Morgunblaðið - 25.02.1958, Blaðsíða 12
12
MORCVNBLAÐ1Ð
Þriðjudagur 25. febr. 1958
Söngbonon Nonnn Egilsddttir heiir
dvniizt hér n lnndi nndnnfnrið
Syngur í Berlín í marz á hljómleikum
og 1 úivarp
SÖNGKONAN Nanna Egilsdóttir Nemur nú hjá Súsönnu Anders
hefir dvalizt hér á landi undan-
íarna tvo mánuði, en heldur á
brott héðan á morgun til Ham-
borgar, þar sem hún er búsett. Er
Nanna kom hingað til iands síð-
ast fyrir hálfu öðru ári. — hélt
1 .
Nanna stundaði söngnám aðal-
lega í Þýzkalandi og í Buenos
Aires í Argentínu, einnig nokkuð
á Ítalíu og Sviss. Nú stundar hún
nám í Hamborg hjá Súsönnu
Anders, sem er ekkja Péturs And
ers. Margir íslendingar munu
kannast við móður frú Anders,
söngkonuna frú Lulu Miss-
Gmeiner, sem kom hingað til
lands skömmu fyrir 1930 og söng
Benjamsn ,,frœBimaBur"
Mottó:
Gaðm. Kr. Kristjánsson
hún hljómleika hér í Gamla bíói
og fékk góða dóma.
Söng í útvarpið
í þetta sinn söng hún í útvarpið
á dögunum með útvarpshljóm-
sveitinni undir stjórn Hans Joac-
hims Wunderlich. Einnig söng
hún íslenzk lög inn á plötur. Síð-
an Nanna var hér siðast, hefir
hún haldið hljómleika í Hollandi
og Þýzkalandi og einnig sungið í
útvarp víða um Þýzkaland.
í marzmánuði er hún ráðin til
að syngja í Berlín bæði á hljóm-
leikum og í útvarp með Das Berl-
iner Orkester undir stjórn Wund-
erlichs. Einnig hefir hún í hyggju
að halda hljómleika víðar í Þýzka
landi, en mun þó starfa mest-
megnis í Hamborg eins og áður.
Ef tími vinnst til, kem ég aftur
til íslands, sagði Nanna, er frétta
ritari Mbl. átti tal við hana í gær.
Héraðslýsing Norð
ur-Þingeyjarsýslu
í undirbúningi
FÉLAG Þingeyinga í Reykjavík
hélt aðalfund sinn í Breiðfirð-
ingabúð miðvikudaginn 1. íebrú-
ar 1957. Formaður félagsins,
Barði Friðriksson, skýrði frá
helztu viðfangsefnum félagsins
á liðnu ári og fastanefndir skýrðu
frá sínum störfum. Eitt helzta
viðfangsefni félagsins er útgáfa
á Ritsafni Þingeyinga, en af því
eru komin þrjú bindi. Hið fjórða,
héraðslýsing Norður-Þingeyjar-
sýslu, er nú vel á veg komin til
prentunar.
Örnefnasöfnun í héraðinu held
ur áfram á vegum félagsins og í
samvinnu við þjóðmmjavörð.
Undirbúningi að varða Skúla fó-
geta í Kelduhverfi má heita
lokið. Mikið var unnið að skóg-
rækt í landi félagsins í Heiðmörk
eins og undanfarin ár, en mestur
hvatamaður þess starfs er sem
fyrr Kristján Jakobsson.
ístjórn félagsins voru kjörnir
Barði Friðriksson, formaður
Indriði Indriðason, Valdimar
Helgason, Jórunn Jónsddóttir og
Andrés Kristjánsson.
„Leggur plóg á lasta svið“
lyga grófur mörður“.
Benjamín Sigvaldason.
í JÓLABLAÐI Tímans er grein
eftir Benjamín Sigvaldason
„fræðimann". Grein þessi á að
vera ferðasaga höfundar frá
Reykjavík til Hóla í Hjaltadal.
Höf. sér sig samt tilneyddan að
senda okkur hér á Kópaskeri jóla
kveðjur og ekki vinsamlegar. —
Hann kveðst sem sé hafa fengið
slæmar viðtökur á verkstæði K.
N.Þ. á Kópaskeri, þar sem sér
hafi verið neitað um alla fyrir-
greiðslu og er svo að sjá af grein-
inni að þar hafi mannvonzka ein
ráðið gjörðum starfsmanna verk-
stæðisins.
Sannleikur málsins er annars
sá að á þessu umrædda verk-
stæði unnu í sumar sjaldan
meira en tveir menn og þarf þá
engan að undra, þó að ekki væri
alltaf hægt að sinna öllum verk-
beiðnum, en reynt var að hjálpa
þeim sem verst voru staddir, en
hitt látið bíða, sem ekki var eins
aðkallandi. Ég ætla ekki að fara
um þetta mörgum orðum; það er
aigjörlega óþarft, þar sem svo
margir ferðamenn fara hér um,
að miklu fleiri en B. S. eru til frá-
sagnar um þetta verkstæði.
En þessi kveðja B. S. varð að-
eins til þess, að ég fór að hugsa
um hve lengi Norður-Þingeying-
ar ætluðu að þegja við öllum
þeim svívirðingum og rógi, sem
B. S. skrifar um þá, bæði lifandi
og látna. B. S. hóf fyrir nokkrum
árum að skrifa sögur úr þessu hér
aði, og kallaði sannar. Um svipað
leyti fór hann að kalla sig fræði-
mann. Þeir sem þekktu B.S.
brostu að þessum mannalátum,
en svo ótrúlega vildi til, að B.S.
gat sungið sálfum sér svo lengi
lof fyrir fræðimennsku, að blöð
og útvarp heimskuðu sig á að
fara að tala um hann sem slíkan,
án þess að athuga nokkuð um
það hvers konar fræðimennska
það var, sem B.S. stundaði, en
það er skemmst frá því að segja,
að flest það, sem „fræðimaður"
þessi skrifar er mjög úr lagi
fært, og aðallega við það miðað
að fullnægja rottueðli höfundar,
reyna að koma svörtum bletti á
alsaklaust fólk. Nægir í því efni
að benda á söguna um Langa
Bjössa, þar sem „fræðimaður-
inn“, meðal annarra missagna,
þjófkennir látinn heiðursmann.
Þar virðist sannleiksást hans ekki
upp á marga fiska. Líka má nefna
skrif B. S. og Guðmundar frá
Lundi út af Sveinka litla. Þar
sýndi Guðmundur svo greinilega
fram á ónákvæmni „fræðimanns-
ins“, að enginn þurfti að vera í
vafa um fræðimennsku B. S. eft-
ir að hafa lesið þau skrif. Svona
væri lengi hægt að telja, en þetta
verður látið nægja hér.
Nú undanfarin ár hefir B. S.
fengið húsaskjól hjá Thnanum
fyrir óhróður um menn hér í
sýslu og get ég ekki stillt mig
um að spyrja þá Tímamenn,
hvort Norður-Þingeyingar hafi
reynzt þeim svo illa, að þeir
gangi þess vegna í lið með þess-
bæði í Reykjavík og á Akureyri
og hreif alla með söng sínum.
★ □ ★
Nanna hefir sungið í óperum
og óratóríum bæði í Þýzkalandi
og Austurríki. Ég hefði gaman af
að geta gert þetta líka hér heima,
segir frú Nanna. Ég hefi tekið
þann kostinn að fastráða mig
ekki. Það er betra að hafa frjálsar
hendur, geta tekið ýmis viðfangs
efni að sér og jafnvel farið hljóm
leikaferðir land úr landi, ef í
það fer. En alltaf er jafndásam-
legt að koma hingað heim til fs-
lands. Ég held, að þeir, sem bú-
settir eru erlendis, séu ekki minni
föðurlandsvinir, en þeir, sem
heima sitja löngum. Ég vona, að
ekki líði langur timi, þangað til
ég kem aftur til íslands, segir
söngkonan að lokum.
um uppgjafa-krata í níði hans um
Norður-Þingeyinga. T.d. skrifaði
B. S., grein í Tímann fyrir einum
tveimur árum, sem hann nefndi
„Óðir ofdrykkj umenn“. Sú grein
var að vísu svo heimskuleg að
varla tók að svara henni, en þó
var hún lævísleg tilraun B. 'S. til
að koma af stað óvild innan
héraðsins sér og skrattanum til
skemmtunar, en öllum öðrum til
tjóns og leiðinda. Mér dettur nú
í hug, hvort einhver, sem á fræði-
mannstitilinn með réttu, vill
ekki taka að sér að skrifa sanna
sögu af B. S. Ekki vegna þess, að
ég telji B. S. þess virði að eytt
sé pappír í sögu um hann. Fjarri
því, pappírinn og prentsvertan
yrðu alltaf meira virði. En hitt
mætti þá vera að einhverjir átt-
uðu sig á, að eklci er sjálfsagt að
kalla hvern þann fræðimann, sem
sjálfur vill taka sér slíkt heiti,
hvort sem þar eru á ferð ómerki-
legir slúðurberar eða sannir
sagnaritarar.
Það var nú raunar ekki ætlun
mín, þegar ég byrjaði á þessum
línum að fara að skrifa olaða-
grein um B. S., mér finnst mað-
urinn ekki þess virði að eytt sé
orðum við hann, en þeim ókunn-
ugum sem hafa haldið að „sann-
ar“ sögur B. S. væru raunveru-
lega sannar, vil ég benda á að
hugsa sig um tvisvar, áður en
þeir hafa það fyrir satt, sem
„fræðimaður" þessi skrifar.
Kópaskeri, í janúar 1958,
Jósep Þorsteinsson.
minmngt
HINN 29. janúar sl. lézt hér í
bænum Guðmundur Kr. Krist-
jánsson, vélstjóri, þáverandi verlc
stjóri í Vélsmiðjunni Héðni. Má
segja að lát hans kæmi vinum
hans á óvart, þó vitað væri að
hann gekk ekki heill að störfum
hin síðari ár. En vegna þess hve
æðrulaus hann var, vissu fáir
hve mjög hann lagði að sér við
störf sin. Átti hann að fara að
ganga undir aðgerð, sem .góðar
vonir voru til að færa mundi
honum fullan bata, en áður en
svo gæti orðið lézt hann í svefm
á heimili sínu.
Guðmundur var fæddur 19.
júlí árið 1904 í Reykjavík, og átti
hér heima til dánardægurs. For-
eldrar hans voru Kristján Jónas-
son, bifreiðarstjóri, sem lifir son
sinn háaldraður, og Ingibjörg
Guðmundsdóttir, sem látin er
fyrir allmörgum árum. Áttu þau
lengi heima að Grettisgötu 32
hér í Reykjavík.
Guðmundur fór ungur til sjós
á togara og fann fljótt að vél-
gæzlan var sú grein sjómennsk-
unnar, sem tók hug hans fang-
inn. Lærði hann því vélsmíði í
Vélsmiðjunni Hamri og fór að
því loknu í Vélstjóraskólann og
lauk prófi þaðan árið 1927. Var
hann síðan næstum óslitið vél-
stjóri á togurum til ársins 1949,
er hann gerðist starfsmaður Vél-
smiðjunnar Héðins og var þar
verkstjóri síðustu árin.
Guðmundur var tvíkvæntur.
Fyrri kona hans var Oiga Moritz
og áttu þau tvær dætur, Ingi-
björgu og Kristínu. Olgu missti
I Guðmundur eftir skamma sam-
búð, en giftist aftur árið 1934,
Aðalheiði Klemensdóttur, sem
lifir mann sinn, ásamt 5 börnum
þeirra, en eina dóttir misstu þau
unga. Börnin eru: Klemens prent-
ari, Aðalheiður, Hrefna, Margrét
og Kristjáh, öll í heimahúsum.
Á þeim árum sem Guðmundur
var vélstjóri á togurum gekk á
ýmsu með afkomu þeirra, eins
og oft vill verða og þurfti þá oft
að halda sparlega á hlutunum.
Enda fannst mér, sem þetta rita,
og sigldi með Guðmundi sem
undirvélstjóri i mörg ár, að það
Sem mest einkenndi hann sem
vélstjóra, væri hvað hann vildi
halda sparlega á öilu, og hvað
hann lagði á það mikla áherzlu,
að við framkvæmdum sjálfir ali-
ar þær viðgerðir um borð sem
hægt vár án hjálpar úr landi.
Honum var umhugað um að allt
væri hreint og þokkalegt, eftir
því ^em unnt var, og sem dæmi
um hæfni hans, skal ég geta þess
að tæringu í katli hafði ég ekki
séð, fyrr en við skildum og ég fóx
á annað skip.
Guðmundur var skapstór mað-
ur og var ekki að skafa utan af
því sem hann sagði, ef honum
mislíkaði, en sáttfús og dreng-
lyndur svo aldrei bar skugga á
vináttu okkar allan þann tíma
sem við þekktumst. Mér, ungum
og óreyndum, var hann góður leið
beinandi og studdi mig heilhuga
er óhapp henti mig, sem annars
hefði getað bundið endi á starf
mitt sem vélstjóra.
Eftir að hann var orðinn starfs-
maður í Héðni, vann hann oft við
viðgerðir á skipum sem ég var
vélstjóri á, og var það allt fram-
kvæmt þannig að á betra varð
ekki kosið, enda vann hann sér
hylli jafnt yfirmanna á skipum
sem hann vann við, sem stai'fs-
bræðra sinna í Vélsmiðjunni
Héðni.
Þegar ég minnist Guðmundar,
sé ég fyrir mér góðan dreng,
tryggan vin og félaga, sem æðru-
laus stundaði hættusamt starf,
oft við erfiðar aðstæður, þar til
yfir lauk. Slikra manna er gott
að minnast. Konu sinni og börn-
um unni Guðmundur hugástum
og er sár harmur að þeim kveð-
inn að missa hann á miðjum
starfsdegi. Þeim og öðrum ætt-
ingjum vil ég senda hugheilar
samúðarkveðjur, með ósk um að
minningin um góðan dreng megi
verða þeim huggun hai-mi gegn.
Fari hann heill. ‘
Baldur Snæland.
Karl Halldórsson:
veMur sá er varar
ÞAÐ var vissulega þörf hugvekja
sem birtist í Morgunblaðinu þ. 19.
febr. sl. eftir Knút Þorsteinsson
skólastjóra, og nefndist: „Frá
andlegri hnignun er oft skammt
til ófrelsis og forráðamissis"
Er ég honum i fyllsta máta sam
mála, en vil þó bæta nokkru við.
Áreiðanlega er kominn tími til
þess að risið sé almennt gegn við-
undrum þeim, sem nú flæða yfir
landið í líki „,rímlausra ljóða“
„kynóravæls" dægurlaga, jass og
rocks og siðast en ekki sízt ab-
strakt-klessuverka.
Miklu fé er nú varið til mennta
mála, og ber ekki að lasta það,
út af fyrir sig. Aðeins að slíku
fé sé rétt varið. En þar á er nú
stór misbrestur.
Menntun barna og unglinga,
þrátt fyrir 10 ára skólagóngu, er
nú sízt betri en hún var fyrir 40
árum, og í höfuðatriðum lakari.
Þá var skólatíminn í hæsta lagi
4 vetur og allt niður í nokkra
mánuði.
Hvað veldur nú slíku? Eltki eru
börn nú verr gefin en þá, nema
síður sé. 'Sjálfsagt er að taka
það með í reikninginn, að fleira
er nú sem truflar en áður, en að-
staða öll til kennslu er nú ólík.
Ekki ber að skilja orð mín svo,
að ég álíti kennarastéttina illa
mannaða, en það hvílir miklu
meiri ábyrgð á henni en nokkr-
um öðrum, að foreldrum undan-
skildum.
Fræðslulöggjöfin á auðvitað
sinn stóra þátt, en hún er að mínu
áliti mjög óheppileg. T. d. er
skólatíminn alltof langur. Náms
leiði gerir vart við sig, og þá
er illa farið, sérstaklega ef um
greind börn er að ræða.
Það er ömurlegt til þess að vita,
að sæmilega gefnir 15 ára ungl-
ingar, og sem lokið hafa skyldu-
námi, skuli t. d. ekki hafa hug-
mynd um landið í kring um sig.
Vita ekkert um heiti fjallanna
um sögu þjóðarinnar, þekkja lítið
til stórskálda hennar, eða annarra
andans stórmenna.
Er nú nokkur von til að þetta
fólk festi ást á landinu eða tryggð
við sögu þess og menningu? Og
vegna hvers ætti það að gera
slíkt? Það hefur kastazt út í hring
iðuna, rótarslitið með öllu. Hend-
ing ein ræður því, í hvaða farveg
það fellur.
En þessir unglingar eru auð-
vitað eins og annað fólk, eiga
sínar óskir og þrár. Löngun til
skemmtana og lista býr þeim í
brjósti. Og hvað er þá hendi
næst? Óskapnaðurinn „rímlaus
ljóð“ Þau lesa fæstir og enginn
lærir þau. ískrandi jass eða ámátt
legt vein hinna svokölluðu dægur
lagasöngvara sem flestir mis-
þyrma í senn tali og tónum. Síð-
ast mætir svo auganu klessur
abstraktmannanna.
Það er heldur ekki sparað að
auglýsa og lyfta undir þessar
„listir"
Útvarp, blöð og tímarit kepp-
ast við að fita púkana. En það
sem út yfir tekur er, að æðstu
stofnanir þjóðarinnar, Alþmgi og
stjórnarráð, verðlauna ófögnuð-
inn, með beinum fjárgreiðslum.
Hér er um háskalegt andvara-
leysi að ræða, sem verður að
taka enda, ef ekki á illa að fara.
Þjóðir heimsins eru nú að skipt
ast í tvær fylkingar. Öðrum meg-
in standa þær þjóðir sem búa við
frelsi og lýðræði, en á móti em
þjóðir þær sem háðar eru ein-
ræðisoki kommúnismans.
Hér á landi munu vera allmarg
ir fulltrúar austræna skrímslis-
ins, enda þótt meiri hlutinn af
þeim sé það, vegna þess að þeir
vita ekki hvað þeir eru að gera.
Ýmislegt er nú gert til að auð-
velda þessum mönnum mold-
vörpustarfsemina. Þeim er veitt
þátttaka í stjórn landsins og öðr-
um ábyrgðarmiklum stöðum.
En þrátt fyrir það, mun komm
únisminn aldrei ná allsherjartök-
um á íslandi. ofbeldislaust, nema
að þjóðin glati fyrst sjálfri sér,
menningu sinni og sögu.
Þetta vita kommúnistarnir.
Þess vegna glotta þeir háðslega,
þegar andstæðingai þeirra eru
að gefa öfugþróuninni byr undxr
báða vængi.