Morgunblaðið - 20.04.1958, Blaðsíða 23
Sunnudagur 20. apríl 1958
MORGVNBLAÐIÐ
23
ÞrótfmikiS start Skóg-
rœktarfélags Árnesinga
í Árnessýslu eru nokkrar skóg-
arleifar og má í því sambandi
minna á Þrastaskóg, Þjórsárdal,
Laugardal og Haukadal. Á síðari
árum hefur vaknað mikill skóg-
ræktaráhugi í sýslunni og í sam-
vinnu við skógrækdarstjóra og
Skógræktarfélag íslands hefur
Skógræktarfélag Árnesinga starf
að af miklum dugnaði. Má þeg-
ar sjá þess Ijós merki, og eru
miklar vonir tengdar við ýmsa
staði í Árnesþingi í þessum efn-
um. Má í því sambandi nefna hið
gamla höfuðból Haukadal, en þar
hefur Hákon Bjamason og liðs-
kostur hans, einkum lagt hönd á
plóginn.
Skógræktarfélag Árnesinga er
ekki gamalt að árum, en í það
mun þó þegar hafa gengið um
það bil allra Árnesinga heima
í héraði. Félagið er héraðsskóg-
ræktarfélag í Skógræktarfélagi
íslands. Innan Skógræktarfél.
Árnesinga starfa nú 15 deildir
víðs vegar um sýsluna. Eitt
helzta átak S. Á. er að félagið
hefur ráðizt í að kaupa hið forna
prestsetur Snæfoksstaði í Gríms
nesi. Til forna mun sá bær hafa
verið nefndur Snæfuglsstaðir. En
nú er félagið að undirbúa stór-
felldar skógræktarframkvæmdir
þar, undir forustu hins ötula for-
manns félagsins Ólafs Jónssonar
kaupmanns á Selfossi.
á undanförnum árum. Er hún nú
kr. 92.854.78. Voru reikningarnir
samþykktir athugasemdalaust og
gjaldkera félagsins þökkuð störf.
Þá fór fram stjórnarkjör, en úr
stjórninni áttu að ganga tveir
menn, sem báðir voru endur-
kjörnir.
Stjórn Skógræktarfélags Ár-
nesinga skipa nú eftirtaldir
menn: Form. Ólafur Jónsson,
kaupmaður, gjaldkeri Einar Páls
son, bankastjóri, ritari Sig. Eyj
ólfsson, skólastjóri, og meðstjórnj
endur Sig. í. Sigurðsson, Sel-
fossi og Helgi bóndi Kjartans
son í Hvammi í Hrunamanna-
hreppi. Varastjórnarmenn Snorri
Árnason, sýslufulltrúi og Þór-
mundur Guðmundsson, verkstj.
Endurskoðendur Helgi Jónsson
og Guðm. Jónsson.
Á aðalfundi Skógræktarfélags
Árnesinga, sem haldinn var á Sel
fossi sl. sunnudag voru rifjaðar
upp helztu framkvæmdir félags-
ins á sl. ári. Það ár var mjög hag
stætt öllum gróðri og munu því
félagsmenn’mega vænta góðs ár-
angurs af skógræktarstörfum
sínum. Jafnframt gaf formaður
yfirlit yfir störf félagsins árið
1956.
Hvort árið um sig voru gróður
settar um 30 þúsund skógarplönt
ur og auk þess allmikið af garð
plöntum eða 1.117 á sl. ári. Um
helmingur hinna ungu skógar-
plantna mun hafa verið gróður-
settur í skógræktargirðingu fé-
lagsins að Snæfoksstöðum. Gat
fprmaður þess í skýrslu sinni að
hún væri nú fullsetin plötnum og (MAnn 3 Clnismim
þyrfti því nýja girðingu. Yrði lYlvllil w llOlwlltlIIl
hún sett, að ráði skóræktarstjóra,
niður við Hvítá, i svonefndu Skóg
arnesi.
Taldi skógræktarstjóri fram-
farir nýgræðingsins að Snæfoks-
stöðum ágætar, og miklar vonir
mætti tengja við þann stað í skóg
ræktarmálunum, svo vel, sem
væri af stað farið.
Skógræktarfélagið hafði á ár-
inu boðið sýslunefnd Árnessýslu
í kynnisför í Haukadal. Skóg-
Brytar og matreiðslu
Innilegar þakkir færi ég öllum þeim, er sýndu mér vin-
áttu og sóma með skeytum og gjöfum á 65 ára aímæli
mínu.
Hamingjan fylgi ykkur öllum.
Bjarney S. Guðmundsdóttir,
Kópavogsbraut 34.
Innilega þakka ég öllum sem glöddu mig á sjötugsaf-
mæli mínu 28. marz sl.
Sérstaklega þakka ég Kvennfélagi Fljótshlíðar þeirra
rausnarlegu gjöf.
Guð blessi störf ykkar á ókomnum árum.
Vilborg Jónsdóttir,
frá Grjótá.
Gróðrartími
og gróður
ÞESSI orð hafa verið valin sem
einkennisorð búnaðarsýningar
þeirrar hinnar miklu, sem efnt
verður til á nýju sýningarsvæði í
útjaðri Ósló-borgar vorið 1959.
Þetta verður hin mesta búnaðar-
sýning sem sézt hefur í Noregi
síðan afmælissýningin mikla var
haldin 1914. Sýningarsvæðið er
40,5 hektarar; það liggur hátt og
er talið verða „flottasti“ sýning-
arvöllur landsins.
Tilefni sýningarinnar er meðal
annars að 1959 eru 150 ár síðan
Selskapet for Norges Vil var
stofnað (það varð Jóni Sigurðs-
syni að fyrirmynd Búnaðarfé-
lagsins) og 100 ár síðan Búnaðar-
háskólinn í Ási tók til starfa.
Búnaðarsýning þessi á að
standa yfir frá 11. júní til 5. júlí,
og á hún að veita fulla sýn yfir
norskan landbúnað í öllum grein-
um.
Við, sem munum sýninguna
við Frognerkilen 1914, hlökkuín
til þessarar sýningar 1959.
Margt er breytt frá því sem þá
var, en sú sýning markaði tíma.
mót hér í Noregi þó skammur
yrði friðurinn til umbótastarfa
fyrst um sinn eftir þá sýningu.
Síðar á árinu 1959, í sept.-okt.,
á að hafa 10 daga framleiðslusýn-
ingu við Akershus í Osló.
Jaðri, 11. marz ’58.
A. G. E.
ræktin þar var þá skoðuð og sátu
sýslunefndarmenn að fagnaði vor
kvöld eitt ásamt skógræktarfröm
uðum úr Árnesþingi og skógrækt
arstjóra.
Skógræktarfél. Árnesinga má
senda 5 þátttakendur í hina ér-
legu Noregsför Skógræktarféiags
íslands, á þessu vori.
Hákon Bjarnason skógræktar-
stjóri var mættur á fundinum
ásamt Snorra Sigurðssyijtógdjtjd-
reka SkógræktarfélagsiftlP^FTuiti
Hákon þarna erindi, er hann
nefndi „Verkefni skógræktarinn
ar næstu árin“. Til skýringar er-
indi sínu sýndi hann litskugga-
myndir. Var erindið fróðlegt og
því mjög vel tekið. Mælti hann
að loknum hvatningarorð til fé-
lagsmanna.
Sigurður Ingi Sigurðsson, odd-
viti sagði nokkuð frá aðalfundi
Skógræktarfélags fslands að
Kirkjubæjarklaustri dagana 5. og
6. júlí 1957.
Gjaldkeri félagsins, Einar Páls-
son, bankastjóri, las reikninga fé-
lagsins árin 1956 og 1957. Skuld-
laus eign félagsins fer vaxandi,
þrátt fyrir miklar framkvæmdir
IÐNAÐABNEFND efri deildar
Alþingis hefur lagt fram frumv;
til laga mn bryta og matreiðslu-
menn á farskipum og fiskiskip
um. Er frumv. flutt að ósk stjórn-
ar Sambands matreiðslu- og
framreiðslumanna.
í frumv. segir, að skylt sé að
h;it'a matreiðslumenn og/eða
bryta á öllum vélknúnum far-
þega- og flutningaskipum, sem
eru 800 lestir eða stærri brúttó og
hafa minnst 20 manna áhöfn.
Matreiðslumennirnir skulu hafa
sveins- eða meistararéttindi.
Brytar skulu annaðhvort hafa
meistararéttindi í matreiðslu, 6
mánaða starfstíma á skipi og
brytapróf — eða hafa meistara-
réttindi í framreiðslu, brytapróf
og 1 árs starfstíma sem aðstoðar-
mjitreiðslumenn.
Á fiskiskipum, sem eru stærri
,en. 25 brúttó lestir, og á farþega-
og flutningaskipum, sem eru
25—800 lestir, er skylt að hafa
matsveina skv. frumvarpinu.
Skulu þeir hafa sveins- eða meist
araréttindi — eða verið 8 mánuði
á námskeiði við Matsveina- og
veitingaþjónaskólann og hafa 6
mánaða starfstíma — eða hafa
sótt viðurkennt matreiðslunám-
skeið og hafa 18 mánaða starfs-
tíma.
Ákvæði laganna eiga ekki að
ná til þeirra, sem við gildistöku
þeirra eru við fyrrgreind störf,
ef þeir innan 5 ára krefjast viður
kenningar á atvinnurétti sín-
um. — Einnig er gert ráð fyrir
tímabundnUm undanþágum frá
lögunum.
ATHUGIÐ
að borið samar við útbreiðslu,
er la igtum ódýrara að auglýsa
í Mcrgunblaðinu, en 1 öðrum
blöðum. —
EIN4R ASMUHDSSOIV
hæsiarcUarlögmaóur.
HAFSTEINN SIGURÐSSOH
héraðsdómslögma? ur.
Sími 15407.
Skrifstofa, Hafnarstríeti 5.
tíristján Guðlaugssor
hæstcréttarlögniaður.
Skrifstofutími kL 10—12 og 1—5.
Austurstræti L — Simi 13400.
Öllum þeim, er sendu mér hlýjar kveðjur á sjötíu ára
afmælinu 8. þ.m. þakka ég innilega.
Sigurður Guðmundsson, Kolsstöðum.
Öllum þeim, er sendu mér hlýjar kveðjur á sextíu ára
afmælinu, 15. þ.m. þakka ég innilega.
Ásrún Lárusdóttir Knudsen
Sogaveg 148.
Hugheilar þakkir færi ég börnum og tengdabörnum
mínum og öðru skyldfólki og vinum fjær og nær sem
minntust mín á 70 ára afmæli mínu 4. þ.m. með gjöfum
skeytum og heimsóknum.
Guð blessi ykkur öll.
Jóhannes Jónsson,
Gauksstöðum, Garði.
Kópavogur !
Sjálfstæðisfélögin í Kópavogi efna til skemmtunar
í Oddfellow uppi. n.k. þriðjudagskvöld kl. 8.30.
Skemmtiatriði:
Félagsvist, dans.
Aðgöngumiðapantanir í síma 19708 mánudags-
kvöld kl. 8—10. SKEMMTINEFNDIN.
Miðnætursijngskemmtun
í Austnrbæjarbíói
þriðjudaginn 22. apríl kl. 11.30. e.h.
H a I Ibjörg Bjarnadóttir
Efnisskráin er hin sama og var í Helsingfors
— eu þar var metaðsókn. — Uppselt á 24
sýningar.
Neo-tríóið aðstoðar
Aðgöngumiðar seldir í Austurbæjarbíói, Bóka-
búð Lárusar Biöndal á Skólavörðustíg og
Vesturveri.
MINNIIMGASPJOLD
„Minningasjóðs um látin íslenzk tóknsbáld"
fást á skrifstou Tónskáldaléiags ísiands,
Frejugötu 3 í Beykjavík.
fsa
ÞORVALDUR ARNASON
fyrrv. skattstjóri, verður jarðsunginn frá Fossvogskapellu
mánudaginn 21. þ.m. kl. 1.30 s.d. Athöfninni verður út-
varpað. ’— Blóm vinsamlegast afþökkuð.
Ingibjörg Guðmundsdóttir og börnin.
Útför
PÉTURS ÓLAFSSONAR
fyrrum bónda í Þormóðsdal fer fram þriðjud. 22. apríl og
hefst með húskveðju að heimili hans Hraunsholti kl. 1 e.h.
Jarðsett verður að Lágafelli,
Vandamenn.
Jarðarför móður minnar
MARGRETHE KALDALÓNS
fer fram frá Fossvogskirkju þriöjudaginn 22. þ.m. kL
10.30.
Blóm afbeðin, en þeir er vildu minnast hinnar látnu
má benda á Minningarsjóð um látin íslenzk tónskáld.
Athöfninni verður útvarpað.
Fyrir hönd vandamanna.
Snæbjörn Kaldalóns.
Móðir okkar og amma
INGIBJÖRG PÁLSDÓTTIR
frá Þingeyri Dýraíirði
verður jarðsett þriðjudag. 22. apríl frá Neskirkju kl. 1.30.
Katrín Kjartansdóttir,
Gestur Guðnason og barnabörn.
Okkar innilegustu þakkir fyrir auðsýnda samúð við
andlát og jarðarför
HELGU GUÐJÓNSDÓTTIR
Ingvar Einarsson, Haraldur Guðjónsson.