Morgunblaðið - 25.02.1958, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 25.02.1958, Blaðsíða 17
Þriðjudagur 25. fpb'r. 1958 MORGUNBLAÐIÐ 17 íslenzku kristniboðu num fagnað hér heima EINS og skýrt var frá hér í blað- inu fyrir nokkrum dögum, eru þau hjónin Kristín Guðleifsdóttir og Felix Ólafsson nýkomin heim frá Eþíópíu í Afríku, eftir að hafa starfað þar að trúboði meðal Konsóþjóðflokksins hátt áfimmta ár. Hafa þau dvalizt þarna á veg- um Sambands íslenzkra kristni- boðsfélaga, en það eru samtök innan þjóðkirkjunnar meðal á- hugafólks, sem vill vinna að fram gangi kristiaiboðs meðal heiðinna þjóða. Fimmtudaginn 20. þ. m. var haldin samkoma í húsi KFUM til þess að fagna þeim hjónum. Var hinn rúmgóði samkomusalur KFUM þéttskipaður áheyrend- um, og urðu nokkrir að standa frammi á gangi. Fánar íslands og Eþíópíu blöktu sinn livorum megin við ræðustólinn. Boðin velkomin Er Ólafur Ólafsson, kristniboði, sem heimsótti Konsó fyrr í vetur sem kunnugt er, hafði flutt bæn, tók til máls Bjarni Eyjólfsson, formaður Kristniboðssambands- ins. Bauð hann ungu hjónin vel- komin og lýsti gleði kristniboðs- vina yfir því að hafa þessa full- trúa sína á meðal sín. Þakkaði hann þeim fyrir hið mikla starf, sem þau hafa leyst af hendi í Konsó við hin erfiðustu slýlyrði. Erfiðleikarnir Bæði hjónin tóku til máls. Fel- ix mælti nokkur orð á amharisku, hinu opinbera máli Eþíópíu, og lét það harla ókunnuglega í eyr- um, enda er það algerlega óskylt Vesturlandamálunum og erfitt að læra. Verður að nota mál þetta við alla opinbera fræðslu, og þurfa kristniboðarnir því að hafa túlka, því að Konsómenn skilja það ekki. Feiix kvað allmikið hafa unn- izt á í starfinu, þótt erfiðleikarnir hafi verið mjög miklir. Gerði hann samanburð á fyrstu sam- komunni, sem hann hélt í Konsó og hinni síðustu, sem hann tók þátt í, áður en hann hvarf heim. Fyrsta samkoman var haldin í amhariskum þorpshluta. Amhar. arnir í Konsó, eða hinn ráðandi þjóðflokkur, höfðu lengi horn í síðu kristniboðanna, enda þótt starfið væri rekið með fullu sam- þykki yfirvaldanna í höfuðborg- inni og eiginlega að ósk þeirra, því keisarinn sækist eftir erlend- um kristniboðum, kennurum og hjúkrunarliði. Samkomusalurinn var við hliðina á knæpu einni, þar sem margir sátu við drykkju og söng, og skildi aðeins þunnt þil á milli. Varð P'elix að hafa sig allan við að yfirgnæfa hávað- ann af gleðskapnum — og han- ana, sem voru fyrir utan og göl- uðu hver í kapp við annan. Nokkr ir menn áræddu að koma inn fyr ir dyrnar, og sátu þeir á steir.um, en allmargir kusu heldur að vera fyrir utan til þess að varðveita mannorð sitt. Flúði töframanninn Síðasta samkoman var haldin í tveim stofum í skóla þeim, sem reistur hefur verið á lóð kristni- boðsins. Nú voru samankomnir um 200 manns, eða eins margir og stofurnar rúmuðu. Allt voru þetta menn, sem gjarna vildu vera kristnir, eða vildu að minnsta kosti sýna kristniboðun- um vinsemd. Og þarna fór fram sú athöfn, sem ævinlega þykir marka þáttaskil í kristniboði á hverjum stað. Fyrsti Konsómað- urinn var skírður. Þetta er ung- lingspiltur, 14—15 ára, og heíur hann dvalizt alllengi á stöðinni og notið þar fræðslu. Hann flýði þangað undan töframanninum í þorpi sínu, en töframaðurinn vill hann feigan vegna vígs sonar síns, en bróðir Konsódrengsins er sak- aður um vígið. — Á sömu sam- komu var fermdur drengur, sem hafði verið skírður í koptisku kirkjunni. Nú munu vera um 75 piltar í skóla kristniboðsins. Konsómenn eru hvorki læsir né skrifandi. Er því við því að búast, að skiln- ingurinn á gildi skólamenntunar sé af skornum skammti. Þó kvað Felix augu manna vera smám saman að opnast í þessum efnum. Komið hefur verið upp heima- vist fyrir skólapilta, og kvað Fel- ix það hafa gefið mjög góða raun. Bæði verða nemendurnir iðnari við námið, og auðveldara verður að veita þeim þá kristilegu fræðslu og mótun, sem þeir þurfa að njóta. Strangar kröfur eru gerðar til þeirra, sem vilja láta skirast. Starfsmannaskortur hefur háð mjög starfinu í Konsó. Er mikil vöntun á traustum innlendum starfsmönnum, sem bæði geta kennt og túlkað. Kristniboðarnir nota jöfnum höndum þrjú mál í viðskiptum sínum við Konsó- menn, Konsómál, amharisku og gallamál eða gallinja, og má því sjá, að mikil þörf er á góðum túlkum. Enn eru í Konsó þrír íslending ar, ein hjón og hjúkrunarkona Hjúkrunarkonan á ákaflega ann- ríkt, og má segja, að hún sé þarna eins og engill af himni sendur, því að enginn læknir er til á meðal þjóðflokksins. Læknar eru svo fáir á meðal þessarar 15 milljón manna þjóðar, Eþíópíu- manna, að ekki er nema einn fyrir hverjar 200 þúsundir manna. Þingfulltrúar bœnda Á BÚNAÐARÞINGI því sem nú situr eiga sæti 25 fulltrúar og eru það eftirtaldir menn: Frá Kjalarneskjördæmi Kristinn Guðmundsson, Mos- felli, Einar Ólafsson, Lækjar- hvammi. Frá Borgfirðinga og Mýrakjör- dæmi Ingimundur Ásgeirsson, Hæli, Sigurður Snorrason, Gilsbakka. Frá Snæfellingakjördæmi Gunnar Guðbjartsson, Hjarðar- felli. Frá Dalakjördæmi Ásgeir Bjarnason, Ásgarði. Fx-á Vestfii-ðingakjördæmi Jóhannes Davíðsson, Neðri Hjarðardal, Páll Pálsson.Þúfum. Frá Strandamannakjördæmi Benedikt Grímsson, Kirkju- bóli. Frá Vestur-Húnvetningakjör- dæmi Benedikt H. Líndal, Efra- Núpi. Frá Austur-Húnvetningakjör- dæmi Hafsteinn Pétursson, Gunn- steinsstöðum. Frá Skagafjarðarkjördæmi Kristján Karlsson, Hólum, Jón Sigurðsson, Reynistað. Frá Eyfirðingakjördæmi Ketill Guðjónsson, Finnastöð- um, Garðar Halldórsson, Rif- kelsstöðum. Frá Suður-Þingeyingakjördæmi Baldur Baldvinsson, Ófeigs- stöðum. Frá Norður-Þingeyingakjördæmi Þórarinn Kristjánsson, Holti. Frá Austfirðingakjördæmi Þorsteinn Sigfússon, Sand- brekku, Sveinn Jónsson, Egils- stöðum. Frá Austur-Skaftfellingakjör- dæmi Egill Jónsson, Hoffelli. Frá Sunnlcndingakjördæmi Bjarni Bjarnason, Laugar- vatni, Guðmundur Erlendsson, Núpi, Sigmundur Sigurðsson, Syðra-Langholti, Jón Gíslason, Norðurhjáleigu, Eggert Ólafsson, Þorvaldseyri. Þá sitja þingið Búnaðarmála- stjóri Steingrímur Steinþórsson, og stjórn Búnaðarfélagsins, en hana skipa Þorsteinn Sigurðsson, Pétur Ottesen og Gunnar Þórðar- son frá Grænumýrartungu. Afgreiðslustúlka Rösk og ábyggileg afgreiðslustúlka óskast nú þegar. —• Clausensbúð (KJÖTDEILD) Verzlunarpláss Vil kaupa eða leigja hentugt húsnæði á góðum stað í bænum, fyrir tóbaks- og sælgætissölu. Kaup á lítilli verzlun koma einnig til greina. — Tilboð ósk- ast send afgreiðslu blaðsins fyrir 1. marz merkt: „Marz — 8725“. Stúlka Áreiðanleg stúlka 16 ára eða eldri óskast til heim- ilisstarfa um mánaöatíma. Hátt kaup og sér her- bergi. — Upplýsingar á skrifstofu Gísla Jénssonar & €o Ægisgötu 10 kl. 5—7 í dag OKKUR VANTAR Unglings telpu til snúninga á skrilstofu oklsar. Sölusamband íslenzkra fiskframleibenda Aðalstræti 6, III. hæð Höfuin fyrirliggjandi: M I L N E R S Skfalaskápa og MÖPFUR Landstjaman hf. Hafnarstr. 8, síini 12012 smálafélagið Vörður neldur fund ■ SJálfsfæðíshúsinu í kvöld kl. 8,30 CH/iHÆSIUIEFfel! s Fr frjálsiyneii í framkvæmd þjóðhætfulegt? FHUH/IMÆlANPi; iljaraii Benediktsson ritstjóri Allt Sjáifstæbisfólk er velkomib meban húsrúm leyfir Stjórn Varðar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.