Morgunblaðið - 23.02.1958, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 23.02.1958, Blaðsíða 15
Sunrmrfaífiir *>9 •ftaTvn'íar 1fl5P m /> n rnir n f I -T> I f) 15 k'ulLdLajafekÍTii'ifi ez nú í morgum verzlnnum 1. Loðkragi úr ekta skinni. 2. Breiðar, klæðilegar axlir (með spæl). 3. ísettar ermar, vel sniðnar. 4. Hægt að hneppa upp í háls, þegar kalt er í veðri. 5. Þægileg ermavídd, sem auðveldar allar hreyíingar. 6. Tveir skásettir brjóstvasar og tveir hliðarvasar. 7. Allt tillegg af vönduðustu gerð. * „TKOfn -tT* fóðrið er bezta einangrunarefni, scm til er í skjólfatnaði. Þetta er efnið, sem Bretar nota í skjólfatnað orustuflugmanna sinna. — Engin önnur flík, sem framleidd er á íslandi, hefir þetta fóður, að „PÓLAR“ frakkanum undanteknum, en hann er einnig framleiddur hjá okkur. 9. Ytrabyrðið er alullar gabardine, fallegt og gott. 10. Með einu handtaki má taka fóðrið úr, aðeins með því að renna rennilásnum, sem er úr aluminium- blöndu, og því ótrúlega léttur. 11. „PÓLAR“ kuldajakkinn er einnig fóðraður með satínfóðri, eins og venjulegur frakki, þannig, að þegar „TROPAL" fóðrið er tekið úr, er þessi vandaði kulda- jakki orðinn að léttum sportjakka, mjög hentugum við bílkeyrslu, og til daglegrar notkunar almennt. 12. Sterkur fallegur keðjuhanki. Raunverulega sláið þér því tvær flugur í einu höggi með því að eignast „PÓLAR“ kuldajakkann! Þér fáið hlýjan kuldajakka, en eignist um leið Íéttan sportjakka. Enginn annat ku I d a ja kki býður yður alía þessa kosti Sendið panfanir nú jbegar, jbví birgðir eru takmarkaðar iðslan BR4DRAB0RGARSTIG 7 - RIYKJAVlK Sími 22160, 5 línur i LESBÓK BARNANNA Strúturinn R \ S IVIIJ S Ána daga og átta næt- ur sigldu þeir án þess að nokkuð kæmi fyrir. — Negrakónginn langaði mikið til að finna svarta strákinn sinn, hann Bamba, sem þeir voru að leita að. Dag hvern leit hann í kíkinn til að vita, hvort ekki væri land fyrir stafni. Einn morguninn sá hann ekki neitt af því að lítill fugl sat á kíkin- um, en daginn eftir bar margt fyrir augu. Hann sá stóra borg með háum hús- um. Kopti sveimaði uppi yfir þeim og maðurinn i honum kallaði til þeirra: „Góðan daginn, kunn- ingjar, nú eruð þið komn- ir til Ameríku. Velkomn- ir!“ Hvaða ævintýri skyldu nú bíða Rasmusar og fé- laga hans í Ameríku? SKRÍTLUSAMKEPPNIN 6v. íNyja stuxKan hafði í allri einlægni sagt hus- móðurinni, að hún ætti engan unnusta. Nokkrum dögum síðar kemur frúin inn í eldhús- ið og sér þá sér til undr- unar, að ungur maður er þar inni hjá vinnukon- unni. — Hvað er þetta?, hróp- aði frúin undrandi. — Þetta hlýtur að vera eitthvað, sem stúlkan, er var á undan mér, hefur gleymt, svaraði stúlkan. iiiSter Ingoifsdóttir, ísafirði. 66. Móðirin: „Hvernig dettur per 1 hug, Petur, aö setjast við pianóið með svona óhreinar hendur?" Pétur: Það gerir ekkert til. Ég spila bara á svörtu nóturnar". Kennslukonan: „Getur þú nefnt eitthvert nafn- orð, Ólafur?“ Ólafur: „Já, epli“. Kennslukonan: „Það er rétt! En hvað ert þú að gera þarna aftur í bekkn- um, Jens?“ Ólafur: „Hann er að borða nafnorðið". Siggi, Vestmannaevjum. 7u. rxuktalarinn: Nú skal ég ykkur til ánægju breyta til og herma eft- ir alls konar dýrum. Ger- ið svo vel að nefna eitt- hvert dýr og ég skal sam- stundis stæla rödd þess. Áheyrandinn: Reykt síld! Hrönn, 8 ára. Árossgáfa BH Lárétt: 1. ríki — 4. glað- ur — 5. kona Abrahams. Lóðrétt: 1. láta aftur — 2. smáfríða — 3. fugl. Ráðnmgar Talnapraut í 4. blaði: Efsta lína 1—6—8 Miðlína 9—2—4 Neðsta lína 5—7—3 Gátur í síðasta blaði: 1. Hvað. — 2. Tíminn, dagur og nótt. — 3. Eld- Ritstjori: Kristján J. Gunnarsson + 23. febr. 1958. •2 arg. Æ v / nt ý r i ð u m villigœsina og litla bróður EINU SINNI voru tvö systkin, telpa, sem hét María og litli bróðir hennar, sem hét Valtýr. Dag nokkurn fóru for- eldrar þeirra á markað- inn í bænum. Þau báðu Maríu að líta nú verulega vel eftir litla bróður, með- an þau væru að heiman, þá skyldu þau gefa henni nokkuð gott, þegar þau kæmu úr kaupstaðnum. Þegar mamma og pabbi voru farin, bar María Val- tý litla út í trjágarðinn og lagði hann þar í gras- ið. Síðan hljóp hún í burtu og fór að leika sér við vinstúlku sína, sem átti heima skammt frá. Allt í einu heyrðist undarlegur þytur í lofti. Hópur villigæsa kom fljúg andi. Þegar þær voru beint yfir trjágarðinum, stakk ein þeirra sér nið- ur, greip Valtý og kastaði honum á bak sér. Síðan flaug hún á eftir hinum gæsunum út yfir skóginn. Rétt á eftir kom María heim. Hún sá, að litli bróðir var horfinn og varð mjög hrædd. — Valtýr, Valtýr, kall- aði hún, en fékk ekkert svar. Hún leitaði allsstað- ar. En litla bróður var hvergi að finna. Þá varð henni litið til lofts. Hvað haldið þið. að hún hafi séðí j. Aiiiojuiu eoc»«*iO)in- um sveif vaitýr hátt yfir engjum og skógi. María þaut af stað að elta gæsirnar. En hún gat ekki fylgt þeim. Þá kom hún þar að, sem gamall bakaraofn stóð að húsabaki. Hún nam stað- ar og spurði: — Góði, gamli bakara- ofn, viltu segja mér, hvert gæsirnar flugu með litla bróður minn? — Safnaðu nokkrum sprekum, legðu þau í mig og kveiktu í þeim, sagði bakaraofninn. María var fljót að kveikja ofurlítið bál og ofninn sagði henni, að gæsirnar hefðu flogið í sömu átt og reykinn legði. Lengi, lengi gekk María eins og reykurinn vísaði henni til, unz hún kom að stóru eplatré. Grein- arnar svignuðu undan þunga þroskaðra epla. — Eplatré, eplatré, get- ur þú sagt mér, hvert gæsin flaug með hann litla bróður minn?, spurði María. — Hristu þungu eplin af greinurrum mínum, svo ég geti rétt úr mér, sagði tréð, svo skal ég vísa þér til vegar. María hristi tréð, svo að fjöldi epla féll til jarðar. Vindurinn bærði til greinar trésins og þær bentu i áttina þangað, sem gæsin hafði flogið með litla bróður. Áfram hélt María og nú kom hún að litlum silfurtærum , læk og hún spurði lækinn: — Litli, tæri lækur, getur þú sagt mér, hvert gæsin flaug með litla bróður minn?

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.