Morgunblaðið - 25.02.1958, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 25.02.1958, Blaðsíða 9
Þriðjudagur 25. febr. 1958 MORCUNBLAÐIÐ 9 Hreiraar límar NORSKUR menntamaður, sem hér var á ferð nýlega, lét hafa það eftir sér að sá væri munur á íslendingum og Norðmönnum að þeir hefðu lífsskoðun, en íslend- ingar enga. Þetta eru nú bara mannleg orð. F.n oft er þó glöggt gestsaugað. Og tel ég raunar ekkert undra- vert þótt gestinum fyndist land- ann vanta hrunar línur, þar sem tekur til æðstu menningarmála, sem verka í nútimanum. í Noregi hafa orðið mikil átök með mönnurn kirkjunnar út af tjáningu Schjelderup biskups í Hamarsstifti, þar sem hann neit- ar að trúa kenningunni um for- dæmingu. Þeir, sem halda fast við játningar kirkjunnar þar í landi, eru fjölmennir. Mætti ætla að mál þetta yrði ekki útkljáð fyrri en biskup þessi sæi sitt ó- vænna og segði af sér. Trúmála- rrtin hér heima hafa getið um þetta mál og þá helzt Kristilegt vikublað. Jólahefti Kirkjuritsins nú í vetur, getur almenns kirkju fundar í Noregi undir forustu Smemo biskups í Osló. Þann fund sækja fulltrúar úr öllum biskupsciæmum landsins. Á þess- um fundi ríkti móthald gegn Schjelderup biskupi vegna hans neikvæðis. Kirkjurjtið lýsti sig f.vlgjandi Sciijelderup og segir; l'óa íslandmga hygg ég þeirrar trúar sem meirihluli norska kirkjufundarins lýsti sig fylgj- andi. í sama mund lýsti séra Sveinn Víkingur því yfir í Rik- isútvarpinu að hann teldi for- dæmingarkenninguna fjarstæðu eina. Vissulega er þetta ekki til þess að halda hieinum línum. Kirkjan hér í landi, sem kirkja Krists, verður auðvitað að halda sig við kenninguna eins og Krist- ur setti hana fram. Hann segir: „Ekki mun einn stafkrókur lög- málsins líða undir lok“. Ég efa ekki að allir prestlærð- ir menn í landinu vilji vel. Hitt er svo annað mál hvað þeir eru skarpslcyggnir á trúmálin eða sjá langt. — En mér er spurn: Hver er me.iningin með þessum tjáningum? Sýnilega leiða þær aðeins til glundroða og til þess að það síast inn í þjóðarsálina að syndin geti verið meinlaus. — Kristur segir: „Tj'úðu aðeins". „Haltu boðoi'ðin og þá munt þú lifa“. Þetta er einfalt mál, þótt vantrúin geti gert það marg- brotið. Leiðin liggur opin og hægt að sigla fram hjá öllum skei-jum. Mennii-nir eru ekki bundnir við neina fordæming. En þeir eru bundnir við það að trúa aðcins. Það er eitt af boðorðununi. Að bi'jóta boðorðin er synd. Að vera trúlaus eða vantrúaður er synd af því við höfum Ki'ist og játum tj'úna á hann. En svo segir Krist: ur: „Sá sem trúir og verður skírð ur mun hólpinn verða, en sá sem ekki trúir mun fyrirdæmdur verða“. (Mark. 16.16). Þannig er það sýnt að við get- um lifað okkur undir dóm og þannig er það sýnt að við erum ábyrg gerða okkar. Annars væri maðurinn eins og skynlaus skepnan. Kirkjan hér í landi þarf áreiðanlega að athuga sinn gang. Hún má ekki verá nein hálf- kirkja. hiun fyllist ekki af fólki við hálf-prédikanir, heldur að- eins við heilai'. Hún má ekki vera stór í forminu, heldur kjax-nan- um. Hún má ekki pi'édika fólk- inu ábyrgðarleysi í trúarlegum efnum. Hún má ekki vera lin í sókninni fyrir málefni Drottins hér á jörð. En hún er það. Þegar kemur að meginatriðum -trúar- innar virðast miklu færri prestar hennar, geta fyllilega staðið með Guðspjöllunum. Eins og þá er ræðir um meyjarfæðinguna, þýð ingu krossdauða Krists, upprisu hans, kraftaverk hans, niður- stigningu og himnaför. Óvinurinn er nú helzt ekki nefndur á nafn í kirkjunni hér, eins og hann sé ekki framar til. En hvað segir Kristur um hann? Það er þó vandalaust að sjá að- gerðir hans, til dæmis í hinum róttæka kommúnisma, sem vill afnema trúna á almáttugan Guð og þá náttúrlega um leið þetta háleita boðorð Krists: „Elskið hver annan, eins og ég hefi elsk- að yður“ Þarna er fjandinn að verki. En fólkið þarf að trúa á Drottin, til að sjá þetta og skilja. Kirkjan getur ekki verið hlut- laus. Hún hefir sitt ákveðna á- form að halda uppi rétttrúnaði. Hún er ekki bara prestarnir, heldur við öll. Á henni veltur hvorki meira né minna en öll heimsmenningin, og við, minnsta þjóðin, viljum vera þar með og erum þar með Og þá er að trúa aðeins, trúa skilyrðislaust. Við getum heldur engin skilyrði sett. Drottinn hefir gefið okkur hvort- tveggja, lífið og trúna og sett okkur boðorðin svo að við upp- fylltum lífið að okkar hluta. — Sannleikurinn felst allur, eins og hann leggur sig, í orði Drott- ins. Þess vegna er allt ófram- kvæmanlegt, til viðhalds og efl- ingar menningunni, nema að hafa það í stofni. — 000 — Nýlega er bæjarstjórnarkosn- ingum lokið. í höfuðstað landsins stilltu fimm stjórnmálaflokkar upp kosningalistum. Nú eru i raun og veru aðeins tveir stjórn- málaflokkar til í landinu, svo að eitthvað vantar nú á að til séu hreinar línur á stjórnmálasvið- inu. Það er ofvaxið dómgreind alls þorra fólks að átta sig á því óþarfa tali og óþarfa ritmáli, sem borið er á það, þegar fimm flokk ar þrengja sér inn á svið þar sem eru aðeins tveir, ef fólkið áttaði sig á því hver er hinn rétti grunn- ur stjórnmálanna. Ég fer ekki út í skýringar á þeirri skiptingu hér, að þessu sinni, en segi aðeins það að væri þjóðin sannkristin væri hér aðeins einn stjórnmálaflokk ur, þar sem boðoi'ðið „Berið hver annars byrðar" væri látið gilda i gegnum þykkt og þunnt. Allt ber að sama brunni. Stjórnmálin komast ekki í viðunandi horf nema takist að kristna allt fólkið í landinu. Morgbl. flytur stund- um ritningargreinar, sem það hef ur undir fyrirsögninni „Orð lífs- ins“. En blaðið ætti að birta þetta sér, efst á blaði á fyrstu síðu. Þetta ættu öll blöð að gera og minnast þess rækilega, um leið að bannað er að leggja nafn Guðs við hégóma. Því gæti fylgt bless- un. Þá er á einu leitinu hið mikla prentmál, sem borið er á fólkið og sem ekki á lítinn þátt í því að rugla það í allri lífsskoðun, eink um æskuna. Þar úir og grúir af „atom“ rugli, óþarfa prentmáli og siðspillandi þvættingi. At- vinnu-útgefendur, í svo stórum stíl, sem hér, eru landplága. Smekkvísinni hjá fólkinu er hætta búin í prentflóðinu. Svo langt er nú komið, að endemum, bókmenntaþjóðinni íslendingum, að á síðasta hausti, voru uppi raddir um það að birta bæri í ís- lenzkiú þýðingu, Mykle-klámið, sem upptækt var gert í föður- landi höfundar, Noregi. Þjóðin þarf að eignast menn, sem eru skarpsýnir og sterkir rit dómarar, sem hugsa um menn- ingu þjóðarinnar af velvilja. Þeg- ar ég var ungur maður, las ég bókmenntaritdóma þeirra séra Jónasar Jónassonar á Hrafnagili og Þorsteins Gíslasonar, ritstj., og þeir spöruðu mér oft það að lesa heilar bækur. Samkvæmt framansögðu er ekki að undra það þótt lífsskoðun íslendinga fari víða á tæpu vaði. Lífsskoðunin, eins og hún leggur sig, felst öll í orði Drottins. En að lifa án lífsskoðunnar, getur ekki orðið nema aumt líf. 30. jan. 1958. Jón H. Þorbergsson. WerzSunarhúsMBÖi Til sölu er verzlunarhúsnæði ca. 200 fermetrar í fokheldu ástandi við aðalgötu skammt frá miðbæn- um. Húsnæðið mætti einnig nota til veitingasölu o. fl. Málflutningsskrifstofa Áka Jakobssonar og Kristjáns Kiríkssonar, Laugaveg 27, sími 11453. (Bjarni Pálsson sími 12059). BARNAVAGN Pedigree barnavagn til sölu. Sími 34864. — PELS Til sölu fallegur Bisam-pels, til sýnis í Hattabúð Soffiu Pálma, Laugavegi 12. Kaupum EIU og KOPAR Sími 24406. Nýr jeppi Rússneskur jeppi til sölu, ekið um 5 þús. km. Aðal BÍLASALAN Aðalstr. 16. Sími 3-24-54. Zodiac '55 til sýnis og sölu í dag. — Möguleiki að taka nýjan Moskiviteh upp í. ASal BÍLASALAN Aðalstr. 16. Sími 3-24-54. PSymoutli árg. 1940 með nýlegri vél, útvarp og miðstöð, selst ódýrt ef sam- ið er strax. Til sýnis á staðnum. — Bifreiðasalan Ingólfsstr. 11, sími 18085. Ríkisstarfsmaður óskar að taka á leigu ÍBÚÐ 3—5 herbergi í seinasta lagi 1. maí n.k. — Fyrirfram- greiðsla kemur til greina. Sími 10710. — KEFLAVIK 3ja herbergja íbúð lil leigu. Uppl. á Brekkubraut 13. ÚTSALA Storesefni Voal Sforesblúndur Eldbúsalugga- tjamu'íieini Gardínubúðin Luuba,cSl Z8* Vanur bilstjóri óskar eftir VINNU sem fyrst. Margt kemur til greina. Tilboð merkt: „Bíl- stjóri — 8562“, sendist af- greiðslu Mbl. TIL SÖLU tveir bókaskápar og einn ottomann. — Upplýsingar í síma 10169. — Unglingspiltur óskast í sveit nú þegar. — Uppl. í síma 12946. Blússupoplin í rauðu, drapp og grænum lit. Khaki, rautt og blátt, kr. 17,60 og rósótt kjóia- poplin „ kr. 24,30 m. Verzlunin BANGSI Reynimel 22. Ódýrar drengjaskyrfur og skyrtubolir og galiabux- ur á smábörn. Verzlunin BANGSI Reynimel 22. Stúlkur athugib Ungur maður sem er við sveitabúskap, óskar eftir ráðskonu, á aldrinum 25— 40 ára, með nánari kynni fyrir augum, til að annast ráðskonustörf. Má hafa 1— 2 börn. Þagmælsku heitið. Vinsamlegast leggið nafn og heimilisfang inn á afgr. blaðsins fyrir 1. marz, — merkt: „Suð V. Land — 7945“. — Frá Bifrciðasölunni Ingólfsstræti 11. Dodge sendibíll If 47 í skínandi standi. Hagstæð- ir greiðsluskilmálar, ef samið er strax. BifreiSasalan Ingólfsstræti 11, sími 18085. Maður, vanur búðarútstill- ingum og með verzlunar- menntun, óskar eftir atvinnu frá 1. júlí. Margt kemur til greina. Tilb. með uppi. um laun, sendist til Erik IWein- eke, Revvej 16C, Korsór, Danmark. — lukið viSskiptin. — Augiýsið í Morgunblaðinu JHdrgunbla&id Sími 2-24-80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.