Morgunblaðið - 03.04.1958, Side 10

Morgunblaðið - 03.04.1958, Side 10
10 MORCUNBLAÐIÐ Fimmtudagur 3. apríl 1958 Á SKÍÐUM Svipmyndir úr sögu skíða- íþróttarinnar fyrr og síðar Á SÍÐUSTU árum hefur það mjög farið í vþxt, að fólk um land allt noti páskahelgina til skíðaferða, ferða á fjöll og öræfi og á annan hátt að lyfta sér ær- lega upp frá daglegu striti með þeirri hollu útivist sem skíðaferð ir eru og þeirri góðu skemmtun, sem skíðaíþróttin er. Skíðalandsmótin eru hér nær undantekningarlaust haldin um páskahelgina. Þessi mót um þéssa stóru fríhelgi, hafa mjög laðað fólk til skíðaferða. Hundruð og jafnvel þúsundir íslendinga þyrp ast til mótsstaðanna, sem eru sunnan-, norðan- og vestanlands tii skiptis. í þetta sinn eru það Reykvíkingar sem hafa ánægjuna af því að til þeirra safnast skíða- fólk hvaðanæfa af landinu til lÆppni i göngu, svigi, bruni og stökki. Einhverjum kann að finnast, að það sé ókristilegt að fólk skuli vera á skíðum — njóta lífsins á hinni miklu kirkjulegu hátíð. En fáir munu sennilega halda því fram, að fólkið sem fer í skíða- ferðir sé ókristilegra eða sæki síður kirkjur en fólkið er heima situr um helgina. Andlega séð hafa menn áreiðanlega ekki skaða af skíðaferð um páska- helgi, en hins vegar margvislegan ávinning. Gömul íþrótt Skíðaíþróttin er líka gamall menningarlegur arfur sem vert er að halda við. Skíðaíþróttin er íþrótt sprottin af þætti í lífi löngu liðinna kynslóða sem nauð synlegur var. Rauði þráðurinn í sögu skíðaiþróttarinnar er nota- gildi hennar. Oft hafa skíðin bjargað mannslífum, oft hafa þau verið einasti tengiliður milli af- skekktra byggða og umheimsins. Enginn veit hve mörgum manns- lífum íslenzkum skíðin hafa bjargað — þeirra vegna hefur læknishjálp borizt sjúkum og mat væli svöngum á afskekktum stöð um. Það þarf ekki mikinn snjó til að dalur sé ófær öllum farar- tækjum okkar miklu tæknialdar, og jafnvel gangandi manni. En á skíðum má þeysa dalinn á skammri stund. Sagnir herma að skíði hafi ver- ið til á Skandinavíu fyrir 4—5000 árum, eða í grárri fornöld. Þeir sem þá byggðu Skandinavíu tign- uðu sérstakan guð fyrir skíða- hlaup. Það var guðinn Ullur. Má af því ráða hvað skíðin hafa ver- ið þeim. En norrænir grúskarar hafa komizt að raun um það, að skíðin hafi til Norðurlanda borizt frá Asíu, og að sú tegund, sem er undanfari eða fyrirmynd þeirra skíða, sem við í dag þekkjum, eigi uppruna sinn að rekja til íbúa er byggðu mýrarfláka í Kór- eu. Voru þessi frumskíði notuð til þess að komast yfir mýrar- fenin. Sennilega mun enginn þeirra þúsunda skíðamanna, sem lyfta sér upp dagstund á skíðunij sínum, renna grun í eða geta látið sér detta í hug, að frá mýrar fenum Kóreu, hinnar sólbökuðu Asíu skuli fyrirmynd þeirra skíða sem notuð eru í dag. Þó skíðahlaup sem íþrótt í þeim skilningi sem nú er lagt í það orð, hafi af og til verið iðkað á víkingaöld. er vart hægt að telja skíðaíþróttina nema aldar- gamla. Fram að þeim tíma voru skíðin eingöngu notuð sem sam- göngutæki. í Noregi Skíðaíþróttin skaut rótum á Þelmörk í Noregi. Bændurnir þar unnu ýms þrekvirki og afrek á skíðum. Skíðakeppni hefst þar um 1850 og með þeim auglýsinga- og útbreiðslumætti sem felst í séihverri íþróttakeppni var áhug inn á skíðaíþróttinni ekki lengi að breiðast út fyrst um Noreg, síðan Svíðjóð, Finnland og suður um Evrópu. Árið 1877 var stofnað fyrsta skíðafélagið — Kristiania Skiklub og 1879 ’Stokkholms Ski- forening. Það sama ár var haldið við Kristianíu (þ. e. Oslo) hið Skíðaskálinn í Hveradölum, aðalbækistöð 21. landsmótsins. fyrsta svonefnda Husebymót, og öðrum frídögum. Þar skilur sem varð árlegur skíðaviðburður, en nafni mótsins var breytt 14 árum síðar eða 1893 og mótið nefnt Holmenkollenmót. Það þekkja allir sem um skíðaíþrótt lesa. Það er engin tilviljun né óverð skuldað að þegar rætt er um sögu skíðaíþróttarinnar að þá er rakin saga skíðaíþróttarinnar í Noregi. Þar stóð vagga íþróttarinnar og hvert mannsbarn hver hollusta leiðir af skíðaför. Þar kunna menn að nota frídaginn sér til gagns og ánægju í senn. Hér á landi sem annars staðar eru það margir sem ganga lengra en allur almenningur í iðkun skíðaíþrótta — og laðast að íþrótt inni og miða iðkun íþróttarinnar við keppni í ýmsum greinum hennar. Þetta er allfjölmennur I góðu veðri er fjör og líf í brekkunum. Eftir góðu veðri vonast margir . . . . en veðrið hér syðra er eins og happdrætti. Norðmenn hafa haldið tryggð við þessa íþróttagrein. Skíðaíþróttin varð almenningseign þar í kring- um 1880 — þjóðaríþrótt. Að því leiddi margt og studdi margt og kannske ekki sízt ferð Friðþjófs Nansens á skíðum yfir ísbreiður Grænlands. En'n í dag er það ekki óalgengt að 100 þúsund Oslobúar bregði sér á skíði á sunnudögum hópur hér á landi sem og í öðrum löndum og þá ekki sízt úti um byggöir landsins. í engri íþrótta- grein — nema skíðaíþróttinni — hafa utanbæjarmenn (þ. e. a. s. menn utan R.víkur) betri að- stæður til æfinga en Reykvíking- ar. Þannig hefur skíðakeppni ver ið umfangsmeiri en keppni í mörgum öðrum íþróttagreinum. Siglfirðingar hafa árum saman verið beztu stökkmenn landsins, Þingeyingar og ísfirðingar beztu göngumenn landsins og svigmenn komið víða að — þó einna flestir frá Reykjavík, enda eru það brekkurnar sem laða þá sjaldan Reykvíkingar fara á skíði. Keppnisiþrótt hefur skíða- íþróttin verið hér síðan 1905 að mót var haldið á Siglufirði og 2 árum síðar var mót haldið á Ak- ureyri. Þá var þrautin ein að standa niður Vaðlaheiðarbrekku, en nú er keppt eftir nýjustu og ströngustu reglum alþjóðasam- bands skíðamanna. Miklar eru breytingarnar og miklar framfar irnar. f dag og næstu daga mun mik- ill fjöldi fólks væntanlega njóta þessarar aldagömlu „þróttar“. Margir munu fara til að sjá garp ana í keppni, aðrir iáta þá af- skiptalausa og „renna sér fyrir sig“. Víða um land er mjög góð aðstaða til skíðaiðkunar. íbúar margra kaupstaða þurfa ekki að fara nema rétt út fyrir dyr sínar til að komast í góðar brekkur. Annars staðar er um nokkra leið að fara en ýmis félög sjá um flutninga fólks, hafa skapað ágæta aðstöðu til gistinga og veit inga og til iðkunar íþróttarinnar. Reykvíkingar hafa um marga staði að ræða, en veðurguðirnir virðast ekki ætla að verða þeim hliðhollir nú. Meðan mannhædwr háir skaflar eru víða nyrðra er hér næsta snjólítið á fjölluna og sá snjór sem er eftir ekki gem beztur til keppnisnotkunar. En víða má góðar brekkur finna og þær ætti óspart að nota. Landsmótið fer að mestu fram við Skíðaskálann í Hveradölum. en þó er þar ekki aðstaða til keppni í ýmsum greinum fara þær fram annars staðar. og Dagslcrá landsmótsina Dagskrá skíðamótsins nú «r þannig, að í dag er ráðgerS keppni í stórgvigi karla og kvenna á Vífilfelli eða í Jósefs- dal. Hefst það kl. 14. Á föstudag- inn langa fer engin keppni fram. Á laugardag er 4x10 km. boð- ganga við Skíðaskálann kl. 10. Brun karla og kvenna fer fram í Marardal og hefst kl. 14. — Á páskadag er svigkeppni kvenna á Þverfjalli við Kolviðarhól kl. 10.30 og skíðastökk tvíkeppninn ar í Kolviðarhólsbrautinni kl. 10.30. Stökkkeppnin hefst síðar kl. 14,30 á sama stað. Á mánudag er keppt í 30 km göngu kl. 10 og kl. 14.30 er svigkeppni í Hamra gili við Kolviðarhól. Reykvíkingar munu lengst allra þurfa að sækja til að kom- ast á skíði. Um 20—35 km fjalla- veg er að sækja, sem oft teppist og er á stundum viðsjárverður. En þegar til fjalla er komið má aðstaðan teljast sæmileg fyrir almenning. Skíðaskála eiga mörg félögin t. d. Skíðafélag Reykja- víkur í Hveradölum, ÍR einn lít- inn við Kolviðarhól og annan stóran í byggingu, KR nær full- gerðan stóran skála í Skálafelli og Iþróttafélag kvenna annan þar skammt frá, Víkingur og Valur góða skála skammt norðan Kol- viðarhóls, Ármann stóran skála í Jósefsdal, og ýms önnur félög s. s. skátar og ý-ms starfsmanna- félög o. fl. smærri skála hér og þar um skíðaland Reykavíkur. Skíðalandið sem Reykvíkingar hafa haslað sér er gott. Það er •fjölbreytilegt og býður upp á •ákjósanlegt brekkuland, jafnt •fyrir byrjendur sem meistara í •fjallagreinum, og þar eru víðátt- ur ákjósanlegar fyrir gönguferðir •á skíðum. Gallinn er aðeins sá að •bezta land er erfit til sóknar eink •um fyrir kepper.dur í greininni, því stundum er snjórinn hér og •stundum þar. Erfitt er að skapa aðstöðu sem keppendur þurfa til að sækja slíkt land vegna kostn- aðar. Ýmsir skíðamenn telja framtíðarskíðalandið verða í •Henglinum, en þangað þarf veg •að leggja, þar þarf skála að hyggja og þar þarf að koma upp •skíðalyftum o. fl. Þetta er því draumur, en ekki þó neinir órar. Stór átök hafa verið gerð í skíða- málunum með byggingu skála og ófullkominnar skíðalyftu, en það gefur hugmynd um hvað hægt er að gera.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.