Morgunblaðið - 25.02.1958, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 25.02.1958, Blaðsíða 11
Þriðjudagur 25 febr. 1958 MORGVNBLAÐJÐ 11 Hér er fyrsta kýrin í Bandaríkjunum, sem fætt liefir af scr kálf þar sem djúpfryst sæði hefir verið notað til xrjóvgunar. víðs vegar um landið, ennfrem- ur innflutning þess'til að mynda ný búfjárkyn. Breytinga þörf Það er nú sýnt að offram- leiðslan í vissum greinum land- búnaðarins mun leiða til þess að beina verður búnaðarháttum okkar inn í nýjar brautir ef ekki á að verða stöðvun eða jafnvel afturför. Beinist þá hug- urinn einkum að þeirri fram- leiðslu er helzt mundi hæfa til útflutnings. Við slíka umsköpun, ef fram- kvæmd verður, er þörf innflutn- ings holdakynja, því komið hef- ir í ljós að kjötframleiðsla er arðvænlegri til útflutnings en mjólkurframleiðslan. Einnig er mikil nauðsyn aukinna kynbóta m;ð bættri ræktun þess búfjár- sU fns, sem fyrir er í landinu. En það sem sérstaka athygli vekur í þessu sambandi og eitt af því sem getur leitt til raun- hæfra úrbóta á þessu sviði er djúpfrysting sæðis og flutning- ur þess langan veg. I tilefni þessa snéri ég mér til þeirra þriggja manna, sem mesta þekk- ingu hafa á þessu efni hér á landi, þeirra nautgriparæktar- ráðunautanna, Ólafs E. Stefóns- sonar og Bjarna Arasonar og dr. Halldórs Pálssonar sauðfjár- ræktarráðunauts. Er efni þess- arar greinar byggt á upplýsing- um þeirra. Djúpfrysting sæðis er að sönnu á tilraunstigi og hefir t. d. ekki enn tekizt að djúpfrysta sæði úr hrútum, svo að á þessu stigi málsins er ekki um að ræða að nota þessa aðferð við kynbæt- ur á sauðfé. Hrútssæðið er of viðkvæmt til þess að það þoli djúpfrystinguna með þeim að- ferðum sem nú eru kunnar. Hins vegar er komin allmikil reynsla á djúpfrystingu nautasæðis og starfsemi á því sviði allmikil er- lendis, t. d. í Bandaríkjunum og Bretlandi. Kynning djúpfrystingar Upphaf þessa máls hér á landi er það, að Bjarni Arason flutti um þetta ’efni erindi á nám- skeiði, sem Búnaðarfélag íslands hélt fyrir ráðunauta sína og héraðsráðunauta landsins s. 1. vetur, en hann var þá nýkom- inn úr námsför í Bretlandi og bandanna um stofnun miðstöðv- ar fyrir djúpfryst sæði, eins- konar sæðisbanka. í framhaldi af þessu hefir málið svo komið fyrir Búnaðarþing. Hefir erindi um þetta nú verið lagt fyrir einstök búnaðarsambönd á land- inu, en svör eru ekki komin frá þeim öllum varðandi afstöðu þeirra til málsins. Er það því á algeru byrjunarstigi. Þó hafa verið gerðar ráðstaf- anir til þess að fá hingað til lands sérfræðing á þessu sviði frá I.C.A., þ. e. Tækniaðstoð Bandaríkjanna, og er hann vænt anlegur hingað til landsins á komandi vori. Auk þess að leið- beina um skipulagningu og stofnun djúpfrystingarstöðvar er fyrirhugað að hann leiðbeini um starfsemi þeirra tæknifrjóvgun- arstöðva, sem fyrir eru hér á landi. Hvernig er djúnfryst Um djupxrysuiigu sæðis far- ast Bjarna Arasyni orð á þessa leið í fyrrgreindu erindi sínu: „Aðeins fá ár eru síðan tókst að frysta sæði án þess að það tapaði lífskrafti sínum. Aðferð- in var fundin upp af tveimur brezkum lífeðlisfræðingum, Row son og Polge á rannsóknarstöð í Cambridge. Nú mun þessi tækni hafa verið i notkun í 2—3 ár. Aðferðin við frystingu sæðis- ins er tiltölulega einföld í fram- kvæmd. Sæðið er blandað viss- um efnum og meðhöndlað sam- kvæmt ákveðnum reglum, síð- an er það sett í smáglös eða „ampúlur", sem hvert inniheld- ur lcc, eða skammt til einnar frjódælingar. Glös þessi eru sett í vökvabað og baðið kælt með ákveðnum hraða niður í mínus 79 gráður C. Kæling vökvabaðs- ins fer fram á þann hátt, að út í það er settur „þurrís“ (kol- efnistvísýringur í föstu formi). Eftir frystmgu er sæðið geyrnt í hitaeinaðruðum geymum í vökvabaði og er hitastiginu haldið stöðugu með því að hafa jafnan í vökvanum nokkuð af „þurrís“. Bræðslumark „þurríss- ins“ er um -p 79 C. og helzt vökvinn í geymnum því á því hitastigi. Allur tækniútbúnaður við frystingu sæðis og geymslu er mjög einfaldur og ódýr. Þeg- ar sæðið er notað eru „ampúl- urnar“ þýddar í köldu vatni, en gæta verður • -* hlýindi w UI )jyy, , !!///•>* Djúpfrysting sæðis merkasta má/ið á sviði búfjárræktar timcAR F'Vnxj.-l Búnaðarþingi því er nú situr liggur erindi um eina hina merkustu nýjung á sviði búfjár- ræktar að því er sérfræðingar okkar í þessurn málum telja. Hér er um að ræða djúpfryst- ingu sæðis og dreifingu þess hafði þá m.a. kynnt sér þetta efni. Áður höfðu fræðimenn á sviði búfjárræktar hér á landi kynnt sér þetta nokkuð af erlendum skrifum. Á fyrrgreindu nám- skeiði kom fram mjög mikill áhugi á þessu máli og leiddi það til þess að fram kom hug- mynd um að koma á samvinnu hér á landi milli búnaðarsam- komist ekki að þeim fyrr en rétt áður en notkun þess fer fram“. Til fróðleiks er gaman að at- huga nýjustu tölur um árangur tæknifrjóvgunar í Bandaríkjun- um bæði með nýju sæði og djúp- frystu. í Minnesotafylki var gerð til- raun með tæknifrjóvgun 1012 kúa með djúpfrystu sæði. í ljós kom að 72% kúnna frjóvguðust við fyrstu tilraun þegar djúp- frysta sæðið var notað en 74% þegar nýtt sæði var notað. Þetta er talinn mjög góður árangur. Mjög góður árangur hérlendis Hér á landi hefur tækni- frjóvgun á nautgripum verið lengst stunduð hjá Sambandi nautgriparækíarfélaga Eyja- fjarðar á sæðingarstöðinni á Akureyri. Hefir árangur und- anfarinna ára verið þar mjög góður. 71—72% kúnna frjóvg- ast við fyrstu tilraun og er þetta með bezta árangri sem fæst og t. d. talsvert betri árangur en fæst yfirleitt í ná- grannalöndum okkar. Eins og fyrr segir eru land- framleiðslu. í skrifum um málið hafa komið fram tvö ólík sjón- armið varðandi það, hvernig þessari framleiðslu skuli háttað. Hafa sumir talið, að hafa bæri hjarðir hreinræktaðra holda- nautgripa í þessu skyni, en aðr- ir, að framleiða ætti kjöt af einblendingum í sambandi við mjólkurframleiðslu. Eg hef áður látið í ljós þá skoðun, að síðari leiðina bæri að velja (Árbók landbúnaðarins 1955, bls. 34 et. seq.). Yrðu lélegri mjólkurkýrn- ar þá látnar fá við hreinr§ektuð um holdanautum og einblending- arnir aldir til slátrunar. Með þessu móti yrði komizt hjá því að hafa sérstakan bústofn til framleiðslu á sláturgripum ann- an en örfáar hreinræktaðar hjarðir holdanautgripa, sem sæju sæðingastöðvum og öðrum fyr- ir nautum. Framleiðsla kjöts af hreinum holdanautgripum yrði hins vegar víðast hvar óhag- kvæm miðað við dilkakjötsfram leiðslu, því að fóðra þyrfti og hýsa sláturgripina væntanlega í tvo vetur, þar sem dilkarnir aft- ur á móti taka allt fóður sitt úti og mest af þvi á óræktuðu Þannig eru umbúðir um djúp- fryst sæði. fleiri rök fyrir skoðun sinni en hér eru talm. Við framleiðslu kjöts af ein- blendingum undan holdanautum og íslenzkum kúm hef ég þó ekki talið víst, að kjötgæðin yrðu nógu mikil til þess, að var- an yrði samkeppnisfær á erlend urn markaði, enda hafa sýnis- horn ekki verið send utan, Ég tel þvi hafa verið mikinn ávinn- ing að fá álit dr. Hammonds á kjötgæðum skrokks af tveggja vetrá uxa, sem var nálægt því að hálfu leyti af Galloway-kyni. Þennan skrokk, sem dr. Ham- mond sá í Gunnarsholti, ' taldi hann vera vel frambærilegan á Smithfield-markaðinum í Lon- don og væri hann betri en kjöt það, sem Bretar flytja inn frá Ástralíu. Að vísu var þessi skrokkur af skyldleikaræktuð- um grip, þótt blöndunin væri ekki meiri en um 50% af GMlo- way, og má gera ráð fyrir þvyað einblendingar yrðu eitthvað stærri og kjötið ef til vill ekki eins gott, en samt má ætla, að þessi dómur gefi góða vísbend- ingu um væntanleg kjötgæði. Það er þó ástæða til að bæta því við, að dr. Hammond telur, að uppeldi nautgripa yfirleitt þurfi að batna að mun til þess að auka kjötgæði og bæta bygg- ingu“. Hér sjáum við sérfræðinga Búnaðarfélags íslands, sem mest hafa fjallað um tæknifrjóvgun og kynnt sér meðferð djúp- frysts sæðis. Frá vinstri: Dr. Halldór Pálsson, Ólafur E. Stefánsson og Bjarni Arason. (Ljósm. vig.) búnaðarmál okkar í dag þannig á vegi stödd að beina verður þeim, að minnsta kosti um tíma þar til innanlandsástand breyt- ist í þá átt að skapa megi við- unanlegan útflutningsgrundvöll fyrir landbúnaðarvörur. Eins og verðlagi er háttað i dag er það fyrst og fremst kjöt, sem kemur til greina sem sam- keppnisfær útflutningsvara. Kemur þá mjög til athugun- ar að efla framleiðslu nauta- kjöts. Nautgriparæktarráðunaut ur Búnaðarfélags íslands, Ólaf- ur E. Stefánsson, segir svo um þetta atriði: landi. Dr. Hammond, heldur því fram, aö einblendingsræktin hafi kosti fram yfir það að nota hreiriræktaða holdanautgripi til kjötframleiðslunnar, og færir hann fram í skýrslu sinni ýmis Auðséð er að hægt er með þeim möguleikum, sem tækni nútímans býður upp á að fram- kvæma á tiltölulega ódýran hátt þá breytingu, sem g*ra þarf til þess að umskapa landbúnaðar- háttu okkar með tilliti til auk- ins útflutnings á kjöti. Það er öllum ljóst að að þess- um málum verður að vinna með gát og fullri fyrirhyggju. Svo dýrkeypt hefir okkur orðið gömul reynsla af ‘ innflutningi búfjár. Þrátt fyrir það er ekki óeðli- legt að ætla að tækni nútím- ans sé það langt á veg komin að fyrir slíkt mætti girða. Þess vegna má ekki óttinn við gamlar grýlur bægja okkur frá því að fylgjast með tækninni og ef til vill á þann hátt umbreyta landbúnaði okkar til hagsbóta fyrir framtíðina, þessari göfugu atvinnugrein. vig. Framleiffsla nautakjöts „Á undanförnum árum hefur nokkuð verið ritað um fram- leiðslu nautakjöts af holdanaut- gripum, enda hefur málið hvað eftir annað verið til umræðu á Búnaðarþingi síðustu árin. Auk- in mjólkurframleiðsla miðað við neyzlu innanlands og vandkvæði á því að auka framleiðslu dilka- kjöts sums staðar vegna þrengsla á afréttum hafa einkum komið mönnum til að fara að hugsa alvarlega um hagkvæma nýt- ingu hinnar sívaxandi fóður- Þannig hugsa Bandaríkjamenn sér sæffingarinnar. Flugvélin kemur meff sæðiff, flýgur yfir bú- garðinn og kastar því miffur í fallhlíf en bóndinn er staddur meff kúna sína þar sem flugvélin fer hjá.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.