Morgunblaðið - 20.04.1958, Blaðsíða 8
8
MORGUNBLAÐIÐ
Sunnudagur 20. apríl 1958
Nor&urveggur vatnsjöfnunarþróarinnar, ásamt jarðgöngunum,
sem styrkt hafa verið með öflugum steinsteyptum boga. —
Ofan við munnann er strengt net á þróarvegginn til að koma
ÞEGAR við höfðum klöngrazt á
bílnum yfir illfæran Sogsveg og
vorum komnir á móts við Drátt-
arhlíð við Úlfljótsvatn, var svo
að sjá sem einhverjar nátt-
úruhamfarir hefðu bylt þar öllu
við á stóru svæði. Er við svo
komum á „Stríðsbrúna" við Efra
Sog, þar sem hin mikla orrusta
var háð eina síðsumarsnótt í
fyrra, sást að þar var ekki um
skipulagslaust umrót að ræða,
heldur sprengingar fyr-
ir hinum miklu mannvirkjum
Efra-Sogs virkjunarinnar, sem
rísa eiga þarna i hlíðinni. Að eyr-
um okkar barst alls konar véla-
skrölt frá bílum, vélum, krönum
o. fl.
Alllangt fyrir neðan okkur var
fjöldi manna að störfum. Þar
niðri eru undirstöður fyrir stöðv
arhús orkuversins og verður
botn þess um 12 metrum fyrir
neðan vatnsborð Úlfljótsvatns.
Til þess að sprengja þennan
djúpa grunn inn í bergið og síðan
fyrir frárennslisskurði stöðvar-
innar, þurfti fyrst að gera öfl-
ugan varnargarð út í Úlfljóts-
vatn, til að bægja vatninu frá.
Garður þessi er gerður úr grjót-
fyllingu með járnþili til þétting-
ar. Hann er um 120 m langur
og nær hann alllangt út í vatnð.
Nú er lokið við að sprengja og
grafa fyrir stöðvarhúsinu. Menn
irnir voru að steypa botnplötu
hússins. Til þess að koma stöðv-
arhúsinu fyrir og aðrennslispíp-
v.'>V v ^^ . xM^-v >'
Séð yfir í Dráttarhlíð frá Sogaveginum, þorpið sem risið er uppi i hliöinni og neðan við það vatnsjöfnunarþróin með jarðgöng-
unum. — Til vinstri við þau sést steypustöðin. (Myndirnar tók ljósm. Mbl. Ól. K. M.).
unum, þurfti að sprengja úr Drátt
arhlíð um 16000 teningsmetca.
Hærra í hlíðinni og „bak við“
stöðvarhúsið verður geysileg
vatnsjöfnunarþró. Er hún sömu-
íeiðis sprengd inn í hlíðina og
mun rúmtak klappa sem sprengja
þurfti þar, vera þó nokkru meira
en í grunni stöðvarhússins, eða
kringum 21,000 teningsmetrar. XÍr
botni þessarar vatnsjöfnunarþró-
ar eiga svo jarðgöng að liggja
þvert í gegnum Dráttarhlíðina og
út í Þingvallavatn. Um þau renn-
ur vatnið til orkuversins. Er vinn
an við jarðgöngin nú hafin. Þeg-
ar okkur bar að garði voru göng-
in orðin um 30 m á lengd, en
þau verða alls tæpl. 400 m. Þar
inni er all-vítt til ’veggja' eða 8
metrar.
Bergið í Dráttarhlíð *r móbergs
myndun. Er það mjög laust fyrir
og gljúpt. Ber þegar á töluverð-
um „leka“ í göngunum og eins í
grunni stöðvarhússins. Virðist
þetta vatns seytla í gegnum hlíð-
ina frá Þingvallavatni.
Vestan við hina miklu vatns-
Framh. á bis. 22
Þessi mynd er tekin ofan af steypustöðinni. Útsýni er fallegt í
Dráttarhlíð. Það sér yfir grunn stöðvarhússins og utar varnar-
garðinn og járnþilið. — Úifijótsvatn er í fjarska og Búrfeli i
Séð út ur jarögöngu..-
í veg fyrir grjóthrun. —