Morgunblaðið - 20.04.1958, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 20.04.1958, Blaðsíða 10
10 MORCVISBL AÐ1Ð Gullhátíð kvik myndaborgarinnar Sunnudagur 20. apríl 1958 mmmrnmmmmismmmmMmimmtm! * * * Joanne Woodward í kvikmyndinni Three Faces of Eve, þar sem hún leikur nnga sálsjúka konu með þríklofinn persónuleika. Fyrir leik sinn í myndinni fékk hún Oscar-verðlaunin. Frá fréttaritara Morgunbl., Reyni H. Oddssyni. Hollywood, 27. marz 1958. Bandaríska kvikmynda-aka- demian afhenti í gærkvöldi Osear verðlaunin fyrir beztu kvik- myndir ársins 1957. Aldrei fyrr hefur verið eins mikill viðbún- aður og hátíðahöld í sambandi við verðlaunaafhendinguna og nú, og geysilegum fjárfúlgum var varið í þessu skyni. Það má líka segja, að allt hafi þetta borið mikinn og glæsilegan árangur. Afhending verðlaunanna fór fram í Pantages-leikhúsinu, sem er eitt hið stærsta hér í borg og rúrttar á þriðja þúsund manns í sæti. Meðal viðstaddra voru margar frægustu filmstjörnur heims, leikstjórar og kvikmynda framleiðendur hvaðanæva að, svo og aðrir gestir. Hafa sennilega aldrei verið saman komnir á ein- um stað jafnmargir frægir menn í heimi kvikmyndanna. Kvik- myndaleikkonurnar voru í hinum skrautlegustu búningum, sumar voru í kjólum með slóða, gyllta setta margvíslegum gló- andi steinum. Er áætlað að sumir kjólarnir hafi kostað allt að 50 þúsundum dala fyrir utan gull og annað glingur, sem kven- fólkið bar um háls sér og herð- ar. Þessari miklu gullhátíð var bæði sjón- og útvarpað um öll Bandaríkin og Kanada. Áætlað er að um 90 milljónir manna hafi fylgzt með því, sem fram fór, eða mestur hluti fótatærra manna í Vesturheimi. Enda er það svo, að fátt er það, sem dregur hér að sér athyglí alþýðu manna á þessu slóðum eins og einmitt hin- ar frægu kvikmyndastjörnur. í upphafi hátíðahaldanna lék Akademíuhljómsveitin undir stjórn Alfreds Newmanns forleik, sem sérstaklega hafði verið sam- inn í þessu tilefni. Síðan kom fram leikstjórinn George Seaton, forseti Akademíunnar, og setti hátíðina með stuttri ræðu. Því næst tók leikarinn James Stew- art við og tilkynnti, að byrjað yrði á því að afhenda verðlaun fyrir, beztan leik í aukahlutverK- um. Þar komu til greina ítalski leikarinn Vittorio DeSica, sem vakti sérstaka athygli fyrir leik sinn í kvikmyndinni Vopnin kvödd eftir sögu Hemingways, japanski leikarinn Sessue Haya- kawa, sem þótti leika afbragðs vel í myndinni Brúin yfir Kwai- ána og bandaríski leikarinn Red Buttons, sem var einnig sagður koma til greina fyrir leik sinn í myndinni Sayonara, svo og nokkrir aðrir leikarar. Áður en langur tími leið, birtist leikkon- an Lana Turner á sviðinu og til- ky'nnfí,' áð ' sigurvegarinn væri Red Buttons. Hann geystist siðan upp á sviðið og tók á móti gull- styttunni, við- mikið lófaklapp viðstaddra. Þegar hér var komið sögu, hóf- ust ýmis skemmtiatriði, sem Jimmy Stewart kynnti. Margir frægir leikarar sungu gömul Oscarverðlaunalög, því að verð- laun voru einnig veitt fyrir bezta frumsamda lagið, sem sungið var í kvikmynd, á árinu. Dean Martin söng lagið „All away“, býsna þokkalegan lagstúf og hlaut hann verðlaun að þessu sinni. Kirk Douglas og Burt Lancaster sungu gamanvísur í sameiningu. Text- inn var eitthvað á þá leið, hversu gott það væri að vera ekki tilgreindur sem möguiegur verðlaunahafi, þá væri hjartað a. m. k. á réttum stað, áður en vitað væri ufn sigurvegarana. Að söng þeirra félaga loknum var afhentur fjöldi verðlauna fyrir tæknilegar framfarir og uppfinn- ingar ýnuslegar, svo sem ný og stærri breiðtjöld fyrir bílabíó, nýjar linsur í kvikmyndatöku- vélar, alls kyns kapla, kaðla o. m. fl. Tók það býsna langan tíma, að afhenda öll þessi verðlaun og virtust mér margir gestana orðn- ir frekar órólegir í bekkjum sín- um, enda fjallaði þessi þáttur að- allega um tækni og það mjög flókna tækni á köflum. En um síðir rættist úr þessu, því að við kynningu tók hinn góðkunni gam i anleikari Bob Hope, nýkominn úr Rússlandsför, og hafði marga smellna brandara á takteinum. Einnig gat hann þess utan dag- skrár, að sér hefði ekki tekizt að vinna Oscar-verðlaunin ennþá, og vildi hann helzt kenna fyrr- verandi leikstjórum og öðrum er hiut eiga að máli um það. Fþilu brandarar hans í góðan jarðveg sem enara nær ug vöktu mikia kátínu. Ernest Borgnine, sá er hlaut Oscar-verðlaunin fyrir leik sinn í myndinni Marty fyrir tveimur áruni, afhenti nú'verðiauimn fyr ir bezt gerðu aukamynd ársir.s, (Documentary film). Jeorme Hill hlaut verðlaunin í þetta skipti fyrir mynd sína um mann- vininn mikla Albert Schweitzer Anthony Quinn, sem hafði verið tilnefndur sem mögulegur sigur- vegari fyrir beztan leik ársins í myndinni Wild is the wind, til- kynnti nú að verðlaun fyrir bezt an leik ársins í aukahlutverki hefðu fallið í hlut japönsku leik- konunnar Niyoshi Uneki, en hún lék á móti Red Button í Sayonara. Þegar Uneki tók við verðlaunun- um, vann hún hjörtu allra þeirra milljóna, er á horfðu, með yfir sem svo mjög einkennir margar japanskar konur. Hún er lágvax- in, en sómdi sér þó vel í þjóð- búningi lands síns. Hún sagði: „Ég ekki vita, hvað ég skal segja, ekki hafa neina ræðu, ég aldrei láta mér detta í hug, ég svo ákaf lega glöð og þakklát amerísku þjóðinni“, og um leið hneigði hún sig að japönskum sið. Við gífur- leg fagnaðarlæti gestanna yfirgaf hún svo sviðið. Rock Hudson og Jennifer Jones afhentu verðlaun- in fyrir beztu teiknimynd áisins og stutta efnismynd (Short Suo- jects). Þau hlutu Walt Disney fyrir The Wetback Hound og Warner Bros fyrir Birds Anonymous. Síðan tóku við ýmis skemmtiatriði um stundar- sakir en á milli þeirra voru af- hent nokkur smærri verðlaun svo sem til bezta klæðskerans. Sá, sem sá um búningana í músík- myndinni „Les girls“, bar sigur úr býtum. Þetta mun vera sama myndin og fegurðardrottningu ís lands 1957 var boðið hlutverk í, þegar hún tók þátt í alheims- keppni þokkadísa hér á Löngu- fjöru síðastliðið sumar. Mörg önnur verðlaun voru veitt. Verðlaunaafhending féll niður á meðan sýndar voru smáglefsur úr sögu kvikmyndanna síðastliðin 50 ár í tilefni þess, að hálf öld er liðin frá því, að fyrsta myndin var gerð hér í bæ. Að því loknu tók Kim Novak við verðlaunum franska rithöfundarins Pierre Boulle, í fjarveru hans, en verð- laun þessi hlaut hann fyrir bezta kvikmyndahandrit, sem byggt var á hans eigin skáldsögu: Brúin yfir Kwaiána. Verðlaun fyrir bezta hljómlist í kvikmynd hlaut Marcon Arnold, en hann samdi hljómlistina í sömu mynd. Daína Wynter og Fred Astaire afhentu verðlaunin fyrir beztu erlendu mynd ársins. Þau hlaut ítalska myndin, Nights of Cabiria,, gerð af Dino DeLaurentiis. Enski leikarinn David Lean hlaut Oscarverðlaunin fyrir beztu leikstjórn á árinu. Stjórn- aði hann töku myndarinnar Brú- in yfir Kwaiána og þykir hann hafa innt það verk af hendi með undraverðum árangri. „Bráin“ hlaut einnig verðlaun sem bezta bandaríska mynd ársins. Þegar hér var komið sögu, voru taugar margra gestanna areiðan- lega orðnar allspenntar, því að nú var aðeins eftir að veita tvenn verðlaun, en það voru líka þau verðlaun, sem merkust þykja og mesta athygli vekja. Verðlaunin, sem hér um ræðir, eru bezta leikarans og beztu leikkonu árs- ins. Þær leikkonur, sem menn álitu að til greina kæmu, voru Deborah Kerr fyrit Heaven knows, Mr. Allyson,-. Anna Magn ani fyrir Wild is tiie Wind og Joanne Woodward fyrir Three Faces of Eve. John Wayne gekk nú fram á sviðið með hið gullna leyndarmál umslagsins góða. Þar var fyrir Bob Hope og tók hann nú á móti honum með gaman- máli. Umslagið var opnað, og í Ijós kom, að sigurvegarinn var bin unga leikkona Joanne Wood ward. Við fagnaðarlæti og mikið lófatak tók hún við hinni fögiu gullstyttu, hágrátandi af gleði yfir hinum mikla sigri. „Ég hef óskað þessa síðan eg var 9 ára gömul“, sagði leikkonan, um leið og hún þerraði tárin úr augun- um. Hún var áreiðanlega vel að sigrinum komin fyrir frábæra túlkun sína á hinum þríklofna persónuleika sálsjúku konunnar ungu í myndinni Three Faces of Eve. Að síðustu bar Cary Grant fram Oscar-styttuna, sem innan litillar stundar átti að falla í hendur einhvers þeirra Marlon Brandos, fyrir Sayonara, Anthony Franciosas fyrir A Hatfuli of Rain, Charles Laughtons fyrir Witnes for The Prosecution. og eins og fyrr er sagt Anthony Quinns fyrir Wild is the Wind. Alec Guinnes hafði einnig venð nefndur fyrir leik sinn í Brúin yfir Kwaiána og höfðu margir spáð honum sigri, enda fór svo, að áður en langt um leið var tilkynnt, að hann hefði borið sigur úr býtum. Því miður gat hann ekki verið viðstaddur vegna anna við töku nýrrar kvikmynd- ar í Englandi, en landi hans, enska leikkonan Jean Simmons, tók við styttunni fyrir hans hönd. Hún minntist á, að fyrir um 13 árum hefði hún unnið með hon- um að kvikmynd heima í Eng- landi, sem einnig var stjórnað af David Lean. Hún sagði Guinn- es vera að sínu áliti mestan leik- ara, sem nú væri uppi, og frarn- úrskarandi listamann. Ég býst við að flestir hafi tekið undir orð Alec Guinnes í Oliver Twisi, sem sýnd var i Tjarnarbiól fyr- ir nokkrum árum. hennar og með sjálfum sér ósk- að hinum mikla snillingi inmlega til hamingju. Afli Akranesbáta AKRANESI, 18. apríl — Heildar- afli 16 báta hér í gær var alls 137 lestir, Aflahæstir voru Sig- urvon (23,7 lestir) og Höfrungur (19 lestir). — Hingað kom togar- inn Bjarni Ólafsson í dag með um 170 lestir. Meginið er þorsk- ur. Togarinn var 15 daga að veið- um. — Þyrill losaði í gær olíu á geymi sementsverksmiðjunnar. ■■■ '■ "■■■■■■■ ' - Frá afhendingu verðlaunanna. Frá vinstri til hægri: Red Butt- ons, Joanne Woodward, Sam Spiegel framleiðandi, Miyoshi Umeki, David Lean og Jean Simmons, sem tók við verðlaun- unum fyrir hönd Alec Guinness. lætislausri framkomu og innileik, Alec Guinnes sem Colonel Nicholson í Brúnni yfir Kwai-ána.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.