Morgunblaðið - 25.02.1958, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 25.02.1958, Blaðsíða 20
VEÐRIÐ SA kaldi, skýjað. Balletfskóli Sjá viðtal á bls. 8. 47. tbl. — Þriðjudagur 25. febrúar 1958. Varðarfundur í kvöld: Er frjálslyndi í fram- kvæmd þjóðhættulegt? Bjarni Benediktsson veiður irummælandi LANDSMÁLAFÉLAGIÐ VÖRÐUB heldur fund i Sjálfstæðishús- mu í kvöld. Umræðuefni á fundi þessum veröur: — Er frjálslyndi í framkvæmd þjóðhættulegt? — Frummælandi verður Bjarni Benediktsson ritstjóri. Ekki er ósennilegt, að Varðar- félagar muni f jölmenna á þennan fund í kvöld. Þetta er fyrsti fund- urinn, sem félagið efnir til eftir Bjarni Benediktsson bæjarstjórnarkosningarnar í janú ar sl. Umræðuefni vekur áhuga allra þcirra ,sem láta sig varða stjórnmál. Og Bjarni Benedikts- son mun í framsöguræðu reiía þetta athyglisverða mál. Um þessar mundir gerist ýmis- legt sem breytir stjórnmálavið- horfinu í landinu. Skammt er um liðið frá hinum einstæða sigri Sjálfstæðismanna í bæjarstjórn- arkosningunum. Flokksstjórnar- fundi eins vinstri flokkanna er nýlokið og hjá öðrum er slík ráðstefna í vændum. Vafalaust mun Bjarni Benediktsson koma í ræðu sinni inn á þessi mál og skýra þau viðhorf, sem síðustu atburðir stjórnmálanna hafa nú skapað. Það verða áreiðanlega margir, sem vilja hlýða á fram- söguræðuna í kvöid. Mönnum er ráðlagt að mæta stundvíslega á fundinum sem hefst kl. 8.30. — Allt Sjálfstæðisfólk er velkomið meðan húsrúm leyfir. Byrjað að laga göturnar 9 VINNUFLOKKAR frá gatnagerð bæjarins fóru á stúfana í gærdag, er hér var frostlaust veður og þurrt, til þess að lagfæra skemmd ir á malbiki. Var t.d. gert við í Aðalstræti og Hafnarstræti, en götur þessar voru mjög illa farn- ar. einkum þó á móts við Bíla- stöð Steindórs. Suður í Fossvogi voru gatna- gerðarmenn frá vegagerðinni einnig að störfum við lagfæringar á malbikinu þar. Bíll á um Jboð bil 9. hvern íslending Bilum fjölgaði um rúm 1200 árið 1957 í SKÝRSLU frá skrifstofu vega- málastjóra er Mbl. barst í gær segir, að hinn 1. janúar síðastl. hafi verið 17.802 bílar á landinu, þar af í Reykjavík 8,308. Sam- kvæmt þessu kemur einn bíll í hlut níunda hvers manns. Um síðustu áramót var bif- reiðaeign Reykvíkinga 5867 fólks Bærinn í Kollafirði brennur SVO bar við síðari hluta dags í gær, að rafstraumur rofnaði skyndilega í bænum í Kollafirði. Meðan verið var að leita orsak- anna, varð mönnum litið út í átt- ina að gamla bænum, sem var Fyrirvaralaust verkfall við uppskipun úr Gullfossi FYRIRVARALAUST var upp- skipunarvinna stöðvuð við Gull- foss í gærdag. Hófst vinna þar ekki aftur fyrr en í gærkvöldi. Gullfoss kom að utan nokkru fyrir hádegið í gær. Vinna við uppskipun úr skipinu hófst klukk an 1 síðd. Gengu verkamenn hver til síns starfs að' venju og gerðist þar ekkert markvert fyrsta hálf- tímann eða svo. Þá birtist á hafn- arbakkanum Guðmundur J. Guð mundsson, bæjarfulltrúi. Litlu síðar kom hann til Sigurðar Jóhannssonar yfirverkstjóra hjá Eimskipafélagi íslands, og tilk. K&ssS í Tréssni&a- télaginu wssi heiffina Cuðni H. Árnason í formannssœti á lista lýðrœðissinna Á LAUGARDAG og sunnudag fer fram allsherjaratkvæða- greiðsla í Trésmiðafélagi Reykja víkur um kjör manna í stjórn félagsins og a'ðrar trúnaðarstöð- ur. Lýðræðissinnar í félaginu, sem náðu því úr höndum kommúnista á s.l. vetri, hafa borið fram lista með þessum nöfnum: Aðalstjórn: Guðni H. Árnason, formaður Kári I. Ingvarsson, vara-íorm. Eggert Ólafsson, ritari Þorvaldur Ó. Karlsson, vara-rit- ari Þorleifur Sigurðsson, gjaldkeri. Vara-stjórn: 1. Einar Ágústs- son, 2. Sveinn Guðmundsson, 3. Steinar Bjarnason. Endurskoðendur: Sigurgeir Al- bertsson, Einar Einarsson. Vara-endurskoðendur: Einar Þorsteinsson, Þorkell Ásmunds- son. Trúnaðarmannaráð: Aðils Kemp, Magnús Jóhannesson, Jóel Jónsson, Karl Þorvaldsson, Berg- steinn Sigurðsson, Sigmundur Sigurgeirsson, Einar Ólafsson Guðmundur Sigfússon, Ásmund- ur Þorkelsson, Guðmundur Magnússon, Sigurður Guðmunds son, Guðmundur Gunnarsson. Varamenn í trúnaðarráði Reynir Þórðarson, Júlíus Jóns- son (Grettisg. 19A), Sigurður Bjargmundsson, Magnús V. Stef- ánsson (Ránarg. 33A), Geir Guð- jónsson, Guðjón Guðjónsson. Atkvæðagreiðslan fer fram að Laufásvegi 8. Stendur hún yfir kl. 2—10 á laugardag og kl. 10— 12 og 1—10 á sunnudag. Kosið verður milli 2 lista. Auk lýðræðissinna bera kommúnistar fram lista og er Benedikt Davíðs- son formannsefni þeirra. honum að verkamenn sem væru við vinnu í Gullfossi, myndu á þeirri stundu leggja niður vinnu. Kvað Guðmundur, þetta gert vegna þess að verkamönnum hjá Eimskipafélaginu væri ekki tilk. með nægum fyrirvara hvenær vinna skyldi hefjast við skip fé- lagsins er þau kæmu í höfn, svo verkamenn þyrftu ekki að bíða lengri eða skemmri tíma eftir að vinna hæfist. Hefðu þeir beðið í gærmorgun eftir Gull- fossi. Vinnu við skipið var síðan hætt. Síðdegis komu saman á fund talsmenn Eimskipafélagsins og Dagsbrúnar. Dagsbrúnarmenn irnir munu hafa neitað að félagið ætti hér nokkurn hlut að máli, heldur aðeins verkamennirnir. Á þessum fundi tókst brátt samkomulag um það að Eimskipa félagið myndi jafnan reyna að hafa þann hátt á að boða vinnu við Fossana með eins rúmum fyrirvara og tök væru á. Verkfall þetta mun hafa komið Eimskipafélaginu mjög á óvart, því ástæðulaust hafi verið að skella þessu verkfalli á félagið fyrirvaralaust, til þess að komið yrði í kring slíku fyrirkomulagi um vinnuboðun hjá því. Klukkan 5 hófst svo vinna við Gullfoss á nýjan leik og var unn- ið til klukkan 7. Ekki hefur komið til verkfalls hér í Reykjavíkurhöfn síðan verk fallið mikla var hér á árunum. kippkorn frá, og sást þá, að eldur var kominn þar upp. Slökkviliðunum á Álafossi og í Reykjavík var gert aðvart. Menn frá Álafossi fóru á vettvang með brunadælu, og úr Reykjavík kom einn af bílum slökkviliðsins. Gamli bærinn var alelda, þegar slökkviliðsmennirnir komu að og neitaflug var yfir fjósið og hlöðuna í Kollafirði. Einbeittu menn sér að því að verja þessar byggingar, og varð ekki tjón á þeim. Gamli bærinn brann hins veg- ar til ösku. Hann var byggður úr timbi’i, ein hæð og ris. Fólk bjó þar ekkert og átti að rífa húsið í vor. Reginn h.f. hafði það á leigu, en átti lítið eða ekkert geymt í því nú. Hins vegar voru þar nokkrar birgðir af fóðurvör- um, sem bóndinn í Kollafirði, Guðmundur Ti’yggvason, átti. Mun ekki hafa tekizt að bjarga þeim. Talið er, að kviknað hafi í út frá rafmagni. bílar, 155 strætisvagnar og aðrar gerðir almennings- og lang ferðavagna og 2286 vöx-ubílar og hálfkassabílar. Gullbringu- og Kjósarsýsla og er þá Keflavík ekki þar meðtalin, er með alls 1544 bíla, þar af 981 fólksbíl og rúmlega 550 vörubíla. Stranda- sýsla er sú sýslan þar sem fæstir bílar eru, alls 110, þar næst Dala- sýsla 149. Ólafsfjörður er bílfæsti kaupstaður landsins, en þeir eru 48. Þá Neskaupstaður 85 og Kefla vikurflugvöllur, sem er sérstakt lögsagnarumdæmi, telur 93 bíla. Við flokkun bílanna í skýrsl- unni kemur fram, að fólksbílar með sæti fyrir 1—8 farþega ,eru 11.936, með sæti fyrir 9—32 far- þega 182 og bílar fyrir fleiri en 32 88. Vörubílar eru alls 5438, þar af eru 127 bílar sem eru yfir 7 tonn hver, en algengast er að vörubílarnir séu 2—5 tonn. Á síðasta bílatali vegamála- stjóra voru alls á landinu 16583 bílar. Fjölgunin nemur því 1219 bílum. Af fólksbílum ei-u flestir af gerðinni Willys Jeep 2024, Ford 1410, Chverolet 1105, þá kemur í 4. sæti Skoda 645, Austin 560, Dodge 528, Moskvitsch 492, Gaz 69 475, Opel 392 og jafnir eru Plymouth og Volkswagen 363. í landinu er 321 bifhjól og eru flest þeirra Vespur 54, B.S.A. 49. Elztu fólksbílarnir sem voru í umferð um síðustu áramót eru 1926-árgerðir, en elzti bíllinn á landinu, sem enn er í gangi er vörubíll frá 1923. Eitt bifhjól er einu ári eldra. Fjölbætt starfsemi Heimdallar s.l. ár Baldvin Tryggvason kosinn formaður Misnotkun kommún- ista á sjóðum tré- smiðafélagsins UM FÁTT er nú meira talað meðal trésmiða í bænum en upplýsingar, sem nýlega hafa komið fram um meöferð kommúnista á fjármunum félagsins, meðan þeir voru þar sinráðir á árunum 1954—1957. Eftir þeim fregnum, sein Moigunblaðinu hefur tekizt að afla sér, mun stjórn félagsins bafa lánað um 150.000 krónur úr sjóðum þess til einstakra nianna í stjórninni og trúnaðarráðinu. Uppl. um þessi lán voru ekki gefnar félagsmönnum og mun almenn vitneskja um þau ekki hafa borizt út, fyrr en nú nýlega. . AÐALFUNDUR Heimdallar, fé- lags ungra Sjálfstæðismanna í Reykjavík, var haidinn s.l. sunnudag. Pétur Sæmundsen, fráfarandi formaður félagsins, flutti skýrslu um síðasta starfsár. Hafði félags- starfsemin verið mjög fjölþætt. Heimdellingar lögðu fram mikið starf í sambandi við undirbúning bæjarstjórnarkosninganna í jan- úar, haldnir voru fundir og stjórn málanámskeið og unnið að útgáfu starfsemi. Félagið gaf út vandaó rit í tilefni af 30 ára afmæli sínu, svo og blaðið Heimdall og sér- prentun á greinum Magnúsar -uidvin Tryggvason Þói'ðarsonar um mótið í Moskvu. Af annarri starfsemi ma nefria ferðalög, leikhúsrekstur og æsku lýðstónleika. Á fundinum tók ný stjórn við störfum. Pétur Sæmundsen, sem verið hefur formaður Heimdallar um 2 ára skeið, hafði beðizt und- an endurkosningu, en í hans stað var kosinn Baldvin Tryggvason. Stjórnin er nú þannig skipuð: Baldvin Tryggvason lögfræðingur Ilafstcinn Baldvinsson erindreki Hörður Einarsson nemandi í menntaskólanum Jón E. Ragnarsson stud. jur. Ólafur Jensson vélvirki Sigurður Helgason lögfræðingur Skúli Möller nemandi í verzlunar skólanum Stefán Snæbjörnsson iðnnemi Örn Valdemarsson skrifstofu- maður. Varastjórn: Gunnar Tómasson nemandi í verzlunarskólanum Guðni Gíslason nemandi í mennta skólanum Vilhjálmur Lúðvíksson nemandi í verzlunarskólanum. Endurskoðendur: Ásmundur Einarsson framkvæmdastjóri Hö- skuldur Ólafsson sparisjóðsstjóri. Þá voru kosnir 40 menn í full- trúaráð félagsins. Á aðalfundin- um urðu umræður um félagsmál og tóku margir Heimdellingar til máls. Voru gerðar samþykktir varðandi þessi efni og nefnd kos in til að endurskoða félagslögin.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.