Morgunblaðið - 25.02.1958, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 25.02.1958, Blaðsíða 16
16 MORCVNfíLAÐlÐ Þriðjudagur 25. febr. 1958 Eftir /i ' 1/ 1 -C t/ t t EDGAH MITTEL HOLZER SVledal reihcincii 46 Þýðii.g: t Sverrir Haraldsson jf m m . ó f? U t f ^ ó kvelja samvizku okkar með“. „Reyndu að vera róleg. Mundu að ég er svo ókunnugur öllum hátt um ykkar hérna, enn sem komið er“. Hann klappaði henni á hnéð og fann hvernig hún titraði. Hún haliaði sér aftur á bak í strhium og sagði stiliilega: — „Þú verður ao afsaka mig“. Hann þagði stundarkorn og sagði svo: — „Má ég koma með tillögu?" „Hvernig er hún?“ „Logan var sofandi, þegar við hleyptum Sigmund út“. „Já og hvað með það?“ „Við erum sem sagt einu mann- eskjurnar, sem vitum að hann brauzt hingað inn í kvöld. Hvers vegna gætum við ekki einfaldlega gleymt því öllu saman?“ Hún greip höndum fyrir and- litið á sér, en sagði ekkert. „Þú mátt alveg treysta því,*að ég skal þegja eins og steinn og engum segja neitt“, sagði hann. Hún tók hendurnar frá andlit- inu og leit á hann. Lófaklapp glumdi í kirkjunni. Einhvers staðar inni í skóginum gaf fugl frá sér hvell, langdreg- in hljóð. „Það væri að bregðast trausti pabba. Hann reiðir sig á það, að við gerum skyldur okkar. Hann myndi verða fyrir mjög sárum vonbrigðum með mig, ef hann uppgötvaði að ég hefði ekki til- kynnt innbrotið". Hún dró djúpt andann. — „Þú hefur kannske álitið hann yfirborðslegan og óein lægan. Ókunnugum kann að virð ast þannig, við fyrstu sýn — en hann er í raun og veru áreiðanleg ur og traustur. Við berum mjög mikla virðingu fyrir honum“. Hann sagði ekki neitt. „Fyrir nokkrum árum kom svip að atvik og þetta fyrir. Ég skældi heila nótt eftir að — eftir að mað urinn var tekinn af lífi. Hann hét Cedric. Hann var buffianda". „Hvað er buffianda?" „Kynblendingur. Venjulegast Indíáni og svertingi". „Eins og t. d. Logan?“ „Já, en hann er líka af portúg- ölskum uppruna". „Hvernig var Cedric drepinn?" „Með curari-eitri, sem Indíán- ar nota mikið. Þegar búið var að dæma hann, var honum fengin nál sem stungið hafði verið niður í curari — en hann var of mikill hugleysingi, til að framkvæma það sjálfur, svo að honum var hjálpað til þess. Það var einn af kviðdómurunum, sem gerði það. Við kjósum tólf af gáfuðustu mönnunum í okkar hóp, til þess að annast dómarastörfin". „Fer þá engin opinber rann- sókn fram i svona málum?“ „Jú, pabbi gefur stjói-ninni skýrslu um öll slík mál, sem koma hér fyrir og í skýrslunni sem hann gaf, viðvikjandi Cedric, sagði hann að dánarorsökin hefði verið slöngubit, dauðaslys". Hún ræskti sig. — „Pabbi annast bókun allra fæðinga og andláta. Það má segja að hann sé allt í öllu hérna". Hann horfði á hana, þegjandi. Klukkan í borðstofunni sló hálfa klukkustund. „Ég skal ekki nefna þennan at- burð — um Sigmund á ég við — fyrst þú vilt að við leynum hon- um“. Hann rétti fram hönd sína bros andi og hún rétti sína fram. Fing ur þeirra snertust. Það var eins og hún ætti erfitt með andardrátt- ii.n, er hún reis á fætur, laut snöggt niður og kyssti hann. Svo sneri hún sér við og flýtti sér út úr herberginu. 4. „.... flækja sem ég hafði ekki séð fyrir, en.a þótt ég hefði átt að gera það, því að nú, þegar ég hef athugað allar aðstæður nán- ar, virðist þetta vera óhjákvæmi- leg þróun. Nítján ára og senni- lega aldrei komizt í náið samband við ævintýramann eins og mig. Það er ósköp eðlilegt, að henni finnist ég töfrandi. Hin liti'íka for tíð mín hlýtur að skírskota til ímyndunarafls hennar. Hún lít- ur eflaust á mig sem hrífandi, óguðlegan heimsmann. Að öllum líkindum er ég henni ímynd þess eiginmanns, sem hún gæti búið saman með í hamingjusömu hjóna bandi allt sitt líf. Sannarlega leið inlegt, því að hún er bæði góð og elskuleg stúlka. _ ;g hef gaman af að tala við hana. Návist hennar róar mig. Hvernig get ég látið hana vita það að ég hef misst alla löngun til kynferðislegra maka, að sú rósemd, sem gagntek ur mig, sé rósemd hins vanaða? Nú verð ég að vera varkár. Ég get með engu móti vitað hvort geld ingur öðlast hugarró, því að raun verulega er ég ekki einn slíkur. Þetta getur verið ástand, sem var- ir aðeins um stuttan tíma. Eftir eina eða tvær vikur öðlast ég kannske aftur minn fyrri mann- dóm. Og satt að segja er ég sann- færður um það, að svo muni verða. Andinn getu- sýkt holdið með þreytu sinni — en ekki til langs tíma. Vandamál mitt verður þá- það, hvernig ég eigi að svara þess- ari stúlku. — Það væri auðvelt að tæla hana til fylgilags við sig, spjalla hana, en slík* myndi skaða sjálfan mig óbætanlega. Það myndi valda mér sjálfs-ásökun, svo þungri að hún yrði mér óbæri leg með öllu. Ég elslca hana þó ekki og ég held að ég muni aldrei gera það — og jafnvel þótt ég elskaði hana, þá væri samt hjóna- band algerlega óhugsandi. Eftir samvistir okkar Brendu, yrði hjú skapur með hvaða konu sem væri, hlægilegur: Mér myndi reynast ómögulegt að sætta mig við siíkt ástand, ég yrði mér til óbætanlegs athlægis í =íigin augum. Þetta er engin hræsni. Ég hef verið hrein- skilinn .... Tré, fljót, runnar, ég vildi að þið gætuð gefið mér þá fo.skrift sem ég þarfnast. — Ég vildi að þið gætuð sagt mér hvern ig hægt er að njóta friðar, án þess að raska friði annarra. Og hvern ig maður öðlast samræmi milli hugar og sóttveiks holds. .. . „Ég skyldi gefa krónu fyrir að vita hugsanir þínar á þessari stundu". Gregory kipptist við og brosti: „Oh, þær eru ekki krónu virði, held ég“. Séra Harmston hneig niður á jörðina við hlið hans, sleit letilega laufblað af drekablóði, og fleygði því yfir trjábolina, út í vatnið. „Þetta virðist vtra eftirlætisstað- Ur þinn í seinni tíð‘:, sagði hann og brosti alúðlega. — „Ertu kannske að hol'fa eftir lögregl- unni?“ „Lögreglunni?“ Séra Harmston blakaði hend- inni, eins og olævæng, til að kæla sér á andlitinu. Hann var í stutt- buxum einum klæða og hærður lík ami hans var rennvotur af svita, í síðdegishitanum. Hann hafði komið beint úr smíðakofanum sín um, þar sem hann vann reglulega tvær klukkustundir á dag, við smíði bókaskápsins, sem nú var næstum fullgerður. „Vildi að ég gæti lialdið mér jafnköldum og þú“, sagði hann. „Þú sagðir útthvað svipað þessu, fyrsta morguninn minn hérna — um lögregluna. Á þess- um sama stað, ef ég man rétt“. „Þú manst það þá?“ „Já“. Séra Harmston kímdi glaðlega: „Ég var bara að gera svolítið að gamni mínu, drengur minn. Það var allt og sumt. Ég er fullur af svoleiðis smá-gamanyrðum“. Þeir horfðu á litla bátinn, sem vaggaði léttilega á vatnsbárunum og kippti í böndi: , sem festu hann við trjábolina. Þrumuhljóð heyrð- ist í suðri. „Alltaf fjarlægar". „Sagðirðu eitthvað?" sagði Gre gory og vaknaði af dagdraumum sínum. „Ég sagði að þrumurnar væru alltaf í fjarska". „Oh“. „Einhvern tíma áður en langt um lfður og þegar við eigum þess sízt von, mun stormurinn heim- sækja okkur“. „Ég þykist vita, að þeir séu mjög ofsalegir á þessum slóðum?" „Já, mjög svo. Stundum eru þrumurnar næstum alveg samfelld ar, án nokkurs hlés. Héma geys- aði eitt slíkt þrumuveðui nokkr- um dögum áður en þú komst. Mán uðurnir júní, júlí og ágúst eru versti þrumuveðratíminn hérna". „Líka í Englandi. Ertu búinn að gleyma því?“ Séra Harmston brosti. — „Nei. Nei. Ég hef engu gleymt". Þeir hlustuðu á vatnsgjálfrið við fljótsbakkann. „Við höfum venjulega verið mjög heppin hérna, hvað elding- unum viðkemur. Aldrei neinn orð- ið fyrir þeim“. Svo bætti hann við: „Nýtt tacooba eða tvö. í vík- inni er ein verstu óþægindin, sem við höfum orðið fyrir“. „Hvað er taeooba?“ „Nafnið er tekið úr máli Indíán anna og þýðir fallið tré eða — eða einhv'>r önnur hindrun í fljóti eða vík, sem gerir siglinga- leiðina hættulega“. Hann sleit ann að laufblað. — „Margar slíkar hindranir, geri ég ráð fyrir, í farvegi meðvitundar þinnar". „Margar slíkar.....Hvað áttu við?“ „Phew. En sá voða hiti. Kem- urðu í kirkju á morgun?“ „Já, ég býst við því“. „Ætlarðu að sitja við hliðina á Mabel, aftur?“ Gregory leit snöggt til hans: „Það getur vel verið. Hvers vegna spyrðu að þvi9" „Mér datt það bara svona í hug. Ég man að þú sazt næst henni á sunnudaginn var“. „Oh“. „Það verður tekið til altaris á morgun". „Verður mér leyft að ganga til altaris?" „Já, vissulega. Hér eru engin sérstök skilyrði heimtuð". „Fara skírnir og fermingar fram hér í kirkjunni?“ „Nei, skírnarfonturinn sem þú sérð í kirkjunni er eingöngu til skrauts“. „Eins og altarið?" „Já, nákvæmlega eins. Við alt- arisgönguna á morgun munum við kveikja á kertum. Tákn hátíð- ar og heitra hjartna — og lífsins: hins hverfula, skammvinna lífs- loga“. Gregory brosti. „Ertu farinn að una þér vel hérna hjá okkur?“ spurði séra Harmston. „Já — það held ég. Mér þykir mjög skemnitilegt hér“. „Hm. Alveg læknaður af tauga veikluninni og hvað það nú allt saman var?“ „Mér líður ágætlega, þakka þér fyrir". „Ágætt. Merkilegur bati. Tæp- lega búinn að vera hér í tiu daga og þegar orðinn nýr maður. Það eru góð meðmæii með áhrifum stáðarins". Gregory brosti. — „Vel á minnzt, hvers konar áhrif eru það?“ „Sálarleg“, svaraði presturinn. Gregory varð gremjulegur á ailltvarpiö Þriðjudagur 25. febrúar: Fastir liðir eins og venjulega. lö,30 Útvarpssaga barnanna: — „Hanna Dóra" eftir Stefán Jóns son; VII. (Höfundur les). 18,55 Framburðarkennsla í dönsku. —■ 19,10 Þingfréttir. — Tónleikar. 20,30 Daglegt mál (Ái-ni Böðvars- son kand. mag.). 20,35 Erindi: Hugmyndin um fríverzlun í Ev- rópu (Gylfi Þ Gíslason ráð- herra). 21,05 Tónleikar. 21,30 Útvarpssagan: „Sólon Islandus" eftir Davíð Stefánsson frá Fagra skógi; IX. (Þorsueinn Ö. Stephen sen). 22,10 Passíusálmur (20). — 22,20 „Þriðjudagsþátturinn". — Jónas Jónasson og Haukur Mort- hens eru umsjónarmenn. 23,20 Dagskrárlok. Miðvikudagur 26. febrúar: Fastir liðir eins og venjulega. 12,50—14,00 „Við vinnuna": Tón- leikar af plötum. 18,30 Tal og tón ar: Þáttur fyrir unga hlustendur (Ingólfur Guðbrandsson náms- stjóri). 18,55 Framburðarkennsla í ensku. 19,10 Þingfréttir. — Tón- leikar. 20,30 Föstumessa í Laugar neskirkju (Prestur: Séra Garðar Svavars. Organleikari: Kristinn Ingvarsson). 21,30 Lestur fom- rita: Hávarðar saga Isfirðings; I. (Guðni Jónsson prófessor). 22,10 Passíusálmur (21). 22,20 íþróttir (Sigurður Sigurðsson). 22,40 Frá félagi íslenzkra dægurlagahöf- unda: Neótríóið og hljómsveit Jans Moravek leika lög eftir Guð- jón Matthíasson, Halldór Stefáns son, Jenna Jónsson og Steingrím Sigfússon. Söngvarar: Haukur Morthens, Alfi'eð Clausen og Guð- jón Matthíasson. Kynnir: Jónatan Ólafsson. 23,1 e Dagskrárlok. IWí <©íb englisíj i ^aVieniitr Rakkrem Shampoo Ilmsteinn Talkum og fiestar aðrar hreinlætisvörur fyrir konur og karla Einkaumboðsmenn: Agnar Norðfjorð & Co hf. M A RK Ú S Eftir Ed Dodd Markús byrjar á því að róa hestana, en síðan fer hann Króka- Ref til aðstoðar. — Hann lifir þetta aldrei af nema ég komi hon- um undir læknig hendi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.