Morgunblaðið - 25.02.1958, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 25.02.1958, Blaðsíða 3
Þriðjuda^ur 25. febr. 1958 MORCVNTtTAÐIÐ 3 Líkan af liinu mikla stórhýsi búnaðarsamtakanna við Hagaturg Frá Búnaðarþingi: Mikið fé fil byggingar stórhýsis bændasamfakánna Folkefeafref í Kaupmannahöfn heimsækir Þjóðleikhúsið í júní A BÚNAÐARÞINGI í gær flutti Sæm. Friðriksson skýrslu um það hvernig miðaði byggingu hins mikla stórhýsis, sem Búnaðarfé- lag íslands og Stéttarsamband bænda standa sameiginlega að. Eins og kunnugt er, er fyrir nokkru hafin bygging þessa húss. Enn er byggingin svo skaþimt á veg komin að ógerlegt er að segja fyrir hvenær hægt verður að fara að hafa not af henni en undirbúningsstarf er mikið við jafnviðamikla framkvæmd og hér er um að ræða. Eitt höfuðvandamálið er fjár- skortur og drap Sæmundur nokk- uð á ráð til úrbóta í því efni. Handbært fé til byggingarinnar niun nú nema um 2!4 milljón kr Til fróðleiks má geta þess að lík- anið eitt sem gert hefir verið af byggingunni kostaði um 16 þús kr. eða svipað og íbúðarhús í sveit fyrir 20 árum. Ógerlegt mun með öllu að segja fyrir um hve mikið þessi mikla bygging muni kosta er henni lýkur. Steingrímur Steinþórsson ræddi einnig nokkuð um bygginguna og varð tíðræddast um fjármálahlið- ina. Hvað hann samkomulag og samvinnu um þetta mál hafa verið hið bezta fram til þessa. Skotlandsvina- félasj stofnað SKOTAR hér á landi, sem flestir eru búsettir í Reykjavík, komu saman á fund fyrir helgina og aKváðu að beita sér fyrir stofn un skozk-íslenzlcs félags, er hafa skal á dagskrá hvers konar mál sem orðið geta til aukinna sam- skipta milli Skota og íslendinga og skulu aðild að því félagi eiga Skotlandsvinir meðal íslendinga. Var ákveðið að félagið skuli heita „Caledonia Club“, en slík félög Skota um heim allan bera sem félagsheiti þetta forna nafn Skotlands. Var sr. Robert Jack kosinn forseti þess, en formaður James Ritchie og ritari frú Mabel Guðmundsson. Formlegur stofn- fundur mun bráðum verða hald- inn hér í bænm. Heimildir um fsland á styr jaidará r u n um EFTIRFARANDI þingsályktunar tillögu frá Benedikt Gröndal hef- ur verið útbýtt á Alþingi: „Alþingi ályktar að fela ríkis- stjórninni að skipuleggja þegar vandlega söfnun hvers konar heimilda, er kunna að vera geymdar í Bandaríkjunum, Bret- landi, Þýzkalandi eða öðrum löndum og varða sögu íslands í heimsstyrjöldinni 1938—1945“. Næsti fundur Búnaðarþings hefst kl. 9.30 í dag og mun Ólafur E. Stefánsson þá flytja erindi um framhaldsmenntun í búnaðar- fræðum. Pétur Kristbergsson, ritari. Ragnar Sigurðsson, gjaldkeri. Bjarni Rögnvaldsson, vara- gjaldkeri. Gunnar Guðmundss vararitari. Helgi S. Guðmundsson, fjár- málaritari. Varastjórn: Sigvaldi Andrés- son, Helgi Kr. Guðmundsson Hallgrímur Pétursson. Endurskoðendur: Sigurður T Sigurðsson, Sigmundur Björns- son, varam. Jón Einarsson. Trúnaðarmannaráð: Sigurður T. Sigurðsson, eldri, Sigurður T Sigurðsson, yngri, Sigmundur Björnsson, Sumarliði Guðmunds- son. Varamenn: Jón Einarsson, Þor- lákur Guðlaugsson, Einar Magn- ússon, Skúla Kirstjánsson. Stjórn Styrktarsjóðs: Þórður Þórðarson, Bjarni Erlendsson. BERLINGATÍÐINDI skýra frá því á sunnudaginn, eftir samtali við forstjóra „Folketeatret“ í Kaupmannahöfn, Thorvald Lar- sen, að í sambandi við 100 ára starfsafmæli leikhússins, verði farin leikför til höfuðborga Norð- Bjarglaun til skipshafna EGGERT Þorsteinsson hefur flutt frumv. á Alþingi um breytingu á 233. gr. siglingalaganna. Miðar frv. að því, að 40% af bjarglaún- um vegna björgunarstarfs vél- skips skuli renna til skipshafn- arinnar. Síðan skal þessum hluta skipt milli skipshafnarinnar (að skipstj. meðtöldum) í réttu hlut falli við tekjur manna á skip- inu næsta mánuð á undan. Nú fær skipshöfnin þriðjung bjarg- launa og skipstjóri helming þess þriðjungs auk hluta síns af af- gangi. Til vara: Kristján Guðmunds- son, Benedikt Guðnason, Bene- dikt Ingólfsson, Einar Magnús- son, Jón Jóhannsson. Laganefnd: Karl Elíasson, Björn Sveinbjörnsson, Jón Ein- arsson. Varam.: Benedikt Guðna- son. Fræðslunefnd: Sigvaldi Andrés son, Sigurður T. Sigurðsson, Markús Þorgeirsson. Varam.: Bjarni Jónsson. Á aðalfundinum var flutt skýrsla stjórnarinnar, lesnir upp reikningar félagsins og ákveðið árstillag kr. 200,00. Þá var sam- þykkt tillaga um að skora á bæjarstjórn Hafnarfjarðar að láta Hlíf í té lóð undir félagsheim- ili, svo og tillaga um að skora á Útgerðarráð Bæjarútgerðarinnar að láta byggja 4 vélbáta 50—75 smálesta á næstu fjórum árum. urlandanna. Muni leikarar frá leikhúsinu þá sýna gestaleik í þjóðleikhúsunum. Leikrit það sem sýnt verðuv heitir „30 ára frestur“ og er eft- ir Soya. Leikrit þetta var frum- sýnt í Kaupmannahöfn 1944. — Með aðalhlutverkið fer einri kunnasti leikari Dana, Ebbs Rode, en á móti honum leikur Birgitte Federspiel. önnur hlut- verk hafa ekki verið ákveðin, en leikstjóri verður Björn Watt Boolsen. Leikförin stendur yfir frá því í maílok þar til í júníbyrjun, en þetta leikrit verður tekið til sýn- inga í „Folketeátret“ næsta haust. Leikför þessi var ákveðin á fundi í Stokkhólmi fyrir nokkru, þar sem leikhússtjórar á Norður- löndum komu saman. Er um að ræða endurgjald fyrir heimsókn- ir þjóðleikhúsanna til Folke- teatret er það minntist aldaraf mælis síns á fyrra ári. Leikflokkurinn ferðast í SAS- flugvél, og verður fyrst flogið til Helsingfors þar sem leikritið verður frumsýnt á annan í hvíta- sunnu, síðan til Stokkhólms og svo til Osló. Hingað til Reykjavíkur er leikflokkurinn væntanlegur 1. júní og sýningar verða í Þjóð- leikhúsinu 2. og 3. júní. Sýningin hefst með því að leik- konan Ingeborg Skov les kvæði Hans Hartvig Seedorffs, „Svan- erne fra Norden" (Norrænu svanirnir). ' Leikritið „30 ára frestur“ (30 Srs henstand) fékk mjög góða dóma á sínum tíma í Kaupmanna- hafnarblöðum. Atburðarásin í leikritinu er rakin aftur á bak Það hefst nú á vorum dögum, en því lýkur árið 1928 er Michael Borch, en með hlutverk hans fer Ebbe Rode, fær 30 ára frest á að taka út hegningu fyrir afbrot sín í æsku. Sr. Robert Jack f fyrirlesfraferð Bandaríkin SÉRA Robert Jack að Tjörn á Vatnsnesi, er nú á förum vest- ur um haf í boði Bandaríkja- stjórnar. Fer sr. Robert þangað í fyrirlestraför, en efni fyrirlestr anna er um ísland og íslendinga. Mun hann ferðast stranda á milli og flytja fyrirlestra á 35 stöðum.í kirkjum, samkomuhUsum, íþrótta og æskulýðsfélaga og í nokkrum skólum mun hann einnig flytja fyrirlestra. Séra Robert mun dveljast vestra um 3 mánuði. Þessi mynd er af einu málverka Eiríks Smith, á sýningu sem stendur yfir um þessar mundir í sýningarsalnum við Hverfisgötu. Nokkrar myndir á sýningunni hafa seizt. Stjórn Hlífar í Hafnar- firði sjálfkjörin Hermann Guðmundsson áfram for- maður félagsins VERKAMANNAFÉLAGIÐ HLÍF í Hafnarfirði, hélt aðalfund sinn sl sunnud. (23. febr.) — Á fundinum var Iýst kjöri stjórnar og annarra trúnaðarmanna Hlífar. Hafði komið fram einn listi sem var frá uppstillingarnefnd og trúnaðarráði félagsins, og voru því þeir menn er á þeim lista voru sjálfkjörnir. Samkvæmt því skipa þessir inenn nú stjórn Verkamannafél. Hlífar: Hermann Guðmundsson, form. Lárus Guðmundsson, Sigmundur Sigurður Guðmundsson vara- Björnsson, Sigurbjartur Loftsson. formaður. STHKSTEIMR Greiðar götur Morgunblaðið skýrði frá þvi hér á dögunum að Reginn hf.,sem er dótturfyrirtæki SÍS og þátt- takandi í Íslenzkum aðalverk- tökum, liefði haft forgöngu um að koma á einum mestu braskvið- skiptum, sem um getur á íslandi. Var þar um að ræð'a heimild til að verzla með vömtegundir frá varnarliðinu, sem skiptu hundr- uðum að tölu og nema milijóna- tuga-verðmætum. Eins og sýnt var fram á í grein Morgunblaðs- ins liggja mjög beinar götur milli Regins hf. og varnarmáladeildar og öruggt má telja, að engin heimild hefði fengizt frá ráðu- neytinu, hefðu þær götur ekki verið svo greiðar sem raun ber vitni um. Staðfesting utanríkis- ráðuneytisins Utanríkisráðuneytið gaf út fréttatilkynningu á laugardag, þar sem staðfest var í öllum meg- inatriðum, það sem Morgunblaðiö hafð'i sagt. Ráðuneytið upplýsti, aö veitt hefði verið leyfi til að verzla með það sem nefnt var vöruafgangar og þá fyrst og fremst átt við afganga af bygg- ingarvörum, en að leyfishafinn hefð'i misnotað leyfi sitt og væri málið í athugun. Re«?inn hf. ber ábvrgðina fslenzkir aðalverktakar eru þannig samansettir að Samein- aðir verktakar eru þátttakendur að hálfu, en ríki og Reginn hf., sem er dótturfyrirtæki SÍS, eru þátttakendur að !4 hvor. Varð- andi þetta nýja Keflavíkurbrask, liggur það ljóst fyrir, að Reginn hf. hafði í fyrsta lagi alla for- göngu og framkvæmdir í sam- bandi við að fá það „leyfi“, sein um er að ræða. Það var það fyrir- tæki, sem misnotaði þetta „leyfi“ eftir því sem ráðuneytið heldur fram og það var þetta fyrirtæki, sem átti að hafa alla framkvæmd á sölu varanna, enda átti hún að fara fram frá bækistöð þess í Silfurtúni. Allur almenningur sér svipinn á því braski, sem hér er í upp- siglingu. Það er svipaðs eðlis og olíumálið gamla og Hamrafells- okrið, en allt er þetta í nánum tengslum við Sainband íslenzkra samvinnufélaga. Alltaf rekur hvert nýtt lineykslismálið annað úr þeirri átt og öll standa þau í sambandi við nýstárleg fjárafla- plön og græðgi í peninga. Það, sem gerðist í sambandi við brask- ið með varnarliðsvörurnar,er ekk ert annað en angi út úr sjálfu Sambandi íslenzkra samvinnufé- laga, sem er stærsta og raunar einasta auðfélag á landinu og rekið er af „harðsoðnum“ fjár- aflamönnum. Það er alþekkt staðreynd, að Rcginn hf„ sem mun vera skrá- sett í Kollafirði, var beinlínis stofnað til þess af Sambandi ísl samvinnufélaga, að ná í ágóða af viðskiptum við varnarliðið. Sam- einaðir verktakar voru samtök iðnaðarmanna um framkvæmdir fyrir varnarliðið, en það var ljóst að þar var um svo miklar verk- legar framkvæmdir að ræða, að hver aöili var of smár til að standa undir þeim og var þvi ekki um annað að ræða en mynda stór samtök. Þegar Framsókn tók við forustu utanríkismálanna voru þessi samtök raunverulega lögð niður í því formi sem þau voru, en Regin hf. og ríkinu skot:ð þar inn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.