Morgunblaðið - 25.02.1958, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 25.02.1958, Blaðsíða 2
< 2 MORCVWBT/4Ð1Ð Þriðiudagur 25. febr. 1958 Hvert er söluverð og tollverð á vörunum, sem braska átti með? Áframhaldandi yfirklór út af vörubraskinu á ICeflavíkurvelli EFTIRFARANDI bréf frá stjórn íslenzkra aðalverktaka (Regins h.f.) barst Mbl. í gær: „Vegna skrifa nokkurra blaða undanfarna daga. um sölu ís- lenzkra Aðalverktaka s.f. á vöru- afgöngum frá starfssemi sinni á Keflavíkurflugvelli óskar stjórn félagsins að taka fram eftir- farandi: 1. Upphæðir þær, sem nefndar hafa verið í þessu sambandi, eru úr lausu lofti gripnar, svo sem þegar þess er getið til að gróði aí þessum viðskiptum geti numið milljónum eða milljónatugum. Vörur þær, sem vér höfum flutt út af flugvallarsvæðinu eru sam kvæmt mati dómkvaddra manna 207 þúsund króna virði og eftir er aðeins að flytja þriðjung af því, sem ætlunin er að flytja og heimildar hefur verið óskað fyrir. 2. Það er gefið i skyn, að ís- lenzkir Aðalverktakar s.f. hafi misnotað heimildir, sem þeir hafa til að flytja vörur út af flugvall- arsvæðinu. Slíkt kemur auðvitað ekki til greina, þegar af þeirri ástæðu, að allir slíkir flutningar fara fram undir nákvæmu eftir- liti tollgæzlunnar, sem gengur úr skugga um, að gildandi heimild- ir séu fyrir hendi. 3. Fullyrt hefur verið að ís- lenzkir Aðalverktakar s.f. hafi keypt af varnarliðinu vörur, sem annar íslenzkur aðili hefði ella fengið keyptar á lægra verði. — Það skal því tekið fram hér skýrt og afdráttarlaust að félagið hef- ur aldrei keypt af neinum banda rískum aðila á Keflavíkurflug- velli neinar vörur, sem nokkur annar íslenzkur aðili gæti átt kost á að kaupa. Sumarið 1957 var flutt út til Bandaríkjanna mikið af vélum, tækjum og ýmsum vörum frá flugvellinum án þess að nokkrum öðrum en íslenzkum Aðalverk- tökum væri gefinn kostur á að kaupa þær og þær vörur, sem fé- lagið keypti þá, hefðu farið sömu leið, ef félagið hefði ekki fest kaup á þeim. 4. í einu dagblaðanna er full- yrt að Reginn h.f. eigi vörur þessar og selji þær. Þetta er rangt. íslenzkir Aðalverktakar s.f. eiga þessar vörur og annast sjálfir sölu þeirra, þó hún fari fram í vöruhúsum Regins h.f. Að endingu villi félagið láta í ljós undrun sína á því, að ábyrg dagblöð skuli hlaupa með söguburð af þessu tagi, þegar auðvelt væri að afla upplýsinga um hið sanna í málinu, og nota síðan þann söguburð til rætinna árása á einn af stjórnarmönnum félagsins og vandamenn hans. Reykjavík, 24. febr. 1958. Stjórn íslenzkra Aðalverktaka sf Helgi Bergs, Tómas Vigfússon, Ingólfur Finnbogason, Vilhjálmur Árnason“. Út af ofanrituðu vill Mbl. taka fram eftirfarandi: Cm lið 1. Mbl. hefur aðeins nefnt áætlunarupphæðir í þessu sambandi, enda engar nákvæm- ar upplýsingar verið unnt að fá, en vitað ér, að hér var um vöru- tegundir að ræða, sem skiptu hundruðum og hér var ætlunin að stofna til miklu stærri við- skipta við varnarliðið en dæmi eru til áður. Það sem sagt er í bréfinu um matsverð til tolls og hve mikið hafi verið „ætiunin" að flytja út af vellinum til Regins P h.f. í Silfurtúni, þá er hér sýni- WUi ^ul A |l>i u lega um yfirklór að ræða, enda hefur nú vörubrask þetta venð „stöðvað" að tilnlutan yfirvalda. Um lið 2. í fréttatilkynningu utannkisráðuneytísins, sem birt var í Mbl. á sunnudag var bein- um orðum játað að ráðuneytið hafi stöðvað vörubraskið með því að leyfishafinn hafi farið út fyrir þá heimild, sem honum var veitt og fyrst og fremst miðaðist við afganga af byggingarvörum en náði ekki til vefnaðarvara eða, kæliskápa auk ótalmargs annars. Það er svo aftur augljóst ósam ræmi í því, þegar ráðuneytið telur, að flutningarnir hafi far- ið út yfir það, sem heimild var veitt til og hinu sem segir í bréfinu hér að ofan, að toll- gæzlan á Keflavíkurflugvelli hafi gætt þess að „gildandi heimildir væru fyrir hendi“, þegar flutn- ingar fóru fram. Rekst því hér hvað á annað, eins og oftast er, þegar óhreint mjel er í pokan- um. En þess skal getið, að toll- gæzlan á Keflavíkurflugvelli heyrir undir varnarmáladeild, sem veitti h.f. Regin „leyfið". Loks skal á það bent, að þeir sem mótu vörurnar til tolls voru skip aðir af lögreglustjóranum á Kefla víkurflugvelli, en hann er einmg skipaður af varnarmáladeild. Um lið 3. í sambandi við það, sem stendur í þessum lið, er rétt að sá, sem bréfið ritar skýri frá því á hverju hann byggi það, að engir aðrir en íslenzkir aðalverk- takar, (Reginn h.f.), hefðu getað fengið að kaupa þær vörur, sem hér er um að ræða. Svar við þessu væri því fróðlegra að fá, sem öll viðskipti við varnarliðid hafa hingað til gengið í gegnum einn opinberan aðila, sem er Sölu nefnd varnarliðseigna. Ennfrem- ur er rétt að bréfritarinn upplýsi afdráttarlaust, hvert er sundur- liðað verð á vörunum, sem keypt ar voru af varnarliðinu svo og matsverð hverrar vöru til tolls og kemur þá sannleikurinn um verðið í ljós. Það hefur ekki verið vitað fyrr en nú, að íslenzkir aðalverktak- ar hafi keypt vörur af Varnar- liðinu 1957 og er rétt að bréfrit- arinn upplýsi einnig hverjar þær vörur voru svo og tollverð þeirra og söluverð. Um lið 4. Því er algjörlega mót mælt að Mbl. hafi notað þetta mál, sem raunar er stórhneyksli „til rætinna árása“. Mbl. hefur aðeins kýrt frá staðreyndum um menn og um málefni í þessu sam- bandi, en þegar skýrt er frá hneykslismáli, telja þeir sem hneykslinu valda, að jafnaði, að það sé „árás“ að skýra frá því. Það stendur eftir sem áður óhaggað að hér er um að ræða mesta vörubrask, sem stofnað hefur verið til og að það var Reginn h.f., sem hafði alla for- göngu um það mál. Það er enn- fremur óhaggað, að hér ætlaðí Reginn h.f. sér að komast fram hjá Sölunefnd varnarliðseigna og ná stórkostlegum hagnaði, sem annars hefði runnið í ríkissjóð, auk þess sem ekki var horft í þá gjaldeyriseyðslu, sem af þessu vörubraski leiddi. En eftir að utanríkisráðuneyt- ið hefur stöðvað braskið af því, að það neyddist til þess, er svo reynt að klóra yfir hneykslið og þá gróðafíkn, sem á bak við ligg- ur- Arturo Frondizi hinn nýkjörni forseti Argentínu Peronislar veilfu Frondizi sigur í forselakosningum BUENOS AIRES, 24. febr. — 1 forsetakosningunum, sem fram fóru í Argentínu á sunnudaginn hefur forsetaefni það sem Peron- istar studdu unnið stórfelldan sigur. Eftir þessi úrslit er talið, að Peronistum verði veitt stjórnmálafrelsi og jafnvel er taliö bugsanlegt að Juan Peron fyrrum einræðisherra verði leyft að snúa heim, en hann dvelst nú í útlegð í Dominikanska lýðveldinu. Sigurgleði Peronista Sigurvegarinn í forseta- kosningunum er Arturo Frond izi, 49 ára að aldri. Hann hefur fengið um 3,9 milljón- ir atkvæða, en andstæð- ingur hans, Ricardo Balbin, 54 ára, hefur hlotið um 2,5 milljónir atkv. Voru samherjar Báðir þessir frambjóðendur, Frondizi og Balbin, fylgdu áður sama flokki að málum, hinum svokallaða róttæka flokki, sem var í stjórnarandstöðu við Per- on. En eftir að Peron var steypt af stóli klofnaði róttæki flokk- urinn. Eitt aðalágreiningsefnið var einmitt, hvernig ætti að með- höndla gamla Peronista. Tók Frondizi málstað peirra og taldi óhæft í lýðræðisríki, að Peronist- arnir væru sviptir rétti til þátt- töku í stjórnmálum. Var það eitt helzta kosningaloforð Frondizis að flokkur Peronista skyldi aftur leyfður. Fyrir það bauð Peron öllum fylgismönnum sínum að styðja hann. Þegar úrslit voru sýnileg í kvöld’ flutti Frondizi útvarps- ávarp og lýsti hann þar yfir, að hann stæði við öll sín kosninga- loforð. Það er talinn lítill vafi á að stuðningsmenn Perons hafi fært Frondizi sigurinn, enda voru þeir mjög sigurglaðir í kvöld og fóxu í hópgöngur um götur Buenos Aaires. Frá Dominikanska lýðveldinu urnar berast og þær fréttir að Juan Peron sé hæstánægður með úr- slitin. Hann tilkynnti blaðamönn- um, að ný öld væri upp risin í Argentínu. Sjómaður missir allan fatnað sinn SL. fimmtudagskvöld, um sex- leytið, var sjómaður að nafni Jóhann Guðnason, á leið til Grindavíkur. Ætlaði hann að fara með bíl frá Bifreiðastöð ís- lands. Var hann með farangur sinn með sér, svartan sjópoka og brúna tösku. í pokanum og tösk- unni voru öll föt hans, yzt sem innst, önnur en þau, sem hann stóð í. Jóhann skrapp andartak frá bifreiðastöðinni og skildi farang- ur sinn, sem yar ómerktur, eftir. Er hann kom aftur, var hvort tveggja horfið. Hann hefur nú snúið sér til Morgunblaðsins í þeirri von, að það gæti orðið honum að liði í þessu efni. Eru það vinsamleg tilmæli hans, að sá, sem tók farangur hans í mis- gripum þarna á stöðinni, hringi sem fljótast í síma 13965. Varla getur hjá því farið, að sá sem tók pokann og töskuna hafi fljótlega orðið var við mis- tökin. Sem geta má nærri, er mjög bagalegt fyrir Jóhann, að tapa öllum fötum sínum, og væri óskandi að þessi misskilningur leiðréttist sem fljótast. r Isalög og refíiveiðar ÍSAFJARÐARDJÚPI 24. febr. — Undanfarna daga hefur verið stillt veður og frost allmikið. Hef ir nú innfirði djúpsins, Mjóafjörð og ísafjörð lagt ísi, svo nú verður ebfiðara með ferðir djúpbátsins, og samgöngur á sjó. Refaskytt- urnar, sem eru þar frá Reyk- hólasveit hafa nú skotið 7 refi í Vatnsfjarðarsveit á stuttum tíma og lítur vel út með þá veiði. Veður er gott og beitarfénaður úti daglega. —P.P. Frumvarp um breytingar á skattaiögunum Tekjuisiiffiftiir féiaga verður 25% fekna Tíu ára afmæli valdaránsins PRAG 24. febr. — Mikil hátíða- höld eru nú í Tékkóslóvakíu í til- efni þess að 10 ár eru liðin síðan kommúnistar tóku völdin þar í landi. Blakta fánar Tékkósló- vakíu og Rússlands hvarvetna við hún. Fulltrúum erlendra ríkja var boðið að senda fulltrúa til hátíðahaldanna. Það er nú vitað að sendiherrar Bandaríkj- anna og Belgíu höfnuðu því boði. Brú yfir HALLDÓR'Sigurðsson hefur lagt til á Alþingi, að athugun sé gerð á aðstæðum og kostnaði í sam- bandi við brú yfir Borgarfjörð milli Seleyrar og Borgarness. ínnbrotsþjófar teknir og innbrot framið UM HELGINA voru tveir inn brotsþjófar teknir höndum. Annar þessara manna sem oft hefur komizt undir manna hend- ur, var tekinn í kjötverzl. í Akur gerði, en þar var hann búinn að sprengja upp peningakassa og taka nokkuð af peningum og stinga á sig. Það tókst að hand- sama mann þennan, vegna þess að fólk varð vart við ferðir hans. Hinn þjófurinn var tekinn er hann var að brjótast inn i sölu- turn í Kirkjustræti. Á sunnudaginn var framinn innbrotsþjófnaður í skartgripa- verzlun Kornelíusar Jónssonar í Kolasundi og segir lögreglan að miklum verðmætum hafi þar ver ið stolið. Innbrotið mun hafa ver ið framið einhvern tíma á tíma- bilinu frá kl. 4 síðd. á sunnudag- inn og fram að miðnætti. Islendingur sæmdur ítalskri orSn ÞANN 2. jan. síðastliðinn sæmdi forseti Ítalíu, eftir tillögu frá utanríkisráðherra Ítalíu, Hörð Þórhallsson, viðskiptafræðing, heiðursmerkinu „Stella della Solidarietá Italiann". í GÆR var útbýtt á Alþingi stjórnarfrumvarpi um breytingar á lögunum um tekjuskatt og eign arskatt. Helztu atriði frumvarpsins eru þessi: 1) Sett eru ný ákvæði um skatt greiðslur félaga. Þau eiga hér eft- ir að greiða 25% af skattskyldum tekjum sínum í tekjuskatt, en ekki verður um stighækkandi skatta að ræða og stríðsgróða- skattur verður ekki lagður á. í greinargerð frumv. segir, að ekki sé gert ráð fyrir, að um verði að ræða neina teljandi breytingu á heildarskatti félaga til ríkisins. 2) Hlutafélögum verður heim- ilað að draga frá tekjum sínum arð, sem nemur allt að 8% af innborguðu hlutafé eða stofnfé (nú er miðað við 5%). 3) Hinn sérstaki frádráttur, sem skipverjar á fiskiskipum njóta, auk frádráttar vegna fæðis kaupa og hlífðarfatakaupa, hækk ar úr 500 í 850 kr. á mánuði. 4) Breytt er reglunum um lækk un tekjuskatts á lágum tekjum. Getur lækkunin nú numið allt að 511 kr. 5) Sett eru ný ákvæði um eign arskatt. Um það segir í greuiar- gerð frumvarpsins: „Breytingar á skattinum eru miðaðar við það, að hækkun fasteignamatsins. sem gekk í gildi á s.l. ári, verði ekki til að auka eignarskattinn til rik- isins í heild“. Ýmis fleiri ákvæði eru í frum- varpinu, það á ef að lögum verð- ur að koma til framkvæmda við álagningu skatts á þessu árx Skattgjald hjóna í þessu lagafrumvarpi er ekki lagt til, að ákvæðunum um skatt greiðslur hjóna sé breytt. Segir í greinargerð, að unnið hafi verið að athugunum varðandi málið, en þeim sé ekki að fullu lokið „og það mál er þannig vaxið, að það þarf að athugast í sambandi við tekjuöflun til að mæta rýrn- un á skatttekjum rikisins, sem verulegar breytingar á lögum um þetta efni mundu hafa í för með Mvæðum umvara- sjóði samvinnuié- laga breytl! RÍKISSTJÓRNIN hefur lagt fyrir Alþingi frumvarp um breytingar á lögunum um samvinnufélög. Þar segir fyrst, að niður skuli falla ákvæði í lögunum þar sem segir, að eitt af „aðaleinkennun- um á skipulagi samvinnufélaga“ sé, að ,,í varasjóð greiðist árlega fjártillag af óskiptum tekjum fé- lagsins“. Hér eftir á aðeins að greiða í varasjóð arð af viðskiptum. við utanfélagsmenn að frádregnum opinberum gjöldum, sem á hann eru lögð. Skv. núgildandi lögum fær varasjóður auk arðs af viðskipt- um við utanfélagsmenn a.m.k. 1% af sölu aðkeyptra vara og af- urða, ef það fer ekki í aðra trygg- ingarsjóði.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.