Morgunblaðið - 25.02.1958, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 25.02.1958, Blaðsíða 18
18 MORCVNBLAÐIÐ Þriðjudagur 25. febr. 1958 Nýlega hermdu fréttir að bandarískur flugmaður liefði lokið vikuferð til tunglsins. Að vísu sat hann allan tímann í sama sæti inni í málmkúlu er fest var tryggilega við jörðina. En aðbúð flug- mannsins inni í kúlunni var látin vera lík þeirri aðbúð, sem fyrstu geimfararnir verða að þola. A meðan voru vísindamenn að rannsaka viðbrögð þessa fyrsta jarðbundna geimfara. Hér sést flug- maðurinn í sæti sínu „á leið til tunglsins“. Enska knattspyrnan 1. deild Arsenal — Tottenham 4:4 Aston Villa — Chelsea 1:3 Blackpool — Sheff. Wed. 2:2 Bolton — WBA 2:2 Everton — Newcastle 1:2 Leeds — Portsmouth 2:0 Leicester — Manc. Cily 8:4 Luton — Preston 1:3 Manc. Utd. — Nottingham 1:1 Sunderland — Burnley 2:3 Wolves — Birmingham 5:1 II. deild Barnsley — Stoke City 1:3 Blackburn — Liverpool 3:3 Bristol — Doncaster 2:1 Derby — Rotherham 3:4 Fulham — Grimsby 6:0 Ipswich — Middlesbrough 1:1 Lincoln — Charlton 2:3 Notts — Leyton 0:1 Sheffield Utd. — Cardiff 3:0 Swansea — Hudderfield 1:1 West. Ham. — Bristol 3:2 Úlfarnir halda áfram sigur- göngu sinni í fyrstu deild. Á laug ardaginn sigruðu þeir 5:1 heima gegn Birmingham City. Miðherj- inn Myrray skoraði þrjú mark- anna. Síðastliðinn miðvikudag léku þeir gegn Leeds og sigruðu 3:2. Þessi leikur var einnig á heimavelli, en Leeds er eina liðið utan Sheffield Wednesday, sem hefur skorað fleiri en eiu mark gegn Úlfunum á Molineux, heima leikvangi -liðsins. Hið endurskipað lið Manchester United náði jafntefli gegn Nott- ingham Forest. Hægri útherjinn Imiach skoraði fyrir Forest í fyrrihálfleik en miðherji United Dawson, sem er aðeins átján ára, jafnaði í þeim síðari. Ernie Tayl- or var, eins og í leiknum gegn Sheffield Wednesday, stoð og stytta liðsins. Áhorfendur voru 66 þúsund og er það metaðsókn á Old Traffold, heimaleikvangi United, eftir stríð. Lundúnaliðin Arsenal og Tott- enliam skildu jöfn í skemmtileg- um leik, en markatalan var 4:4. Tottenham keypti í vikunni út- herjann Cliff Jones frá Swansea Town fyrir 35 þúsund pund, eða um eina milljón og sjö hundruð þúsund krónur! Hann lék með liðinu á laugardaginn, en átti fremur rólegan dag. Áhorfendur voru 59 þúsund. Leikmenn Leicester City gengu berserksgang gegn Manc- hester City og skoruðu átta mörk. Ekki var leikurinn samt algjör „einstefnuakstur“, því Manchest- er City skoraði fjögur mörk. Newcastle tókst að sigra Ever- ton úti með tveim mörkum gegn einu. Mörk Newcastle skoraði miðherjinn Bottom, nýkeyptur frá York City. Lundúnaliðin West Ham United og Chariton eru efst og jöfn í annarri deild. Þau unnu andstæð inga sína með þrem mörkum gegn engu. Miðframvörður West Ham, Brown, meiddist í fyrri hálfleik og haltraði á vinstri kanti það sem eftir var leiksins. Sigux-mark Charlton gegn Lincoln kom, þegar þrjár mínút- ur voru eftir af leik. Framvörð- urinn Hewie skoraði markið úr hornsparki. Fulham (Lundúnalið) sigraði Grimsby með sex mörk- SKÍÐAMÓTI Reykjavíkur var, 3. haldið áfram í gær, og var þá keppt í svigi karla, kvenna og drengja við Kolviðarhól. Veður var hið ákjósanlegasta og færi til keppni gott. Leikar fóru þannig, að Reykja- víkurmeistari í svigi kvenna varð Karólína Guðmundsdóttir, K.R., en tiltilinn í svigi karla hlaut Svanberg Þórðarson I.R. Úrslit í einstökum flokkum urðu sem hér segir: A-flokkur karla 1. Svanberg Þórðarson, Í.R., 45,0 — 45,1 = 90,1 sek. 2. Stefán Kristjánsson, Á., 46,1 — 47,3 = 93,4 sek. 3. Guðni Sigfússon, Í.R., 47,9 — 47,5 = 95,4 sek. B-flokkur karla 1. Þorbergur Eysteinsson, Í.R., 47.1 — 47,2 = 94,3 sek. 2. Leifur Gíslason, K.R., 48,4 — 46.2 = 94,6 sek. um gegn engu. Í hálfleik stóðu leikar 5:0 — höfðu framherjarnir skorað eitt mark hver. Skozki landsliðsmaðurinn Lidd el skoraði öll mörk Liverpool- liðsins gegn Blackburn, en leik- urinn varð jafntefli 3:3. Liddel lék einnig í bikarúrslita leiknum gegn Arsenal árið 1950, sem Arsenal vann 2:0. Liddel hefur leikið 28 sinnum í skozka' landsliðinu, síðast gegn Írlandi árið 1956. Liddel hefur verið mjög vinsæll meðal áhorfenda og ætl- aði fagnaðarlátum aldrei að linna eftir leikinn, þótt leikið væri á heimaleikvelli Blackburn. Liver- pool féll niður í aðra deild árið 1954. Sheffield United sigraði Car- diff örugglega. Miðherjinn Pace lék að venju mjög vel og skoraði tvö mörk. Nokkrir leikir fóru fram fyrr í vikunni. Úrslit í þessum leikum urðu: Bristol Rovers — Lincoln 3:0 Doncaster — Liverpool 1:1 Huddersfield — Bristol C. 0:0 Leuton — West Ham. 1:4 Ásgeir Úlfarsson, K.R., 53,7 — 51.5 = 105,2 sek. C-flokkur karla 1. Björn Steffensen, K.R., 49,6 — 54,6 = 104,2 sek. 2. Þórður Jónsson, Á., 52,3 — 52,0 = 104,3 sek. 3. Úifar Andrésson, Í.R., 53,1 — 57,0 = 110,1 sek. Drengjaflokkur 1. Troels Bentsen, K.R., 40,4 — 40.9 = 81,3 sek. 2. Hinrik Hermannsson, K.R., 42.9 — 38,6 = 81,5 sek. 3. Andrés Sigurðsson, Í.R., 47,0 — 57,3 = 104,3 sek. A-flokkur kvenna 1. Karólína Guðmundsd. K.R., 36,0 — 36,9 = 72,9 sek. 2. Arnheiður Árnadóttir, Á., 41.5 — 39,1 = 80,6 sek. 3. Ingibjörg Árnadóttir, Á., 53,1 — 47,1 = 100,2 sek. Svanberg Rvíkurmeisfari í svioi karla - Karolina í kv.f np • • ' ~WT r • í» í» lvo ar sioan Krusjeii fordæmdi Stalín í ræðu Ný úfgáfa rússnesku alfrœ&sorðakékar- innar viðurkennir mistök og sk&pbresti gamla einreeðisherrans Í DAG, þann 25. febrúar, eru tvö ár liðin síðan Krúsjeff hélt hina frægu fordæmingarræðu sína yfir Jósef Stalin. Sá atburður er einhver hinn örlagaríkasti í sögu síðustu ára. Með þeirri ræðu var steypt af stalli hinu mesta átrúnaðargoði kommúnismans, sem hafði verið dýrkað sem hinn óskeikuli meistari og dýrlegi foringi. Ræða Krúsjeffs hefur opnað augu þeirra sem áður voru blindir og höfðu trúað á kommúnismann sem eins konar helgidóm. Úr 87 bls. í 5 bls. Fyrir nokkrum dögum kom loks út í Rússlandi ný útgáta af fertugasía bindi hinnar stóru rússnesku alfræðiorða- bókar, en það er éinmitt bind- ið sem inniheldur uppsláttar- orðið Stalin. Og sjá, nú hafa orðið rnikil umskipti. í síðustu útgáfu alfræðiorðabókarinnar fjölluðu 87 bls. með miklum myndskreytingum um Stalin En í nýju útgáfunni er búið að stytta þetta niður í 5 bls ásamt einni heilsíðumynd af Stalin. Sumt gerði Stalin vel Það kemur og í ljós, að nokkuð hefur verið dregið úr fordæm- ingunni á Stalin síðan Krúsjeff flutti hina sögulegu ræðu. Í al- fræðiorðabókinni er viðurkennt. að Stalin hafi gert marga hluti vel, svd sem að koma Trotzky fyrir kattarnef. — Þá hafi hann einnig unnið þarft verk er hann sameinaði rúss- nesku þjóðina í baráttunni gegu Þjóðverjum. Akærður um mikil mistök En í orðabókinni er einnig lögð áherzla á það, að margt hafi mið- ur farið í stjórn hans. Virðast helztu ákæi-uatriðin vera hin sömu og í ræðu Krúsjeffs fyrir tveimur árum. Hér skal skýri frá nokkrum þeim helztu: — Það voru mikil mistök hjá Stalin, að hann vanmat styrk- leika Þjóðverja og vildi ekki trúa því að þeir myndu ráðast á Rússland. Hann vanrækti alger- lega varnir vesturlandamæranna. — Sú kenning Stalins var röng að styrjöld milli sósíalísku og kapítalísku ríkja«na væri óhjá- kvæmileg. — Önnur kenning Stalins var einnig röng, sú að stéttabaráttan harðnaði eftir því sem sósíalism- inn ynni á í þjóðfélaginu. Stalin er þakkað, að Rússland er orðið land stóriðnaðar og fyrir það að samyi-kjubúskap var kom- ið á í landinu. Þóttist vera óskeikull Hins vegar hófust mestu mistök hans þegar hann fór sjálfur að halda að hann væri óskeikull og tók ákvarðanir án þess að leita álits mið- stjórnarinnar. Illmenni eins og Lavrenti Beria, Henry Jag- Alfi-æðiorðabókin er nú fáorð um hann. oda og Nikolai Jeshov áunnu sér traust Stalins og notuðu sér það til þess að koma mörgum heiðarlegum og trygg um flokksmönnum fyrir kattarnef. Þess er getið í alfræðiorða- bókinni, að snemma hafi far- ið að bera á skapgerðarveilum Stalins og hafi Lenin m. a. veitt þeim athygli, sem kemur fram i bréfi sem Lenin skrif- aði til flokksstjórnar Bolsé- vika 1922. Einar B|arnason heiðraður HANS hátign Danakonungur, hef ur sæmt Einar Bjarnason ríkis- endurskoðandaKommandörkrossi Dannebrogsorðunnar, en Einar er formaður Íslandsdeildar hins Norræna embættismannasam- bands. Var Einari afhent orðan í danska sendiráðinu af sendiherra Dana, Knuth greifa. í KVIKMYNDIR * „Þættir úr EKKI alls fyrir löngu vakti það mikla athygli víða um heim, er kona ein í Bandarikjunum var talin hafa undir áhrifum dáleiðslu getað rakið æviferil sinn í fyrra jarðlífi. Vísindamenn voru kallað ir til að rannsaka þetta merkilega fyrirbrigði ,og um konuna, sem heitir Ruth Simmons, var skrifuð bók, sem varð metsölubók í Bandaríkjunum á síðastliðnu ári. — Ekki man ég hversu rannsókn um vísindamannanna lyktaðx en minnir þó að ýmislegt kæmi í ljós er veikti mjög sanngildi fyrir- brigðisins. — Nú hefur verið gerð kvikinynd í Ameríku um fyrirbrigði þetta, er nefnist „Þættir úr fyrra lífi“ og er hún nú sýnd hér í Tjarnar- bíói. — Það má vel vera að erfitt fyrra lifi" sé að gera góða kvikmynd um efni sem þetta, enaa hefur hér tekizt svo illa, að ég hexd að ég hafi sjaldan eða aldrei séð ieiðirx legiá mynd. Er hún bæði frámuna lega langdregin og fábreyti að efni, enda enginn söguþráður í henni, heldur aðeins sífelld dá- leiðsla og margendurteknar spurrx ingar dávaldsins. — Það er eins og þeir, sem gerðu þessa mynd, hafi réttilega skilið að hér var um lélegt verk að ræða. Því að mynd in endar á þeim orðum, að „fyrir brigið“ sanni í rauninni ekki annað en að dáleiðsla sé mikill og dularfullur kraftur. — En áður en svo langt var komið myndinni voru margir áhorfend- ur gengnir út úr Tjarnarbíói og lái ég þeim það ekki. Ego,

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.