Morgunblaðið - 07.03.1958, Síða 2

Morgunblaðið - 07.03.1958, Síða 2
2 MORcrnvnr 4ðið Fostudaerur 7. marz 1958 v. Almenna 25 bókafélagið kr. verblaun þús. íslenzk verk Fyrsta mánaðarbók íé- lagsins er skáldsaga eftir Jón Dan veitir fyrir í NÝÚTKOMNU hefti Félags- bréfs tilkynnir Almenna bókafélagið, að það hafi ákveðið að efna til bókmennra verðlauna, að upphæð krónur 25.000,00, sem veita megi einu sinni á ári fyrir frumsamið ís- lenzkt verk, sem út komi á ár- inu. Segir svo orðrétt í til- kynningunni: „Heimilt er að hækka upp- hæðina allt að kr. 50.000,00, ef um afburðaverk er að ræða. Verðlauna má hverja þá bók, sem félagið gefur út eða því er send til samkeppni um verðlaunin, enda sé félaginu þá jafnframt gefinn kostur á að kaupa hluta upplagsins cg bjóða félagsmönnum í Al- menna bókaféiaginu eintak af bókiimi. Verðlaunin eru óháð rit- launum fyrir birtingu verks- ins. Við veitingu verðlaunanr.a skulu ungir höfundar sitja fyrir að öðru jöfnu, þ. e. þeir, sem yngri eru en 35 ára eða senda frá sér fyrstu bók sína. Ákvörðun um veitineu verðlaunanna tekur bók- menntaráð Almenna bókafé- lagsins.“ Þess má geta, að í bókmennta- ráðinu eiga nú sæti þeir Gunnar Gunnarsson, Birgir Kjaran, Davíð Stefánsson, Guðmundur Gíslason Hagalín, Jóhannes Nordal, Krist- ján Albertsson, Kristmann Guð- mundsson, Tómas Guðmundsson og Þorkell Jóhannesson. Bókmenntaverðlaun sem þessi eru alger nýjung á íslandi, en tíðkast mjög víða erlendis. Er reynsla fyrir því, þar sem siík verðlaun eru veitt, að þau orka mjög örvandi á alla bókmennta- Frá kvikmynda- klúbbum Æsku- íýðsráðs f VETUR hafa starfað þrír kvik- myndaklúbbar á vegum Æsku- lýðsráðs Reykjavíkur, og eru í þeim um 800 börn og unglingar. Klúbbarnir hafa starfað á þremur stöðum, í Háagerðisskóla á laug- ardögum kl. 4 og 5:30, í sýningar- sal Austurbæjarskólans á sunnu- dögum kl. 4 og 5:30 og í Trípólí- bíói á sunnudögum kl. 3. Sýndar eru ýmsar fræðslu- ög skemmti- myndir við hæfi barna og ung- linga. Sýningar þriðja tímabilsins hefjast nú um helgina. Félagsmið ar verða seldir sem hér segir: X Háagerðisskóla í dag kl. 5—7, fyrir klúbbinn í Austurbæar skólanum að I.indargötu 50 kl. 5—7 í dag og í Hrípólíbíói á sunnudag kl. 1—3. Miðarnir gilda á fimm sýningar, og munu sýn- ingar verða á venjulegum tíma á þessum þremur stöðum. starfsemi, hvetja skáld og rithöf- unda til dáða. Er eigi ástæða til annars en ætla, að svo verði einnig hér á landi. Fyrsta mánaðarbók Bókafé- lagsins er skáldsaga eftir Jón Dan í desember sl. tilkynnti Al- menna bókafélagið, að það hefði í hyggju að hverfa frá fyrri ú".- gáfuháttum, en þeir voru þannig, eins og hjá öðrum íslenzkum út- gáfufélögum, að félagsmenn fengu ákveðnar bækur árlega fyrir tilskilið félagsgjald. í stað þess hygðist félagið gefa út eina bók mánaðarlega, a. m. k. 10 bækur á ári, og yrðu það allt valbækur. Þyrftu félagsmenn ekki að taka nema 4 þeirra bóka á ári til þess að halda fullum félagsréttindum. Þetta nýja fyrirkomulag kem- ur til framkvæmda í apríl nk. og sendir félagið út fyrstu mánaðar- bók sína í byrjun mánaðarins. Jafnframt tilkynnir félagið, hverjar tvær fyrstu mánaðar- bækurnar séu, aprílbókin og maíbókin. Er aprílbókin ný skáldsaga eftir Jón Dan, Sjáv- arföll, um 150 bls. saga um ungan mann og baráttu hans við örlög sín. Er mönnum án efa mikil forvitni á að kynn- ast þessari sögu. Jón Dan er í fremstu röð yngri smásagna- höfunda, en þetta er lengsta sagan, sem frá honum hefur komið. Maíbókin heitir Gráklæddi maðurinn eftir ameríska rithof- undin Sloan Wilson. Þýðinguna gerði Páll Skúlason ritstjóri. Seg- ir í tilkynningunni um þá bók, að hún fjalli um ungan heimihs- föður og str.j ins og fjölskyldu hans fyrir brettum kjörum. „Bókin er bæði gamansöm og spennandi og þarna er iýst ung- um hjónum eftir striðið og lifs- baráttu þeirra betur en í nokk- urri annarri bók, sem við höfum kynnzt.“ Nýútkomið hefti Félagsbréfs er þannig útbúið, að á aftari kápu- síðu þess eru prentuð 2 spjöld, Af hverju er viðskipta- ráðherrann ekki svndur? ÞAÐ vekur alveg sérstaka at- hy&l*, að viðskiptamálaráðherr- ann, Lúðvík Jósefsson, skuli ekki vera hér á landi, þegar svo stend- ur á, að sjálfur framkvæmda- stjóri Efnahagsmálastofnunar Evrópu kemur hingað til íslands og heldur hér fyrirlestur og ræðir við íslenzka valdamenn. Það vekur einnig athygli, að einmitt í fjarveru viðskiptamála- Hélt áfram að bvo slösuð AKRANESI, 6. marz. — Hér liggur í sjúkrahúsinu í slæmu lærbroti frú Margrét Ólafsdóttir, Skagabraut 15, hér í bænum. — Hún var fyrir nokkru við þvotta í þvottahúsi sínu, sem er kipp- korn frá húsi hennar. Hún þuríti sem snöggvast út, en þar var gler hálka og skall frú Margrét á hálk unni. Hún er orðin roskin kona. Margréti tókst að standa hjálpar- laust á fætur og gekk aftur að þvotti sínum, en eftir að hafa staðið nokkra stund við þvotta- pottinn fann hún til þrauta í mjöðm. Hætti hún þá að þvo og var flutt beint í sjúkrahús. Þar kom í ljós að lærleggurinn var brotinn upp við mjaðmarskálina. Er þetta slæmt brot, en frú Mar- gréti líður eftir vonum. — O. 0. J. Malmberg ara ATTRÆÐUR' er í dag O. J. Malmberg, sem uim margra ára skeið var forstjóri Hamars hf. — eða á árunum 1918—31. Fyrst kom Malmberg hingað til lands 1914 og var þá forstöðumaður Hafnarsmiðjunnar, sem vai>n mikið verk við byggingu Reykja- vikurhafnar. Síðan tók hann við forstjórastarfi Hamars hf. — og var unnið margt stórvirkið hér undir hans stjórn á þeim árurn. Má t. d. nefna kolakranan og olíustöð Shell. Nú er Malmberg til heimilis að Danhaven 12 í Kaupmannahöfn, Valby. ráðherrans skuli bankastjóri Seðlabankans Vilhjálmur Þór halda ræðii þá, sem hann hélt um daginn um efnahagsmálin. Þá er einnig vitað að viðskiptaörðug leikar eru nú meiri heldur en þeir hafa verið oftast áður, eins og gjaldeyriskreppan og yfir færslustöðvunin sýnir. En meðan á öllu þessu gengur er viðskiptamálaráðherrann víðs fjarri og er engu líkara en að ekki sé talið heppilegt að sýna hann í sambandi við slíka atburði. Það hefði þó vafalaust verið auð- velt að haga því þannig að heimsókn framkvæmdastjóra Efnahagssamvinnustofnunarinn- ar bæri ekki upp á þann tíma, sem sjálfur viðskipta- málaráðherra landsins væri víðs fjarri og ennfremur að bankastjóri Seðlabankans gæfi ekki slíkar yfirlýsingar, sem hann gerði, nema viðskiptamálaráð- herra væri nærstaddur. Vaknar í þessu sambandi sú spurning, hvort það þyki nú orðið heppilegast í sambandi við viðskiptamál okkar, að ráð herra sá, sem með þau fer sé hvergi nærstaddur, þegar þýð ingarmiklir atburðir gerast í sambandi við þau mál og þegar viðskiptaörðugleikarnir kreppa sem harðast að. Jón Dan sitt fyrir hvora „mánaðarbók", og eru þeir, sem eigi óska að fá mánaðarbókina senda, beðnir að klippa út viðkomandi spjald og senda félaginu með óletruðu nafni sinu. Ef félagsmenn óska að fá einhverj a af fyrri útgáfu- bókum félagsins í staðinn fyrir mánaðarbókina, eru þeir beðnir að rita nafn hennar á þetta spjald. Eru jafnframt 1 heftinu nákvæmar upplýsingar um fyrri útgáfubækur félagsins. Akranesbálarnir AKRANSSI 5. marz—Sigrún kom að kl. 5 í morgun. Var hún með 33 lestir úr fjórum þorskaneta- trossum. Sveinn Guðmundsson fékk um 15 lestir í nokkru færri net. Fylkir var með 7,5 lestir og Ver með 3,5 lestir. Hjá Sigurfara bilaði vélin svo að hann gat ekki dregið net sín. Sigurvon lagði net sín í gær, Ólafur Magnússon í morgun og Hrefna ætlar að fara að leggja netin. Keilir kom hlaðinn rétt fyr ir hádegi frá Reykjavík með fulla lest og hlaða á þiljum af þorska- netjaslöngum, kúlum og efni 1 teina og færi. Er ekki annað sjá- anlegt en að allir bátar hér séu að hefja þorskanetjaveiðar. Togarinn Bjarni Ölafsson land- aði hér í gær 250 lestum af fiski. Af því voru 140 lestir þorskur, hitt karfi og ýsa. Fór togarinn aftur út á miðnætti í gærkvöldi, ■—Oddur. FRUMVARPIÐ til farsóttarlaga var afgreitt sem lög frá Alþingi á fundi neðri deildar í gær. Frumv. hefur áður verið lýst i Mbl. lætt um hruðfrystihús baeiarúigerðarinnur Á FUNDI bæjarstjórnar Reykja- víkur í gær var rætt um tillögu er Guffmundur J. Guffmundsson (K) lagði fram og var svohljóð- andi: „Bæjarstjórnin skorar ein- dregið á fjárfestingaryfirvöldin að veita nú þegar nauðsynleg leyfi til þess að unnt sé að hefj- ast handa við byggingu hrað- frystihúss bæjarútgerðarinnar. Jafnframt felur bæjarstjórnin útgerðarráði og framkvæmda- stjórum bæjarútgerðarinnar að hraða undirbúningi að fram- kvæmdum, þar á meðal fjáröfl- un til byggingarinnar". Guffmundur J. Guffmundsson fylgdi tillögu sinni úr hlaði og sagði m.a.: Tillaga þessi er fyrst og fremst flutt í því skyni að reyna að skapa aukinn þrýsting á fram kvæmdir í þessu máli. Málið hef- ur lengi verið á döfinni, en í fyrra var samþykkt, að bæjar- útgarðin byggði hraðfrystihús, staður ákveðinn og beiðni um fjárfestingarleyfi send. Það leyfi er ókomið enn. En fáist það, má ekki standa á undirbúnings- vinnu frá bæjarins hendi. í þessu sambandi má benda á það með réttu, að hraðfrystihús- in, sem nú eru í borginni, geta annað aðgerð á þeim fiski, sem hér berst á land. Hitt er jafnvíst að það hefur háð bæjarútgerð- inni fjárhagslega, að hún á ekki eigið hraðfi’ystihús. Það mun við urkennt af öllum, sem til þekkja að vonlítið sé að r*ka togaraút- gerð hér á landi, nema eiga jafn framt frystihús. Ef hraðfrystihús um fjölgar í Reykjavík, myndi það einnig knýja þá, sem nú reka slík iðjuver, til að hefjast Eftirlit með happdrættum og aimennri fiársöfnun PÉTUR Pétursson flytur í neðri deild Alþingis frumv. til laga um eftirlit með happdrættum og a'l- mennum fjársöfnunum. í frumv. segir, að einstaklingar og félög, sem efna til happdrætta, merkjasölu eða samskota, þar sem leitað er til almennings, skun strax að fjáröflun lokinni birta skýrslu um árangurinn í Lögbirt- ingablaði. Þar skal vera vinninga skrá, ef því er að skipta, heildar- upphæð fjáröflunar og Ifostnaður, og einnig skal sagt, hvert féð rennur eða á að renna. Raönerra skal skipa 3 manna nefnd til að hafa eftirlit með því, að lögum þessum sé fylgt. Hún á að tilkynna dómsmálaráðuneyt- inu misbresti, sem hún telur á því vera, og getur það svipt hlutað- eigandi leyfi til fjársafnana. Brot gegn lögunum á að varða sektum, allt að kr. 100.000,—. í greinargerð segir, að nú sé milljónatugum safnað árlega með þeim hætti, er um ræðir í frum- varpinu. Telur flutningsmaður, að opinbert eftirlit sé sjálfsagt á þessu sviði. handa um útgerð. Ber og nauS- syn til þess, þar sem nú eru aS- eins gerðir út 16 togarar frá Reykjavík. Þeir voru hing vegar 29 árið 1930, og hefur Ibúum þ4 fjölgað síðan um meira en helm ing. Þess er þó að geta, að tvö skip munu bætast í togaraflota Reykvíkinga á næstunni. Gunnar Thoroddsen, borgar- stjóri: Á sínum tíma var aSallega rætt um 2 leiðir til aS skapa bæj arútgerðinni bætta aðstöSu tii frystingar: að hún eða allsherj- arsamtök togaraeigenda i bæiv- um' keyptu Fiskiðjuver ríkisina. Það strandaði á andstöðu Fram- sóknarmanna í ríkisstjórn. Hin leiðin var sú, að byggja eigiS hraðfrystihús. Tekin var ákvörg un um að fara þá leið og unnig hefur verið að málinu aS undan- förnu. Sótt hefur verið um fjár- festingarleyfi og útgerðarráð og f ramkvæmdarst j órar bæjarút- gerðarinnar hafa starfað að ým- iss konar undirbúningi. Virð- ist sjálfsagt að leita álits þessar* aðila á tillögunni, sem hér ligg- ur fyrir. Flutningsmaður tillögunnar ræddi um, að nauðsynlegt væri að auka þrýsting á framkvæmd. ir í málinu. Hann veit betur en ég, hvort auka þarf þrýsting á fj árfestingaryfirvöldin og hann virtist hafa nokkrar áhyggjur af, að málið fengi ekkl greiða af- greiðslu í þeina herbúðum. Guffmundur J. Guffmundsson: Ég get vel fallizt á, að leitað sé umsagnar útgerðarráðs og framkvæmdastjóra bæjarútgerð arinnar, og aukinn þrýsingur á fjárfestingaryfirvöldin ætti engu að spilla. Óskar Hallgrímsson (A): Ég er sammála Guðmundl J. Guð- mundssyni um nauðsyn þess að hraða framkvæmdum í þessu máli. Hann virðist þó ekki vera kunnugur gangi þess hingað til. Bæjarstjórnin samþykkti tillögu frá mér á sínum tíma um að hraða því og nú í haust sam- þykkti hún einróma, að skora á yfirvöldin að greiða fyrir því, að leyfi væru veitt. Get ég líká frætt Guðmund á því, að málið mun nú komið frá innflutnings- skrifstofunni, svo að helzt mun þörf á að ýta við þeim öflum í ríkisstjóminni, sem halda, að lausn efnahagsvandamólanna sé í því fólgin að »aða síldarverk- smiðjum á hvern fjörð á Austur- landi. Tillögunni var síðan vísað til umsagnar útgerðarráðs og fram- kv.stj. bæjarútgerða»innar.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.