Morgunblaðið - 15.03.1958, Qupperneq 13
Laugardagur 15. marz 1958
MORGUNBLAÐ19
13
Jón J. Maron — minning
HINN 10. jan. s. 1. var jarðsung-
inn frá Bíldudalskirkju Jón
Jónsson Maron, gjaldkeri Raf-
veitu Suðurfj.hr.
Jón Jónsson Maron var fædd-
ur 24. október 1883. Foreldrar
hans voru hjónin Jón Hallgríms-
son og Guðný Jónsdóttir. Jón
fluttist með foreldrum sínum að
Bakka í Arnarfirði árið 1901.
Stundaði hann þar aðallega sjó-
mennsku eins og títt var í þá
daga. Jón giftist þar árið 1904
Margréti Gísladóttur og stofn-
uðu þau þá sitt eigið heimili á
Bakka. Þaðan fluttust þau til
Bíldudals árið 1910 og átti Jón
þar heima síðan til dauðadags.
Þau Jón og Margrét eignuðust
tvo drengi. Jón varð fyrir þeirri
þungu raun að sjá á bak fjöl-
skyldu sinni með fárra ára milli-
bili. Guðbjartur, yngri sonur
þeirra hjóna andaðist árið 1915,
Margréti konu sína missti Jón
árið 1918 og Jón sonur þeirra
andaðist á heilsuhæli í Kaup-
mannahöfn 1922. Jón varð þannig
að sjá á bak fjölskyldu sinni á
fáum árum og má geta nærri
hvílíkt spor slíkt hefur markað
í huga hins unga eiginmanns.
Jón kvæntist aftur árið 1922,
Bjarnfríði Sigurðardóttur Maron,
er lifir mann sinn, nær 77 ára
að aldri.
Jón hafði árum sarnan ekki
gengið heill til skógar sjálfur,
sökum langvarandi magaveiki.
Varð hann oftar en einu sinni
að fara í sjúkrahús í Reykjavík.
án þess þó að fá verulega bót
rneina sinna.
Um áramótin 1956—1957 fór
Jón enn til Reykjavíkur þungt
haldinn af sjúkdómi sínum.
Gekk hann þá undir uppskurð
og dvaldist í sjúkrahúsi um
þriggja mánaða skeið. Náði hann
aldrei heilsu eftir það og mátti
heita að hann væri sjúklingur
óslitið þar til hann lézt að heim-
ili sínu 2. janúar sl.
I þessum langvarandi veikind-
um Jóns var það honum rnikil
gæfa að hafa sér við hlið slíkan
lífsförunaut sem Bjarnfríður
kona hans var. Hún dvaldi hjá
honum í Reykjavík í veikindum
hans og var hún þó um hríð
sjúklingur sjálf veturinn 1957 í
Landspítalánum ásamt honum
en náði sér þó furðu vel eftir
það. Eins og fyrr segir var Jón
að mestu sjúklingur eftir heim-
komu sina veturinn 1957 og má
geta nærri hvílík þrekraun það
hefur verið Bjarnfríði að annast
hann að rnestu leyti ein allan
þann tima eða þar til yfir lauk.
Það er ekki ætlun mín að rekja
hér hin margþættu störf, er Jón
Maron hafði ,á höndum fyrir
sveit sína og samfélag. Slík
störf eru oft vanmetin og dóm-
ur sögunnar óhlutdrægastur. En
ég hygg að eigi verði um það
deilt að Jón gegndi hverju sínu
starfi af fullum ti'únaði og hrein-
skilni.
Hann var gjaldkeri Rafveitu
Suðurfjarðarhrepps frá 1933 og
til dauðadags, átti sæti i hrepps-
nefnd og kjörstjórn árum sam-
an og gjaldkeri og meðhjálpari
Bíldudalskirkju var hann, svo
nokkuð sé nefnt.
Það er gæfa sumra manna að
flest störf fara þeirn farsællega
úr hendi. Einn þeirra manna var
Jón Maron, enda helgaði hann
þeim trúnað sinn, og krafta
óskerta. Jón var hreinn og hisp-
urslaus í skoðunum og hélt fast
á sínu máli, hver sem í hlut
átti, enda mun hann oft og tíð-
um hafa borið hita og þunga af
ýmsum þeim málefnum, er hon-
um og öðrum voru falin í þágu
sveitar sinnar og samfélags. Jón
var einn þeirra manna er hafa
sýnt og sannað á síðasta manns-
aldri, hve traustur og góður efni-
viður var ' í íslenzkri aldamóta-
æsku, þrátt fyrir örðugleika og
óblíð lífskjör þeirra tíma. Jón
Maron var trúmaður og unni
kix'kju sinni og kristindómi og
þrátt fyrir margþætta lífsreynslu,
veikindi og ástvinamissi mun
hugur hans aldrei hafa leitað
inn á villugjarnar brautir efa-
semdanna í þeim efnum. Trú
hans var slerk og hrein af hin-
um góða og gamla skóla, eins
og hann hafði numið hana sem
barn við móður- og föðurkné.
Á kveðjustundum er oft rnargs
að minnast. Liðnir atburðir, sem
grafnir eru eða gleymdir, korna
upp í hugann. En það er eitt
sem ekki gleymist, það er minn-
ingin um traustan vin og sam-
verkamann. Þær minningar lifa
þótt hann hverfi sjónum okkar.
Þær minningar hygg ég að Jón
Maron hafi skilið eftir í ríkum
mæli hjá þeim, er þekktu hann
bezt og er slíkt aðall góðra
manna.
Með Jóni Maron er horfinn
einn af hinum gömlu og góðu
Bílddælingum. Hér innti hann
af höndum meginhluta síns
ævistarfs. Hér lágu spor hans í
blíðu og stríðu um áratugabil.
Með honum er fallinn í valinn
einn af hinum merku fulltrúum
sérstæðs tímabils í sögu Bíldu-
dals. Kynslóðir koma og fara og
við vonum að arfur þeirra eldri
ávaxtist í sjóði hinna yngri.
Ég þakka Jóni J. Maron störf
hans fyrir sveit sína og sam-
félag. Ég flyt honum einnig sér-
stalcar þakkir mínar og fjöl-
skyldu minnar fyrir margháttað-
an velvilja og vináttu.
Ég læt þessum fáu og fátæk-
legu oiðum lokið og vil segja að
endingu.
Hvíl þú sæll í faðmi friðar,
fallni vinur, góða nótt.
Jón P. Jónsson.
Þróttur og þrek
tilstarfa og leiksí
SÓL GRJÓNUM
Unglr og aldnir fá krafta og þol
með neyzlu heilsusamlegra og
nærandi SÓL GRJÓNA, hafragrjó-
na sem eru glóðuð og smásöxuð.
Borðið þau á hyerjum morgni og
þér fáið eggjahvítuefni.kalk.fosfór
og járn, auk B-fjörefna, allt nauð-
synleg efni líkamanum, þýðingar*
mikil fyrir heil-
suna og fyrir
starfsþrekið og
starfsgleðina.
borðið
ÍÍVl.
SOL:
I
-X GRJÓN ;
scm auka þrótt l
og þr*k, *
t-------J
Framleidd af
»OTA«
kíí;:;;
S’élagslíi
SkíðaferSir um hclgiiui
veröa laugardag' kl. 2 og sunnu
dag kl. 10 og lVi. Farið vei'ður
að Vífilsfelli. Búið ykkur vel og
hafið nesti meðferðis. — Kepp-
endur og starfsfóllc fyrir stór-
svigsmótið í Marardalnum. Mæt-
ið kl. 2 á laugardag og kl. 9 á
sunnudag. — Ferðir í Marardal
báða daga. Keppni byrjar kl.
14,30. Allar ferðir ferðir frá B.
S.: R. — Skíðoráð Reykjavíkur.
Búðarpláss
ca. 30 ferm. ásamt 2 litlum geymslum við aðalgötu
í miðbænum, til leigu.
Tilboð er greini frá til hvers nota skal, sendist
afgr. Morgunblaðsins merkt:
Miðbær — 8881.
BUICK-Super
fjögra dyra, sjálfskipting, model 1951, mjög lítið
keyrður og aðeins á góðum vegum erlendis, til söiu.
Tilboð sendist til Morgunblaðsins fyrir 19. þ.m.
merkt: „Buick-Super — 100 — 8867“.
Skrifstofur
okkar eru fluttar á Laugaveg 176.
Tékkneska bifreiðaumboðið á íslandi hf.
R. Jóhaniiesson h.f.
Sími 17 18 1
Góður rennismiður
óskast
Upplýsingar hjá yfirverkstjctranum
LAftlDSSMIÐJAN
Selfossbíó Dansleikur í kvöld kl. 9 Hljómsveit Andrésar Ingólfssonar leikur (áður Orion Quintett) Einsöngvairi Þórir Roff SELFOSSBÍé Meistarafélag húsasmiða Tilkynning Vegna margítrekaöra tilmæla hefur félagið skipað Þórð Jasonarson, Háteigsveg 18, Reykjavík, til þess að annast útreikninga á uppmælingarvinnu húsa- smiða. Þeir húsbyggjendur, sem óska aðstoðar í þessu efni, snúi sér til Þórðar á Háteigsveg 18, sími 16362. Stjórnin.
Sníðum drengjaföt og fermingarföt — ensk fataefni ICIæðaverzlun Braga Brynfólfsscaiar Laugaveg 46
1 Hallamál | ® sr Sporjárn 1 Sími 15300 Tréiím | Æg.sgötu 4 Tréborar
Bifrei&askattur Athygli bifreiðaeigenda í Reykjavík skal vakin á því, að í gjalddaga er fallinn bifx-eiðaskattur, skoðunargjald og vátryggingariðgjöld ökumanna fyrir árið 1957. Skattinn ber að greiða í tollst jóra- skrifstofunni, Arnarhvoli. Við bifreiðaskoðun ber að sýna kvittun fyrir greiðslu gjaldanna. Reykjavik, 12. marz 1958. | Tollstjóraskrifstofan, Arnarhvoli. 1 Af mælisf ag naður Kvenfélags Hallgrímskirkju verður í Silíurtunglinu þriðjudaginn 18. marz M. 8 síðdegis. Skemmtiatriði: Einsöngur: Tenór Árni Jónsson. Upplestur — Dans. Konur mega taka með sér gesti. Upplýsingar í símum 14457, 22573, 13293. Skemmtinefndin.