Morgunblaðið - 25.02.1958, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 25.02.1958, Blaðsíða 6
6 MORCUNBLAÐIh Þriðjudagur 25. febr. 1958 SKIPAZT í FYLKINGAR Hussein ORFÁUM dögum eftir að Nasser hafði tilkynnt sameiningu Egyptalands og Sýrlands í bandalag Araba- ríkja, tilkynntu þeir konungarmr í Jórdaníuriki og írak, að þeir hefðu myndað sambandsríki úr löndum sínum og kallast það Arabíska bandalagið. Talið er að Hussein, konungur í Jórdaníu, hafi verið mesti hvatamaður þessa sambands. Svo stendur á, að Arabar, sem landflótta hafa orðið úr Palestínu, eru nú % af þegþum hans, en alls teljast Jórdaníubúar 1 millj. og 500 þús. :ggjj manns. Hussein vissi, að þessir flóttamenn mundu vera mjög næmir fyrir áhrifum frá áköllun Nassers um arabíska sam- einingu. Leit- aði Hussein þá til Sauds kon- ungs í Arabíu og til frænda síns Feisals, kóngs í írak, til þess að mynda nýtt ríkjasamband. Saud léði ekki máls á slíku, en stuttu síðar kom Feisal konungur til Amman til viðræðna við Hussein. Það var einn helzti ásteytingarsteinninn í samræðum þeirra, að írak er með iimur í Bagdad-bandalaginu og af hálfu Jórdaníumanna var því haldið fram, að Palestínufólkið mundi fremur gera uppreisn held ur en verða aðili að bandalagi, sem Nasser hefði stimplað sem tákn vestrænnar yfirdrottnunar- stefnu og að Saud mundi heldur aldrei ganga til samkomulags, nema írak gengi úr því banda- lagi. Lausnin varð sú, að hafa skyldi sama hátt á og þegar Eg- yptar og Sýrlendingar sameinuðu lönd sín, að sá fyrirvari skylcii gerður að hvort landið um sig skyldi verða bundið við þá samn- inga og sáttmála, sem það hefði gert áður en það gekk til samn- inganna. Með þessum fyrirvara gat írak haldið áfram að vera í Bagdad-bandalaginu, en sam- kvæmt samningi er það bundið þátttöku í því þar til í ágúst 1959. Nú var ekkert annað eftir en ákveða hvor þeirra, Hussein eða Feisal, skyldi vera höfðingi hins lýja bandalags Hussein þurfti miklu fremur á þeim stuðningi sem slíkt banda lag veitir að halda heldur en Feisal, frændi hans, sem býr við mikið ríki- dæmi vegna olíuauðæfanna í landinu og á ekki við neitt flóttamannavandamál að ,etja. — Hussein lét þau boð út ganga að sá háttur yrði hafður á að Feisal yrði höfðingi hins nýja sambands og féll nú allt í Ijúfa löð. Þetta nýja ríkjasamband er miklu lausara í sér heldur en ríki Nassers og Sýrlendinga. — Feisal Konungarnir tveir í Jórdaníuríki og írak eiga að halda hásæturn sínum og vegtyllum, en innan 90 daga eiga ríkin að hafa komið sér saman um einn fána, einn her, sameiginlega stjórn í utan- ríkismálum og sameiginlega með- ferð þeirra út í frá. En tvö þing skulu þjóðirnar þó hafa. Eins konar sambandsþing verður samt sett á stofn, þar sem írak og Jórdaníuríki hafa jafna hlut- deild. Að hálfu mun það sitja í Bagdad og að hálfu í Amman. Þó ákveðið væri, að Feisal skyldi verða höfðingi bandalagsins var um leið tekið svo til orða, að unnt væri að endurskoða ákvörð- un um það, hver væri höfðingi bandalagsins, ef ný ríki vildu gerast þar aðilar og var þetta gert til þess að opna dyr fyrir Saud Arabíukonungi. — Síðustu fréttir frá Amman greina að hir- ir olíuauðugu höfðingjar við Persaflóann, sem ráða í Kuwait' og Bahrein' séu að hugsa um að ganga í sambandið. ★ Sagt er að ekki hafi verið nein slik gleði í höfuðborgum land- anna, þegar skýrt var frá sam- einingunni, eins og átti sér stað í Kaíró og Damaskus, þegar til- kynnt var um sameiningu Sýr- lands og Egyptalands. En þó sagði einn af forustumönnum Iraks að hér væri um miklu eðli- legra samband að ræða heldur en hitt. íraksbúar og Jórdaníumenn ættu sameiginlega sögu og lönd þeirra lægju saman en auðlegð íraks og landrými gæti orðið til þess að leysa hið mikla vanda- mál Jórdaníuríkis út af flótta- mönnunum. Að vísu eru íbúar hins nýja sambandsríkis ekk.i nema 7 milljónir, en íbúar Egypta lands og Sýrlands hins vegar 23 milljónir, en þó þetta nýja ríkja- samband sé fólksfærra er það miklu auðugra en hitt. Þegar tilkynnt var um banda- lag íraks og Jórdaníu kvaddi Nasser sér'hljóðs og óskaði ríki- unum til hamingju og sagði að þetta myndi flýta fyrir hinni „miklu sameiningu", eins og hann orðaði það. Þorrablót í Báðardal BÚÐARDAL, 24. febr. —- Sl. laug ardag héldu Laxdælir þorrablót að Sólvangi í Búðardal. Formað- ur ungmennafélagsins Ólafs pás, Kristjana Ágústsdóttir, setti sam komuna, en síðan var sezt að snæðingi. Var á borðum hangi- kjöt og hákarl og fleira góðgæti. Meðan á borðhaldinu stóð fóru fram skemmtiatriði. Bjarni Finn bogason ráðunautur söng gam- anvísur og las upp, Friðjón Þórð? arson, sýslumaður flutti ræðu og Eyjólfur Jónasson, Sólheimum og fleiri, kváðu vísur, þar á meðal gamlar bændavísur úr Laxár- dal. Hallgrímur Jónsson stjórn- aði almennum söng. Að lokum var stiginn dans fram eftir nóttu. Fór skemmtunin hið bezta fram og var þeim, er að henni stóðu, til sóma. —Elís. Sögulegur bœjarstjórn- arfundur í Kópavogi Forseti vítir fulltrúa Sjálfstæðismanna fyrir að bera fram breytingartillögur SÍÐASTLIÐINN föstudag var bæjarstjórnarfundur í Kópavogi. Mörg mál lágu fyrir fundinum, meðal annars afgreiðsla fjárhags- áætlunar. Umræður urðu mjög miklar, stóð fundurinn í 4 klst. sem er óvenjulega langur fund- artími bæjarstjórnar í Kópavogi. Bæjarfulltrúar Sjálfstæðis- flokksins, þeir Sveinn S. Einars- son og Jón Þórarinsson, gagn- rýndu mjög hvernig fjárhagsáætl unin var úr garði gerð. Þar vant- aði allar áætlanir fyrir bæjar- stofnanir, sem hafa sérstakt reikningshald, eins og t.d. vatns- veitu og strætisvagna o. fl. o. fl. Gjaldaliðir voru lítið eða ekki sundurliðaðir. Sem dæmi má nefna liðinn: Stjórn kaupstaðar- ins, sem er hálf milljón, en var ekki sundurliðaðúr nánar og þrátt fyrir margítrekaðar fyrir- spurnir um hvaða kostnaðarliðir væru þarna fyrirhugaðir, er rétt lættu fyrirgreinda upphæð, hálfa milijón, þá fékkst ekkert svar við því. Bæjarfulltrúar Sjálfstæðis- flokksins fluttu margar tillögur, sem miðuðu að því að tilgreina nánar til kvers hinum ýmsu gjaldaliðum ætti að verja, svo tryggt væri að nauðsynlegustu þarfir kaupstaðarbúa sætu í fyr- irrúmi, en meirihlutinn gæti síð- ur varið stórum fjárhæðum eftir eigin geðþótta hverju sinni. Bæjarfulltrúar Sjálfstæðis- flokksins fluttu og tillögur um undirbúning og framkvæmdir nokkra mjög brýnna hagsmuna- mála kaupstaðarins, svo sem undirbúning að hitaveitufram- kvæmdum, en hitaveita er eitt af mestu hagsmunamálum Kópa- vogsbúa. Bæjarfulltrúar Sjálf- sbrifar úr daglega lífinu „Heims um ból“ SÉRA Bjarni Jónsson hefur sent Velvakanda þennan pistil: „Það eykur fegurð guðsþjón- ustunnar, þegar góð samvinna er milli presta og organista. Þeir störfuðu vel saman, presturinn, sem orti jólasálminn og organ- leikarinn, sem bjó til lagið. Prest urinn, Joseph Mohr í Oberndorf fór til vinar síns, Franz Gruber í Arndorf, sýndi honum jólasálm inn, og tónskáldið bjó til lagið, sem sungið var í fyrsta sinni í sveitakirkju suður í Alpafjöllum. Þetta gerðist á jólunum 1818. Enn í dag er jólalagið sungið með miklum fögnuði. Á næstu jólum á sálmurinn, sem lýsir hinni heil- ögu nótt, og hið undurfagra lag 140 ára afmæli. Höfum þetta í huga á næstu jólum. Ég er búinn að syngja „Heims um ból“ um 70 ára skeið. Mér þykir alltaf jafn vænt um sálm- inn. Þegar ég var barn skildi ég vel aðalefnið, en einstaka orð skildi ég ekki. En svo var einnig um mörg ljóð, sem mér var sagt að læra. Eitt sinn, er jólasálmur- inn hafði verið sunginn, spurði ég móður mína: „ Hvað þýðir seimur?“ Hún svaraði: „Gull“. Þá sá ég brunn fullan af tæru vatni og þar niðri í botninum sá ég gull og gimsteina. Þetta sé ég enn, er ég syng: „Lifándi brunnur hins andlega seims“. Ég horfi nið- ur í brunninn og fæ hlutdeild í himneskum fjársjóði, og hugsa til hinna heilögu orða: „Þér skul- uð með fögnuði vatn ausa úr lindum hjálpræðisins“. fyrir mér. Ég fagnaði jólunum, er ég söng sálminn. Hátíðin var komin. Þá sá ég frumglæði ljóss- ins. Ég sá birtuna frá tendruðu ljósi, já, ég sá ljósið brjótast fram og eyða myrkrinu. Mennirn ir þörfnuðust þessarar birtu, því að gjörvöll mannkind meinvill I myrkrunum Iá. Mannkynið var illa statt í myrkrinu. En þá var kveikt á jólaljósinu. Það er að því fundið, að Svein- björn Egilsson notar orðið mann- kind. En þá ætti Hallgrímur Pét- ursson einnig að fá áminningu, því að í Passíusálmunum notar hann hið sama orð, og það hlustar nú öll þjóðin á. Hvílíkur fögnuður, er sungið er: „Heimi í hátíð er ný“. Ég minnist margra stunda, er þessi orð hljómuðu, og oft hefi ég í starfi mínu mönnum til hug- hreystingar í margvíslegri bar- áttu lífsins notað þessi orð: Himneskt ljós lýsir ský. Þegar ég var barn, ályktaði ég og talaði eins og barn. Það er mjög líklegt, að ég hafi ekki vitað hvað lávarður var. En ég fékk að vita það, og sá þá dýrð heilagra jóla, sá barnið liggja í jötunni, en vissi, að þetta barn var lávarð ur heims, konungur lífs vors og ljóss. Ég syng sálminn með mik- illi gleði og veit, að er menn taka sér bústað hjá honum, sem fædd- ist á heilagri jólanótt, eiga menn sælan frið. Þar er friður á jörðu. Menn vilja halda jólalaginu, en sumir vilja fá önnur orð við lagið. Ég skal syngja „Heims um ból“, meðan ég held röddinni. En Þannig opnaðist sálmurinnég skal einnig gleðjast, er sungnir eru aðrir sálmar, og vil nú benda á íagran sálm. Árið 1933 var gefinn út Við- bætir við sálmabókina 220 sálm- ar. Þessi bók var gerð upptæk, hana skyldi á bál bera. Þetta er kirkjusögulegur viðburður. í þessum viðbæti eru 30 sálmar eftir Helga Hálfdanarson og 30 sálmar eftir Matthías. Allt var gert upptækt. En í þessu sálma- safni er jólasálmur eftir Matthías Jochumsson undir laginu „Heims um ból“. Sálmurinn hljóðar svo: Blessuð jól, bjartari sól leiftrar frá ijósanna stól. Hlusta nú, jörð, á hin himnesku Ijóð, heigandi, blessandi synduga þjóð. Guði sé dásemd og dýrð. Hægt og hljótt, heilaga nótt, faðmar þú frelsaða drótt, plantar Guðs lífstré um hávetrar hjarn, himnesku smáljósi gleður hvert barn. Friður um frelsaða jörð. Jesú barn! Betlehems rós dýrð sé þér þjóðanna Ijós! Ljúfustum barnsfaðmi lausnari kær, lykur þú jörðina fagur og skær. Guði sé vegsemd og vald. Þetta eru fögur orð, eins og vænta má, er þjóðskáldið talar. Margir sálmar kunna að bætast við.með auðskildum orðum. En spá mín er sú, að ávallt verði haldið áfram að syngja „Heims um ból“, jólasálminn, sem allir kunna og allir eiga að skilja". stæðisflokksins hafa áður flutt til lögu um að Kópavogur leiti eftir því að verða aðili að sameigin- legum framkvæmdum Reykja- víkur og Hafnarfjarðar um virkj un jarðhitans í Krýsuvík. En þarna fór sem í mörgum málum öðrum, er meirihlutinn hefur ekki flutt sjálfur, að hann ljær þeim ekki lið, og hikar ekki við að fella þau, hversu mikil nauð- synjamál sem um er að ræða. En þessu máli munu Sjálfstæðis- menn fylgja eftir og fyrr eða síðar mun meirihlutinn beygja sig fyrir almenningsálitinu í þessu máli. Það væri hart fyrir Kópavogsbúa ef svo færi fyrir þvermóðsku og afturhaldssemi núverandi bæjarstjórnarmeiri- hluta, að hitaveita til Reykja- víkur frá Krýsuvík lægi í gegn um Kópavog, án þess að Kópa- vogsbúar nytu þar neins af. Fulltrúar Sjálfstæðismanna lögðu til að fé yrði varið til að bæta á einhvern hátt úr því mikla vandræðaástandi, sem íbúar í Vatnsendahverfi eiga við að búa í skólamálum. Það var. fellt. Þá fluttu Sjálfstæðismenn og tillögu um að stofnað yrði Æsku- lýðsráð eftir fyrirmynd Reykja- víkur, og að nokkru fé yrði varið' til þeirrar starfsemi. Einnig að nauðsynlegustu endurbætur yrðu gerðar við íþróttavöllinn, en eins og er, er völiurinn mjög ófull- kominn og varla nothæfur. Það er mjög brýnt hagsmuna- mál að efla félagsslíf unga fólks- ins í Kópavogi, og ríkir mikill áhugi á því, nema hjá meirihlut- anum í bæjarstjórninni. Hann felldi allar tillögur Sjálfstæðis- manna um þessi mál. Eins og fyrr segir fluttu full- trúar Sjálfstæðismanna margar breytingartiliögur og þó að meiri hlutinn felldi þær allar virtist þeim þó eitthvað órótt því Finn- bogi Rútur missti hvað eftir ann- að stjórn á skapsmunum sínum og réðist að fulltrúum Sjálfstæðis manna með fúkyrðum. Eyjólfur bæjarstjórnarforseti, vildi auðsjáanlega koma foringja sínum til bjálpar og vítti full- trúa Sjálfstæðisflokksins. Sveinn S. Einarsson mótmælti gerðum forseta og benti honum á að sam- kvæmt fundarsköpun þá bæri þeim fullur réttur til að semja breytingartillögur við það mál, sem til afgreiðslu væri á fundin- um. Heyktist forseti þá og sagðist ekki hafa meint víturnar. Var framkoma forsetans í fund- inum yfirleitt furðuleg. Annað dæmi því til sönnunar má nefna að hann úrskurðaði að tekjuhlið fjárhagsáætlunarinnar ætti að afgreiðast áður en breytingartil- lögur við gjaldahliðina yrðu lagð ar fram. Hefur hann sennilega hugsað sem svo að það væri alveg sama um hvað breytingartillögur Sjálfstæðismanna fjölluðu, þær yrðu allar felldar. Það kom fram á þessum fundi að Finnbogi R. hefur einn og án heimildar frá bæjarstjórn, annazt lóðaúthlutun og uppsögn erfða- leigusamninga í kaupstaðnum, síðan bærinn keypti ríkisjarðirn- ar Digranes og Kópavog. Eru því allar gerðir hans í því máli laga- lega séð mjög vafasamar. Þegar fram kom á fundinum tillaga, sem fól í sér að gerðir hans í þessum málum skyldu lagðar fyr ir bæjarráð þá brást meirihlut- inn hart við og felldi þá tillögu, stóð ekki á fulltrúa Framsókn- ar að fylgja Finnboga þar að málum. Stóð hann á þessum fundi sem áður með kommúnistum í flestum hinum þýðingarmestu málum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.