Morgunblaðið - 25.02.1958, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 25.02.1958, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIb Þriðjudagur 25. febr. 1958 mtMðfrife trtg.: H.í. Arvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjóri: Sigfus Jónsson. Aðaintstjórar: Valtýr Stefánsson (ábm.) Bjarni Benediktsson. Ritstjórar: Sigurður Bjarnason frá Vigur Ei#ar Asmundsson. Lesbók: Arni Ola, sími 33045 Auglysingar: Arni Garðar Kristmsson. Ritstjórn: Aðalstræti 6. Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480. Askriftargjalct kr. 30.00 á mánuði innaniands. í lausasölu kr. 1.50 emtakið. ÖNCÞVEITIÐ I EFNAHAGS- MÁLUNUM Skúl, kæri felagi — — — Krúsjeff er engin ,,bytta" þvert á máti hœfur maður EGAR minnihlutastjórn Sjálfstæðismanna lagði fram tillögur sínar í efna hagsmálunum í ársbyrjun 1950 var í fyrsta skipti gerð alvarleg tilraun til þess að kryfja vanda- mál efnahagskerfis okkar til mergjar á grundvelli sérfræði- legrar rannsóknar og athugunar Færustu hagfræðingar landsins voru fengnir til þess að vinna þetta starf og stjórnmálamenn- irnir unnu svo úr tillögum þeirra Sérfræðingarnir lögðu fram ýtar- lega greinargerð um þær leiðir. sem til greina kæmu til þess að leysa vanda efnahagsmálanna og koma atvinnuvegunum á réttan kjöL Síðan var sú leið valin, sem líklegust var talin til þess að bera árangur. Um það verður ekki deilt með rökum, að viðreisnartillögur Sjálfstæðismanna, sem ráðuneyti Steingríms Steinþórssonar tók við að framkvæma báru mikinn og heillaríkan árangur. Á skömrn um tíma tókst'að skapa jafnvæffi í þjóðarbúskapnum, afnema greiðsluhallann hjá ríkissjóði, en halda þó uppi miklum og hag- nýtum framkvæmdum í landinu Jafnframt tókst að tryggjá stöð- ugan og þróttmikinn rekstur framleiðslutækjanna, þannig að næg atvinna var í landinu. GrundvöIIur efna- havskerfisins Vegna þessarar jafnvægis- stefnu í efnahagsmálunum öðlað- ist þjóðin vaxandi trú á að grund völl efnahagskerfisins og gildi ís- lenzkrar krónu. Svartamarkaðs- brask þvarr og sparnaður jókst verulega. Hin aukna sparifjár- myndun í bönkum og sparisjóð- um létti svo aftur undir við hús næðisumbæturnar og ýmsar aðr- ar nauðsvnlegar framkvæmdir í landinu. Þessi ríkisstjórn, þar sem Sjálf- stæðismenn höfðu mótað stjórn- arstefnuna, hafði skilning á nauð- syn þess, að sjálfur grundvöllur efnahagskerfisins yrði að vera traustur til þess að þjóðin gæti lifað við farsæld í landi sínu og haldið áfram nauðsynlegrr upp- byggingu. Auðsætt var að yfirgnref- andi meirihluti þjóðarinnar var samþykkur þessari stefnu Sjálfstæðismanna. Sást það m. a. af því, að Sjálfstæðisflokk- urinn vann míkinn sigur í Al- þingiskosningunum, sem fram fóru sumarið 1953. Upp úr þeim var mynduð ný sam- steypustjórn Sjálfstæðisflokks ins og Framsóknar og höfðu Sjálfstæðismenn þar foryst- una. Mörkuðu þeir þessari ríkisstjórn sömu stefnu og hinni fráfarandi og skyldi nú megináherzlan lögð á raforku framkvæmdir og áframhald- andi húsnæðisumbætur. Á þessum tíma, á árunum 1953 —1955, tókst enn að halda vel t horfi í efnahagsmálunum, halda greiðsluhallalausum ríkisbúskap, auka sparifjármyndun og við- halda trú á gildi gjaldmiðilsins. Afleiðingar verkfallanna árið 1955 En í ársbyrjun 1955 gerðus': ó- heillavænlegir atburðir, sem síð- an hafa haft víðtæk og hörmuleg áhrif á íslenzkt efnahagslíf. — Kommúnistar hófu stórfelld pólitísk verkföll beinlínis með það fyrir augum að koma stjórn landsins é kné, og ryðja sjálfum sér braut til valda. Afleiðing þess I ara verkfalla varð rúmlega 20% almenn kauphækkun á árinu 1955. Þar með hafði jafnvægis- stefnan hlotið mikið áfall. Vísi- talan hækkaði verulega og auka varð niðurgreiðslur úr ríkissjóði. Ennfremur þrengdist nú hagur útflutningsframleiðslunnar svo mjög að leggja varð á nýja skatta í ársbyrjun 1956 til þess að tryggja rekstur hennar. Allt var þetta afleiðing af markvísri skemmdarstarf'-^mi kommúnista 1 fyrstu virtist sem Framsókn- arflokkurinn gerði sér þetta ljóst. Eysteinn Jónsson húðskammaði kommúnista í eldhúsdagsumræð- unum 1956 og kenndi þeim flest, sem aflaga fór og versnandi ástand í efnahagsmálum þjóðar: innar. En aðeins örfáum mánuð- um síðar sneri hann við blaðinu sagði alla erfiðleika í efnahags- málum Sjálfstæðismönnum að kenna og ómögulegt væri að leysa vandræðin nema með kommúnistum!! Framsókn tók svo kommúnista í ríkisstjórn og hefur setið með þeim að völdurr síðan. Vandræðin veirða stöð- uíft torleystari En þótt vinstri stjórnin hafi setið við völd í rúmlega eitt og hálft ái*, hefur ennþá ekkert gerzt er sýni „nýjar leiðir“ henn- ar eða „varanleg úrræði“ gagn- vart vanda efnahagslífsins. — Ey- steinn Jónsson hefur aðeins lagt á nokkur hundruð milljónir króna í nýjum sköttum og tollurn. sem almenningur hefur orðið að greiða. Dýrtíðin hefur haldið áfram að vaxa og niðurgreiðslur ríkissjóðs á innlendu verðlagi verið stórhækkaðar. — Jafnhliða hafa útflutningsuppbæturnar hækkað gífurlega vegna vaxandi rekstrarhalla útvegsins. — En kommúnistar segjast hafa fran'- kvæmt „verðstöðvunarstefnu" Allur almenningur i landinu styn ur hins vegar undir stóraukinr.i dýrtíð og þverrandi kaupmætti launanna. Vandræði efnahagslífsins verða þannig torleystari með hverjum mánuði, sem líður undir vinstri stjórn. Gjaldeyrisskortur sverfnr að og nauðsynlegustu vörur fást ekki fluttar til landsins. Erlend- ar skuldir hrúgast upp og trúin á grundvöll íslenzkrar krónu er fokin út í veður og vind. Skattaofsóknir Eysteins Jónssonar skapa eyðslu og fyrirhygg.juleysi meðal þjóðar I innar. Fólkið þorir ekki að spara af ótta við skattasvipu vinstri stjórnarinnar. Ríkis- stjórnin er því í standandi vandræðum með fé til þeirra framkvæmda, sem að kalla. A hverju leiti blasa við vanefnd loforð vinstri stjórnarinnar En á „hinum varanlegu úr ræðum“ Hermanns og komm- únista bólar hvergi. WILLIAM J. JORDEN frétta- ritari New York Ximes skrif- aði fyrir nokkru grein í blað sitt, þar sem hann hrakti mjög útbreiddar sögusagnir um að Krúsjeff væri drykkjumaður. Grein þessi þykir allatnyglis- verð og fcr hún hér á eltir: Margir Vesturlandabúar hafa rangar hugmyndir um Nikita S. Krúsjeff æðsta mann Sovétríkj- anna. Sögusagnir um að Krús- jeff sé fyliirútur og drykkju- maður hafa komið upp vegna teiknimynda og greina, sem ófróðir menn hafa samið. En fra- sagnir eins og þær, að Krúsjeff reiki frá einu kokteiiboðinu til annars eru ekki aðeins : angar. heldur eru þær beinlínis s!:að- legar. Ég held að allir starfsmer.n erlendra sendiráða í Moskvu, en þeir þekkja Krúsjeff betur en flestir aðrir, séu þeirrar sk^ðun- ar, að það sé nauðsynlegt að hætta þessum heimskulegu óhróðurssögum um Krúsjeff. Hæfur og slægur Sannleikurinn er sá, segja þeir, að Krúsjeff er augljós- lega einn hæfasti og slægasti stjórnmálamaður vorra tíma. Hann hefur ekki aðeins hjarað af, heldur hækkað í tign og völdum, í skefjalaus- ustu valdasamkeppni heims- ins, og ætti það að sýna, að hann er miklum hæfileikum búinn. Menn komast vissulega ekkj til æðstu valda í Sovét- ríkjunum, né heldur geta menn setið í valdastólnum nokkra stund, ef þeir eru óhæf ir eða ógætnir. Það er rangt að ætla að telja mönnum trú um annað og það er hættulegt að vanmeta svo vold ugasta andstæðing hinna vest- rænu þjcð?. '.'t’alið skotmark Að vísu er auðvelt að henda gaman að Krúsjeff. Hann er ekki sérlega glæsilegur maður á velli. Fremur lágvaxinn er hann, 174 cm, og svo feitur, að hver læknir myndi ráðleggja honum að létt- ast um 15—20 kg. Hann er kringlu leitur, sköllóttur og fremur ófríð ur í andliti og þannig tilvalið skotmark gamanteiknara. Ekkert hefur þó verið ýkt jafn mikið í teikningum og greinum eins og drykkjuskapur hans. Með þessu er ég ekki að segja, að Krúsjeff bragði ekki áfengi. Ilann gerir það vissu- lega og meira en það, — hann getur drukkið verulegt magn af áfengi án þess að sjái veru- lega á honum. Hitt er stað- reynd, að ef hann hefði drukk- ið, þó ekki væri nema brot af því áíengismagni, sem hann er sagður neyta, þá hefði hann aldrei komizt í þá stööu sem hann er nú í. Þá væri hann heldur ekki sá hættulegi and- stæðingur Vesturveldanna, sem hann er nú. Heimsóknin til Tító Sögusögnin um drykkjuskap Krúsjeffs virðist hafa byrjað með heimsókn hans til Júgóslavíu 26. maí — 3. júní 1955, Þar dvaldist hann ásamt Bulganin í boði Títós og var ætlunin að bæta sambúð- ina við Júgóslavíu. í kvöldveizlu einni hafði Krús- jeff og í rauninni allir viðstaddir fengið sér nokkuð mikið neðan í því. Hann kom sem snöggvast út úr veizlunni og ræddi við hóp vestrænna fréttamanna. Krús- jeff var mjög frjálslegur í fram- komu og bauð fréttamönnum m. a. að heimsækja Sovétrikin. Sjónarvottar sögðu, að hann hefði verið fullur á þessum fundi. Upp úr þessum blaðamanna- fundi tók að spinnast s?.sar vinhneigð Krúsjeffs. Hún hefur breiðzt út og vaxið eins og fjöðrin og hænurnar. Oftast er hún breidd út af fólki. sem aldrei hefur séð Krúsjeff, eða í mest.a lagi horft á hann andartak úr fjarlægð. Skálaræður Venjur í móttökum í sendi- ráðunum í Moskvu hata og ýtt undir þessar hugmyndir. Það er venja í slíkum sam- kvæmum að gestgjafinn skáli og heiöursgestir svari með annarri skál. Þar sem Krúsjeff er nær undantekningarlaust annaöhvort gestgjafinn eða heiðursgesturinn í samkvæm- um þessum kemur það ætíð í hans hlut að flytja skálaræðu. Það hafa því verið teknar óteljandi myndir af honum, þar sem hann lyftir glasi. Svo sjá lesendur blaðanna þess ar skálamyndir af Krúsjeff, — oft með villandi undirskrift og segja þá oft: — Sjáið þið, Enn er Krúsjeff að drekka. Síðan álykta þeir svo að allt sem Krús- jeff sagði í þessu samkvæmi, hafi verið sagt í „fylliríi". Það mun þó algengast að í glasi Krúsjeffs sé aðeins borðvin eða ávaxtasafi. Krúsjeff drekkur fremur vín en vodka í samkvæm um. „KokkteiI-partí“ Enn síuðla óvarkárir b.laða- menn að þessum drykkjuskapar- orðrómi er þeir endurskrifa ýms- ar fréttir frá Moskvu. Oft vill það til, þegar fréttaritari ein- hverrar fréttastofunnar í Moskvu sendir skeyti um móttöku í sendi ráði, þá birtist það í blöðunum sem „kokkteil-partí“ jafnvel þótt ekkert áfengi hafi verið haft um hönd. Það er alkunna að í sumum sendiráðum er áfengi ekki veitt af trúarlegum ástæð- um, samt er móttökum í þeiin oft lýst sem „kokkteil-partíum'. Það gerðist t. d. nýlega, þeg ar sendiherra Indlands hafði móttöku í tilefni af sjálfstæðis degi Indlands. Ekkert sterkara en ávaxtasafi og sódavatn var veitt. Samt birtust skömmu seinna myndir í vestrænum blöðum af Krúsjeff þar sem hann var að skála í „kok- teil-partí“. Sannleikurinn var sá, að í staupi hans var aðeins iíúsbóndi Citu 'itlu var látinn og veslings hundurinn reikaði horaður um bæinn Trisobbio á ítalíu. Svo fóru nokkur skóla- barnanna að víkja að honum bita, og svo þakklátur var hundur- inn að hann fór með börnunum til skólans á hverjum degi og beið þolinmóður eftir því að þau kæmu út. Þegar kólna tók í veðri vildu börnin fá hundinn með sér inn í skólastofuna, en það var bannað. Þá gerðu börnin „verkfall“ og neituðu að koma í tíma. Þá lét kennslukonan undan, og nú fær Cita að sitja í kennslustundunum, enda er ekkert út á hegðunina að setja eins og myndin sýnir Ijóslega.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.