Morgunblaðið - 03.04.1958, Side 14

Morgunblaðið - 03.04.1958, Side 14
14 MORCT’NTiT 4f)1Ð Fimmtuflagur 3. apríl 1958 I röðri J>AÐ hefir löngun verið talið með erfiðustu verkum að stunda vetrarvertíð suður með sjó. Þang- að hafa jafnan sótt hinir hörð- ustu sjósóknarmenn, ungir og hraustir, víðs vegar að af land- inu. Þangað sóttu áður fyrr bændur og bændasynir eða þá vinnumenn þeirra yfir þann tíma ársins, sem sveitimar gátu helzt misst af vinnukrafti sínum. Voru þeir gerðir út að heiman með skrínukost til frílega þriggja mánaða og komu heim aftur í Jokin með fiskmeti. Flest er nú breytt frá því sem áður var með sjósókn á vetrar- vertíð, þegar róið var á sexær- ingum, áttæringum og teinæring- um, opnum bátum, sem styttu mörgu hraustmenninu ævina, því lítið mátti þá út af bera, og sjaldan er rjómalogn eða sléttur sær við Suðurnesin á þorra, góu og einmánuði. Eitt er þó óbreytt frá því sem áður var. Hraustir menn sækja enn vetrarvertiðar- róðra. Þótt farkostir allir séu full- komnari og stærri, flest drifið með vélakrafti og aðbúnaður all- ur mun betri, er nú bæði lengra sótt og aflað meira. Enn er sjór- inn hinn sami, hríðin og ofviðr- in svipuð og þótt skipin séu stærri og róið í tvísýnna veðri en áður, verður lítið aðhafzt í blindbyl þegar holskeflurnar ríða á kinnungnum. En nú þarf þó ekki lengur að berjast við tvísýna lendingu. Öruggari hafn- ir eru kannske mesta stökkbreyt- ingin frá gamla tímanum. En látum hér staðar numið við al- mennar hugleiðingar um þetta mál. Mig fýsir að reyna að gefa les- endum ofurlitla skyndimynd af einum róðri sem ég var þátttak- andi í nú í síðustu viku góu. Kvöld í Sandgerði Það er komið kvöld er ég kem til Sandgerðis, þessarar gamal- kunnu verstöðvar undir ilinni á Reykj anesskaganum. í Sandgerði eru ekki nema um 800 íbúar. A vetrarvertíð lætur nærri að íbúatalan tvöfald- ist. Þar eru tvö stór frystihús og auk þess söltunar- og herzlustöðv ar. Alls eru gerðir út þaðan 18 bátar nú í vetur. Við hvern bát vinna 6 menn á sjó og 7 í landi við aðgerð og beitingu línu. Auk þessa skapa bátarnir svo allmikla vinnu í frystihúsunum og fisk- vinnslustöðvunum. Er ég kem til Sandgerðis nýt ég gestrisni og fyrirgreiðslu Sveins Jónssonar annars for- stjóra útgerðarfyrirtækisins h.f. Miðness. Um kvöldið skoða ég mannvirki staðarins undir leið- sögu hans. Allt er hér með sniði hinna fullkomnu nýjunga. Ser- staka athygli mína vekur vold- ug og mikil flökunarvél í frysti- húsi h.f. Miðness. Þessi gripur mun kosta í kringum 1 milljón króna, enda er vélinni ætlað að skila verki fjölda manna. Unnið að drætti á dekkinu. * A vetrarvertlð I Sandgerði þar sem farið er í kappsiglingu 50 sjómílur á haf út „Skógur“ af skipamöstrum — Er þetta maðurinn, sem þú ætlar að senda með mér? Já, komdu blessaður, lagsmaður. Held þú verðir 'oara sæmilega heppinn með veður. Já, já. Það er meðalmaður í vöxt, knálegur og hvikur í spori, nokkuð við aldur, sem snýr sér að okkur Sveini þegar við komum niður á bryggjuna. Hann heitir Guðni Jónsson og hefir verið formaður í rúmlega 30 ár. Það munu vera fáir sem haldið hafa það út öllu lengur. Þetta reynist allt saman rétt og satt. Með þessum knálega karli á ég að halda út á miðin skömmu fyrir miðnætti. Ég verð að tala dálítið hátt til þess að hann heyri nafn mitt, því heyrn- in er tekin að bila. Vetrarkuldi, særok og svarrandi brim hefir slæft heyrn þessa aldraða sæ- garps. — Þú þarft að vera kominn um borð svona laust fyrir hálf ellefu, góði. Ég ligg yztur í röð- inni frammi við bryggjuhaus- inn. Síðan snarast Guðni upp í vöru bíl og ekur upp í plássið. Við Sveinn göngum áfram fram bryggjuna. Bátarnir liggja í röð- um sunnan við hafnargarðinn. Möstrin mynda upplýstan „skóg“. Skipverjar eru að koma fyrir línustömpum og ganga frá ýmsu lauslegu áður en lagt er upp. Guðni Jónsson formaður: — Já, lagsmaður, nú held ég að ég fái mér í nefið úr bauknum mínum. Þú ættir annars að sjá þann forláta bauk, sem þeir gáfu mér hann Ólafur og hann Sveinn hérna hjá Miðnesinu. Það er nú gripur í lagi. Eftir svo sem klukkustund verð- 53 tonna bátur, með 400 hestafla ur engin fleyta við bryggjuna. — Sleppa að aftan. — Muninn, Fram hjá okkur siglir togari nokkuð hiaðinn. Hann tekur inn á sig sjó aftur fyrir gálga. mana skcgla fylgir honum til hafs. Ein- vél, sígur hægt frá bátaröðinni, snýr frá bryggjunni og siglir hægt og hátíðlega út á sundið. Það er komið nálægt „tíma“, klukkuna vantar fjórðung stund- ar í ellefu. Hinir bátarnir koma hver af öðrum með nokkurra faðma millibili. Hæg, hljóðlat lest báta skríður fram á sundið í tignarlegum boga inn í stefn- una, sem markast af tveimur grænum ljósum í landi. Þegar þau bera saman er siglt beint út sundið á meðan Sandgerðis- vitinn „blikkar" grænu. En þeg- ar svo langt ér komið út á sund- ið að vitinn „blikkar“ hvítu nema bátarnir staðar og ráða sér upp eins og hlauparar á ræsimarki. Það líður óðum að þeirri stundu að leggja megi af stað. Fram- undan er hin víðfræga kappsigl- ing róðrarbátana á miðin. — Hver var það, sem setti á fulla ferð? spyr formaðurinn og Ljósm.: vig. horfir á eftir einum báti, sem rífur sig fram úr röðinni. — Nú, það er einhver af þeim hæggengari. Það er allt í lagi, hann dregst fljótt aftur úr. Kappsiglingin hefst Út undan Garðskagavitanum sjáum við ljós nokkurra báta. Það eru Keflvíkingarnir, sem lóna eftir „tímanum". Skyndilega er blysi skotið á loft úti í Garði. — Sjáðu, þarna er gefið merki. Nú er „tími“. Allir setja á fulla ferð og bát- arnir rífa sig af stað. Eftir ör- skamma stund eru þeir allir komnir á fulla ferð 1014—11 mílna hraða. Kappsiglingin er hafin. Framundan er 30—40 mílna sigling norðvestur í haf. Nú er um fátt að hugsa annað en halda stefnunni. Menn fara niður og fá sér kaffisopa og sumir leggja sig síðan. Guðni stendur við stýr- ið rýnir út í náttmyrkrið en gef- ur öðru hverju bátunum auga, sem sigla á bæði borð. Lengi fyrst má ekki sjá nver ætlar að verða fremstur. Við lendum yzt til hægri í hópnum. Guðni segir mér að ganghraði sumra bátanna sé svo nákvæmlega jafn að ef t. d. munar um eina bátslengd þegar lagt er af stað geti hún haldizt alla leið út á mið. Ekki hefir lengi verið siglt þegar allmargir bátanna beygja til suðurs og ætla þeir sýnilega að róa út á svonefnda Hóla. Við höldum beint strik VSV og þrír bátar með okkur. Skammt norð- ur af okkur eru svo þrír bátar úr Keflavík, sem munu ætla eitt- hvað á svipuð mið. Ég hef fram að þessu ekki haft tíma til þess að hugsa um það hvort ég verði sjóveikur eða ekki. Það hvessir og eykur sjóinn eftir þvi Sem utar dregur en Guðni fræðir mig á því að þetta verði nú allt betra þegar kemur lengra út. — — Þetta er annars bara svolítil helvítis smátítla, lagsmaður, já, já. Hann er ævinlega svona hérna í sunnan. Ég stend sem fastast við einn brúargluggann og anda að mer hreinu sjávarloftinu. Það er alltaf nokkur trygging gegn hugsanlegri sjóveiki. Eftir um það bil tvo tíma tel ég mig orð- inn það öruggan að mér sé óhætt að fara inn í hlýjan klefa skip- stjórans sem er aftur af brúnni og leggja mig þar stundarkorn. Ég geri ekki ráð fyrir að ég muni sofna mikið. Til þess or velting-

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.