Morgunblaðið - 20.04.1958, Blaðsíða 13
Sunnuðagur 20. apríl 1958
MORCVNBLAÐIÐ
13
1O, H %
54 %
10,4% hœkkuri
a grunnverðmœti fró 1955
Vísitölubréf eru tryggasfo innstœða, sem völ er ó
Vísitöiubréf eru tryggasta innstœða, sem völ er á
breiðu ferhyrningslínuna er sú rétta og punktalínan utan við
minni pokann. Stóri ferhyrningurinn og stóri pokinn, sern
Seðlabankinn hefur látið teikna, eru alveg út í bláinn. Þá eru
skrifuðu tölurnar og strikið yfir 1104 í stóra pokanum leið-
réttingar Morgunblaðsins. Má af þessu sjá, hversu gersamlega
villandi þessi málflutningur Seðlabankans er.
Morgunblaðið hafði ætiað, að hér væri af Seðlabankans hálfu
um mistök að ræða, sem leiðrétt yrðu strax og á þau væri
bent. Vonandi verður raunin og sú, að Tíminn tali ekki í um-
boði bankans heldur hafi einungis verið að framfylgja því
kjörorði sínu að hafa ætíð það, sem rangara reynist.
Morgunblaðið skrifaði sl. fimmtudag í forystugrein um var-
hugaverðan málflutning Seðlabankans í sambandi við sölu vísi-
tölutryggðra skuldabréfa. Timinn hefur tekið upp vörn fyrir
Seðlabankann og telur gagnrýni Morgunblaðsins reista „á
sýndarástæðum einungis“. — Hér að ofan eru birtar myndir af
tvennum teikningum, sem Seðlabankinn hefur notað í áróðri
sínum. Með þeim átti að sýna, hversu 10,4% „hækkun á grunn-
verðmæti frá 1955“ bætti hag bréfa-eigenda. Báðar teikningarn-
ar eru alrangar. Stækkunin á ferhyrningnum er 54% í stað
10.4% og á pokanum 1730 í stað 1104. Inn á teikningarnar hefur
Morgunblaðið látið setja leiðréttingar. Granna línan utan við
REYKJAVÍKURBRÉF
Laugardagnr 19. april
Vonbrigði
Sjaldan hafa Islendingar orðið
fyrir meiri vonbrigðum, en er
fréttir bárust af tillögu Banda-
ríkjamanna í landhelgismálinu á
Genfarráðstefnunni sl. miðviku-
dag. Vonbrigðin urðu þeim mun
sárari sem menn höfðu skilið af
fyrri yfirlýsingu fulltrúa Banda-
ríkjanna, að þau væru samþykk
tillögu Kanada um 12 sjómílna
fiskveiðilandhelgi. — íslendingar
voru ekki einir um þann skilning,
því að fulltrúi Kanada lýsti hon-
um einnig eftir að tillaga Banda-
ríkjamanna kom fram.
Frjálsum mönnum sýnist ætíð
sitt hvað. Hagsmunir og skoðan-
ir eru ólíkar. Óhjákvæmilegt er,
að hver haldi því fram, sem sann-
færing hans segir til um. Þetta á
við um þjóðir jafnt og einstakl-
inga. Slíkt verða allir að sætta
sig við. En þegar vinir manns
hverfa, honum til óþurftar, frá
fyrri yfirlýsingum, þá er við bú-
ið, að það valdi í senn vonbrigð-
um og vandræðum.
Átliafnir,
sem gera áróður
eiuskisverðan
í síðasta Reykjavíkurbréfi var
að því vikið, að blöð vestan hafs
ræddu nú um það með allmikl-
um ugg, að Rússar stæðu Banda-
ríkjamönnum framar í áróðri. Þá
var hér vikið að því, að hinir
vitrari og víðsýnni Bandaríkja-
menn bentu á, að það væri ekki
fyrst og fremst áróðri Banda-
ríkjamanna, sem væri áfátt, held-
ur athöfnum þeirra sjálfra og
forustu í heimsmálum. Þetta hef-
ur nú átakanlega sannazt í skipt-
um Bandaríkjanna við ísland.
Efalaust halda Bandaríkja-
menn og Bretar því fram, að til
of mikils sé mælzt af íslending-
um, að þeir skipti um skoðun í
jafnþýðingarmiklu máli og land-
helgismálinu, einungis vegna
hagsmuna fslendinga, jafnvel þótt
þeir séu íslendingum vinveittir
og bandamenn okkar.
Þetta haggar ekki því, að á
Genfarráðstefnunni hefur þessum
aðilum tekizt ærið óhönduglega,
ekki sízt Bandaríkjamönnum. —
Öðru hverju er mjög fjölyrt um
það, að Atlantshafsríkin eigi að
hafa samráð sín á milli um stefnu
í utanríkismálum. Mikilvægar
ókvarðanir eigi ekki að taka
nema menn hafi borið saman ráð
sín. Varnarsamvinnan ein dugi
ekki, heldur verði og að vinna
saman í efnahagsmálum. Allt er
þetta rétt. En hvernig hefur fram
kvæmd þessa tekizt nú?
Forystiilcysi
Hér sem oft ella birtist algert
forystuleysi helztu lýðræðisþjóð-
anna.'Svo er að sjá sem stórveld-
in hafi ekki einu sinni borið ráð
sín saman áður en á ráðstefnuna
kom, hvað þá að þau hafi reynt
að samlaga skoðanir sínar og
hinna minni vinaþjóða sinna. —
Jafnvel Bretar og Kanadamenn
eru algerlega á öndverðum meið.
Segja má og, að samráð milli
þjóða hafi litla þýðingu, þegar
ljóst er, að engin einstök þeirra,
og allra sízt hinar stærstu og
voldugustu, þekkir sinn eigin
hug.
Bæði Bretar og Bandaríkja-
menn halda nú orðið mjög öðru
fram en þeir í upphafi gerðu á
Genfarfundinum. Um afstöðu
Breta má segja að þeir eigi í vök
að verjast. Um Bandaríkin er svo
að sjá sem þau séu eins og reyr
af vindi skekinn. Enda hlakkar
nú mjög í óvinum þeirra.
Þýðingarmeira
fyrir Isléndinga
en aðra
Genfarráðstefnan vekur miklu
meiri athygli á íslandi en annars
staðar. Ákvörðun fiskveiðiland-
helginnar hefur ekki neitt svipað
því eins mikla þýðingu fyrir
neina aðra þjóð eins og okkur
íslendinga. Sumar þjóðir leggja
lítið upp úr því, sem nú er að
gerast í Genf. Fréttirnar þaðan
eru engar forsíðufréttir t. d. í
Bandaríkjunum. Aðrir t. d. Bret-
ar telja mun meira í húfi fyrir
sig. Ekki kemst það þó í sam-
jöfnuð við okkur Islendinga. —
Þarna er í bókstaflegri merkingu
um lífshagsmuni okkar að ræða.
Þetta verða allir aðilar að hafa
í huga. Við íslendingar verðum
að átta okkur á, að málið tekur
ekki eins upp annarra hug og
okkar. Það þarf ekki að lýsa ill-
vilja þeirra til íslendinga, þó að
þeir fari sínu fram. En þeim mun
þýðingarminna sem málið er fyr-
ir aðra, ætti þeim að vera auð-
veldara að setja sig í okkar spor
og styðja málstað íslands, þó að
það baki þeim sjálfum nokkur
óþægindi. A. m. k. verða þeir aö
gera upp hug sinn í vitund þess,
hverja úrslitaþýðingu málið hef-
ur fyrir hina íslenzku þjóð.
Líturn í eigin barm
Um leið og við gerum kröfur
til annarra verðum við að líta í
eigin barm, haga hegðun og mál-
flutningi okkar á þann veg að
staða okkar verði sem styrkust.
Þess ber t. d. að minnast að
lánakvabb, ekki sízt í ósmekk-
legu formi eða samhengi, veikir
aðstöðuna til þess að fylgja eftir
því, sem verulega þýðingu hefur.
Þetta þekkir hver einstaklingur
úr sínu eigin lífi. Það á ekki síð-
ur við í samskiptum þjóðanna.
Ef íslenzkir valdamenn hefðu
eytt broti af þeirri orku, sem
hefur farið í öflun samskotalán-
anna, til að útskýra þýðingu fisk-
veiðilandhelginnar fyrir sam-
starfsþjóðum okkar í Atlantshafs
bandalaginu, þá væri aðstaða
okkar styrkari. Vafalaust hefur
þó verið unnið að þessu bak við
tjöldin, og ekki látið nægja að
kalla starfsmann í bandaríska
sendiráðinu upp í stjórnarráð eft-
ir að í óefni var komið.
Þá hafa menn hér á landi og
með réttu hntykslazt mjög á yfir-
lýsingu brezka fulltrúans í Genf
um að Bretar myndu að engu
hafa jafnvel löglega samþykkt
ráðstefnunnar um 12 mílna land-
helgi. Ekki þarf að eyða orðum
að því, að slík yfirlýsing af hálfu
þeirrar þjóðar, sem öðrum frem
ur hælir sér af því að vera mál-
svari réttaröryggis, er fordæman-
leg. En höfum við sjálfir alveg
hreinan skjöld í þessum efnum?
Var það hyggilegt af tveim ís-
lenzkum ráðherrum að lýsa yfir,
þegar þeir komu af Genfarráð-
stefnunni, að íslendingar væru
staðráðnir í að fara sínu fram,
hvað sem ráðstefnan ákvæði? Var
ekki nógu snemmt að gefa þá til-
kynningu, þegar ákvarðanir ráð-
stefnunnar lágu fyrir? Er ekki
réttara að láta stórveldin ein um
hótanir.? Ekki sízt þegar við er-
um staðróðnir í að láta hótanir
þeirra okkur engu skipta og þær
hafa á okkur alveg þveröfug
áhrif við það, sem tilgangurinn
væntanlega var? Er ósennilegt,
að stóryrði af okkar hálfu í miðj-
um klíðum hafi svipuð áhrif á
aðra?
Vonaiwli rætist
. vel úr
A þessi atriði er ekki drepið
hér til að troða illsakir við stjórn
völdin. Nú ríður á, að íslendingar
standi saman, en skilyrði þess er,
að frjáls skoðanaskipti eigi sér
stað og rætt sé í hreinskilni um
hvað betur megi fara. Ur því að
stórveldin beittu sér ekki fyrir
samráði um málið fyrirfram, var
í lófa lagið fyrir Islendinga sjálfa
að taka það upp í Atlantshafsráð-
inu. Þá var engin afsökun fyrir
þá, sem segjast vera okkur vel-
viljaðir, að koma eins og álfar út
úr hól. gera okkur illt og sjálfum
sér þann skaða á íslandi, sem þeir
framast gátu.
Það skal skýrt fram tekið, að
fulltrúar Islands í Genf hafa eft-
ir öllum fregnum að dæma hald-
ið svo vel á málurn okkar suður
þar, sem bezt mátti verða. Ber
fúslega að viðurkenna, að ekki
var unnt að velja hæfari menn
til meðferðar málsins af íslend-
inga hálfu. Enda hafa þeir Hans
G. Andersen og Davíð Ólafsson
unnið að málinu frá því að und-
irbúningur þess var fyrst hafinn
fyrir meira en 10 árum, og hefur
fulis samhengis gætt í malsmeð-
ferðinni út á við æ síðan.
Á. þessum árum hefur lengra
þokast í rétta átt en margir hefðu
fyrirfram ætlað. Enn kann svo
úr að rætast í Genf, að vel megi
við una. Þungi íslendinga er að
vísu ekki mikill. en viðbrögð
allra hér á landi nú sýna, að
okkur er fullkomin alvara í að
gera það sem við megnum til að
knýja fram rétt okkar. Sjálfir
skulum við minnast þess, að rétt-
urinn er okkar einasta skjól. Jafn
skjótt og ofbeldið á að ráða, þá
eru við í vonlausri aðstöðu.
10 ára afmæli
Efnahagssamvinnustofnun Ev-
rópu varð 10 ára hinn 16. apríl sl.
Stofnun þessari var á sínum tíma
komið upp í sambandi við Mar-
shall-samstarfið. Um hagræði ís-
lendinga af Marshall-samstarfinu
þarf ekki að fjölyrða. Það er eitt
af öfugmælum kommúnista, að
Marshall-samstarfið hafi orðið
okkur Íslendingum til ills. Meiri
fásinna hefur aldrei verið sögð
Ótal umbætur og framfarir hér á
landi eiga rætur sínar að rekja
til þessa samstarfs.
Aukið frjálsræði í verzlun og
hagsæld var því samfara og einn
þáttur þess. Efnahagsstofnun Ev-
rópu hefur í þeim -efnum unnið
mikilsvert starf, sem einnig hef-
ur komið íslandi að góðu gagni.
Nú lætur stofnunin sér hugað um
eflingu atvinnuvega hér, t. d.
möguleika á framleiðslu þungs
vatns. Vonandi verður úr þeim
framkvæmdum áður en yfir lýk-
ur. —
Náið samstarf er milli Efna-
hagsstofnunarinnar og Atlants-
hafsbandalagsins, þó að þátttöku-
ríkin séu ekki að öllu hin sömu.
Málflutningur íslendinga innan
Atlantshafsbandalagsins og Efna-
hagssamvinnustofnunarinnar átti
á sínum tíma ríkan þátt í því, að
löndunarbanninu í Bretlandi var
aflétt. Þar áttu þrír menn mestan
hlut að máli: Ólafur Thors, Pétur
Benediktsson og Hans G. Ander-
sen. Það er vitni einstakrar lítil-
mennsku, þegar málgagn sjávar-
útvegsmálaráðherrans nýlega
gerði lausn iöndunarbannsins að
sérstöku árásarefni einmitt á Ólaf
Thors. Af öllum íslenzkum stjórn-
málamönnum er mest honum að
þakka, að það mál skyldi leysast
á farsælan hátt.
Er og uppspuni frá rótum sú
sögn Þjóviljans, að í ráði hafi
verið að leysa málið á lakari veg
fyrir íslendinga en ofan á varð að
lokum. Meðan stjórn Ólafs Thors
sat að völdum, tóku íslendingar
slíkt aldrei í mál. Endanlega
lausnin varð einmitt verri, held-
ur en möguleiki var á áður. Þá
írestaðist lausnin vegna tregðu
Framsóknarmanna, þó að þeir
vildu strax ganga að lakari kröf-
um, þegar V-stjórnin undir for-
ystu Hermanns Jónassonar var
tekin við völdum.
Löiieu |,óíi að
ljúka
Þegar Alþingi kom saman eftir
1!4 mánaðar jólafrí — að vísu á
fullu kaupi — þá hreyfðu Sjálf-
stæðismenn því strax að réttara
væri að fresta enn fundum Al-
þingis, þangað til stjórnin hefði
tillögur sínar reiðubúnar um
raunhæfa afgreiðslu fjárlaga og
efnahagsmálanna yfirleitt. Mein-
ingarlaust væri að halda 52 al-
þingismönnum og fjölda sta’-fsliðs
athafnalausu á fullu kaupi vik-
um eða mánuðum saman, á meðan
sjálf ríkisstjórnin væri að bræða
málin með sér. Hið eina skynsam
lega væri að kveðja alþingismenn
ina þá fyrst til, þegar þeir hefðu
um raunveruleg verkefni að
fjalla. Enda yrði þá að ætla þeim
hæfilegan tíma til að átta sig á
tillögum ríkisstjórnarinnar.
Samtímis því sem að þeim yrði
unnið í þingnefndum og á flokks-
fundum væri auðvelt að ljúka
öðrum störfum þingsins.
Þegar þessi tillaga kom fram,
tók Hermann Jónasson, forsætis-
ráðherra, henni engan veginn ó-
líklega. Hann sagði, að eðlilegt
væri að athuga hana, ef sýnt yrði
að veruléga drægist að tillögur
stjórnarinnar kæmu fram. En þá
gerði hann ráð fyrir þeim um eða
eftir mánaðamótin febrúar-marz,
a. m. k. áttu þá tillögur sérfræð-
inga ríkisstjórnarinnar að liggja
fyrir.
Frumgögnin falin
Þá var forsætisráðherra spurð-
ur að því, hvort þingmenn al-
mennt mundu eiga kost á því að
kynna sér álitsgerð og tillögur sér
fræðinga stjórnarinnar. Herrfiann
Jónasson vildi ekki svara því
alveg ákveðið en taldi það þó
sennilegt.
Síðan eru liðnir 2 Vi mánuður.
Alþingi hefur verið haldið svo
til, starfslausu allan þann tíma.
Einhver álitsgerð mun hafa kom-
ið frá sérfræðingunum í hendur
ríkisstjórnarinnar snemma í
marz, en ekki er kunnugt að
henni hafi verið dreift á meðal
stuðningsmanna ríkisstjórnarinn-
ar á Alþingi. Víst er, að henni
hefur verið haldið gjörsamlega
leyndri fyrir andstöðuflokknum,
sem þó er vitað, að h. u. b. helm-
ingur þjóðarinnar fylgir.
Enn er beitt sömu vinnubrögð-
unum og höfð voru haustið 1956.
Þá var lofað úttekt þjóðarbúsins
í alþjóðaraugsýn. Fengnir voru
erlendir sérfræðingar til að fram
kvæma hluta úttektarinnar. —
Kunnugt er, að þeir sömdu
skýrslu og gerðu tillögur til ríkis-
stjórnarinnar. Ekkert af þessu
hefur fengizt birt. Fyrir rúmu
ári lét forsætisráðherrann þó svo,
að eitthvað mundi verða birt um
síðir.
Hverju sem um er að kenna,
hvort sem ekki hefur orðið sam-
komulag um breytinguna eða
eitthvað annað veldur, þá hefur
ekkert af þessum gögnum enn
komið fyrir almenningssjónir.
Sama háttalag er nú haft um
skýrslugerðina og tillögurnar frá
því í vetur. Aðeins er sagt frá
því, að sérfræðingarnir hafi set-
ið við að reikna og reikna mán-
uðum saman og nú sé reikning-
unum lokið og þá munu tillög-
urnar bráðlega birtast!
Ríkisstjórnin
ska*»ar sér eirmi
M
aSstöðu til
tillögugerðar
Samtímis kvarta stjórnarliðar
sárlega undan því að stjórnar-
andstaðan skuli ekki koma með
sínar tillögur. Þetta gera þeir
menn, sem þrátt fyrir aðgang að
öllum upplýsingum þjóðarbúsins,
hafa ekki enn getað flutt sínar
tillögur, þó að þeir hafi haft
fjölda sérfræðinga í allan vetur
til að reikna einstök úrlausnar-
dæmi! Auðvitað er það á færi
stjórnvaldanna einna, að flytja
sundurliðaðar tillögur um lausn
efnahagsmálanna svo sem hér til
Framh. á bls. 14