Morgunblaðið - 20.04.1958, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 20.04.1958, Blaðsíða 21
Sunnudagur 20. apríl 1958 MORCUISBLAÐIÐ -1 21 Bragi Egilsson stud. med. M inningarord „Sáum við svanina fljúga til sóllanda fegri“. FJÓRIR ungir menn lögðu upp í flugferð hinn 29. marz sl. Þeir hafa ákveðna ferðaáætlun í huga, en þeir vita ekki að ferðinni er heitir til „sóllanda fegri“, að ferð þeirra endar, þar sem mannlegu lífi lýkur, og eilífðin tekur við. Þeir vita ekki, að örlögin hafa þegar samið aðra áætlun sem öllum var hulin, en sem nú er öllum kunn og að ferðalokin hafa valdið vinum og vandamönnum og öllum íslendingum hinum sár- asta trega. Hin síðustu spor fjór- menninganna ungu á þessari jörð, er þeir gengu að flugvélinni, hafa eflaust verið létt og hug- ur þeirra fullur eftirvæntingar og gleði. Það er háttur æskunnar að trúa þvj að allir vegir séu færir. Þeir finna æskuþróttinn og lífs- gleðina streyma um hverja taug og bölsýni er flestum ungum mönnum fjarri skapi. En það er einkenni heilbrigðs sálarlífs, að trúa á lífið og vera vonglaður um framtíðina. Æskumaður í blóma lífsins minnir okkur á ungt tré á fögrum vormorgni. Sumarið og þroskinn er framundan. Æsku- mannsins bíður lífið með sínum mörgu og margvíslegu möguleik- um. Þessir ungu menn höfðu náð áfanga á námsbrautinni og höfðu valið sér það námsefni við Há- skóla íslands, sem hugur þeirra stóð til. Þeir voru allir að dómi kunnugra góðir námsmenn og „drengir góðir“. Foreldrar þeirra og aðrir aðstandendur höfðu gert sér glæstar vonir um framtíð þeirra, þeir höfðu kostað þá til náms svo að hæfileikar þeirra mættu njóta sín á þeim vettvangi lífsins, sem þeir höfðu valið sér. Nú eru framtíðardraumarnir að engu orðnir og eftir er aðeins söknuðurinn og sorgin að sjá á bak sonunum góðu. Við segjum „að mennirnir ákvarði en guð ráði“, og vissu- lega verðum við að trúa því, að þessir ungu menn hafi verið kall- aðir til starfa á öðru lífssviði, þó okkur í okkar mannlegu fávísi sé um megn að skilja og sætta okkur við að þeir séu horfnir okkur. Til er gamalt spakmæli, sem segir: „þeir sem guðirnir elska, deyja ungir“. Ég hefi hugsað að í gömlu spakmælunum fælist summan af reynslu horfinna kynslóða sem lærðu af lífinu og drógu sínar ályktanir af því sem lífið kenndi þeim. Eftir þessu að dæma ætti alvitund tilverunn- ar að líta svo á, að þeim sem miklum hæfileikum og mann- kostum eru búnir, sé ekki langra lífdaga fyrirhugað í okkar jarð- vistartilveru. Vísindamenn, sem kanna fyrirbæri okkar jarðneska lífs segja, að ekkert verði til af engu, og ekkert verði að engu í okkar veröid. Er þá ekki rök- rétt að álykta að sálarlífið, sem blundar með hverju ungbarni og þroskast með þroskun likamans lifi, þó líkaminn sé horfinn sjón- um okkar. Við vonum, að sál þessara ungu manna, sem kvöddu lífið í blóma þess, verði auðið að halda áfram á sinni þroska- braut og við megum trúa því að „mennirnir lifa þótt þeir deyi“. Einn þessara ungu manna, sem fórust með flugvélinni þann 29. marz, Bragi Egilsson, var sonur hjónanna Sigurbjargar Guð- mundsdóttur frá Lómatjörn og Egils Áskelssonar bónda að Hlé- skógum í Höfðahverfi. Hann var fæddur 19. júní 1937 að Borg í Gunnar Jónsson Lögmuður við undirrétti o- hæstarétt. Þingholtsstræti 8. — Sími 18259 Þórarinn Jónsson löggiltur skjalaþýðandi og dómtúlkur i ensku. Kirkjulivoii. — Sii'ii 18655. Grenivík í sömu sveit. Snemma komu í ljós miklir námshæfileik- ar hjá Braga, svo foreldrar hans höfðu snemma tekið þá ákvörðun að kosta hann til náms. Var námi hans þar komið, að hann innritaðist í læknadeild Háskóla íslands s. 1. haust. Við vinir þeirra hjóna, glödd- umst með þeim yfir velgengni Braga á námsbrautinni, eins og við nú hryggjumst og höfum samúð með þeim í þeirra þungu sorg. Vinir og vandamenn fjöl- skyldunnar í Hléskógum sakna þessa unga glæsilega manns. Hinn 9. marz s. 1. var Bragi staddur í vina og skyldmenna- hópi hér í Reykjavík. Engum viðstöddum hefir víst til hugar komið, að þessi ungi efnilegi maður ætti eftir aðeins 20 daga ólifaða. Mér sem þessar lín- ur rita, var það ánægjuefni að veita því athygli hve prúðmann- leg framkoma þessa unga frænda míns var. Framganga hans var með mjúklátum og hógværum blæ, laus við mikillæti eða þótta sem stundum gætir hjá ungum mönnum, og sem ef til vill er að einhverju leyti sprottið af feimni. Ég veit með vissu að Bragi var mjög vinsæll meðal skólafélaga sinna og hvers manns hugljúfi. Þess vegna beygjum við nú höfuð okkar í sorg, og biðjum guð að styrkja þá sem um sárast eiga að binda. L. G. fbúð til sölu Til sölu er lítil 5 herbergja íbúð á 1. hæð í húsi á góðum stað við Langholtsveg. Verð aðeins kr. 280 þúsund. Útborgun æskileg um kr. 180 þúsund. Eftirstöðvar kaupverðsins eru hagstæð lán. Sér kynding. Ibúðin er í góðu standi. Rúmgóð girt lóð. Upplýsingar gefnar í síma 34231. Það er aðeins eitt, sem gefur hressandi vellíðan eftir rakst- urinn ...... það er Blátt Gillette Látið nýtt blátt Gillette blað í viðeigandi Gillette rakvél og ánægjan er yðar 10 blöð kr.: 17.00. Sendisveinn óskast á ritstjórnarskrifstofur vorar. JPftotgtttdHb&Sft Sími 22480. HEF OPNAÐ T AIMIVLÆKIMIIMG AST ÖFU í Aðalstræti 6 (Morgunbiaðshúsinu) Viðtalstími kl. 1.30—6. — Sími 24828. ÖRN BJARTMARS PÉTURSSON taunlæknir., Simi 15300 Ægisgötu 4 Nýkomið höldur og tappar á húsgagnaskápa. Útsögunarsagir, rafknúnar Gluggatjaldabrautir með hjólum og kappastöng Svefnherbeigishúsgögnin matrgeftirspurðu, eru komin aftur. Trésmiðian Víðir hf. Laugaveg 166. Linoleum gólfdúkur B og C þykktir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.