skátaheimilinu í kvöld. Sundmót K.R. verður haldið í Sundhöll Reykjn víkur briðjudaginn 18. marz n. k. kl. 8,30 e.h. Keppt verður i þessum greinum: um Sindrabikarinn. 100 m. br:ngusund karla. Keppt 100 m. skriðsundi karla. 100 m. baksundi karla. 100 m. skriðsundi kvenna. —<■ Keppt um Flugfreyjubikarinn. 100 m. bringusundi kvenna. 50 m. bringusundi telpna. 100 m. skriðsundi drengja. 50 m. bak’undi drengja. 50 m. bringusundi drengja, 14 —16 ára. — 50 m. bringusundi drengja — yngri en 14 ára. 4x50 m. skriðsundi karla. — Tilkynningar um þátttöku skul» sendar til Jóns Otta Jónssonar, Vesturgötu 36A, Reykjavík, sími 14061, í síðasta lagi 11. marz næst komandi. — VID f/tKJAVIÍMNUSTOf A OC VIOf<íKJASAtA Lauíáaveg 41 — Sími 13678

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.