Morgunblaðið - 20.04.1958, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 20.04.1958, Blaðsíða 2
2 MORCT’NPr jnirt Sunnudagur 20. apríl 1958 Endurnýjun fiskiflotans er aðalverkefnið segir Christian Djurhuus lögm. í Fœreyjum A FIMMTUDAGINN kom hingað til land-s Christian D.jurhuus lög- ntaður (þ.e. ráðherra) frá Fær- eyjum. Var hann við vígslu fær- eyska sjómannaheimilisins við Skúlagötu á föstudaginn, en hélt heimleiðis með Drottningunni í S*r. Blaðamaður frá Morgunblað- inu hitti lögmanninn að máli að Hótel Borg litla stund í gær- morgun. Qjurhuus ræddi fyrst um fær- eyska sjómannaheimilið og fær- eysku fiskimennina, sem vinna á íslenzka flotanum. Blaðamaður- inn spurði, hvaða skoðanir fólk í Færeyjum hefði á þessum ferðum til íslands. Lögmaðurinn svar- aði, að skoðanir væru skiptar. Færeyskir útgerðarmenn teldu, að beztu sjómennirnir færu til íslands, en þó hefur reynzt unnt að halda færeyska flotanum úti. Frá sjónarmiði fiskimannanna sjálfra eru íslandsferðirnar hins vegar skiljanlegar, því að hér hafa þeir haft góðar tekjur. Mér skilst þó, sagði lögmaðurinn, að þær hafi ekki verið jafnmiklar í vetur og að undanförnú, en e. t. v. hefur það breytzt nú síðustu vikurnar. Talið barst síðan að færeyskum stjórnmálum. Djurhuus sagði, að aðalviðfangsefnið væri endur- bygging og stækkun veiðiflotans. Færeyska stjórnin er að láta smíða 3 togara í Portúgal, og miklar skipasmíðar á vegum ein- staklinga fara nú fram eða standa fyrir dyrum. Sérstakar ráðstafanir hafa verið gerðar til að tryggja fjámagn til skipa- Segisf hafa jé* geimskip K AU PMAN N AHÖFN 19. apríl. — Dönsk stjórnarvöld lýstu í dag eftir sjónarvottum til þess að staðfesta frásögn konu einnar um það, að hún hefði séð geimskip á Suður-Jótlandi s.l. þriðjuc.ag. 20 manns hafa þegar gefið sig fram og gefið svipaða lýsingu og konan — og einnig ber tima- ákvörðun fólksins saman. Lýsing konunnar er sú', að geimfarið hafi verið stórt, svart ög hafi flogið lágt. Á því hafi verið rauðleitir hringir, sém virtust hreyfast. Konan sagði, að þegar skipið hefði flogið yfir, hefði henni virzt sem skeifulaga hlutir á því hefðu skinið einkennilegu ljósi. Formaður danska fljúgandi- diskafélagsins hefur skýrt svo írá að til hans hafi að undan- förnu streymt mikill fjöldi bréfa frá fólki, sem sagzt hefur sjá fljúgandi diska. smíða og kemur það bæði frá fær- eyskum og dönskum aðilum. Þeir, sem ráðast í skipabyggingar, fá 70% af verðinu að láni — og auk þess styrk, sem nemur 20% af verðinu. — Fiskveiðarnar eru sem kunnugt er aðalatvinnuveg- ur Færeyinga. Þeir flytja aðal- lega út saltfisk, mest til Mið- jarðarhafslandanna og Brazilíu. Ársútflutningurinn nemur um 100 millj. færeyskra króna (1 færeysk króna er skráð á 2,36 ísl. kr.). Blaðamaðurinn spurði um þjóð artekjur Færeyinga. Djurhuus sagði, að álitið væri, að þær væru 110—120 millj. færeyskra króna. fbúarnir eru 32.000, því má skjóta inn til samanburðar, að talið er, að þjóðartekjur hér séu yfir 4000 millj. íslenzkra króna. Djurhuus lögmaður sagði, að sjávarútvegurinn hefði dregið til sín vinnuaflið í Færeyjum. Þó mætti segja, að inanlandsfram- leiðslan fullnægði eftirspurn eft- ir kindakjöti og mjólk, en ekki grænmeti eða öðrum landbúnað- arafurðum. Helztu verkefni Færeyinga önnur en stækkun fiskiflotans eru hafnargerðir, sjúkrahúsa- og skólabyggingar og ráðscafanir í samgöngumálum. Er rætt um flugvallargerð og nýja vegi. Nú fara skip milli Danmerkur og Færeyja, en engar beinar skipa- ferðir eru til Bretlands. Sam- göngurnar við Danmörk eru bezt- ar á sumrin, og er þá ferð átt- unda hvern dag. Lögmaðurinn vék að landhelg- ismálum. Hann kvað Færeyinga vera fylgjandi 6 sjómílna land- helgi og 6 sjómílna fiskveiðihelgi þar fyrir utan, svo og hugmynd- inni um fiskveiðitakmörk enn utar, er sérstaklega stendur á. Færeyingar eiga fulltrúa í dönsku nefndinni á Genfarráð- stefnunm. Að lokum sagði hinn færeyski gestur, að hann hefði komið einu sinni áður hingað til lands. Var það árið 1941, er hann var for- maður nefndar, sem kom til samninga við íslenzku ríkisstjórn ina um ýmis mál. Milli íslendinga og Færeyinga hefur jafnan verið mikil samvinna, sagði lögmaður- frá Færeyjum hófu veiðar við inn. Það er langt síðan fiskimenn Austfirði. Þá og jafnan síðan hef- ur velvild og vinátta einkennt samskipti þjóðanna. Djurhuus lögmaður. Ljósm. Mbl.: Ól. K. M. Þolinmœðin þrautir allar vinnur — segir Adenauer LONDON, 19. apríl. — Adenauer kanslari og fylgdarlið hans held- ur heimleiðis í dag, eftir viðræð- urnar við Macmillan í London. A fundi, sem Adenauer hélt með blaðamönnum £ gær, sagði hann, að ef ríkisleiðtogaráðstefnan brigðist, þá mættu þjóðir heims biðja um miskunn Guðs. Það, FlugmáJ APRÍLHEFTI tímaritsins „Flug- mál“ er nýkomið í bókabúðir. /óhannes R. Snorrason ritar end- urminningu frá stríðsárunum, sem nefnist „í kúlnahríð". Þot- an, sem var fyrirfram dauða- dæmd nefnist önnur grein — og einnig er rætt þar um öld geim- fara. Fleira er þar til fróðleiks grein um Fargjaldalækkunina, Sigurður Magnússon skrifar þar um flugmál — af innlendum og erlendum vettvangi. Eitt af því, sem þarf að reyna EKKI alls fyrir iöngu fékk ég fregnir af nýju þýzku jarðvinnslu tæki, sem mér gazt þannig að við fyrstu frásögn, að mér þótti þess vert að kynnast því nánar. A ferð í Osló átti ég þess brátt kost. Þetta er eins konar jarð- tætir, en þó mjög í ætt við spaða- ^herfi, sem vér þekkjum frá fornu Ijiiu jOiDucunuu. fari, svo sem bíldherfi og Hank- móherfin finnsku. Tætirinn er festur við vökva- lyftuna á traktornum og knúinn með ás frá tengidrifi traktorsins. Spaðaásarnir eru tveir, til hægri og vinstri frá miðju. Vél þessi er smíðuð í tveimur stærðum, vinnubreidd 140 og 180 cm. Hægt er að fá hana við hæfi mismunandi traktora. Þyngd hennar er 255 og 277 kg eftir stærð. Talið er að tætir þessi geti unnið akurjörð til 18 cm. dýpt- ar. Það er fljótsagt að mér lízt þannig á jarðvinnsluverkfæri þetta, að sjálfsagt sé að reyna það heima. En ég geri mér ekki gyllivonir. Ég tel líklegt að þetta geti verið ágætt verkfæri til þess að vinna plægð flög með í stað herfis, sem sagt að þetta sé gott herfi, en ekki tætir til að vinna óplægða jörð. Meðfylgjandi mynd sýnir ljós- lega hvernig umrætt jarðvinnslu verkfæri er álitum. Það er fram- leitt í Fahr-verksmiðjunum þýzku, en er alls ekki bundið við Fahrtraktorana eina, það fæst út- búið til tengingar við aðrar gerð- ir traktora. Á Jaðri 10. apríl 1958 Aini G. Eylands. sem nú riði mest á, væri þolin- mæði, sagði kanslarinn. Ráð- stefnan verður að bera árangur, og hún getur staðið lengi. Sagði hann að lokum, að þjálfun kjarn- orkuhersveita V-Þjóðverja mundi taka tvö ár — og það væri einlæg von v-þýzku stjórnarinnar, að samkomulag hefði náðst um bann við notkun og framleiðslu kjarn- orkuvopna áður en V-Þjóðverjar hefðu fengið þessi vopn í hendur. Hvar á að leggja útsvör á fólk! KARL KRISTJÁNSSON og Sig- urvin Einarsson hafa lagt fram á Alþingi frumvarp til breytinga á útsvarslögunum. Þar segir: „Þar skal leggja útsvar á gjald- þegn, sem hann átti lögheimill samkvæmt þjóðskránni 1. des. næst á undan niðurjöfnun. Nú hefur gjaldþegn haft skráð að- setur óslitið í tvö ár í öðru sveit- arfélagi en lögheimilið er skráð í og það sannast með vottorði frá þjóðskránni, að svo er enn, þeg- ar niður er jafnað útsvörum, og skal þá aðseturssveitin fá rétt til afrits af skattframtali gjaldþegns ins og um leið rétt til útsvars- álagningarinnar á hann sem lög- heimilissveit væri, hafi hann afl- að að minnsta kosti % hluta tekna sinna á útsvarsárinu í að- seturssveitinni, enda ekki haft þar aðsetur vegna þess, að hann hafi verið kallaður þangað til starfa í þágu hins opinbera um stundarsakir eða sé þar vift nám“. (Upphaf 8. gr. laganna) Ennfremur segir í frumv.: „Fái aðseturssveit rétt til út- svarsálagningar samkvæmt 8. gr„ á lögheimilissveit kröfu á B/i* hlutum útsvarsins fyrsta árið, sem þannig er á lagt, og V* hluta á ári eftir það, ef fleiri verða, enda hafi þá gjaldandinn aflað minnst 14 hluta árstekna sinna í lögheimilissveitinni“. (Viðbót við 10. gr. laganna) Ræða Títós BELGRAD 19. apríl. — Tító ein- ræðisherra flutti ræðu á þingi í dag, hina fyrstu í þrjú ár. Sagði hann, að Júgóslavía væri fús til samstarfs við allar þjóðir án tiL lits til stjórnarkerfis þeirra. Sam starf þetta yrði að vera á þeim grundvelli, að báðir aðilar skuld- byndu sig til þes að hlutast ekki í málefni hvor annars. Hvað viltu verða? Höf: Ólafur Gun.arsson, sálfr. Útg.: ísafoldarprentsmiðja h.f. Reykjavík 1958. — Önnur útg, Fyrir svo sem einum til tveim ur mannsöldrum síðan var þessi spurning: „Hvað viltu verða“?, sjaldan lögð fyrir íslenzka ung- linga. Atvinnulífið var fábreytt og starfsgreining innan atvinnu- veganna lítil. Það þótti svo sem sjálfsagt, að sonur „tæki við“ af föður og byggi við sama starf og umhverfi. Þegar vel tókst til gerðist hann bústólpi og föður- betrungur, þegar miður lét verr- feðrungur og landeyða. Um það var ekki spurt, hvort hugur unga bóndans í dalnum stefndi til fjarlægra stranda, eða hvort fiskimaðurinn ungi lét lokkast af bláma fjallsins, þegar hann að réttu lagi átti að hugsa um að draga þorsk á færið sitt. . . .. . um sig lýst nokkuð, og gerð grein Atthagafjötur komst aldrei í fyrir þeirp ýmsu eiginleikum, er lög á íslandi, en eigi að síður var þjóðfélagsbyggingin slík, að erf- itt reyndist flestum að brjóta sér braut frá þeim kjörum og um- hverfi, sem þeir voru bornir til. Fyrir þeim, sem reyndu, gat brugðið til beggja vona: Hvort urðu þeir fremur atgervismenn, glæstir fulltrúar hinnar marg- rómuðu alþýðumenningar, eða kynlegir kvistir, skopstæling listamannsins í gervi förukarls? Þeim unglingum, sem áttu sér þá heilbrigðu ósk „að verða eitt- hvað“, reyndis oft torleiði að markinu. Síðan hefur tíminn skipt um hraða. Atvinnulífið er fjölþætt, menntaleiðir margar og tæki- færin til að ná settu marki fleiri en áður var. Fyrir herjum unglingi í dag, er þetta hin knýjandi spurning dags ins: „Hvað viltu verða “. Heill hans og framtíð getur að miklu leyti verið undir því kom- in, hvernig til tekst um svarið við þeirri spurningu. Það hefur dregizt lengur en skyldi, að því væri sinnt af op- inberri hálfu, að veita unglingum aðstöðu til að afla sér nokkurrar fræðslu um atvinnulífið, og leið beina þeim um starfsval. Um nokkur undanfarin ár hef- ur Ólafur Gunnarsson sálfræðing ur, gengist fyrir slíkri kynningu í sambandi við hinn svonefnda starfsfræðsludag, sem haldinn hefur verið í Iðnskólanum á hverjum vetri. Hefur það mjög orðið til að glæða áhuga ungling anna á þessu máli og vekja þá og foreldra þeirra til umhugsun ar um þýðingu þess. Bók sú, er hér um ræðir, stefn- ir að sama marki. Þar er getið næstum 100 starfsgreina, hverri nauðsynlegastir mega teljast til að geta innt hin margvíslegu störf vel af hendi. I formála bókarinnar segir höf undur svo: „Þetta litla hver er einkum ætlað unglingum, sem eru í þann veginn að Ijúka skyldunámi unglingastigsins og hafa ekki ákveðið, hvað gera skuli að ævistarfi. Störfin í þjóð- félaginu verða æ fleiri og marg- brotnari, og er þvi mikil þörf á, að unglingum gefist kostur á að afla sér sem mestrar fræðslu um þau“. Á mörgum heimilum stendur ungur sonur eða dóttir frammi fyrir þeim mikla vanda að velja sér ævistarf. Ástæða er til að hvetja þau og vgndamenn þeirra til að afla sér þessarar litlu bokar og veita þvl máli, sern hún fjallar um gaúm- gæfilega athygli Kristján J. Gunnarsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.